Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Laxnessvika
í Mosfellsbæ
VIKA tileinkuð Halldóri Kiljan Lax-
ness verður dagana 28. nóvember til
5. desember í kaffíhúsinu „I túninu
heima“, Þver-
holti 2, Kjarna,
Mosfellsbæ.
Dagskráin hefst
á morgun, laug-
ardag, kl. 16,
með því að lesið
verður úr ævi;
söguhlutanum „I
túninu heima“.
Bjarki Bjarna-
son segir frá ævi
og störfum
skáldsins; Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur og Jón Þorsteinsson flytur
hugvekju.
Frá mánudagi til föstudags, kl.
17-18, verður „orðið laust“. Þá eru
Mosfellingar og aðrir gestir vel-
komnir í ræðupúlt og lesa uppá-
halds kaflann sinn, uppáhalds ljóð,
segja gamansögur af skáldinu
o.s.frv. Mosfellingar hefja lestur öll
kvöldin, m.a. Salóme Þorkelsdóttir,
Sigríður Anna Þórðardóttir, Jón M.
Guðmundsson á Reykjum og Magn-
ús Sigsteinsson. Kl. 17.30 alla dag-
ana stiga svo í púlt unlingar úr
gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ.
Laxnessvikunni lýkur 5. desember
með leikþáttum úr verkum skálds-
ins sem Leikfélag Mosfellsbæjar
flytur.
-------------
Arni Björnsson setur samkomuna
með stuttu spjalli um rithöfundinn.
Glerlistarsýning
Glerlistarsýning Heiðrúnar Jens-
dóttur verður opin 28. og 29. nóvem-
ber frá kl. 14-18 í Haukshúsum.
Heiðrún lærði glerbræðslu hjá
Jónasi Braga glerlistarmanni,
einnig nam hún leirmótun og leir-
rennslu við Myndlistaskóla Reykja-
víkur og var nemandi í leirmótun í
Myndlistaskóla Kópavogs.
-------♦-♦♦-------
Samdrykkja
um Njálu
STOFNUN Sigurðar Nordals
gengst fyrir samdrykkju um Brennu-
Njáls sögu í Norræna húsinu, laugar-
daginn 28. nóvember kl. 14.
Þar flytja Jón Karl Helgason, bók-
menntafræðingur, Kristján Jóhann
Jónsson rithöfundur og Þorsteinn
Gylfason heimspekingur erindi um
Njáls sögu, Njálurannsóknir og
áhugann á fornsögunum og ræða
saman um söguna. Jón Yngvi Jó-
hannsson bókmenntafræðingur
stjórnar umræðunum.
Jón Karl Helgason hefur nýlega
sent frá sér bókina Hetjan og höf-
undurinn, sem fjallar um viðhorf Is-
lendinga til Islendingasagna. Krist-
ján Jóhann Jónsson hefur skrifað
bókina Lykillinn að Njálu og Þor-
steinn Gylfason ritar formála að
nýrri útgáfu á enskri þýðingu á Njáls
sögu eftir Carl F. Beyerschmidt og
Lee M. Hollander.
Fyrirlestur
í Listasafni
Islands
ÓLAFUR Gíslason,
sérfræðingur við
Listasafn Islands,
flytur fyrirlestur um
sýninguna 80/90
Speglar samtímans í
Listasafni Islands,
laugardaginn 21. nóv-
ember kl. 16.
-♦-♦-♦---
Haustsamkoma
í Haukshúsum
DÆGRADVÖL, félag um listir og
menningarmál á Alftanesi, efnir til
haustsamkomu í Haukshúsum
sunnudaginn 29. nóvember kl.
20.30.
Rithöfundurinn Einar Már Guð-
mundsson mun lesa valda kafla úr
bókum sínum. Inni á milli verða
flutt tónlistaratriði eftir Tryggva
Baldursson. Hann mun sjálfur
kynna verk sín og leika á píanó.
Honum til fulltingis verður sópran-
söngkonan Signý Sæmundsdóttir.
------♦-♦-♦----
Málverka-
uppboð á
Hótel Sögu
GALLERÍ Fold heldur listmuna-
uppboð á Hótel Sögu sunnudaginn
29. nóvember kl. 20.30.
Boðin verða upp verk af ýmsum
toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu
meistaranna. Hægt er að skoða upp-
boðsverkin í Galleríi Fold, Rauðarár-
stíg 14, fóstudag kl. 10-18, laugardag
kl. 10—17 og sunnudag kl. 12-17. Upp-
boðshaldari verður Magnús Axelsson.
------♦♦-♦-----
Leitað eftir
verkum á
sýningu
FORRÁÐAMENN Hafnarborgar,
menningar- og listastofnun Hafnai-
fjarðar, leita eftii- ábendingum um
verk Sóleyjar Eiríksdóttur
(1957-1994), sem mögulegt væri að
fá lánuð á sýningu sem fyrirhugað er
að setja upp í Hafnarborg á næsta
ári á verkum listakonunnar.
mmmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmMmmfflmMmmMmmmmmmmmmmmmMmmm
Diego Bellini
Nýkomin
sending
■
1
•Á
I
Litir: Svartir, brúnir og d.bláir
Stærðir: 35-42 Tegund: 12080
Litir: D.bláir og brúnir
Stærðir: 36-43 Tegund: 7525
Mikið úrval af dömuskóm
D0MUS MEDICA
við Snorrabraut - Reykjavík
Sími 551 8519
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 • Reykjavík
Síml 568 9212
5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
I
:
I
■
:
Ole Kock og Stór-
sveitin okkar
TONLIST
Káðhús Kcykjavfkur
STÓRSVEITARDJASS
Stórsveit Reykjavíkur: Snorri Sig-
urðsson, Andrés Björnsson, Einar
Jónsson, Jóhann Stefánsson og Birkir
Freyr Matthfasson, trompetar; Ed-
ward Fredriksen, Björn R. Einars-
son, Einar Jónsson, Helgi Jónsson og
David Bobroff, básúnur; Jóel Pálsson,
Ólafur Jónsson, Stefán S. Stefánsson,
Sigurður Flosason og Kristinn
Svavarsson, saxófónar, klarinettur
og flautur; Ástvaldur Traustason, pí-
anó, Edvard Lárusson, gítar, Gunnar
Hrafnsson, bassi, Jóhann Hjörleifs-
son, trommur. Stjórnandi Ole Kock
Hansen. Verk og/eða útsetningar eft-
ir Ole Kock Hansen.
Miðvikudagur 25. nóvember.
„í FORNÖLD á jörðu var
frækorni sáð,“ orti sálmaskáldið
sæla Valdimar Briem á síðustu öld.
Það frækorn var að vísu guðsríki,
en frækomið sem hér er til um-
fjöllunnar er Stórsveit Reykjavík-
ur er Sæbjöm Jónsson sáði til iyrir
rúmum áratug. I fyrstu var mikill
áhugamannabragur á sveitinni og
brassið sérí lagi veikt en síðan hafa
orðið mikil umskipti. Nú stendur
brassið söxunum lítið að baki;
hrynsveitin kannski veikasti hlekk-
ur sveitarinnar, en þar hafa
mannaskipti verið tíð. Sæbjöm
hefur komið sveitinni til manns, en
undanfarið hefur hún orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá til liðs við sig
þrjá úrvals stjórnendur og flutt
verk þeirra og/eða útsetningar. Á
RúRek í fyrra stjórnaði gamli
Count Basie-meistarinn Frank
Foster sveitinni og vora öll lögin á
efnisskránni eftir hann utan tvö. Á
Jazzhátíð Reykjavíkur í haust
stjómaði Svíinn Daniel Nolgárd
sveitinni og lék hún útsetningar
hans á verkum eftir Thad Jones og
Sigurð Flosason og á miðvikudags-
kvöldið var stjórnaði danski stór-
sveitarmeistarinn Ole Kock Han-
sen sveitinni og vom öll lögin á efn-
isskránni útsett af honum; öll nor-
ræn utan eitt: Day Dream eftir
Billy Strayhorn. Ole gafst aðeins
kostur á tveimur æfíngum með
hljómsveitinni og annami í styttra
lagi og má því segja að árangurinn
hafi verið allgóður. Að vísu vora
hnökrar hér og þar. Innkomur ekki
hnífskarpar og örendið þraut
stundum í löngum tónhendingum,
enda útsetningarnar ekki af létt-
ustu gerð. Flest sem máli skipti
var þó vel gert og ekki væri ekki
ónýtt að fá einhvern djassstjórn-
anda í svipuðum gæðaflokki og
þeir þremenningar era til að vinna
með sveitinni í eina eða tvær vikur
og væru hljóðfæraleikararnir á
launum þann tíma, en þeir leika
jafnan launalaust. Verðugt verk-
efni fyrir menningarborgina
Reykjavík árið 2000.
Tónleikarnir í Ráðhúsinu hófust
á Grand Slam eftir Ole. Létt upp-
hitun þar sem Jóel blés tenórsóló
og svo kom Mimulus, Apatréð. Það
lék Samnorræna stórsveitin undir
stjórn Jukka Linkola í Borgarleik-
húsinu á Norrænum útvarpsdjass-
dögum 1990 og Ole á píanó. Þar
blés Bosse Broberg trompetsóló-
inn en Snorri Sigurðsson í Ráðhús-
inu. Snorri blés líka í öðru verki
eftir Ole sem Samrorræna stór-
sveitin lék í Borgarleikhúsinu:
Forespil til en dansk folkesang,
sem er langur inngangur að Det
haver s& nyeligen regnet, en þar
var Markku Johannsen einleikari
á flygilhorn. Snorri er efnilegur og
blés þetta vel þó hann sé ekki
kominn í flokk hinna norrænu
stórstjarna, en Stórsveitin spilaði
verkin betur en sú samnorræna
1990 og hefði engan granað þá að
sú yrði raunin. Sveitin lifnaði öll
eftir trompetsólóin í Mimulus og
Gunnar Hrafnsson var íslenskur
NH0P í þjóðvísunni. Það var hann
líka í Natten er sá stille eftir
Weyse, sem Ole útsetti sérstak-
lega fyi-ir Niels. Hljómsveitin
hljómaði fallega norræn í þessu
lagi ekki síður en í sænska sjó-
mannavalsinum Sömanden elsker
havets vag, en útsetning Ole var
frumflutt á þessum tónleikum.
Utsetningarnar á dönsku þjóð-
vísunni um riddarann Ebbe
Skammelson og Day Dream eftir
Billy Strayhom skrifaði Ole fyrir
Dönsku útvarpsstórsveitina þegar
Thad Jones stjórnaði henni og
urðu þær frægar af skífunni: By
Jones, I think we’ve got it. Að
sjálfsögðu náði Stórsveitin ekki
Thad Jones-fluginu frekar en þeg-
ar Daniel eða Frank stjórnuðu
henni, en Birkir Freyr átti fínan
trompetsóló í Ebbe og Sigurður
Flosason var einleikari á altósaxó-
fón í Day Dream. Billy skrifaði
þetta verk fyrir Ellington-bandið
og Johnny Hodges og Jesper Thilo
blés það með dönsku stórsveitinni.
Hann var Hodgeslegri en Flosa-
son, sem er bíboppmaður af lífí og
sál. Sigurður er mikil ballöðu-
meistari, en það er erfítt verk að
standa upp og blása sóló eins og
þennan þegar maður verður að
blása með hljómsveitinni á fjölda
hljóðfæra; allt frá pikkalóflautu til
bassaklarinetts.
Tamma er lag sem Ole tileinkaði
hundinum sínum. Þar voru einir tíu
sólistar og margir góðir, en bestur
fannst mér Ólafur Jónsson, sem
tókst að ná fönkbopp-tilfínningunni
hárréttri. Það er meira spunnið í
Ólaf en oft virðist við fyrstu heyrn.
Ole Kock lék einleik á flygilinn á
tónleikunum, en mikið finnst mér
Ole skemmtilegri píanisti með Ni-
els og Alex en einn á báti. Hann lék
dönsk þjóðlög og barrokk og end-
aði á barnagælunni alkunnu,
Fílamarsinum, og þá tók hljóm-
sveitin undir og Eddi Láruss. lék
blúsaðan sóló af tilfínningu.
Aukalag var að sjálfsögðu ekkert
til eftir tæplega tveggja kvölda æf-
ingu, en fólk stóð upp og klappaði
og klappaði svo síðustu taktarnir
úr Ebbe Skammelspn voru blásnir
aftur.
Vernharður Linnet
Hættir hjá
Vínar-
drengja-
kórnum
Vín. Reuters.
FYRSTI kvenstjórnandi hins
heimsþekkta Vínardrengjakórs
hefur sagt starfi sínu lausu, vegna
deilna um vinnuálag á kórfélaga.
Sljóraandinn, Agnes Grossmaim,
hefur barist fyrir því að fækka
tónleikum kórsins til að draga úr
álagi á drengina, sem eru á
aldrinum 10 til 13 ára, en það hefur
fengið dræmar undirtektir í sljóm
kórsins.
Grossmann taldi nauðsynlegt að
styrkir hins opinbera til
Vínardrengjakórsins yrðu
hækkaðir svo að kórinn væri ekki
eins háður tekjum af tónleikahaldi.
Það fékkst ekki í gegn og kvaðst
Grossmann „ekki geta, með góðri
samvisku, borið ábyrgð á velferð
og listrænum þroska baraanna“.
Sumir drengjanna eru allt að fjóra
mánuði á ári á ferðalögum í
útlöndum.
Grossmann tók við stjórn kórsins
í janúar 1997, fyrst kveima. Á þeim
tæpum tveimur árum sem iiðin eru
hefur hún dregið úr hinum stranga
aga sem rikt hefur í kórnum
varðandi æfingar og tónleikahald
og fyrr á þessu ári tilkynnti hún að
stúlkum yrði leyft að stunda
tónlistarnám í sama skóla og
drengjakóriim. Stúlkumar fengju
liins vegar ekki inngöngu í kórinn,
sem varð 500 ára fyrr á þessu ári.
J
Morgunblaðið/Margrét Ágústsdóttir
SIGRUN Jónsdóttir, listakona, ásamt Erlu Gunnarsdóttur,
umsjónarmanni sýningarinnar.
Islensk list á Capitol Hill
Washinj^ton. Morgunblaðið.
NYLEGA var haldin sýning á
verkum Sigrúnar Jónsdóttur,
listakonu, í Cannon-byggingu
fulltrúadeildarþingmanna á
Capitol Hill í Washington DC.
Sigrún sýndi vefnað og verk úr
steindu gleri. Einnig voru á sýn-
ingunni ljósmyndir Mats Wibe
Lund og útskurður eftir Gunnar
Gunnarsson. Gestir sýningarinn-
ar fengu þarna innsýn í þann
mikilleik sem einkennir ísland og
íslenskt landslag, þar sem meiri-
hluti verkanna skírskotuðu til ís-
lenskrar sögu og náttúru.
Sendiherrahjónin, Jón Baldvin
Hannibalsson og Bryndís
Schram, buðu til móttöku í sendi-
herrabústaðnum í tilefni sýning-
arinnar.