Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.11.1998, Qupperneq 37
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 37 m Mig dreymdi illa í nótt DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ANDI martraðar á sveimi. Okkur er farið að lengja eftir strútnum. Veltum því fyrir okkur hvort erfítt hafí reynst að fanga hann... Það er mánudagskvöld og eftir æf- ingu þann dag borðar liðið yfirleitt saman og svo er haldinn fundur. Ekki þó þennan dag, því eftir æfinguna var farið á barnasjúkrahús í borginni og heilsað upp á krakkana. „Það er orðin hefð að fara þangað á um það bil hálfs árs fresti. Svo gerir klúbburinn dálít> ið af því að fara í minni bæina hérna í grenndinni til að spila æfingaleiki við litlu liðin og halda þannig góðum tengslum við þau.“ Nú birtist þjónninn skyndilega með strútinn; skammturinn er vel útilátinn, kjötið í stórum sneiðum og sveppir, spergilkál og rúsínur með á diskinum. Púrtvínssósa er borin fram með og rjómagratíneraðar kartöflur í sneiðum í skál. „Þetta er ekki sem verst,“ eru fyrstu viðbrögðin. „A hvað minnir þetta þig?“ Kjötið er ekki ljóst eins og t.d. kjúklingur eða kalkún, frek- ar í líkingu við nautasneiðar, nokkuð rautt. Strúturinn minn- ir blaðamann einna helst á hjartarkjöt sem hann bragðaði í Svíþjóð í fyrra. Fyrst maturinn er kominn á borð- ið er ekki úr vegi að spyrja einsetu- manninn Arna Gaut hvort hann sé duglegur að elda eða hvort hann borði mikið úti? „Eigum við ekki að segja, svo amma fríki ekki út, að ég sé dug- legur að elda. Annars fer ég talsvert út að borða, en elda einföldustu rétti; pasta og sitthvað fleira. En það er dýrt að lifa héma. Maður borðar einu sinni í viku í klúbbhúsinu og þegar leikir eru tvisvar í viku borðum við með liðinu þannig að oft eru það ekki nema fjór- ir dagar í viku sem maður þarf að sjá um sig sjálfur. Ég get að minnsta kosti sagt að mér hafi farið fram í eldamennskunni! En ég hef aldrei eldað strút... Og þó mér hafi farið fram er ég ekki orðinn það góður að ég þori orðið að bjóða stelpu heim í mat! Held ég byði henni frekar út.“ Markmenn í sóknarhug Jorn Jamtfall, sem verið hefur að- almarkvörður Rosenborg, meiddist í haust og það varð til þess að Arni Gautur fékk tækifæri. „Ég var staddur á flugvellinum í Osló að bíða eftir flugi til Þrándheims þegar þjálfarinn hringdi í mig með þá frétt að hann hefði meiðst á æfingu. Ég var að koma að heiman eftir lands- leikinn við Rússa. Það var deildar- leikur framundan um helgina og svo leikurinn við Galatasaray á heima- velli í Meistaradeildinni í vikunni þar á eftir og því mikið framundan. Ég var nú tiltölulega rólegur yfir tíðind- unum; það var fyrst og fremst gam- an að vita að ég fengi tækifæri, þó auðvitað sé leiðinlegt að annar þyrfti að meiðast til þess. Ég hafði spilað einn deildarleik þegar þetta var; þjálfararnir sagt að þeir vildu að ég fengi reynslu, og þama kom á dag- inn að það hafði borgað sig.“ Skyldi Arni Gautur telja sig hafa tekið framfijrum síðan hann kom til til Noregs? „Já, mér finnst það nú. Reyndar er erfitt að benda á það nákvæmlega hvernig, vegna þess að ég hef ekki spilað það mikið. En ég finn það á æfingum að ég hef bætt mig mikið. Markmannshlutverkið hjá Rosen- borg snýst ekki bara um að verja, heldur er mikil áhersla lögð á sókn- arleikinn. Um leið og markmaðurinn fær boltann á hann að kasta honum út á einhvern miðjumann sem er á hlaupum, til að geta sótt hratt. Heima er meira um að maður reki liðið frá og sparki fram. Hér er rosa- leg áhersla lögð á að koma bolta strax í leik til að hægt sé að „keyra yfii- mótherjana" - sækja hratt á þá áður en þeir ná að stilla upp í vörn. Þá er mikilvægt að vera vel þjálfaður og lið Rosenborg er þekkt fyrir að hafa gott úthald.“ Ami Gautur segir mikinn mun að leika heima með Stjömunni, þar sem áhorfendui- vora iðulega 100 til 200, eða ytra, „en hér era að meðal- tali 13 þúsund áhorfendur og á stórleikjum yfir 20 þúsund“. Hann segir leildna í Meistaradeildinni toppinn á ferli sínum til þessa. „Þetta voru ekki endilega bestu leikimir mínir, en það var mikils virði að upplifa það að spila við þessar aðstæður. Sá fyrri, fyrsti leikur minn í Meistaradeild- inni, var mjög góður og frábært að sigra og stemmningin á seinni leiknum var ótrúleg. Sú mesta sem ég hef kynnst.“ Strúturinn er horfinn af disk- unum. Agætur matur, þó blaða- maður hafi átt erfitt með að setja rúsínumar í sam- hengi við annað og flestar urðu sam- ferða þjóninum í eldhúsið aftur eftir að hann tók diskinn. Þjónninn upplýsfr okkur um að veitingastaðurinn kaupi strútakjötið ýmist frá Suður-Afríku eða Nýja- Sjálandi. Strútabúskapur sé reyndar stundaður í Noregi, en hið heima- ræktaða kjöt sé allt of dýrt! Þrátt fyrir mikinn _mat höfðum við pláss íyrir eftirrétt. Árni Gautur vel- ur sér karamellubúðing „að hætti ömmu,“ eins og hann orðar það en upplýsir reyndai- að hann hafi áður lagt hann sér til munns og að búð- ingur ömmunnar sé miklu betri. Blaðamaður kaus hins vegar eftir- réttakörfu Gosa, svonefnda, þar sem finna mátti ís, jarðarber og fleiri ferska ávexti og súkkulaðisósu ofan á. Þetta bragðaðist afar vel. Máltíðin var góð. Að síðustu var borið fram kaffi og þar á eftfr kom reikningurinn. Og eitt bros að auk færðist þá yfir blaðamann, því í ljós kom að við fengum 25% Rosenborg- ar-afslátt. Þjónninn bar kennsl á Arna Gaut og benti honum vinsam- lega á að leikmenn félagsins nytu þessara kjara. Reikningurinn hljóð- aði upp á andvirði rámlega 8 þúsund íslenskra króna sem verður að telj- ast vel sloppið. „MANSTU?" Ég hrökk upp með andfælum, andstuttur og hjartað dundi líkt og ég hefði hlaupið maraþon. En ég hljóp ekld, ég svaf og mig dreymdi að ég væri að hlaupa undan manni með mik- ið hár og beittar eggjar. Það small í höfði mér ómur af hvassri röddu í svefnrofinu, „manstu?“ Ég kveikti ljós en draumurinn var enn skýr sem skuggi yfir mér, svitinn rann niður hrygginn er ég teygði mig í blokkina og skráði drauminn. Hvað er það sem kallar á ill- fygli að raska svo næturró manna? Hnífamenn, umskipt- inga og púka sem trylla blóðrás- ina svo svefninn verður spenna, sviti og tár en ekki mjúk lend- ing til morgundagsins? Ástæð- urnar geta verið margar; upp- söfnuð þreyta, stress, áhyggjur, reiði eða bæld löngun til að ná sér niðri á einhverjum, sem kallar á þetta hrottafengna myndasafn sem draumurinn geymir fyrir blóð og barsmíðar. Þar safnar maður úr sjónvarps- þáttum, bíómyndum og blöðum myndarlegum níðingsverkum til að skreyta svefninn svo eitt- hvert fútt verði í drauminum um martröð. En draumar um ásókn illra afla geta einnig verið raunverulegir í þeim skilningi að myrkrið hafi að geyma illar hugsanir, vondar fylgjur og sendingar frá illa innrættu fólki sem vilji ná sér niðri á viðkom- andi. Þar er draumurinn enginn sýndarleikur heldur fúl alvara svo best er að brynja sig vel. Það gerir maður best með því að skilja drauminn, tákn hans og tilgang, þá getur hver maður óhræddur mætt andstæðum sín- um. Einnig gerist það að fyrri líf sækja á mann með óuppgerð- ar sakir, óútkljáð mál og lausa hnúta sem krefjast átaka. Þá hendir það að verk framtíðar skáskerast inn í núið og rista mann á kvið til að mæta syndum sínum. Svo er það Maran sem erfiðir draumar draga nafn sitt af, hún er svarti senuþjófur draumsins og í kvenlíki flækist hún um Draumalandið, leggst á fólk sem er óvarið á einhvem hátt og sýgur úr því kraft til að viðhalda sér og eflast í eilífri kvöð sinni að kvelja menn, pína þá og kremja eins og lesa má um í ótal þjóðsögum Islendinga. Draumur „Ebba“ frá 7. sept. Mér fannst ég vera staddur uppi á raflínu sem liggur yfir árósinn fyrir vestan Eyrar- bakka. Var ég á fjórum fótum - sem kallað er - á tveim af raf- strengjunum. Er ég lít út á ána, sé ég að kominn er aukastaur í miðri ánni. Uppi á staurnum er kringlótt skífa eða spjald og á henni sé ég greinilega tölustaf- inn 6. Nú gerist það að skífan snýst við og hin hliðin veit að mér. Á þeirri hlið er talan 3, en miklu ógreinilegri. Þá hugsa ég með mér að ég muni vera á streng með mörg þúsund volta spennu og sé í lífshættu. Bregð- ur mér svo að ég vakna við. Ráðning Draumar snúast um allt sem gerist í lífi manns, gott sem illt. Upphaf lífsins kemur í draumi líkt og dauðinn. Heilsa, veikindi, ást og hatur. Allt hefur sinn tíma með draumnum og hann gerir öllu skil á sinn hátt. Þessi draumur er viðvörun, hann gefur í skyn að orka (rafmagnið) þín sé þverrandi (á fjórum fótum á lín- unni) og því er settur undir hana nýr stuðningur (aukastaurinn) sem endast eigi í sex ár. En draumurinn talar um að sex árin verði bara þrjú. Þó er draumur- inn ekki staðfastari en svo að óljóst (talan þrír var ógreinileg) er hvort þessi þrjú ár verða færri eða fleiri enda gerir hann því skóna að því megi (í línunum leynast mörg þúsund volt) breyta. „Katja“ sendir draum Mig dreymfr að ég sé stödd í Reykjavík og er á reiðhjóli á leið heim úr vinnu. Ég hjóla í aust- urátt eftir einhverri aðalbraut og kem fljótlega að ljósastýrðum gatnamótum (mér finnst þau vera við Grensásveg - en ég er á leið í Grafarvog). Þá sé ég að þykk og mikil hvít mengunar- þoka liggur yfir borginni austan- verðri og myndar eins konar vegg við þessi gatnamót, þannig að ég sé aðeins móta fyrir fremstu bílunum við umferðar- ljósin. Mér finnst þokan ná að Artúnsholti. Ég hugsa með mér að ég komist ekki heim í gegnum þetta, því mér finnst ég svo óvar- in á reiðhjóli fyrir hita sem mér finnst fylgja þessu - eða ein- hvers konar geislun (jafnvel ekki örugg að vera í bíl). Mér finnst þetta súrt í broti, en veit ekki til þess að ég hafi reynt að komast í gegn. Þó er eins og ég skynji seinna að þokunni sé eitthvað að létta. Ráðning Þoka. sem draumtákn veit alltaf á erfiðleika, þeir geta verið bæði huglægir sem hlutlægir og þá má skilja sem viðvörun. Draumurinn gefur í skyn að þú tapir áttum á einhvern hátt í líf- inu sem draumurinn skýrir ekki nánar en mengunarþokan segir þó sitt. Hann talar um að þú verðir ein (á reiðhjóli) á þessum villum vega og verðir sjálf að finna leiðina út - í gegn (þó er þama aðstoð til staðar). Þessi ferð þín með sjálfri þér og með- ferð (ætlaðir í Grafarvog en fórst að Grensásvegi) bendir til árang- urs. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Rcykjavík AUGIÝSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@ml)l.is mbl.is -ALLTAf= £!TTH\/A£3 NÝTT HEILSTEIKT STRÚTAFILLET KJÖTIÐ ER HEILSTEIKT OO SKORIÐ Í SNEIOAR. MEÐLÆTIO ER EFTIRFARAND!: HÁLF PERA, SEM SOOIN ER I BERJASAFA ÞAR TIL HÚN VERDUR H/EFILEGA MJÚK. HNETUMASSi; HESLIHNETUR OG MÖNDLUR RISTAÐAR SAMAN Á PÖNNU OG LAUK BÆTT ÚTÍ. PETTA ER SÍDAN „KARAMELLÍSERAD“ EINS OG MATREIDSLUMEISTARI PINOCCHIO, JON-KELGE DYBVIK, OROAR PAÐ; SYKR! SEM SAGT STRÁÐ YFIR OG HÚOAD PANNIG í HITANUM Á PÖNNUNNI. SVEPPIR, RISTAÐIR Á PÖNNU, OG GUFUSODIÐ SPERGILKÁL. HINDBERJASÓSA; KJÖTKRAFTUR, RJÓMI OG HINDBERJASULTA. PEGAR ÁRNI GAUTUR OG BLAÐA- MADUR SNÆDDU Á PINOCCHIO VAR SÓSAN RAUNAR KENND VID PÚRTVÍN, SLETTU AF PEIM MIÐI SEM SAGT BÆTT ÚT (. .V~..................................................................................'__________________________________________________________________________A. - “ ~ • SJONVORP • MYNDBANDSTÆKI • FERÐATÆKI MEÐ GEISLA • DVD SPILARAR • VASADISKÓ • BÍLTÆKI 0FL. Httm oq qóð kaupl Sjónvarpsmiðstöðin SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 • www. sm.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.