Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 27.11.1998, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stóru spurning- arnar afhjúpaðar Morgunblaðið/Kristinn NÓBELSSKÁLDIÐ fræga fellst á að veita blaðamanninum viðtal fyrir bæjarblaðið, en viðtalinu fylgja margvíslegar hliðarverkanir. BLAÐAMENN geta kallað fram sterk viðbrögð - jafnvel lijá frægum bókmenntatöffurum sem hafa búið í einangrun á afskekktri í eyju í áratug. Nýjar bækur Abel Snorko býr einn eftir franska leikrita- skáldið Eric-Emman- uel Schmitt verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Örlygur Steinn Sigurjónsson fylgdist með æfíngu, en þetta er fyrsta leikrit hins unga og feikivinsæla höfundar, sem sett er upp hérlendis. LEIKRITIÐ segir frá daglöngum fundi frægs Nóbelsverðlaunahafa, í bókmenntum, sem Arnar Jónsson leikur, og blaðamanns, sem Jóhann Sigurðarson leikur. Fundurinn fer fram á afskekktri eyju, þar sem rit- höfundurinn býr og hefur einangrað sig frá umheiminum. Fram kemur að hann er fjandsamlegur í viðmóti og hefur horn í síðu blaðamanns, sem má sín lítils gegn úthugsuðum heimspekilegum athugasemdum rit- höfundarins. Blaðamaðurinn ætlar sér að taka viðtal við rithöfundinn, en verkið tekur sífellt óvæntar stefnur og endar á þann hátt sem menn hefðu kannski síst búist við. ViII ná til ömmu og menntamanna Abel Snorko býr einn (Variations énigmatiques) var frumsýnt í París haustið 1996 og hefur verið tekið til sýninga víða um heim við geysigóð- ar viðtökur. Eftir sama höfund er leikritið Gesturinn (Le Visiteur), sem sló rækilega í gegn þegar það var frumsýnt í París fyrir fímm ár- um. Abel Snorko býr einn er fjórða verk höfundar og í hugleiðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, þýðanda verksins, sem finna má í leikskrá, segir að Schmitt fari ekki dult með að hann langi til að ná til fjöldans og hafí hann sagt að með verkum sínum vilji hann geta höfðað jafnt til vina sinna úr hópi menntamanna og ömmu sinnar. „Þrátt fyrir að leikrit hans snúist gjarnan um alvarlega og háspeki- lega hluti vill hann að þau skemmti áhorfandanum og fái hann á þann hátt til að spyrja sig spuminga og hugsa út í hluti sem hann hefði ef til vill ekki velt fyrir sér annars. Abel Snorko býr einn er verk sem hægt er að njóta á fleiri en einn hátt: það er hægt að heillast af byggingu þess, hvernig höfundinum tekst að halda áhorfandanum í spennu og koma honum stöðugt á óvart, það er hægt að hlæja að hnyttninni í orða- hnippingum aðalpersónanna, hrífast af orðkynngi og mælsku Abels Snorkos og verða snortinn af mann- skilningi og visku Eriks Larsens," segir í hugleiðingu Kristjáns Þórð- ar. „IAbel Snorko býr einn er ekki verið að takast á við frumspekilegar spurningar um hinstu rök eins og í Gestinum heldur þann veruleika sem blasir við hverjum og einum í daglega lífínu, það verkefni sem all- ir þurfa að takast á við með einum eða öðrum hætti; það að eiga sam- skipti við aðra,“ segir Kristján Þórður ennfremur. Skapandi og frjó vinna Melkorka Tekla Ólafsdóttir leik- stjóri, sem þreytir nú frumraun sína hjá Þjóðleikhúsinu segir að undir- búningsvinna hennar og leikai'anna hafí falist öðru fremur í að ræða verkið og kryfja það áður en æfing- ar hófust skipulega. „Við veltum íyrir okkur persón- unum og öllu því sem er að gerast á milli þein-a og hefur áður gerst í lífi þeii'ra. Það var mjög skapandi og frjó vinna,“ segir Melkorka Tekla. Hún segir að á Litla sviðinu skapi nálægð áhorfenda við leikendur vissa ögrun. Áhorfendur geti þannig fylgst með smæstu svip- brigðum leikaranna. „Áhorfendur fara svo langt inn í hugarheim persónanna og líf þeirra," segir hún. „Það var ekki síst skemmtilegt að vinna með eins reyndum leikurum og Arnari og Jóhanni," segir hún. „Þetta er óvenjulega vel skrifað verk, textinn er meitlaður og atbuð- arrásin spennandi, en það sem skiptir ekki síst máli er að það miðl- ar djúpum mannlegum sannleika," segir Melkorka Tekla. „Það takast á tveir menn með fastmótaða sýn á lífíð og magnaða lífsreynslu að baki.“ Hún segir að það kæmi sér síst á óvart þótt fleiri af leikritum Erics-Emannuels Schmitt yrði tek- in til sýninga á Islandi á næstu ár- um í ljósi velgengni hans erlendis síðastliðin fímm ár. „Þetta verk hef- ur farið eins og eldur í sinu um Evr- ópu og utan álfunnar og frumsýn- ingar eru áætlaðar í mörgum lönd- um til viðbótar," segir hún. Ekkibara bókmenntatöffari Haft hefur verið eftir Arnari Jónssyni leikara, að Abel Snorko sé bókmenntatöffari og vissulega má það til sanns vegar færa því maður- inn er ríkur, vinsæll og nýtur mikill- ar kvenhylli. Hann segir hins vegar að það hangi meira á spýtunni. „Hann er maður sem hefur helgað bókmenntunum líf sitt og gert það í góðri trú,“ segir Arnar um persónu sína. „Hann trúir á það sem hann hefur verið að gera, en eins og alltaf eru fleiri fletir,“ segir hann. Upplifun Jóhanns Sigurðarsonar af inntaki verksins og persónum lýt- ur að pælingum um hin æðri gildi svo sem sannleikann, ástina og lífið og tilveruna. ,Á hverju lifum við?“ spyr Jóhann. „Við lifum ekki bara á brauði og smjöri heldur á tilfinning- um, huga og anda og það er aðal- lega í forgrunni verksins. Abel Snorko getur ekki stungið lífið af þótt hann haldi að hann geti það,“ segir hann. Arnar bætir við að ljóst sé að höfundur verksins sé að setja hinar stóru spurningar lífsins undir mæliker. „Hann stillir þeim upp þannig að þær afhjúpast og maður verður að svara þeim. Eftir allt sem á gengur í glímu persónanna við spurningarnar kemur eitthvað upp- haf,“ segir hann. Alain Delon sló til eftir margra ára hlé Þegar Eric-Emmanuel Schmitt skrifaði verkið hafði hann ákveðna leikara í huga og annar þeirra var hinn virti leikari Alain Delon. Mel- korka Tekla segir að lokum að þeg- ar Alain hafí lesið verkið hafí hann sagt að þarna væri loksins komið leiki'itið sem hann hafi verið að bíða eftir. Alain féllst á að leika hlutverk Snorkos og hafði hann þá ekki stigið á leiksvið í fjöldamörg ár. Til gam- ans má geta að uppfærslan sem fyr- irhuguð er í Bandaríkjunum síðar á leikárinu státar af Donald Suther- land í hlutverki Snorkos. Aðrir aðstandendur uppfærsl- unnar í Þjóðleikhúsinu eru Ás- mundur Karlsson ljósahönnuður og Hlín Gunnarsdóttir, leikmynda- og búningahönnuður. • MYRKUR örvæntingar... birta vonar er eftir Stanislaw Laskowski í þýðingu Þránds Thoroddsen. I kynningu seg- ir að bókin lýsi ævi og örlögum manns sem strax í bernsku hafi mátt þola kúgun og niðurlægingu stalínismans í síberískri útlegð. Manns sem reyndi að vinna þjóð sinni og föð- urlandi, Póllandi, það gagn sem hann mátti. Þótt hún fjalli um alvarlega atburði og málefni er bókin víða skrifuð af léttri kimni og skemmtilegri sjálfhæðni, en fyrst og fremst sé þó ljúfmennskan og mannelskan allsráðandi. Stanislaw Laskowski lauk starfsævi sinni sem sendifulltrúi Póllands á Islandi. I bókinni segii' hann frá kynnum sínum af mörgum Islendingum. Hann er nú aðalræðis- maður íslands í Póllandi. Útgefandi er íslendingasagnaút- gáfan/Muninn bókaútgáfa. Bókin er 244 bls., prýdd fjölda mynda. Litróf-Prentstöðin annaðist prent- vinnslu en Flatey bókband. Verð: 2.480 kr. • LJÓNIÐ, norniu og skápurinn eftir C.S. Lewis kemur út á ný, stytt og ríkulega myndskreytt. Utgáfa er í tilefni þess að í ár eru 100 ár frá fæðingu rithöfundarins. Þýðandi er Kristín R. Thorlacius. I kynningu segir að hér segi fá fjórum systkinum, Pétri, Súsönnu, Játvarði og Lúsíu, sem eru send til dvalar hjá góðlegum prófessor sem býr úti á landi. Ekki renna þau grun í hversu furðuleg ævintýri bíða þeiira. Útgefandi er íslendingaútgáfan / Muninn bókaútgáfa. Söguna mynd- skreytti Christian Birmingham. Bókin er 48 bls., í stóru broti og unnin í Belgíu. Verð: 1.790 kr. • INDJÁNINN f skápnum er eftir Lynne Reid Banks í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. I kynningu segir: „Sagan segir frá ævintýrum tveggja vina, Ómars og Patreks. Þegar Omar fær gamlan indjána úr plasti og gamlan baðher- bergisskáp í afmælisgjöf, finnst hon- um upplagt að geyma indjánann í skápnum. Hann veit hins vegar ekki að með því tekur hann á sig ábyrgð á lífi og limum lítils indjánastríðs- manns sem þar að auki er afskap- lega kröfuharður.“ Útgefandi er Islendingasagnaút- gáfan/Muninn bókaútgáfa. Bókin er 166 bls., unnin í Singapore. Verð: 1.790 kr. • STELPUR og strákar - ástir og þroski unglinga er eftir Miriam Stoppard í þýðingu Hálfdanar Ómars Hálfdanarsonar. I kynningu segir að bókin sé „unglingavæn“ að því leyti að í henni er fléttað saman texta og myndum sem oft eru skoplegar og gaman- samar og halda athygli lesandans. Textinn er knappur og auðskilinn og auðvelt að fletta upp á tilteknum at- riðum eða þáttum sem áhuginn bein- ist að hverju sinni. Útgefandi er Islenska útgáfan. Bókin er 96 bls. Umbrot og filmu- vinnu annaðist Prentmet en bókin er prentuð á Ítalíu. Verð 1.780 kr. • ÞEGAR ljóð eru er eftir Davíð Art Sigurðsson. Bókin er fyrsta skáldverk höfundar, inniheldur 34 myndræn Ijóð. I kynningu seg- ir að ljóðin spanni vítt tilfinninga- svið, þar sem spurningar vakni og leitað er svara. Davíð Art Sig- urðsson er þrítug- ur Reykvíkingur. Útgefandi er Sigurjón Þor- bergsson, FjöIIÖIdun Þor- bergs Sigurjóns. Bókin er 56 bls., Prentuð í Prentkó. Hönnun kápu er eftir höfundinn. Verð: 1.050 kr. • SÍÐASTI bærinn í dalnum efth’ Loft Guðmundsson kemur út í nýrri útgáfu. I kynningu segir: „Foreldrar og afar og ömmur eiga ljúfar minn- ingar um þetta ævintýri frá æsku sinni og unga kynslóðin sem nú vex úr grasi fær tækifæri til þess að kynnast þessu rammíslenska ævintýri og njóta töfra þess. Fjölmargar myndir úr leikritinu prýða verkið. Loftur Guðmundsson var mikill snillingur í meðferð íslenskrar tungu og málið á bók hans Síðasti bærinn í dalnum mjög fagurt. Það er hvergi torskilið, en þar sem tímarnir hafa breyst og stöku orð og orðatiltæki kunna að vera yngra fólki framandi, hafa verið samdar skýringar við orð sem nú eru fáum töm, til þess að auðvelda yngri lesendum lesturinn.“ Útgefandi er íslenska bókaútgáf- an. Bókin er 170 bls. Umbrot og filmuvinna: Prentsnið. Prentun hjá Offsetmyndum og bókbandið hjá Félagsbókbandinu-Bókfelli. Verð: 1.980 kr. • HORFIN handtök er eftir Pétur G. Kristbergsson. í kynningu segir að bókin fjalli um kol- og salt- fiskverkun á sjó og landi á kreppuárunum. Á þeim tíma var vinna við saltfisk undirstöðuat- vinnuvegur í öll- um sjávarpláss- um á landinu. Flestir íbúar þessara staða komu meira og minna að þessum störfum, og marg- ur unglingurinn vann sér þá inn sína fyrstu krónu á fiskreitunum. Fjörutíu og ein ljósmynd frá þess- um árum sýnir vinnubrögð við þessi störf. Ennfremur sex grafíkmyndir eftir Kristberg Pétursson myndlist- armann. Útgefandi er Karton ehf. Bókin er 134 bls., prentunnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Verð. 3.490 kr. • LEIT er eftir bandaríska rit- höfundinn Stephen King í þýðingu Björns Jónssonar. I bókinni eru tvær sögur er birtust upphaf- lega í bók er heit- ir „Different Sea- sons“ á frummál- inu. Fyrri sagan nefnist Öndun- araðferðin og segir frá mönn- um sem hittast í klúbbi betri borg- araí New York. Seinni sagan heitir Fjórir á ferð og segir frá fjórum unglingspiltum sem komast fyrii' tilviljun að leyndarmáli um hvar týndan jafnaldra þein-a sé að finna. Útgefandi er Fróði hf. Bókin er 197 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ómar Örn Sigurðsson Verð: 2.190 kr. • KÖLLUN er Ijóðabók eftir Guð- nnuid Breiðfjörð. í bókinni eru 57 ljóð síðustu 10-15 ára, þar á meðal 14 ensk ljóð. Allur ágóði bókarinnar mun renna til upp- byggingar á kapellu við líkn- ardeild á Kópa- vogshæli sem áætlað er að opni í mars á næsta ári. Höfundur gef- ur sjálfur út. Bókin er 71 bls., prentuð í prentsmiðjunni Guten- berg. Myndir eru eftir Kjartan Guðjónsson. Verð: 1.000 kr. Davíð Art Sigurðsson Guðmundur Breiðfíörð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.