Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 49

Morgunblaðið - 28.11.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 4S' SIGVALDIFANNDAL TORFASON + Sigvaldi Fann- dal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 19. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar Sigvalda voru Guð- rún Valfríður Sig- urðardóttir frá Stóra-Fjarðarhorni og Sigurður Torfi Sigurðsson frá Bæ á Selströnd í Stranda- sýslu, og var Sig- valdi elstur sjö barna þeirra. Sigvaldi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísabetu Finnsdóttur, 2. nóvember 1952. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Finnur Guðmundsson frá Skrapatungu í A.-Hún. Systkini Sigvalda eru: Sigurkarl, f. 1924, d. 1997; Sig- Mig langar til að minnast vinar míns og tengdaföður með örfáum orðum. Leiðir okkar Sigvalda lágu saman fyrir tuttugu og fímm árum er ég kynntist henni Ingibjörgu minni, elstu dóttur hans. Svo mörg ár eru langur tími í lífi manns en hann hefur verið fljótur að líða. Pað var þannig með okkur Silla, sam- skipti okkar gengu alltaf fljótt og vel fyrir sig. Silli vildi ekki láta hlut- ina bíða til morguns ef hægt var að gera þá í dag. Það er ekki fyrr en nú sem mér er það ljóst hversu mikils virði Sigvaldi hefur verið mér öll þessi ár. Sá mikli söknuður og tóm- leiki sem færst héfúr yfír mig núna undanfarna daga hafa fært mér heim sanninn um hversu kær vinur þú varst mér. Við hefðum þurft að fá að eyða fleiri árum saman eftir að þú hættir að vinna fyrir tæpum tveimur árum. Því hér áður fýrr var ekki farið langt frá sínum skyldu- störfum. Vinnan og fjölskyldan áttu hug þinn allan. Silli var sérstaklega barngóður og það hefur verið mikil gjöf fyrir dætur mínar þrjár að fá að alast upp í svo mikili nálægð við afa sinn og ömmu, hjá þeim var gott að vera. Sigvaldi var mikill gæfu- maður í sínu starfi öll þau þrjátíu og sjö ár sem hann vann hjá Olíufélag- inu Esso, en hann dreifði olíu og bensíni í Austur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu og voru aðstæður sem nú eru barnalegar í samanburði við þær sem voru fyrr á árum og er þá sama hvort er talað um vegi eða bílakost. Það er ekki að undra að hann hafi verið kallaður „olíukóng- ur“. Sigvaldi var vel kynntur maður og átti stóran kunningjahóp. Er mér minnisstætt er við vorum á ferðalögum að alls staðar þekkti hann einhverja sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Elsku Sigvaldi minn, takk fyiár allar góðar og skemmtilegar stund- ir. Elsku Bebe, stoð okkar og stytta, guð styrki þig og fjölskyldu á þess- um erfiðu tímum. Helgi Arnason. í fáum orðum vil ég minnast tengdaföður míns og vinar, Sigvalda F. Torfasonar. Eg kynntist Sig- valda fyrir tæpum 16 árum, stuttu eftir að mér tókst að fanga hjarta einnar af hans myndarlegu dætrum. Fljótlega eftir að við fluttum á Blönduós var ég farinn að keyra með honum í hinar ýmsu ferðir á ol- íubílnum, bæði upp í sveitir og norð- ur á Strandir. Sama hvar maður kom, alltaf var Sigvaldi jafn vel kynntur. Hann var ekki gallalaus frekar en aðrir menn, en þegar hann hafði myndað sér skoðun fékk lítið henni breytt. Sigvaldi hafði ætíð dálæti á góðum og fallegum bílum. Einnig átti hann alltaf töluvert af góðum hrossum, má þar meðal annars nefna Odd frá Blönduósi. Það var alltaf jafngott að koma á Árbraut 14 urjón, f. 1926; Guð- björg, f. 1929; Sig- urrós, f. 1929; Svavar, f. 1933; Sig- hvatur, f. 1936. Dætur Sigvalda og Elísabetar eru: 1) Ingibjörg, f. 1954, maki Helgi Arna- son. 2) Guðrún, f. 1955, maki Jón Ei- ríksson. 3) Torfhild- ur, f. 1960, maki Þorvaldur Olafsson. 4) Sjöfn, f. 1966, maki Guðmundur Lúdvigsson. 5) Svala, f. 1966. Barnabörnin eru ellefu talsins. Sigvaldi starfaði sem bílstjóri alla tíð og annaðist olíudreif- ingu fyrir Olíufélagið hf. frá ár- unum 1959 til ársloka 1996. Utför Sigvalda fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. til þeirra hjóna hvort sem kíkt var í kaffi eða fjölskylduboð, en í þeim var Sigvaldi eins og ættarhöfðingi sem fylgdist stoltur með fjölskyldu sinni. Sárt er að horfa á eftir eftir góðum vini og félaga sem tengda- faðir minn var mér. En ég get verið þakklátur fyrir að hafa kynnst hon- um og mun varðveita minningarnar um hann um ókomin ár. Elsku Elísabet mín, þú stóðst eins og klettur við hlið hans og studdir hann í veikindum hans. Megi góður guð styrkja þig og aðra aðstandendur. Blessuð sé minning Sigvalda F. Torfasonar. Þorvaldur Olafsson. Nú hefurðu yfirgefið þennan heim, elsku afi. Þú varst ávallt stór hluti af lífi okkar og því erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur meðal okkar. Við finnum strax fyrir söknuði og sorgin umlykur hjörtu okkar en þegar við rifjum upp allar þær góðu stundir sem við áttum með þér vaknar hjá okkur gleði. Eins og spámaðurinn kemst svo vel að orði: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hi-yggð þinn, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Minningarnar sem við eigum um þig eru margar og góðar. Þegar við vorum smástelpur í heimsókn á Ar- brautinni hjá þér og ömmu var alltaf nóg að gera. Milli þess sem amma stjanaði við okkur og við lék- um okkur úti í kofanum fórstu með okkur út á Sillatún og sýndir okkur hestana þína. A hverju hausti fórst þú svo með okkur í réttarferðir en eftirminnilegast af öllu eru auðvitað bflferðirnar á olíubflnum. Að sitja í framsætinu á þessum háa trukk var merkilegast af öllu. Jólin sem við höfum átt með þér og ömmu hafa alltaf verið okkur einstök. Það var alltaf gaman að sjá hvað þú varst ánægður með að hafa okkur öll saman og hversu stoltur þú varst af fjölskyldu þinni. Fjölskyldan hefur alltaf verið þér mikilvæg og þú varst aldi'ei rólegur nema þú værir fullviss um að allir væru á öruggum stað. Flakk og óþarfa ferðalög voru þér ekki að skapi. A þessum æskuárum eigum við margar minningar en þær eru ekki síðri sem eru okkur nýrri. Þú varst okkur alltaf innan handar og brást okkur aldrei. Okkur þykir alveg óskaplega vænt um þig og trúum því að þú sért hérna með okkur í anda. Elsku afi, í dag kveðjum við þig. Það er okkur erfið þraut en við vit- um að þú ert á góðum stað og vakir yfir okkur. „Og hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo og að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum.) Þínar dótturdætur Elísabet, Halldóra og Fjóla. Þegar lýkur lífsins þrautum látnir hverfa okkur frá. Peú' á himins háu brautum hlýju njóta, drottni hjá. Elsku afi, allir sakna alls sem veittir okkui' þú. Það er gott þig vita vakna vafinn hlýrri drottins trú. Minningin um mildi þína megnar best að þerra tár. Hún mun skært sem perlur skína skapa gleði og græða sár. Hana verður gott að hafa hugsa til þín afi minn. Anda þinna góðu gjafa greypta í sálum okkar finn. Þó að englai' veginn vísi vakti brautir jörðu frá. Biðjum við að ljós þér lýsi ljúfiim brautum himins á. Barnabörn. Mig langar í örfáum orðum að þakka fyi'ir samfylgd og nágenni við Sigvalda Torfason. Sigvaldi, eða Silli eins og hann var kallaður, hafði alveg einstaka nærveru og hann ásamt konu sinni, Elísabetu Finns- dóttur, mikilli prýðiskonu, hér eftir kölluð Bebe og dætrum þeirra fimm mynduðu frábært samfélag sem af- ar ljúft var að hafa aðgang að. Eftir að hafa verið nágranni Silla í rúm tuttugu ár fer ekki hjá því að menn fari að þekkja svolítið hver inn á annan. Maður heyrði það t.d. á því hvernig þvottahúsdyrnar lokuðust á eftir honum hvernig lífið gekk fyrir sig. Þá kom það oft fyrir að maður brá sér yfir girðinguna og leit inn til Bebe og Silla svona til að fá stöðuna í samfélaginu. Maður fékk að heyra sögurnar af Stígandadótturinni og Oddi frá Blönduósi, hinum lands- fræga gæðingi sem Sigurbjörn Bárðason keypti af honum. Áhyggj- urnar ef að fylgið við Framsóknar- flokkinn fór minnkandi, nánast allt var til umræðu. Það eru þessar stundir, það er þessi nærvera sem er horfinn með Silla, nærvera sem var hluti af tilverunni og sagði manni að allt gengi eðlilega fyrir sig og ekkert gæti farið úr skorðum. En allt tekur enda. Silli er horfinn, við hin horfum á eftir góðum vini, veröld okkar er ekki söm, en það er okkar hlutverk að laga okkur að breyttum heimi. Fjölskylda mín þakkar fyi'ir ljúf kynni við góðan mann og minningar sem eru okkur afar kærar. Bebe, dætrum og fjöl- skyldum þeirra sendum við hér á Árbraut 12 okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Jón Sigurðsson. Vinir og kunningjar hverfa hver af öðrum í áranna rás af hinu jarð- neska sjónarsviði þegar aldur færist yfir samtíðarfólk okkar. En þeir lifa áfram í minningum hins liðna. Og enn hefur maðurinn með ljáinn höggvið stórt skarð í vinahópinn. Sigvaldi vinur okkar á Blönduósi ÞÓRARINN ÖRBEKK VIGFÚSSON + Þórarinn Ör- bekk Vigfússon fæddist að Þor- valdsstöðum á Húsavík 18. desem- ber 1909. Hann lést á sjúkrahúsi Þing- eyinga 19. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Þórarinsdótt- ir frá Fossseli í Reykjadal og Vigfús Vigfússon frá Króki í Holtum í Rangár- vallasýslu. Þórarinn var elstur 5 alsystk- ina. Hin voru: Valdimar, Guð- bjartur sem er látinn; Laufey og Kristjana. Auk þeirra átti hann þrjú hálfsystkini: Guðjón; Guð- björgu Helgu og Árna. Þau eru öll látin. Kona hans er Magda Agnette Jensen, af dönskum ættum. Börn þeirra eru: Hinrik, kvæntur Svövu Björgu Karls- dóttir, þau eignuðust þijú börn Þá er hetjan fallin. Afi minn, Þór- arinn í Jörva, er látinn. Ég heimsótti afa á sjúkrahúsið á Húsavík nú í september. Þegar ég tók í stóru, gömlu hendurnar hans og horfði á hann, vissi ég að þetta yi-ði eflaust i síðasta sinn sem ég sæi hann á lífi. Amma sat þarna við hlið hans, strauk honum og spurði hvort hann færi ekki bráðum að koma heim. Það eru margar minningar um afa minn, sem ég mun alltaf geyma í huga mér. Hann var alltaf brosandi og gleðin og stríðnin skein úr aug- um hans. Mikið var ég stolt af því sem barn og unglingur, að þessi stóri og sterki maður sem allir á Húsavík þekktu og virtu, væri afi minn. Afí var lengi til sjós, en eftir að hann hætti að róa, dundaði hann margt, því alltaf þurfti hann að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann átti trillu og fengum við systkinin oft að fara með honum að vitja um. Eins verk- og er eitt þeirra á lífi. Helga Þórarins- dóttir, gift Ólafí Karlssyni, þau eiga þijú börn. Dóttur Mögdu, Bergþóru Guðjónsdóttur ól liann upp sem sína eigin dóttur. Berg- þóra er gift Hös- kuldi Sigurjónssyni, þau eiga fimm böm. Óll systkinin eru bú- sett á Húsavík. Barnabörnin era 11, barnabarnabörnin 21 og 1 langalanga- fabarn. Þórarinn stundaði sjó- mennsku alla sína ævi, lengst af sem skipstjóri. Hann var í stjórn vélbátatryggingasjóðs Eyja- fjarðar og einnig gjaldkeri Sjálfsbjargar á Húsavík til dauðadags. Útför Þórarins fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. aði hann hákarl, „þann besta“ fannst mér, og skar hann í bita handa okkur. Já, þetta var nú nam- mið í þá daga. Afi átti frægan jeppa sem gekk undir nafninu Trölli. Hann var þekktur fyrir þá sémsku sína í um- ferðinni, að gefa aldrei stefnuljós, sérstaklega á heimleið. Viðkvæðið var, að menn ættu auðvitað að vita á hvaða leið hann væri. Amma var reyndar aldrei fullkomlega sátt við Ti'ölla og fannst sá gamli dekstra alltof mikið við hann. Þar að auki þurfti hún að notast við tröppu, sér- smíðaða af afa, til að komast upp í farartækið. Við systkinin áttum alltaf öruggt skjól í Jörva hjá afa og ömmu. Gott var að njóta matar hjá ömmu, alltaf heitur matur í hádeginu og hennar góðu gi'autar og súpur á eftir. Eins voru alltaf heimabökuð vínarbrauð og snúðar með kaffinu. Afi átti alltaf lýsi á flösku sem hann hellti yfir fiskinn sinn. Reyndi varð að láta í minni pokann fyrir ill- vígum sjúkdómi nú í byrjun vetrar. Sigvaldi var farsæll og vel liðinn hvar sem hann fór og í návist hans leið samferðamönnum vel og það eitt segir margt um hann. Sigvaldi giftist góðri konu. Elísa- beti Finnsdóttur og eignuðust þau fimm mannvænlegar dætur. Og svo voru barnabörnin þeim hjónum þeirra yndi og stolt. Sigvaldi var nærgætinn bæði sem faðir og afi og var ávallt vakandi yfir velferð barn- anna sinna og barnabarna. Nú á nýliðnum haustdögum átt- um við hjónin leið norður yfir heiðar og gistum á heimili þeirra Sigvalda og Bebe og var okkur tekið opnum örmum og af höfðingsskap eins og þeirra var von og vísa. Sigvaldi lék-" þá á als oddi og taldi sig vera að vinna sigur á veikindum sínum. Hann var glaðsinna og bjó yfir óvenjulegri kímnigáfu sem gerði ná- vist hans eftirsótta. Var dvöl okkar eftir því ánægjuleg þetta kvöld en það var okkar síðasta með Silla. Og nú er Sigvaldi horfinn af okkar jarð- neska sviði. Kynni okkar hjóna af Sigvalda og fjölskyldu hans hófust á frumbýlis- árum okkar. Við bjuggum þá í sama húsi á sjávarbakkanum austan Blöndu. Allt frá þeim tíma hefur vinátta okkar haldist óslitið og aldrei borið skugga á. Síðustu mán- uðir hafa verið mikill reynslutími fyrir vinkonu mína Bebe, en svo var* eiginkona Sigvalda jafnan kölluð. Hún missti bróður sinn, Ottó Finns- son, nú i þessum mánuði. Blessuð sé minning þeiri'a. Um leið og við minnumst Sig- valda með hlýhug og söknuði vott- um við hjónin ekkju hans, dætrum, tengdasonum og barnabörnum okk- ar dýpstu samúð. Jóninna Steingrímsdóttir og Þormóður Pétursson. hann mikið að fá okkur til acP smakka og sagði að þá yrðum við stór og sterk eins og hann. Afi var mikill veiðimaður, gekk á fjöll og veiddi gæsir og rjúpur og fengu faðir minn og bræður oft að njóta þess að fara með honum. Elsku afi minn, nú veit ég að þér líður vel og að vel hefur verið tekið á móti þér af bræðrum mínum á himnum. Ég kveð með þakklæti fyi'- ir allt, minninguna um góðan afa geymi ég í hjarta mér. Ég bið þann sem öllu ræður að halda verndarhendi yfir elsku ömmu, pabba, Góu frænku og Helgu frænku, sem hugsað hefur svo vel um afa og ömmu í mörg ár, sem og að styrkja okkur öll í þessarf sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof iýrir liðna tíð. Mai’gs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Vertu sæll, afi minn, við sjáumst síðar á æðri stöðum. Þín sonardóttir, Pálína og fjölskylda. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.