Morgunblaðið - 27.11.1998, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Elísabet Pét-
ursdóttir
sýnir í MÍR
ELÍSABET Pétursdóttir opn-
ar sína fyrstu málverkasýningu
á morgun, laugardag kl. 14 í
MÍR-salnum, Vatnsstíg 10.
Sýningin stendur til 6. des-
ember og er opin alla daga frá
kl. 14-18.
Sýningum
lýkur
Gallerí Listakot
SÝNINGU Hrannar Vilhelms-
dóttur á þrykktum krossum lýk-
ur á morgun.
Sýningin er opin virka daga
kl. 12-18 og laugardaga kl.
11-16.
Fyrirlest-
ur í MHÍ
KRISTINN E. Hrafnsson
myndlistarmaður heldur íyrir-
lestur um eigin myndlist mánu-
daginn 30. nóvember kl. 12.30 í
fyrirlestrarsal MHI í Laugar-
nesi. Fyrirlesturinn nefnir
Kristinn Raunsannir atburðir.
:
INA Salóme við veggklæðin í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju
KÓR Hallgrímskirkju flytur Messías á sunnudag.
Messías og vegg-
klæði í Hafnar-
fj ar ð ar kir kj u
KÓR Hafnarfjarðarkirkju flytur
Messías eftir Handel sunnudaginn
29. nóvember kl. 16 í tónleikasal
safnaðarheimilis Hafnaríjarðar-
kirkju. Ennfremur verða vegg-
klaeði helguð í salnum sama dag.
I kórnum eru 35 félagar, undir
stjóm Natah'u Chow. Undirleik
annast fimmtán manna kammer-
sveit. Konsertmeistari er Hhf Sig-
urjónsdóttir. Einsöng flytja Signý
Sæmundsdóttir, Ahna Dubik,
Garðar Cortes og Loftur Erlings-
son. Auk þeirra munu nokkrir
félagar úr karlakórnum Þresti
leggja kómum lið.
Messías er í þremur þáttum og
fjalla þeir um fæðingu, þjáningu og
upprisu Jesú Krists, en kórinn mun
á tónleikunum flytja fyrsta þáttinn.
I Hásölum safnaðarheimihsins
fer fram helgun veggklæða sama
dag kl. 13. Prestar safnaðarins
munu taka þátt í athöfninni og
Eyjólfur Eyjólfsson leikur á
þvei-flautu.
Veggtjöldin em myndskreytt af ,
myndlistarkonunni Inu Salóme, i
sem hefur, ásamt Stefáni Einars- I
syni hljóðsérfræðingi og arkitekt- |
um hússins, þeim Sigríði Magnús-
dóttur og Hans Olav Andersen,
hannað veggklæðin og umgjörð
þeirra með tilliti til hljómburðar og
útlits salarins. Veggklæðin eru
samtals 20 dreglar sem eru 1,5 x 3
m hver og mynda saman eina heild
í salnum.
Ina vinnur með liti kirkjuársins í j
þessu verki og form eru sótt í hinn I
hafnfírska hamar.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
KAMMERKÓR Austurlands æfir Jólaóratoríu Bachs.
Kammerkór Austurlands
flytur Jólaóratoríu Bachs
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ÆFINGAR eru í fullum gangi hjá
Kammerkór Austurlands, en kór-
inn hyggst flyfja Jólaóratoríu eftir
Jóhann Sebastian Bach nú fyrir
jólin. Fluttar verða þrjár fyrstu
kantötumar en Jólaóratorían er
samansett úr sex kantötum. Um 30
söngvarar taka þátt og em þeir
flestir frá Austurlandi. Hljómsveit-
in er skipuð um 30 manns og koma
þeir víða af Iandinu. Sumir þeirra
hafa verið í námi Tónlistarskólans
á Egilsstöðum og em í frekara
námi í Reykjavík en koma austur
til þess að taka þátt í þessu verk-
efni. Einsöngvarar Jólaóratoríunn-
ar eru Laufey Geirsdóttir, Þor-
björn Rúnarsson, Muff Warden og
Manfred Lemke. Kammerkór
Austurlands var stofnaður á vor-
dögum 1997 og flutti kantötuna
Ich hatte viel Beckiimmernis eftir
Bach fyrir páskana sama ár. Sl.
vetur flutti kórinn Messías eftir
G.F. Hándel og kantötuna Christ
lag in Todesbanden eftir Bach.
Stjómandi Kammerkórs Austur-
lands er Keith Reed.
Allt í plati í Stykkishólmi
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk-
ishólmi frumsýndi leikritið Allt í
plati föstudagskvöldið 20. nóvem-
ber. Leikstjóri og höfundur leik-
ritsins er Þröstur Guðbjartsson.
Leikritið er bamaleikrit og byggt á
þekktum persónum úr þekktum
bamaleikritum eftir Thorbjöm
Egner og Astrid Lindgren.
Þar koma fram persónur úr
Kardimommubænum, ræningj-
amir og Soffía frænka og dýrin í
Hálsaskógi. Einnig má nefna
Níels apa og Karíus og Baktus.
Lína Langsokkur er á sviðinu
mest allan tímann og tengir verkið
saman. Mikið er um söngva sem
löngu em þekktir og lifa með
þjóðinni og margur maðurinn hef-
ur sungið þegar hann var barn.
Söngurinn setur sterkan svip á
sýninguna. Það er mikið líf og fjör
á sviðinu út alla sýninguna. Leik-
endur era fímmtán. Með aðalhlut-
verk fara Erna Björg Guðmunds-
dóttir sem leikur Línu langsokk
og Jóhann Ingi Hinriksson sem
leikur Mikka ref.
Athygli vekur hve búningamir
falla vel að leikpersónunum og
sama má segja um forðunina. Alla
leikbúninga hannaði og saumaði
Jóhanna Guðbrandsdóttir og er
það mikið verk og vel gert.
Alls koma 25 manns að sýning-
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
ATRIÐI úr leikritinu „Allt í plati“.
unni og gekk vel hjá leikfélaginu töku. Leikritið verður sýnt í Stykk-
Grímni að virkja bæjarbúa til þátt- ishólmi næstu vikur.
Bækur og bio
MÁL og menning, Forlagið og
Háskólabíó efna til fjölskyldu-
dags í Háskólabíói sunnudaginn
29. nóvember kl. 13.
Sýning á bamamyndum verður
á hálftíma fresti milli kl. 13 og 17
og lesið verður úr nýjum bama-
bókum fyrir hverja sýningu.
Á göngum og í anddyri verður
ýmislegt um að vera, m.a. mun
hljómsveitin Rússíbanar flytja
lög af plötunni Elddansinn, og
Anna Pálína Árnadóttir og Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson flytja
lög af plötunni Berrössuð á tán-
um.
Heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins
Heilbrigðismál á nýrri öld
Opinn fundur í Valhöll laugardaginn
28. nóvember kl. 10.00-12.00.
Gestur fundarins er Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.
Allir velkomnir. Stjómin.
Umhverfís- og skipulagsmálanefnd
Sj álfstæðisflokksins
Arður/arðsemi umhverfisnefndar á
nýrri öld
Opinn fundur í Valhöll laugardaginn
28. nóvember kl. 10.00-12.00.
Gestur fundarins er Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins.
Allir velkomnir. Stjómin.
Bar-Tender’s
kokkteílblöndur í míklu úrvali
LAXMANN
Fax: 568 2187
Skartgripir
Gæðavara
á góðu verði
Heildsölubirgðir
EINCO EHF.
Skúlagötu 26.
sími 893 1335