Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Menntamálaráðherra um dánægju skólastjórnenda Hagaskóla Athugunarefni skerði stjórn- sýslulögin um of valdsviðið FRAM hefur komið óánægja meðal skólastjóm- enda Hagaskóla með að hafa ekki vald til að beita agaviðurlögum eins og að vísa nemendum úr skóla í meira en einn dag vegna ástandsins sem skapast hefur í skólanum. Þótt brottvikn- ing nemenda úr skóla i allt að viku sé í samræmi við grunnskólalög stenst það ekki stjómsýslulög nema gerð sé skriflega grein fyrii- ástæðum brottvikningarinnar og þess sé getið í greinar- gerðinni að foreldrar hafi andmælarétt í allt að 15-30 daga. Telur skólastjóri Hagaskóla ófært að vinna við þessar aðstæður, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í gær. Málsmeðferð verði í samræmi við stjórnsýslulög Bjöm Bjamason menntamálaráðherra segir skólastjómendur starfa á grundvelli gildandi laga og reglna. Akvæði 41. greinar grunnskóla- laga um aga í skólum séu skýr og ráðuneytið hafi sett frekari ákvæði um aga í skólum með reglugerð á árinu 1996. Hvað stjómsýslulögin snerti hafi umboðsmað- ur Alþingis gefið það álit að brottvísun frá skóla lengur en einn dag sé stjómsýsluákvörðun og beri að fara eftir þeirri viðmiðun umboðsmanns þegar slíkum agaviðurlögum er beitt í skólum. Bjöm bendir á að stjómsýslulögin kveði á um eðlilegar málsmeðferðarreglur við töku afdrifa- ríkra ákvarðana. Til dæmis éf mál skuli upplýst sem kostm* er, gætt skuli meðalhófs og að sá sem ákvörðunin beinist gegn eigi kost á að tjá sig um málið annaðhvort skriflega eða munnlega. Bjöm segir að vissulega sé það svo að við- brögð við agavandamálum í skólum þui-fi oft að vera skjót og hljóti það að vera mjög háð mati kennara og skólastjóra hvemig staðið sé að mál- um í einstökum tilvikum. En þegar komi að beitingu strangari úrræða eins og til dæmis tímabundinnar eða varanlegrar brottvísunar úr skóla, verði hins vegar að gæta þess vandlega að málsmeðferð sé í samræmi við ákvæði stjórn- sýslulaga og meginstefnu gmnnskólalaga. Skerði stjómsýslulögin um of valdsvið skóla- stjómenda sé það sérstakt athugunarefni sem verði að skoða á grundvelli rökstuddra athuga- semda en þær hafi ekki verið kynntar sér vegna atburðanna í Hagaskóla. Þar sé um að ræða að beitt hafi verið ofríki til að hindra skólastarf, slíkt sé lögbrot enda hafi lögregla verið kölluð á vettvang. „Guðs mildi að enginn hafi slasast“ Sólveig Guðmundsdóttir, foi-maður Foreldra- félags Hagaskóla, tekur undir þær lýsingar sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið af ástandinu í skólanum. Segir hún að hættuástand ríki og tel- m- það guðs mildi að enginn hafi slasast. „Við lít- um ekki á þessar sprengingar sem strákapör. Þetta er komið langt út fyrir það,“ segir Sólveig. Sólveig segist telja bráðnauðsynlegt að skóla- stjóm fái að beita agaviðurlögum þegar neyðar- ástand ríki í skólanum og ekki þurfi að virða andmælarétt þegar hættuástand sem slíkt skap- ist. „Eg tel að skólastjóri og skólastjórn eigi að hafa vissan ramma til að fara eftir. Eins og stendur er þessi rammi heftur vemlega með því að foreldrar hafa andmælarétt í tvær vikur eftir að bömum er vikið úr skóla í meira en einn dag, til dæmis ef þau koma með sprengiefni í skól- ann. Mér finnst það allt of langur tími,“ segir Sólveig. Að sögn Sólveigar hefur foreldrafélagið bragðist við ástandinu með því að styðja skóla- stjómina og starfslið skólans með foreldrarölti í skólanum. Segist hún vonast til þess að því verði haldið áfram í næstu viku, en hún á ekki von á að sprengingunum sé lokið. „Sá orðrómur geng- ur meðal krakkanna að þar sem við höldum að sprengingunum sé hætt verði þeim haldið áfram á mánudaginn. Við viljum því halda foreldrarölti áfram innan skólans næstu vikuna á meðan ró er að komast á. Það munar mikið um það,“ segir Sólveig. Borgar- mengunin skafin af gluggunum GLUGGAÞVOTTAMENN í höfuðborginni eru um þessar mundir önnum kafnir við að hreinsa sjávarseltu, salt sem sett hefur verið á göturnar, malbiksryk sem nagladekkin þyrla upp og aðra mengun frá bflum af gluggum höfuðborgar- búa. Að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, gætir þar lík- lega einnig púðurs frá ára- mötaflugeldunum. „Hér í Reykjavík er mikil mengun, þótt alltaf sé verið að tala um hreint land, fagurt land. I morgun var austangola og þá sást gul slikja úti á Faxaflóa. Þetta er aðallega bflamengun- in,“ segir Björn. Morgunblaðið/Golli Utanríkis- ráðherra heimsækir Danmörku HALLDÓR Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, og frú Sigur- jóna Sigurðardóttir verða í op- inbem heimsókn í Danmörku 14.-16. janúar nk. í boði Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur. Utanríkisráðherrar Islands og Danmerkur munu eiga fund um utanríkismál og ýmis tvíhliða málefni. Einnig mun Danadrottning taka á móti ut- anríkisráðherra og forsætis- nefnd danska þjóðþingsins mun funda með ráðherranum. Framkvæmdir við Eyrar- sundsbrána verða skoðaðar og farið verður í heimsókn til fyrirtækja sem selja útflutn- ingsvörar frá íslandi. Utanríkisráðherra mun hinn 13. janúar stýra fyrsta fundi sínum í Kaupmanna- höfn í Norrænu ráðherra- nefndinni sem formaður nor- rænu samstarfsráðherranna, en Island fer með norræna formennsku á árinu 1999. Skemmdarverk á Foldaskóla Langt komið að upplýsa LANGT er komið að upplýsa hverjir bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin vora á Foldaskóla í Grafar- vogi aðfaranótt nýársdags, en þau fólust meðal annars í því að átta ráður í skólanum vora brotnar. Ragnar Gíslason, skóla- stjóri í Foldaskóla, sagði að málið væri langleiðina að upp- lýsast. Gerð yrði bótakrafa á hendur þeim unglingum sem ábyrgðina bera og foreldrar þeirra settir inn í málið. Það er lögreglan í Grafar- vogi sem hefur rannsókn málsins með höndum. Skemmdarverkin fólust í því að öflugir flugeldar vora fest- ir við ráður í skólanum og brotnuðu þær þegar flugeld- arnir sprangu. Einnig kvikn- aði eldur í sófa í skólanum en hann var slökktur. Vitnaleiðslur í dómsmáli vegna meintra falsana á verkum Jóns Stefánssonar listmálara „Helði ekki getað málað svo illa“ Á MEÐAL vitna, sem kom fyrir dóm í fölsunarmáli því, sem nú er rekið í Héraðsdómi, var Þórhallur Arnórsson framkvæmdastjóri á Akureyri og fyrram viðskiptafé- lagi ákærða Péturs Þórs Gunnars- sonar eiganda Gallerís Borgar. Hann hélt því fram að hann hefði séð eina af hinum umdeildu mynd- um í Gallerí Borg í júlímánuði 1994. Vitnisburðurinn vakti mjög ákveðin viðbrögð dómara og sak- flytjenda því ætluð falsmynd er tal- in vera keypt hinn 18. ágúst í Dan- mörku. Viðbrögð sakflytjenda og dómara áttu sér ekki síst skýringu í öðram vitnisburði vitnisins, sem tjáði dóm- inum að það hefði ekki fyrr en nú leitt hugann að umræddu málverki á því hálfa fimmta ári sem liðið er síðan vitnið sá það. Þótti dómara og sakflytjendum undarlegt að vitnið skyldi muna svo nákvæmlega hvar það var statt í júlímánuði 1994 á sama tíma sem önnur atvik frá liðnum árum stæðu ekki jafnskýrt fyrir hugskotssjón- um vitnisins. Þrír viðskiptavinir Gallerís Borgar vora einnig meðal vitna. Einn kaupendanna, Jón Óðinn Ragnarsson, fór ekki fram á annað en rannsókn á því hvort um væri að ræða fólsun á málverki, sem hann keypti í þeirri trá að væri eft- ir Jón Stefánsson listmálara. Var ástæðan sú, að hann varð ekki fyrir fjárhagslegu tjóni, enda keypti hann myndina á um 50 þúsund krónur á uppboði Gallerís Borgar og þótti að sögn gransamlega ódýrt. Hinir tveir, Kjartan Gunn- arsson framkvæmdastjóri og Gunnar Snorri Gunnarsson sendi- herra kröfðust hins vegar endur- greiðslu, enda keyptu þeir sína myndina hvor, sem þeir töldu vera eftir Jón Stefánsson, á 450 og 370 þúsund krónur. Aflir kaupendumir sögðu þó fyrir dómi að forsendan fyrir kaupunum hefði verið sú að verkin bæra höfundamafn Jóns Stefánssonar og enginn þeirra óskaði eftir eigendasögu verkanna við kaupin. í vitnisburði Jóns Óðins Ragn- arssonar, sem keypti ódýrastu myndina kom fram að hann hefði fljótlega farið með myndina á verk- stæðið Morkinskinnu til smávægi- legra lagfæringa og þar hefði starfsmaður verkstæðis sagt hon- um að um fólsun væri að ræða. Hefði starfsmaðurinn sagst geta fengið vitneskju um það hjá ætt- ingja málarans. Dóttir Jóns Stef- ánssonar, Bryndís Jónsdóttir hús- móðir, kom fyrir dóminn og sagðist hafa verið beðin um að koma á um- rætt verkstæði til að skoða mynd- ina og áleit hún að myndin væri ekki eftir fóður sinn. Sagði hún að myndin væri illa unnin og hún liti út fyrir að vera óklárað. Vitnaði hún ennfremur til hálfsystur sinn- ar, sem þekkir verk föður þeirra enn betm-, sem sagði að verkið væri falsverk. Fullyrðir að ákærði hafi falsað verkin Ólafur Ingi Jónsson forvörður í Morkinskinnu og téður starfsmað- ur bar vitni fyrir dóminum og full- yrti að ákærði hefði falsað umrætt málverk og sagði ennfremur að Jón Stefánsson hefði ekki getað málað svo illa sem handbragðið á málverkinu vitnaði um. Hefði hann séð fjögur málverk eftir ákærða síðan 1985 og sagði ákærða aldrei hafa málað með olíu, en myndin er máluð með blöndu af olíu og femis. Verjandi ákærða dró í efa hæfni vitnisins til að meta hvort málverk- ið væri falsað og spurði vitnið í því skyni um menntun sína. Sagðist vitnið hafa fjórtán ára reynslu á sínu sviði, en verjandi vitnaði þá í orð erlends sérfræðings, Peters Christians Mollers, sem sagði fyrir fáeinum misseram að á íslandi vantaði sérfræðinga í forvörslu. Vitnið svaraði nokkram spurn- ingum verjanda um eðli starfs for- varða og sagði að þeir ynnu eftir ákveðnum siðareglum og sagði að- spurður að forvörðm’ myndi ekki undirrita málverk með nafni lista- manns í viðgerðarskyni. Aðalmeðferð málsins lýkur fyr- ir Hérðaðsdómi á mánudag, en þá ber vitni dönsk kona, sem ákærði segir að hafi selt sér tvær af þeim þremur myndum, sem hann er ákærður um að hafa falsað og selt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.