Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 58

Morgunblaðið - 27.11.1998, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FRIÐGEIR ÁGÚSTSSON Friðg-eir ÁgTÍsfsson var fæddur að Ilesli í Hestfirði í ísafjarð- ardjúpi 10. apríl 1918. Hann var eini sonur hjónanna Elí- asar Ágústar Hálf- dánarsonar _ frá Hvítanesi í Isafjarð- ardjúpi, f. 1.8. 1894, d. 13.10. 1968, og Sigurborgar Ás- geirsdóttur frá Am- ardal í ísafjarðar- djúpi, f. 25.4. 1892, d. 3.12.1918. Hann var að mestu alinn upp hjá föðurafa sínum og ömmu, Hálfdáni Einarssyni, f. 21.11. 1863, d. 27.3. 1938, og Daðeyju Steinunni Daðadóttur, f. 7.8.1864, d. 1.3.1935. Systkini Friðgeirs af hjónabandi foður hans og Rannveigar Rögnvalds- dóttur, f. 10.8. 1884, d. 31.1. 1981, em: 1) Einar Ágústsson, byggingameistari, f. 15.4. 1923, 2) Halldór Ágústsson, bóndi, f. 29.7. 1924, 3) Sigur- borg Ágústsdótfir, bankastarfsmaður, f. 7.2. 1926. Uppeldis- systkini þein-a vora Sigurbergur Hjalta- son og Kristín Samú- elsdóttir, sem eru lát- in, og Halldóra Olafs- dóttir, sem er enn á lífi. Friðgeir útskrifað- ist sem búfi-æðingur frá Hólum 1942. Lengst af fékkst hann þó við sjómennsku, fyrst sem háseti en síðar sem mat- sveinn. Um fimmtugt kom hann í land og hóf fljótlega störf við vél- gæslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og sinnti hann þeim þar til hann settist í helgan stein 1988. Friðgeir gekk að eiga Sigríði Elinu Jónasdóttur frá Lýsudal í Friðgeir Ágústsson var heiðurs- maður í sannri merkingu þess orðs. Þrátt fyrir ólík trúarbrögð, ólíka menningu, ekkert sameiginlegt tungumál og hálfrar aldar kyn- slóðabil bauð hann mig velkomna í sitt hús. Nú þegar hann hefur kvatt kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér hvað almættið hafði í huga þegar það kom á sambandi þessa aldraða íslenska alþýðu- manns og innflytjanda frá Balkanskaga. Við gátum ekki skipst á orðum en samt var allt á hreinu. Líklegast var það hinn mannlegi strengur sem bindur okkur öll saman þrátt fyrir ólíkt kynferði, kynþátt og þjóðemi. Friðgeir tók syni mínum og mér opnum örmum og sannfærði mig um að hann var ekki einungis vitur maður heldur umfram allt fádæma góð manneskja. Mig tekur sáran að okkur hafí ekki gefíst fleiri sam- verustundir. Friðgeir lést umvafinn fjöl- skyldu sinni þar sem hann lá á Landsspítalanum, hvar hann naut fádæma góðrar umönnunar starfs- fólks þar. Og má hugsa sér betra veganesti til ferðalagsins langa en virðingu, umönnun og umfram allt ást? Við munum sakna hans hógværu hátta, blíðu í garð barnabarna og barnabamabarna og hans óduldu gæsku við málleysingja. Við sökn- um hans öll - við söknum hans sárt. Natasa Babic-Friðgeirsson. Þau 18 ár sem ég er búinn að þekkja þig, elsku vinur, hafa verið dýrmæt og margt hefur á daga okkar drifið, en upp úr stendur minning um fallegan, hæglátan og kærleiksríkan mann, sem umfram allt unni bömum sínum og vildi þeim aðeins það besta. Og ef einhver missteig sig þá varst þú fljótur að taka upp hanskann fyrir viðkomandi og hafðir óbilandi trú á að hann myndi vinna sig út úr vandanum. Svona varstu nú. Hjá þér vom líka allir jafnir. Bamabömin og unglingamir í fjölskyldunni vom í miklu uppáhaldi hjá þér. Þú fylgdist alltaf vel með því sem þau vom að gera og gafst þér líka alltaf tíma til að spjalla við þau. Jafnvel þegar þú varst sem veikastur varstu að spyrja um þau. Ekki fengu svo heimiliskettir og hundar minni athygli hjá þér, þú hafðir unun af því að kjá í þau og strjúka þeim og talaðir við þau eins og bömin. Það var enginn hafður út undan þar sem þú varst. Þegar ég kom í fjölskylduna þína átti ég dóttur sem þú tókst opnum örmum og aldrei fann ég að hún væri ekki þitt barnabam, hún fékk nákvæmlega það sama og hinir; ást og hlýju og sama var með son hennar sem þú hafðir mikið dálæti á. Vil ég þakka þér þessar móttökur af öllu mínu hjarta. Þær em ómetanlegar. Síðustu árin bjóst þú á Elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd og þar undir þú vel. Þar var spilað en þú hafðir mjög gaman af því að taka í spil og þar kynntist þú golfinu og tókst þátt í námskeiðum og púttmótum í framhaldi af því. En þú varst ánægður á Gmndinni því þar gast þú verið sjálfstæður sem var þér svo mikils virði því þú gast ekki hugsað þér að vera upp á aðra kominn. En Geiri minn, þó þú værir alveg yndislegur og þægilegur í alla staði þá varstu stundum erfiður við okkur. Þú vildir ekki neitt vesen. Þú vildir til dæmis ekki halda upp á afmælið þitt síðastliðið vor þegar þú varðst áttræður en við hlustuðum ekki á það og héldum þér veislu og þegar upp var staðið var enginn ánægðari en þú, sérstaklega að hafa fengið að hafa flest af þínu fólki í návist þinni þennan dag. Eins áttum við frábæran og skemmtilegan dag saman þegar yngsti sonur þinn gifti sig í síðasta mánuði. Þú varst svo frísklegur og hress, hvem hefði gmnað að svona stutt væri í kveðjustundina? En það eru þessar stundir sem verða okkur sem syrgjum þig og söknum þín svo dýrmætar. Þú ert núna, elsku Geiri minn, kominn yfir í annan og betri heim þar sem þú nýtur samvista við móður þína sem þú kynntist aldrei og einnig konuna þína elskulegu sem við kvöddum fyrir sex árum og þú saknaðir svo sárt. Nú erað þið saman á ný. Guð geymi þig, elsku Geiri minn, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Sigurbjörg Trausta. I dag er til moldar borinn elsku- legur mágur minn Friðgeir Ágústsson, en hann lést að morgni 19. nóvember sl. á hjartadeild Landspítalans, eftir harða baráttu. Hann veiktist hastarlega að morgni 11. nóvember sl. öllum að óvöram, því stuttu áður vomm við öll samankomin í brúðkaupi yngsta sonar hans. Var Geiri þá hress og kátur og lék á als oddi, eins og hans var vandi. Ég er mjög þakklát fyrir þá minningu, því ég hef búið erlendis í mörg ár og þar af leiðandi missti ég af mörgum samverastundum með Stellu systur og Geira, sem gerir kveðjustundimar enn þá sárari. En Stella lést hinn 11. nóvember 1992 án nokkurs fyrirvara aðeins 62 ára að aldri. Og nú 6 ámm síðar veiktist Geiri á dánardegi hennar og dó síðan á jarðarfarardaginn hennar 19. nóvember. Það er Staðarsveit, Snæfellsnesi, f. 10.4. 1929, d. 11.11. 1992, á sameiginlegum afmælisdegi þeirra hjóna, 10. apríl 1953. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jónas, f. 8.10. 1952, sem er bfl- stjóri, kvæntur Sigurveigu Runólfsdóttur, f. 12.1. 1961, og eiga þau tvo syni, Runólf Helga og Friðgeir Elí. 2) Sig- urveigu, f. 23.12. 1953, kaup- maður, gift Jóni Pétri Sveins- syni, f. 19.12. 1953, en börn hennar af fyrra hjónabandi em Árni Geir, Ævar Örn og Elín Ása Magnúsarbörn. 3) Ágúst, f. 24.1. 1956, bygginga- meistari, kvæntur Sigurbjörgu Traustadóttur, f. 21.1. 1958, og eiga þau Þórunni, Trausta og Ásgerði, en af fyrra hjóna- bandi á Ágúst Stellu Júliu. 4) Ásgeir, f. 25.10. 1958, ritstjóri, kvæntur Natasa Babic-Frið- geirsson, f. 14.11. 1965. Frið- geir og Sigríður Elín bjuggu lengst af á Álfhólsvegi 30 í Kópavogi. Utför Friðgeirs fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarð- sett verður frá Lágafelli. kannski ástæða fyrir þessu öllu, þau voru eining, því var alltaf Geiri og Stella eða Stella og Geiri. Ekki hægt að tala um annað án hins. Stella systir var mér sem önnur móðir þegar ég var að alast upp. Hún saumaði á mig jólakjólana, pilsin og blússurnar, og var mér al- veg einstaklega góð. Enda hældi ég mér oft af því að ég væri uppá- haldið hennar Stellu systur. Ég var bara smástelpa þegar Geiri kom inn í líf mitt. Hann og SteUa giftust hinn 10. aprfl 1953 og stríddi Geiri mér oft á því hvað af- brýðisöm ég hefði verið út í hann, því mér fannst hann vera að taka Stellu frá sér, en ég vildi eiga hana bara fyrir mig. Við Geiri hlógum oft að því þegar við vomm að slást um athygU Stellu og fleiri uppákommr þegar ég var að alast upp. En Geiri kom oft vestur í Lýsudal og lagði þá ólata hönd að verki við heyskap og aðhlynningar að húsum og fleira sem á þurfti að halda á sveitabæ. En hann var handlaginn og vinnusamur með afbrigðum. Geiri var afskaplega traustur og hlýr maður og var mér meira sem bróðir en mágur. Enda var ég mikið á heimiH þein-a Geira og SteUu til lengri og skemmri tíma. Hvenær sem ég þurfti á að halda var ég aUtaf velkomin á Alfhólsveg- inn og naut þar styrks og ástúðar sem aldrei verður endurgoldin. Geiri og Stella skilja eftir sig eina dóttur, þrjá syni og maka þeirra og stóran hóp af barnabörn- um, sem allt er yndislegt og fallegt fólk og tel ég mig mjög ríka að eiga þau að sem frændsystkini. Votta ég þeim innilega samúð og bið Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Er á grafarbakkanum stöndum við svo þögul og hjálparlaus hugur- inn fullur af minningum um ástvini er Drottinn kaus. Elsku Geiri og Stella, ég kveð í hinsta sinn og fel það góðum Guði að þerra tár á kinn. Mágkona og systir. Inga Fanney. Látinn er í Reykjavík mágur minn Friðgeir Ágústsson mat- sveinn. Hann lést á hjartadeild Landspftalans 19. nóvember sl. Það era ljúfar minningar sem ég á frá liðnum ámm. Ég var sextán ára þegar ég kom fyrst á heimili Stellu systur og Geira. Þau vom nýgift og fmmburðurinn fæddur. Síðan liðu árin og börrún urðu fjög- ur, Jónas, Sigurveig, Ágúst og Ás- geir sem öll era gædd miklum mannkostum. Geiri var mikill dugn- ÞORGEIR RUNAR KJARTANSSON + Þorgeir Rúnar Kjartansson fæddist 26. nóvem- ber 1955. Hann lést á Landspítalanum 6. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ár- bæjarkirkju 13. nóv- ember. Ég hef sjaldan fyUst jafti mikflli aðdáun og þegar ég hitti Þorgeir í síðasta sinn. Hann lá fárveikm- í sjúkrarúmi, merktur af glímunni við dauðann. En brosið var ekki horfið, og ég öðlaðist nýjan skilning á því hvað æðruleysi raunvemlega þýðir. Daginn eftir var Þorgeir allur. Hann hafði að vísu lofað mér að ég þyrfti ekki að skrifa minningargrein um sig á næstunni, og ég á dálítið erfitt með að fyrirgefa forlögunum að það skyldi verða eina loforðið sem hann gæti ekki efnt. Þorgeir var nefnflega maður þeiiTar gerðar að til- veran verður til muna grámóskulegri án hans. Gáfumar vom svo fjölbreyttar og óstýrilátar, hugkvæmnin takmarka- laus. Hann gat farið með himinskaut- um í frásagnargleði, gert fjarstæðuna að sannleika og sannleikann að fjar- stæðu. Titillinn? Sagnfræðingur, frétta- maður, kennari, saxófónleikari, myndlistarmaður. I mínum huga var hann skáld. Ég komst að því eina liðna nótt þegar við sátum í risíbúð- inni hans við Grettisgötu. Þorgeir var að reyna að mennta mig í tónlist, sax- ófónninn lúrði afbrýðissamur í sófan- um og tilveran öll var í notalegri óreiðu. Og einhversstaðar í þessari óreiðu rakst ég á handrit að Ijóðabók. Það vom ljóðin hans Þorgeii’s. Og þvflík ljóð. Þar eiga fegui’ðin, sárs- aukinn og ástin samastað. Það var dæmigert fyrir Þorgeir að hann týndi handritinu að minnsta kosti tvisvar áður en góður maður hljóp til og kom þeim á prent. Ein minning: Fyrir nokkram misseram kom Þorgeir til mín, þar sem ég sat og skrifaði leiðara í lítið blað sem nú er Hðið undir lok. Hann var þá mennta- skólakennari en skóla- meistarinn hafði stefnt honum á sinn fund í há- deginu. Við fóram sam- an. Fundurinn var stutt- ur og niðurstaðan ein- hliða. Þorgeir fékk óumbeðið leyfi frá störfum í mánuð. En þegar við geng- um út, alla þessa löngu skólaganga, þyrptust nemendurnir um hann. Mér leið einsog ég væri fylgdarmaður þjóðhöfðingja. Og það var hann. í sínu eigin ríki. Og ég fékk að fylgjast með ævin- týri. Það var þegar Þorgeir og Rúna kynntust. Þau vora sannarlega flottasta parið á götum bæjarins og lexía í folskvalausri ást. Ekkert hefði ég síður viljað skrifa en þessi fátæklegu orð. En einhvers- staðar er leikið á saxófón og einhvers- staðar era skrifuð fleiri ódauðleg ljóð. Hrafn Jökulsson. Fjögur ár í hversdagslífi fullorðins manns líða svo fjótt að margir atburð- ir virðast renna útí eitt. Fjórai’ skattaskýrslur eins og ein. Á Islandi er þó engu líkara en þau fjögur ár sem ungt fólk staldrar við í mennta- skóla sökkvi djúpt í vitundina, móti að miklu leyti lífssýn og verði æ síðan óendanleg uppspretta minninga. Stór hópur fólks virðist njóta til fullnustu þessai’a vordaga fullorðinsáranna þótt ábyrgðarleysi æskunnar sé enn ríkjandi. Skylda og leikur togast á um tímaskyn unglingsins og margar furðulegar niðurstöður verða útkoma hugsunar og tilfinninga sem Iífið aðarmaður og starfaði alla tíð sem matsveinn á togm’um og var því lít- ið heima. En er árin færðust yfir hætti Geiri á sjónum og gerðist starfsmaður í Gufunesi næstu ár meðan heilsan leyfði. Eftir að Geiri hætti á sjónum fór í hönd yndisleg- ur tími því þá gátu Stella og Geiri farið að ferðast með okkur bæði innan lands sem utan og vom þessi ferðalög ógleymanleg. Geiri var orðheppinn maður, víðlesinn og glettinn auk þess að vera mjög góð- ur söngmaður. Hann var vel heima í pólitík og hafði ákveðnar skoðanir þar að lútandi og því var oft líflegt í matarboðunum á Álfhólsveginum þegar allur hópurinn var saman- kominn. Sorgin knúði dyra hjá Geira og fjölskyldu hans er Stella lést skyndilega á besta aldri 11. nóvember 1992. Það var mikið áfall fyrir þau öll. Það er okkur öllum dýrmæt minning er við hittumst öll 25. október sl. á brúðkaupsdegi Ás- geirs er hann gekk í hjónaband. Elsku Geiri minn, ég veit að Stella tekur á móti þér með útbreiddan faðminn og vil ég að leiðarlokum þakka þér samfylgdina, kæri vinur. Elsku Jónas, Sigurveig, Ágúst og Ásgeir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur á sorgarstundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kveðja, þín mágkona, Guðrún Sigurborg. sjáUt hefur ekki ennþá tuktað til og útfært á sviði raunveraleikans. Við fráfall bekkjarfélaga úr menntaskóla leita minningar frá þessum árum ákaft á hugann. Við vorum nokkrar viðkvæmar sálir sem stóðum saman í ólgusjó lífsins að okkur fannst og reyndum eftir megni að henda reiður á flóknum skilaboðum fyrri kynslóða og um- heimsins alls. Menningarmafían í MT um miðjan 8. áratuginn vai’ upp- átækjasöm og sýndi oft kostulega hegðun, en eftir á sýnist mér að helsti skipulagði glæpurinn hafi ver- ið ákafur lífsþorsti með tilheyrandi leit að svölun. Sá sem bestu lundina hafði og auð- veldast átti með að ná til ólíkra ein- staklinga var án efa Þorgeir Rúnar Kjartanson og varð hann því nokk- urs konar foringi okkar, strákur og pínulítið eldri en við hin. Það hefði þó aldrei nægt til að laða fram virð- ingu okkar hinna. Maðurinn var fljúgandi skarpur, skemmtilegur, vænn, víðsýnn og skilningsríkur. Hvflíkt gaman að etja kappi við slíka vitsmuni. Hvflík foiTéttindi að geta leitað hjálpar hjá slíkum öðlingi. Ekkert hefði getað fengið okkur á þessum árum til að trúa því að Goggi myndi ekki ná kjölfestu í fullorðins- heiminum sakir alvarlegra geðsjúk- dóma. Augun vora svo peruskýr að það vildi gleymast hve höndin gat verið óstöðug. Að viðdvölinni í menntaskóla lok- inni leystist okkar óskipulagða mafía í sundur og eftir stóðu tómhentir álf- ar með sálina drukkna af ævintýri og veislu. Nýii’ fasar tóku við en þótt leiðir skildu ríkti væntumþykja og virðing milli einstaklinganna. Við munum nú nokkuð mörg, sem gjarn- an vildu hafa reynst þroskaðri og sterkari vinir Þorgeiri í sjúkdóms- stríði sínu. Smári og Stefán Jón eru meðal þeii’ra sem ég færi aðdáun og þakklæti fyrir staðfestu í vináttu sinni við Gogga. Fjölskyldu og unn- ustu votta ég einnig samúð og þakk- læti fyrir góðan dreng og þá birtu og gleði sem æskumynd hans er helguð. Blessuð sé minning Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar. Megi sál hans hvfla í friði. Guðrún S. Birgisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.