Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 29

Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 29 Landslagið í tónlistinni TONIJST Hafnarborg SÖNGTÓNLEIKAR Sólrún Bragadóttir sópran og píanó- leikarinn Margaret Singer fluttu ís- iensk sönglög, ítalskar óperuaríur og fleira. Miðvikudagskvöid kl. 20.30. ÞEGAR söngkonan fræga Elly Ameling var með námskeið hér á iandi vorið 1997 fyrir íslenska söngvara, lagði hún mikla áherslu á að söngvararnir tileinkuðu sér það sem hún kallaði „the principle of landscaping" eða lögmálið um landslagsarkitektúr tónlistarinnar eins og hægt er að kalla það. I þessu felst að söngvari verður að vera sér meðvitaður um „landslag" tónlistarinnar og gera sér grein fyrir því hvernig hann ætlar að móta það, þegar berum nótunum sleppir. Þetta snýst um frumþætti tónlistarinnar, form, styrk, blæ, hraða, lengd og fleira, og það hvernig söngvarinn notar greind sína til úrvinnslu þessara frum- þátta til að gefa tónlistinni líf með túlkun. Það er meginverkefni söngvara alla tíð að tileinka sér landslagslögmál tónlistarinnar. Allt frá því að Sólrún Bragadóttir fór að syngja opinberlega hefur hún haft þetta lögmál á valdi sínu, - algjör- lega. Aldrei hefur hún sungið öðru vísi en fullkomlega músíkalskt. Það var haft eftir henni í fjölmiðlum um daginn að góð rödd væri ekki nóg í hörðum bransa sönglistarinnar. Góðar raddir eru þó ekki á hveiju strái. En hvflík gæfa að hafa hvort tveggja, - frábæra rödd og einstakt músíkinnsæi. A sama tíma er það ógæfa okkar að hafa ekki fengið að heyra oftar í Sólrúnu Bragadóttur; - söngvarar með þessa veislu í far- angrinum eru nefnilega heims- söngvarar. Tónleikar Sólrúnar Bragadóttur og ameríska píanóleikarans Marg- aret Singer í Hafnarborg á mið- vikudagskvöldið voru listviðburður. Söngur Sólrúnar var stórkostlegur frá upphafi til enda, og sama var að segja um píanóleik Margaretar Sin- ger. Allt frá píanóinngangi Margar- etar í Exultate jubilate eftir Mozart til lokatóna Sólrúnar í síðasta auka- laginu, Ái’niðinum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, var mikil músík- nautn. Exultate jubilate er ein kunnasta konsertaría Mozarts, - þrískipt í formi, þar sem hraðir og flúraðir þættir umlykja Ijóðrænan millikafla. Þetta glæsiverk Mozarts var flutt með einstökum glæsibrag. Valið á íslensku sönglögunum var mjög gott, og gaman að heyra lög, sem sjaldan heyrast, í svo framúr- skarandi flutningi. Þar bar hæst Sofðu, sofðu góði eftir Sigvalda Kaldalóns, sem þó er ekki svo sjaldheyrt, og lög afmælistónskáld- anna Jóns Asgeirssonar: Vor hinsti dagur er hniginn og Þótt form þín hjúpi graflín; lag Atla Heimis Sveinssonar: Dalvísu og þjóðlaga- útsetningar Þorkels Sigurbjörns- sonar Gimbillinn mælti og Krummi svaf í klettagjá. Fjögur lög eftir Jó- hannes Brahms voru flutt af miklu listfengi og næmi fyrir „landslags- lögmálinu". Mikið væri gaman að fá að heyra Sólrúnu syngja heila tón- leika með Brahmslögum. I laga- flokki Leonards Bernsteins, Four Recipies, þar sem sungnar eru upp- skriftir að fjórum ljúffengum rétt- um, sýndi Sólrún hæfíleika sína til gamanleiks. I tveimur ítölskum arí- um, Tu che le vanita úr Don Carlo eftir Verdi og Tu, che di gel sei cinta úr Turandot eftir Puccini, sýndi Sólrún hæfileika sína til dramatíski-ar túlkunar. Þar með hlaut þeim að verða ljóst sem ekki vissu þegar, hvers vegna Sólrún hefur átt velgengni að fagna í er- lendum óperuhúsum. Það er ánægjulegt að heyra að söngrödd Sólrúnar Bragadóttur er enn að þroskast og dafna. Röddin situr framar í andlitsmaskanum og hljómar enn meira út en áður; - er reyndar orðin ótrúlega voldug á mesta styrk, en hefur samt þann hæfíleika að geta sungið hvað sem er, jafnt flúraðan kóloratúr sem langar, hægar hendingar á veikasta styrk og það er mikil kúnst. Þrátt fyrir það yndi sem gagn- rýnandinn hafði af þessum tónleik- um, þá ætlar hann þó að leyfa sér að finna á þeim löst. Lösturinn sá er samsetning efnisskrárinnar. Verkefnavalið var of sundurleitt og ósamstætt og vantaði sárlega svip- mót. Það vantar svo átakanlega í söngtónleikaflóruna hér á landi að fá að heyra tónleika með vel völdu efni, sem hefur einhvern heildar- svip. Og hverjir ættu að syngja slíka tónleika hér aðrir en okkar allra bestu söngvarar? Það er því fróm ósk að fá að heyra til dæmis efnisskrá með amerískum lögum; Ives, Barber, Rorem, Bernstein og fleiri, - en Sólrún hefur áður sýnt að hún hefur ameríska sönglaga- hefð betur á valdi sínu en aðrir; - nú eða Brahms eins og áður var nefnt, - eða bara hvað sem er. Það verður ævinlega tilhlökkunarefni að heyra í henni aftur. Bergþóra Jónsdóttir matur, skemmtun, dans Jólastemning í Súlnasal öll fóstudags- og laugardagskvóld Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Örn Árnason og nemendur úr Suzuki tónlistarskólanum. Hljómsveitin Saga Klass ásamt Reyni Guðmundssyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur leikur fyrir dansi eftir kl. 23.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.