Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 39
38 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SIÐFERÐILEGUR
SIGUR
URSKURÐUR áfrýjunardómstóls lávarðadeildarinnar
brezku um, að Augusto Pinochet, sem var einræðis-
herra í Chile á árunum 1973-1990, njóti ekki friðhelgi í
Bretlandi er siðferðilegur sigur fyrir alla þá, sem vilja að
harðstjórar sæti ábyrgð fyrir mannréttindabrot á valda-
tímum sínum. Er vonast til, að niðurstaða æðsta dómstóls
Bretlands fæli valdamenn frá mannréttindabrotum og geri
þeim ljóst, að þeir eigi yfir höfði sér saksókn hvar sem er í
lýðfrjálsum löndum. I því ljósi eru fréttirnar frá London
sannarlega góð tíðindi.
Enn er hins vegar allsendis óvíst, að Augusto Pinochet
þurfi að svara til saka fyrir dómstólum fyrir þau mannrétt-
indabrot, sem framin voru í Chile eftir valdatöku hersins
undir forustu hans. Talið er, að um þrjú þúsund manns hafi
dáið með voveiflegum hætti eða horfið sporlaust í stjórnar-
tíð hersins. Aðstandendur fórnarlambanna og mannrétt-
indasinnar um víða veröld vonast því til, að Pinochet fái
makleg málagjöld.
Næsta skref er í höndum innanríkisráðherrans brezka,
Jacks Straws, en hann þarf að ákveða í samræmi við lög,
hvort framsal Pinochets til Spánar sé heimilt eða ekki.
Slíka stjórnvaldsákvörðun er hægt að kæra til dómstóla og
getur málið á ný hafnað fyrir æðsta dómstóli landsins.
Fallist hann á framsalsbeiðni Spánverja fer það aftur í
hendur innanríkisráðherrans, sem tekur lokaákvörðunina.
Framundan er því langur ferill í réttarsölum og ríkis-
stjórn Chile mun ekki sitja auðum höndum heldur beita öll-
um tiltækum ráðum til að fá Pinochet heim aftur. Einræð-
isherrann fyrrverandi er orðinn 83 ára og hefur verið til
lækninga í Bretlandi. Hvort hann lifir að sjá mál sitt til
lykta leitt er því allsendis óvíst. En það hefur orðið til að
undirstrika persónulega ábyrgð valdamanna á illvirkjum,
sem framin eru í stjórnartíð þeirra. Vonandi mun mál Pin-
ochets flýta því, að þjóðir heims fullgildi samþykkt Rómar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegan sakamála-
dómstól, sem mun dæma í málum einstaklinga, sem ásak-
aðir eru um glæpi gegn mannkyni, þ.m.t. fjöldamorð og
stríðsglæpi. ísland hefur undirritað samninginn með fyrir-
vara um samþykkt Alþingis, en hann tekur gildi þegar 60
þjóðir hafa fullgilt hann.
LISTAHÁSKÓLINN
LISTAHÁSKÓLI hefur lengi verið í draumum manna
hér á landi sem láta sér annt um vöxt og viðgang ís-
lensks listalífs. Og nú er draumurinn um það bil að rætast
þótt enn sé margt ógert og óklárt. Hjálmar H. Ragnars-
son, tónskáld, hefur verið ráðinn rektor Listaháskólans.
Mikilvægt er að tekist hafi að fá listamann til að gegna
þessu starfi, þó ekki sé nema vegna þess að líklegra er að
hann hafí skilning á þörfum nemendanna. Enn fremur er
ljóst að marka þarf skólanum listræna stefnu og kemur
það í hlut rektors að leiða þá vinnu.
Á fundi sem Félag um Listaháskóla Islands efndi til á
mánudagskvöld veltu menn fyrir sér tilgangi og hlutverki
skólans. Óhætt er að taka undir það sem Páll Skúlason,
rektor Háskóla íslands, sagði að Listaháskólinn þyrfti að
sameina það að vera „miðstöð fræðilegrar kennslu, miðstöð
listrænnar þjálfunar og aðsetur þar sem átt getur sér stað
skapandi list í samstarfí nemenda og kennara". Vandinn er
að sameina þetta þannig að einn þátturinn verði ekki ráð-
andi á kostnað annars. Hvernig tekst til með þetta veltur á
þeirri undirbúnings- og stefnumótunarvinnu sem nú fer í
hönd hjá rektori og samstarfsfólki hans. I þeirri vinnu
verður einnig að taka á þeirri spurningu hvort skólinn eigi
að leggja áherslu á það sem Gunnar J. Árnason, listheim-
spekingur, kallaði á fundinum hefð, starfsþjálfun eða til-
raunir. Hér á landi hefur verið nokkur togstreita á milli
hefðar og nýsköpunar í listum á undanförnum árum og á
hún eflaust eftir að hafa einhver áhrif á þá stefnumótun
sem fram mun fara innan Listaháskólans. Vissulega er
hugsanlegt að reyna að sameina þessa þrjá þætti sem
Gunnar nefndi.
Til þess að það mótunarstarf sem nú fer í hönd takist vel
er ljóst að stoðirnar undir skólann þurfa að vera styrkar.
Skólinn þarf að hafa styrkan fjárhagslegan grundvöll,
menningarlegt sjálfstæði og síðast en ekki síst húsnæði.
Þannig verður til „einn skóli á sama grunni undir sama
þaki“ eins og Hjálmar orðaði það á fundinum, skóli sem er
„miðstöð framsækinnar listsköpunar og suðupottur nýrra
hugmynda“.
Umsögn Samkeppnisstofnunar til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis
Veiting einkaréttar á
gerð og rekstri gagna-
grunns brýtur gegn EES
Samkeppnisstofnun telur að einkaréttarhafí miðlægs gagnagrunns
muni öðlast markaðsráðandi stöðu á verulegum hluta Evrópska
efnahagssvæðisins. Vísað er til dómaframkvæmdar EB dómstólsins
sem telur að skilgreina megi hluta eins ríkis innan EES sem veru-
legan hluta hins sameiginlega markaðar.
Stefnt að því að klúbburinn Geysir hefji starf í byrjun næsta árs
Geðfatlaðir eygja
von um atvinnu á ný
Morgunblaðið/Kristinn
ANNA Valdemarsdóttir, Ólafur Jakobsson og Ólína Guðmundsdóttir hafa
meðal annarra staðið að undirbúningi klúbbsins Geysis sem hefur það
m.a. að markmiði að styðja geðfatlaða út í atvinnulífið. Allir þeir sem
eiga eða hafa átt við geðsjúkdóm að stríða eru velkomnir í klúbbinn og
félagsaðild er ekki háð neinum tímatakmörkunum.
SAMKEPPNISSTOFNUN
segir í umsögn sinni til heil-
brigðis- og trygginganefnd-
ar Alþingis að veiting einka-
réttar til gerðar og starfrækslu mið-
lægs gagnagrunns á heilbrigðissviði
muni fara gegn 1. mgr. 59. gr. EES-
samningsins. Olíklegt sé að undan-
þága 2. mgr. 59. gr. samningsins eigi
við.
Þar sem umsögn Samkeppnis-
stofnunar miðast einkum við 59. gr.
EES-samningsins er rétt að vitna í
það ákvæði í heild en það hljóðar svo:
„1. Eigi í hlut opinber fyrirtæki,
og fyrirtæki sem aðildarríki EB eða
EFTA-ríki veita sérstök réttindi eða
einkarétt, skulu samningsaðilar
tryggja að hvorki séu gerðar né við-
haldið nokkrum þeim ráðstöfunum
sem fara í bága við reglur samnings
þessa, einkum reglur sem kveðið er
á um í 4. gr. og 53.-63. gr.
2. Reglur samnings þessa, einkum
reglumar um samkeppni, gilda um
fyrirtæki sem falið er að veita þjón-
ustu er hefur almenna efnahagslega
þýðingu eða eru í eðli sínu fjáröflun-
areinkasölur, að því marki sem beit-
ing þeiira kemur ekki í veg fyrir að
þau geti að lögum eða í raun leyst af
hendi þau sérstöku verkefni sem
þeim era falin. Þróun viðskipta má
ekki raska í þeim mæli að það stríði
gegn hagsmunum samningsaðilanna.
3. Framkvæmdastjórn EB og eft-
irlitsstofnun EFTA skulu hvor innan
síns valdsviðs tryggja að ákvæðum
þessarar greinar sé beitt og gera,
eftir því sem þörf krefur, viðeigandi
ráðstafanir gagnvart þeim ríkjum
sem era á svæðum hvorrar um sig.“
Akvæði þetta á sér samsvöran í
90. gr. Rómarsáttmálans, stofnskrár
Evrópusambandsins. Segir í umsögn
Samkeppnisstofnunar að frá miðjum
áttunda áratugnum hafí orðið breyt-
ingai- á viðhorfi framkvæmdastjóm-
ar ESB og EB-dómstólsins gagnvart
vemduðum fyrirtækjum og veitingu
einkaréttar. I tilteknum tilfellum
teljist aðildarríkjunum óheimilt að
veita fyrirtækjum einkarétt. Það
komi helst til álita þegar veiting
einkaréttar skapi viðkomandi fyrir-
tæki markaðsráðandi stöðu í skiln-
ingi 54. gr. EES (86. gr. Rs.) og lík-
legt sé að hún verði misnotuð. Sam-
keppnisstofnun leitast við að af-
marka hvaða markaður það sé sem
eigi þarna í hlut og lýsir honum því
næst sem gerð miðlægs gagna-
grunns á heilbrigðissviði á íslandi og
sölu áskrifta og/eða ráðgjafarþjón-
ustu til fyrirtækja og stofnana sem
starfi í heilbrigðisiðnaðinum eða í
heilbrigðisþjónustu. Af framvarpinu
megi ráða að einum aðila verði veitt-
ur einkaréttur til 12 ára og sérstak-
lega sé tryggt að aðgangur tiltek-
inna vísindamanna að upplýsingum
úr grunninum raski ekki viðskipta-
hagsmunum einkaréttarhafa. Með
vísan til þessa og dómaframkvæmd-
ar dómstóls EB telji Samkeppnis-
TÖLVUNEFND segir í um-
sögn um gagnagrunns-
framvarpið til heilbrigðis-
og trygginganefndar Al-
þingis að upplýsingar í granninum
verði persónugreinanlegar að henn-
ar mati. Framvarpið miði við að upp-
lýsingar um einstaka menn verði
dulkóðaðar fyrir flutning í gagna-
granninn. Sé gert ráð fyrir því að
upplýsingar í grunninum verði upp-
færðar reglulega þegar nýjar upp-
lýsingar bætist við. Til þess sé nauð-
synlegt að greina megi hvar eldri
upplýsingar um sama mann sé að
finna. Því sé ekki hægt að segja að
upplýsingamar verði aftengdar per-
sónum heldur aðeins dulkóðaðar. Þá
fái viðkomandi einstaklingur nýtt og
tilbúið skráningar- eða persónuauð-
kenni, en til sé gi-einingarlykill sem
geri það kleift að persónugreina
upplýsingarnar.
Aldrei fullkomið öryggi
Tölvunefnd segir að það sé ekki
sjálfgefið að af því leiði að persónu-
vemd verði ekki tryggð. Verði við
mat á því atriði að taka tillit til allra
þeirra ráðstafana í heild sem fram-
varpið mæli fyrir um til að tryggja
stofnun ljóst að verði framvarpið að
lögum muni einkaréttarhafinn öðlast
markaðsráðandi stöðu í skilningi 54.
gr. EES-samningsins á veralegum
hluta EES-svæðisins, en dómstóll-
inn hefur talið að jafnvel hluti eins
ríkis geti talist verulegur hluti hins
sameiginlega markaðar.
Líkur á misnotkun
Líklegt er að mati Samkeppnis-
stofnunar að markaðsráðandi staða
einkaréttarhafa verði misnotuð.
Ræðst það af þeirri einokun upplýs-
inga sem framvarpið geri ráð fyrir
en í 9. gr. frumvarpsins sé girt fyrir
að vísindamenn geti fengið aðgang
að upplýsingum úr grunninum ef
rannsóknir þeirra geta skert við-
skiptahagsmuni einkaréttarhafa.
Mögulegum keppinautum sé þannig
haldið frá markaðnum. Þá telur
Samkeppnisstofnun að þessi aðstaða
muni hafa áhrif á viðskipti milli að-
ildarríkja EES-samningsins, enda
persónuverndina. Með góðu dulkóð-
unarkerfi og öðram öryggisráðstöf-
unum sé hægt að tryggja töluvert
öryggi. Dulkóðunarkerfi geti þó
aldrei tryggt fullkomið öryggi. í
íyrsta lagi hafi reynslan sýnt að fá
dulkóðunarkerfi séu svo fullkomin
að þau megi ekki brjóta upp ef tij
þess sé vilji, fjármunir og tími. I
öðra lagi verði að hafa í huga að ekk-
ert kerfi sé fullkomnara en þeir ein-
staklingar sem við það starfa. Því
verðmætari sem slíkur gagnagrann-
ur sé þeim mun meiri verði ásóknin í
hann eftir löglegum og ólöglegum
leiðum. í þriðja lagi sé staðreynd að
í fámennu samfélagi sé hver einstak-
lingur gegnsæm en í stærri samfé-
lögum. Lífsmynstur sumra einstak-
linga sé með þeim hætti að þrátt fyr-
komi fram í upplýsingum frá ís-
lenskri erfðagreiningu að selja eigi
áskriftir að granninum til erlendra
fyrirtækja.
Undanþáguna verður
að skýra þröngt
Að sögn Samkeppnisstofnunar
verður að skýra undanþáguna í 2.
mgr. 59. gr. EES þröngt. Sam-
kvæmt dómaframkvæmd og fræði-
kenningum þurfi nokkur skilyrði að
vera uppfyllt; fyrirtæki sé falið að
veita tiltekna þjónustu, sem hafi al-
menna efnahagslega þýðingu og að
einkarétturinn sé nauðsynlegur því
aðrar reglur EES, sérsaklega sam-
keppnisreglur, komi í veg fyrir að
fyrirtækið geti leyst hin sérstöku
verkefni af hendi. Telur Samkeppn-
isstofnun að þessi skilyrði séu ekki
uppfyllt. Þannig sé ekki um beina
þjónustu við neytendur að ræða en
hugleiðingar um undanþágur snúi
yfirleitt að almenningsþjónustufyrir-
ir dulkóðun upplýsinga geti verið
næsta auðvelt að sjá hver eigi í hlut.
Tilgreina þarf
tilganginn skýrar
Þá telur tölvunefnd nauðsynlegt
að tilgreina í lagatextanum hvaða
upplýsingar megi ekki flytja í
gagnagrunninn og taka af öll tví-
mæli um það hvaða upplýsingar
megi vinna með og í hvaða tilgangi.
Samkvæmt b-lið 6. gr. tilskipunar
Evrópusambandsins um vernd per-
sónuupplýsinga sé rafræn vinnsla
persónuupplýsinga óheimil nema
hún eigi sér skýrt afmarkaðan til-
gang. Slíkum áskilnaði sé ætlað að
koma í veg fyrir svo víðtæka skil-
greiningu tilgangs að undir hann
megi fella næstum hvað sem er,
tækjum eins og af sviði fjarskipta,
vatns- og rafmagnsveitna, sam-
göngumála o.s.frv. Við þær aðstæð-
ur að gagnagrannurinn væri ein-
göngu til nota fyrir heilbrigðisyfir-
völd mætti hugsanlega líta svo á að
starfsemin hefði almenna efnahags-
lega þýðingu. En þar sem starfsemi
rekstrarleyfishafa samkvæmt fram-
varpinu verði nokkuð frábragðin
þessu leiki veralegur vafi á hvort
þetta skilyrði teldist uppfyllt.
Nauðsyn ekki
fyrir hendi
Hvað snertir nauðsyn einkaréttar
bendir Samkeppnisstofnun á að
vafasamt sé að rök um mikinn stofn-
kostnað séu haldbær, slík rök mætti
þá oft nota í því skyni að komast hjá
eftirliti á grundveili EES. Ef fallist
yrði á rök af þessum toga gæti hár
stofnkostnaður og óvissa um arð-
semi fyrirtækis ávallt heimilað veit-
ingu einkaréttar til starfsemi, t.d. á
enda fái slíkt ekki samrýmst sjónar-
miðum um persónuvernd. Sjúkra-
skýi'slur hafi oft að geyma upplýs-
ingar um önnur viðkvæm einkalífs-
atriði en heilsufar manna, t.d. félags-
leg vandamál, fjölskylduerjur o.fl.
Þá þurfi að eyða allri óvissu um
hvort samtengja megi heilsufars-
upplýsingar við annars kor.ar upp-
lýsingar, s.s. um félagsleg vandamál
manna, skólagöngu þeirra, starfsfer-
il, brotaferil o.s.frv. Loks sé mikil-
vægt að fram komi í framvarpinu
með hvaða hætti upplýsingar megi
tengja við ættartré en ljóst sé að ef
rekja megi upplýsingar til eins ein-
staklings sé fundinn lykill að því að
persónugreina upplýsingar um aðra
einstaklinga sem honum tengist, þ.e.
einstaklinga í sama ættartré.
sviði stóriðju. Einnig yrði að athuga
hvort ekki væra aðrar leiðir færar í
því skyni að vernda hagsmuni einka-
réttarhafans eins og með ákvæðum í
lögum eða samningum sem kvæðu á
um eðlilega hlutdeild annars aðila,
sem ráðast myndi í gerð sams konar
gagnagrunns, í kostnaði við upp-
byggingu sjúkraskrárkerfis og söfn-
un upplýsinga.
Þá dragi einnig úr nauðsyn einka-
réttar að tilskipun um vernd gagna-
granna, sem tekin hafi verið inn í
EES-samninginn, færi eiganda eða
rekstrarleyfishafa gagnagrunnsins
víðtæka vernd gegn óheimilli nýt-
ingu annarra aðila á upplýsingum
eða efni úr granninum.
Varðandi þau rök að hagnýtingar-
möguleikar séu óvissir hafi Islensk
erfðagreining sjálf bent á að miðlæg-
ur gagnagrannur yrði einstakt tæki-
færi til rannsókna á sviði heilbrigðis-
mála. Ráð sé fyrir því gert að heil-
brigðisyfirvöld og fyrirtæki um allan
heim myndu hafa áhuga á viðskipt-
um með upplýsingar úr granninum.
Það sé því vafasamt að hagnýtingar-
möguleikarnir séu óljósir.
Farið á mis við
viðskiptatækifæri
„Hvað varðar þau rök fyrir einka-
rétti að markaðssetning gagna-
grannsins yrði eríiðari ef hans nyti
ekki við verður að benda á að slík
fullyrðing orkar tvímælis. Ef einka-
réttur verður veittur er vissulega
um ákjósanlega stöðu til markaðs-
setningar að ræða fyrir einkaréttar-
hafann. Það atriði eitt og sér getur
ekki réttlætt undanþágur frá sam-
keppnisreglum. Hér verður einnig
að hafa í huga að oft leiðir af slíkum
einkarétti að farið er á mis við við-
skiptatækifæri sem einkaréttarhafi
hefur annað hvort ekki áhuga á að
nýta eða hann kemur ekki auga á.
Þegar vara er markaðssett af fleiri
aðilum í beinni eða óbeinni sam-
keppni innbyrðis má leiða líkum að
því að fleiri markaðir vinnist en ella
og fleiri viðskiptatækifæri nýtist
með tilheyrandi ávinningi fyrir hag-
kerfið í heild,“ segir í umsögninni.
Loks bendir Samkeppnisstofnun á
að undanþága á grundvelli 2. mgr.
59. gr. EES yrði aldrei heimil á
þeirri forsendu að samkeppni myndi
leiða til undirboða á milli keppinauta
og þess að eitt aðildarríki EES dragi
til sín minna fjármagn frá öðram
ríkjum en það gæti ef viðkomandi
vara væri veitt af aðila sem hefði til
þess einkarétt. Tilgangur EES-
samningsins væri að örva og auð-
velda viðskipti á milli aðildarríkja.
Hætt væri við þvi að önnur aðildar-
ríki EES myndu grípa til viðeigandi
ráðstafana, á grandvelli EES-samn-
ingsins, ef fyrir lægi að íslenska rík-
ið hefði með sérstökum aðgerðum af
sinni hálfu gert einu fyrirtæki kleift
að selja erlendum aðilum þjónustu á
sem hæstu verði.
Þá telur tölvunefnd nauðsynlegt
að aflað verði upplýsts og yfirlýsts
samþykkis hins skráða fyrir því að
upplýsingar um hann fari í gagna-
granninn. Sé slíkt eðlilegt í fyrsta
lagi með hliðsjón af eðli upplýsing-
anna, þ.e. þær séu um þau einkalífs-
atriði manna sem séu þeim hvað við-
kvæmust. I öðra lagi sé stefnt að
notkun upplýsinganna í öðrum til-
gangi en þeim sem var upphaflega
við söfnun þeirra. I þriðja lagi sé
erfitt fyrir hvern og einn að henda
reiður á því hvar og hvenær á lífs-
leiðinni hann hefur vitjað heilbrigð-
isstofnunar eða sjálfstætt starfandi
heilbrigðisstarfsmanns. í fjórða lagi
sé þetta engan veginn óframkvæm-
anlegt. I fimmta lagi sé þetta í sam-
ræmi við 10. gr. laga nr. 94/1997 um
réttindi sjúklinga, sem mælir fyrir
um formlegt samþykki fyrirfram við
þátttöku í vísindarannsóknum. I
sjötta lagi er vitnað í h-lið 2. gr. fyrr-
nefndrar tilskipunar Evrópusam-
bandsins um upplýst og yfirlýst
samþykki skráðs aðila við vinnslu
persónuupplýsinga sem varða hann
sjálfan.
Fjöldi geðfatlaðra
bindur miklar vonir
við fyrirhugaða starf-
semi klúbbsins Geysis
hér á landi sem m.a. er
ætlað að styðja geð-
fatlaða út í atvinnulíf-
ið. Arna Schram
ræddi við þrjá fulltrúa
klúbbsins sem staðið
hafa að undirbúningi
starfseminnar í nær
tvö ár og m.a. sótt al-
þjóðlegt þjálfunar-
námskeið fyrir klúbba
sem þennan.
HÉR á landi hefur geðsjúk-
ur maður nánast verið af-
skrifaður sem þátttakandi
í atvinnulífinu eftir að
hafa lagst einu sinni inn á geðdeild,"
segir Ólafur Jakobsson, félagi í
áhugamannahópi um stofnun
klúbbsins Geysis. Klúbburinn er að
alþjóðlegri og viðurkenndri fyrir-
mynd og hefur það m.a. að markmiði
að hjálpa geðfotluðu fólki að fóta sig
á hinum almenna vinnumarkaði eftir
að hafa dvalið inni á stofnunum í
lengri eða skemmri tíma vegna veik-
inda sinna. Anna Valdemarsdóttir
iðjuþjálfi og Ólína Guðmundsdóttir,
væntanlegur starfsmaður klúbbsins,
taka undir orð Ólafs og bæta því við
að þær hafi rætt við fjölda geðfatl-
aðra sem binda miklar vonir við fyr-
irhugaða starfsemi klúbbsins. Með
honum eygi þeir von um að verða
virkir í atvinnulífinu að nýju eftir
kannski langa dvöl á stofnun fyrir
geðfatlaða. „Það er að minnsta kosti
þessi von sem heldur mér gang-
andi,“ staðfestir Ólafur og bætir því
við að félagsleg einangran sé ein al-
varlegasta afleiðing geðfötlunar.
Fyrirmynd klúbbsins er sótt til al-
þjóðlegu samtakanna ICCD
(Intemational Center for Clubhouse
Development) en þau byggjast á
svokallaðri Fountain House-hug-
myndafræði. Sú hugmyndafræði
kemur upphaflega frá Bandaríkjun-
um og hefur verið reynd víða um
heim með góðum árangri. Anna
Valdemarsdóttir og starfsfélagi
hennar, Anna Guðrún Árnadóttir,
kynntust umræddri hugmyndafræði
í námsferð sem þær fóra í til hinna
Norðurlandanna fyrir bráðum þrem-
ur áram og í kjölfarið var áhugahópi
um stofnun slíks klúbbs komið á fót
eða í janúar árið 1997. Undirbúning-
urinn hefur því staðið yfir í nær tvö
ár og er stefnt að því að starfseminni
verði komið í hús í miðbæ Reykja-
víkur í byrjun næsta árs. Viðræður í
þeim tilgangi era hafnar við sveitar-
stjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu
en ennfremur hefur verið rætt við þá
ásamt fulltrúa heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytis um mögulega fjár-
mögnun starfseminnar. Aðspurð
segir Anna að gróflega megi áætla
að árlegur kostnaður við rekstur
klúbbsins fyrir um 40-60 félaga jafn-
gildi árlegum kostnaði við eitt rúm á
móttökudeild.
Þjálfun nauðsynleg
Um 340 klúbbar í 22 löndum víða
um heim era starfræktir í nafni
Fountain House og sjá áðurnefnd al-
þjóðasamtök um að klúbbarnir haldi
ákveðnum viðmiðunarreglum um
starfsemi og skipulag í heiðri. Auk
þess reka samtökin þjálfunarstöðvar
fyrir starfsmenn og félaga klúbba og
tóku fimm fulltrúar klúbbsins Geysis
þátt i þriggja vikna þjálfunarnám-
skeiði samtakanna í London í síðasta
mánuði. Auk Önnu, Ólafar og Ólínu
var þar Aðalbjörg Edda Guðmunds-
dóttir félagi í klúbbnum og síðustu
vikuna kom Guðrún Hannesdóttir
sem fulltrúi stjómar
styrktarfélags klúbbsins
Geysis, en aðrir í þeirri
stjóm era ellefu virtir for-
ystumenn í þjóðfélaginu.
Þjálfun fimmmenning-
anna fór fram í klúbbhúsi í
London sem ber heitið Mosaic en
auk þjálfunarstöðvar er þar rekinn
venjulegur klúbbur að fyrirmynd
Fountain House-hugmyndafræðinn-
ar. Ólafur segist líta svo á að þjálfun
sem þessi sé nauðsynlegur áfangi á
þeirri leið að opna klúbbhús hér á
landi. Á námskeiðinu hafi til að
mynda verið farið vel yfir hug-
myndafræðina og þær starfsreglur
sem gilda eiga í húsinu, samband
starfsmanns og félaga, hvernig taka
eigi sameiginlegar ákvarðanir og
fleira í þeim dúr. „Síðan unnum við í
húsinu eins og hver annar starfs-
maður,“ segir Ólafur. Öll málefni
sem vörðuðu húsið vora dregin upp
á yfirborðið og þau rædd af félögum
og starfsmönnum þar til komist var
að sameiginlegri niðurstöðu.
Ólína tekur fram að sér hafi komið
á óvart hve allir félagar Mosaic-
klúbbsins hafi tekið mikinn þátt í
starísemi hússins og hve samstarf
þeirra og starfsmanna hafi gengið
vel. „Þetta fannst mér gaman að
sjá,“ segir hún og þau rifja upp til
gamans hvemig félagarnir skiptu
með sér verkum eftir hæfileikum og
getu. Einn sá til að mynda
alfarið um að smvrja sam-
lokur á ákveðnum dögum,
en annar sá um að elda
fisk og franskar á mið-
vikudögum. Annað gerðu
þeir ekki en það sem þeir
og aðrir gerðu var gert af mikilli
samviskusemi. Allir voru þannig
mikilvægir í starfsemi klúbbsins og
engum var mismunað á grandvelli
sjúkdómsgreiningar eða virkni.
Vonandi að klúbburinn fái að
spreyta sig hér á landi
Ólafur getur þess að honum hafi
fundist mjög áhugavert að hitta fé-
laga Mosaic-klúbbsins sem fengið
hefðu vinnu hjá opinberri trygginga-
stofnun í London. Hann útskýrir að
meginviðfangsefni klúbba sem þessa
sé tvíþætt. Annars vegar að annast
ráðningu til reynslu (RTR) úti á hin-
um almenna vinnumarkaði þar sem
atvinnuveitendum er tryggð hund-
rað prósent mæting en hins vegar að
sjá um þau störf sem inna þarf af
hendi í sjálfu klúbbhúsinu.
Fjórtán félagar í Mosaic-klúbbn-
um skiptu á milli sín níu heilsdags-
störfum hjá fyrrnefndri
tiyggingastofnun og segir
Ólafur að sér hafi komið á
óvart hve það fyrirkomu-
lag hafi gengið vel. „Þrír
félagar skiptu til dæmis á
milli sín einu starfi en
samt rann þetta allt saman ljúflega
og félagarnir unnu bara sína vinnu
við hliðina á næsta manni,“ segir
hann en þeir áttu m.a. að sjá um að
endurraða í spjaldskrá, setja í um-
slög og senda bréf til heilsugæslu-
lækna. Ólafur tekur fram í þessu
sambandi að honum þyki afar já-
kvætt að vinnuveitendur skuli vita
um geðfötlun félaganna vegna þess
að eitt af því sem freisti geðfatlaðra
þegar þeir sæki um vinnu sé að
leyna sjúkdómi sínum. Slík leynd
gangi hins vegar ekki til lengdar.
Það hafi hann sjálfur reynt. Anna
tekur í sama streng og bætir við að
hún hafi í samtölum sínum við félag-
ana ekki komist hjá því að taka eftir
þeirri „ofboðslegu gleði“ sem hjá
þeim ríkti. Gleði yfir því að hafa loks
von um að geta öðlast sjálfstraust
og styrk og orðið virkir þátttakend-
ur í þjóðfélaginu. „Mörg þeirra vora
hins vegar búin að afskrifa þann
möguleika vegna veikinda sinna,“
segir Anna.
Að síðustu segja þremenningarnir
að þeiraa von sé sú að atvinnurek-
endur hér á landi taki starfsemi
klúbbsins Geysis fagnandi
og gefi honum tækifæri til
að sanna tilverurétt sinn.
Þau virðast reyndar sann-
færð um mikilvægi hans
og varla hægt annað en að
dást að krafti þeirra og
vilja til þess að koma starfseminni af
stað í byrjun næsta árs. Þau segja
mikilvægt að allir eigi sína mögu-
leika þrátt fyrir fötlun sína og telja
að í flestum búi óskin um að geta
gert eitthvert gagn. Þá megi með at-
vinnuþátttöku geðfatlaðra minnka
fordóma gagnvart geðsjúkdómum.
Sjúkdómum sem fara ekki í mann-
greinarálit. Sjúkdómum sem eru svo
mörgum huldir.
Umsögn tölvunefndar um gagnagrunnsfrumvarpið
Afla þarf upplýsts og
yfírlýsts samþykkis
Afla verði upplýsts
samþykkis
Geðsjúkir
afskrifaðir
eftir vist á
geðdeild
Gleði yfir end-
urheimtum
styrk og
sjálfstrausti