Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 64

Morgunblaðið - 27.11.1998, Page 64
84 FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Grensáskirkja. Morgunblaðið/RAX Safnaðarstarf - Kynningar- kvöld á Alfa-biblíu- námskeiðum ÍSLENSKA Kristskirkjan heldur kynningarkvöld á Alfa-biblíunám- skeiðum á morgun, laugardaginn 28. nóvember, í húsnæði sínu á Bíldshöfða 10, 2. hæð. Aifa-námskeið var fyrst haldið í anglíkönsku kirkjunni Holy Trinity Bromton í London fyrir ÍO árum. Það er nú haldið í fjölda mörgum löndum og er áætlað að á þessu ári hafi það verið á yfir 10 þúsund stöðum. Á Alfa-námskeiðinu er fjallað um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og aðgengilegan hátt. Þetta er tilvalið tækifæri til að rifja upp fyrri kynni af boðskap Biblí- unnar. Á Alfa-kynningarkvöldinu verð- ur létt skemmtun í bland við fræðslu. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Bók þessi er mikill fengur fyrir þá sem hafa yndi af opinberun Guðs. Þýðandi bókarinnar er rit- höfundurinn góðkunni, Isak Harð- arson. Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingarlestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11- 13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Ræðumaður ívar ísak Guðjónsson. Allir velkomnir. Karlasamvera í neðri sal kirkjunnar kl. 20.30. Allir karlar velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Björg- vin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Finn F. Eckhoff. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ester Ólafsdóttir. Bókamessa í Krossinum Utgáfu bókarinnar „Ofurkraftur auðmýktar Krists“ eftir B.R. Hicks verður fagnað á samkomu í Kross- inum nk. sunnudag kl. 16.30. 3*E Sjöl frá kr. 1.290 Tötikur frá kr. 990 SKARTHÚSIÐ Líiugav'cgi 12, s. 562 24(>(). Viðhorf til öryrkja ÉG VARÐ fyrir undar- legri reynslu um daginn en ég var ein af þeim er stóð fyrir utan Hótel Sögu þegar Framsókn- arflokkurinn var að setja þing sitt. Var þarna hóp- ur af öryrkjum saman- kominn til að mótmæla lágum örorkubótum og einnig að minna Fram- sóknarflokkinn á eitt af loforðum sínum fyrir síð- ustu kosningar „fólk í fyrirrúmi". Maður spyr, hvaða fólk? En það sem vakti að- alundrun mína var hversu illa upplýstir þingmenn eru um orðið öryrki. Þarna dreif að þingmenn og fleiri fram- sóknarmenn og tóku þeir við blaði sem öryi’kjar létu þá hafa. Síðan var það sérstaklega einn þingmaður sem vildi að hópurinn kæmi inn, þar sem hópurinn hafði stað- ið úti í 7 vindstigum og rigningu og einnig vildi hann að við myndum þiggja kaffi og vínar- brauð. Þetta er virðing- arvert af þessum til- VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags tekna þingmanni. En síð- an vindur hann sér að konu úr hópnum og seg- ir: Þú ert ekki öryrki. En þessi kona er öryrki þó að hún beri það ekki ut- an á sér. Ég held að við eigum þó nokkra þing- menn og jafnvel ráð- herra sem ekki gera sér grein fyrir því að öryrkj- ar bera ekki alltaf mein sitt utan á sér og er þá nokkuð einkennilegt þó að bætur hækki ekki þegar viðhorfið er eins og hjá þessum þing- manni? Það eru kosningar í vor og vonast ég til að orðið öryrki verði út- skýrt fyrir alþingis- mönnum fyrir þann tíma því öryrkjar eiga at- kvæðisrétt. Sigrún G. Sigurðardóttir. Auglýst eftir þing- mönnum Reykvíkinga SPURNINGIN er, ætla þingmenn Reykvíkinga að láta Pál og Guðmund flytja alla stofnanir og sjóði út á land eingöngu í atkvæðasmölun því þeir vita sem er að Sjálfstæð- isflokkurinn verður ein- ráður eftir næstu kosn- ingar og fer þá lítið fyrir Framsókn. Veit ég að eldri borg- arar og öryrkjar bíða spenntir eftir hvað verði gert í þeirra málum og verður því svarað í kjör- klefanum. Mér hefur virst þingmenn Reykvík- inga ósýnilegir og gera lítið af því að verja hag Reykvíkinga. Kannski Jörundur hafi gert eitt- hvað? Skúli Einarsson, Tunguseli 4. Tapað/fundið Filma týndist í Blómavali ÁTEKIN filma í boxi týndist í Blómavali sl. sunnudag 22. nóvember. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 4557. Dýrahald Hvolpur fæst gefins HVOLPUR, fallegur þriggja mán. skosk-ís- lenskur, fæst gefins. Upplýsingar í síma 565 0353. ÞESSI ljúfi og góði fress á myndinni er í óskilum í Þingholtinu. Hann er rauðbröndóttur og hvit- ur, ómerktur og ekki eyrnamerktur en með far eftir ól. Ef einhver veit hvar hann á heima eða kannast við hann vinsamlega hafið sam- band í síma 551 0539 eða 552 3750. Snúlla er týnd SNÚLLA sem er 5 mán- aða gömul læða týndist frá Nesvegi. Hún er hvít á feldinn með dökk- bröndótt skott, dökk- bröndótta húfu á höfði og með þrjár dökkbrönd- óttar doppur á bakinu. Hún er með svarta ól með rauðu merki. Þeir sem hafa orðið hennar varir eða séð hana hafi samband í síma 552 7830. SKAK llmsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í sex skáka einvígi sem þeir Aleksei Shirov (2.720) og stigahæsti skákmaður Tékka, Zbynek Hracek (2.615) háðu í Ostrava í Tékk- landi nú í nóvember. Þessi staða kom upp í annarri skákinni. Shirov hafði hvítt og átti leik. Be6 _ Rc6 23. Bxd5 _ Rxd4 24. Dxe4 og svartur gafst upp. Shirov vann yf- irburðasigur í einvíginu, hlaut fimm vinninga gegn einum. Hann vann sér áskorunarrétt á Gary Kasparov í vor, en úr einvígi þeirra hefur ekki HVITUR leikur og vinnur. orðið þar sem fjármögnun sem 19. Hxf7! _ Kxf7 20. Bg4 Kasparov taldi sig hafa _ Dc7 21. Df3+ _ Ke8 22. útvegað brást. Skákklúbbakeppni Tafl- félags Reykjavíkur fer fram í kvöld kl. 20 í fé- lagsheimili TR, Faxafeni 12. Keppt verður í fjög- urra manna sveitum og er öllum rótgrónum skák- klúbbum sem og tilbúnum sveitum heimil þátttaka. Tefldar verða 2x7 umferð- ir eftir Monrad-keifl með 5 mín. umhugsunartíma. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en auk þess er keppt um vegleg- an farandbikar. Þátttöku- gjald á hverja sveit er 1000 kr. Víkverji skrifar... VÍKVERJI var rétt sestur við matborðið kvöld eitt í liðinni viku þegar síminn hringdi óvenju frekjulega. Á línunni heyrðist djúp rödd, sem greindi frá einstöku láni Víkverja dagsins. Nafn Víkverja hefði verið dregið út og var sagt að hann ætti von á vinningi frá ónefndu bókaforlagi og ekki bara það, heldur „veglegum" bókavinn- ingi, sem honum yrði afhentur í eig- in persónu á heimili hans. Síðan var spurt: „Er þess nokkur kostur að sölumaður geti heimsótt þig um helgina?" Reyndar kom einnig í ljós að sölumaðurinn ætlaði einnig að taka sér tíu mínútur í að kynna bækur forlagsins. Þegar þarna var komið sögu voru farnar að renna tvær grímur á vinn- ingshafann, en engu að síður lét hann narra sig til að taka á móti sölumanninum, sem birtist síðan um helgina hlaðinn bókum. Sumar þessara bóka voru vissu- lega veglegar, en vinningurinn gaf þessu lýsingarorði hins vegar nýja merkingu. I orðabók Menningar- sjóðs segir að veglegur merki glæsi- legur, myndarlegur, gervilegur og eigi við um eitthvað, sem heiður sé að. Eftirvæntingin var því ekki lítil þegar sölumaðurinn dró fram glaðninginn. Hann reyndist vera pappírskilja beint úr útsölubæk- lingi, sem bar því veglegt vitni að tilgangurinn væri sá að losa óseljan- legar bækur af lagernum. Alténd hugsaði Víkverji með sér að hann gæti ekki verið þekktur fyrir að endurnýta þessa „veglegu“ gjöf með því að láta hana ganga um jól- in, nema maður vildi láta gera sig útlægan úr fjölskyldunni. Næsti maður í strætó myndi sennilega ekki taka við henni. Víkverji sér að minnsta kosti ekki fram á að hafa ástæðu til að taka bókina úr plast- inu í náinni framtíð. Þessi lærdómsríka reynsla af því hvemig marklaus fagurgali er not- aður til þess að þröngva sér inn á heimili blásaklauss fólks verður sennilega til þess að næst þegar hringt verður um kvöldmatarleytið í þeim erindagjörðum að snapa pen- inga mun Víkverji spyrja um heima- síma viðkomandi og fá að hringja til baka seinna. xxx UMRÆÐAN um hálendið og virkjanir heldur áfram og svo virðist sem virkjunum og stóriðju annars vegar og náttúruvernd hins vegar sé alltaf stillt upp sem and- stæðum. Þetta tvennt verður hins vegar að geta átt nokkuð þolanlega sambúð. Harla lítil framtíð verður á byggðu bóli hjá Austfirðingum sem öðrum íbúum nema menn hafi eitt- hvað til hnífs og skeiðar. Ýmsar spurningar koma í hugann þegar þessi mál eru ígi'unduð og vart er annar málstaðurinn með öllu svartur og hinn hvítur. Er ekki of mikil einföldun að segja: Annað- hvort stóriðja eða ferðaþjónusta? Hér verður nokkrum spurningum varpað fram og gefa þær eflaust til- efni til ennþá fleiri blaðagreina, at- hugana og skoðanaskipta en von- andi veita þær þó helst nýjum hug- myndum og aðgerðum farveg: Hefur verið fullreynt hvort önnur nýsköpun í atvinnulífi en stóriðja gæti komið Austfirðingum til bjarg- ar og forðað þeim frá því að flytja allir á mölina? Geta ekki Fjárfest- ingabanki atvinnulífsins og Nýsköp- unarsjóður lagt fram ærlegt áhættufé til að koma einhverju í gang og dregið aðra með sér? Má ekki selja vatn úr jökulsánum? Er ekki hægt að selja aðgang að Hér- aðsflóa eða Njarðvíkurskriðum? Getm' fjarkennslumiðstöð landsins ekki haft aðsetur á Egilsstöðum? Getur Árnastofnun ekki starfað á Fáskrúðsfirði? Getur verið að Aust- firðingar hafi ekki sjálfir sýnt nógu mikla heimtufrekju eða dug eða frumkvæði til að halda uppi stemmningu fyrir blómlegri byggð í sínum góðu heimahögum? Er ekki hugsanlegt að eitthvert gagn sé að niðurstöðum í þriggja milljarða króna undirbúningsvinnu og rann- sóknum Landsvirkjunar á þessu svæði síðasta áratuginn sem nota mætti til eflingar byggð?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.