Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skipulagsnefnd ASÍ tekur undir sjónarmið VR
Kristín Halldórs-
Símamenn geta ekki
gengið óskiptir í ASI
SKIPULAGSNEFND ASÍ telur að
það samrýmist ekki lögum og skipu-
lagi ASÍ að Félag íslenskra síma-
manna gangi óskipt inn í Rafíðnað-
arsambandið og gerist þar með aðili
að ASI. Að mati nefndarinnar geta
starfsmannafélög ekki gengið í
landssambönd ASI nema að til komi
sérstakt samkomulag félaga og
landssambanda innan ASÍ um inn-
göngu slíkra félaga.
Um áramót gekk FÍS úr BSRB
og sótti um leið um aðild að Rafíðn-
aðarsambandinu. I haust sendi
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
bréf til miðstjórnar ASI þar sem
óskað var álits á því hvort aðild
símamanna að Rafiðnaðarsamband-
inu samrýmdist lögum ASI. VR
benti á að skipulag ASI byggðist á
að starfsgreinar væru saman í fé-
lögum og þess vegna ættu skrif-
stofumenn, sem eru í FÍS, að til-
heyra félögum verslunarmanna.
Bréfi VR var vísað til skipulags-
nefndar ASÍ, sem hefur nú tekið
undir sjónarmið VR. í bréfi nefnd-
arinnar til VR segir: „Skipulags-
nefnd er sammála um að það sam-
rýmist ekki lögum og skipulagi
ASÍ að FÍS gangi óskipt inn í RSI.
Skipulag ASÍ er „starfsgreina-
skipulag" sem gerir ráð fyrir að
skrifstofu- og verslunarfólk sé í fé-
lögum skrifstofu- og verslunar-
fólks, verkafólk í félögum verka-
fólks, iðnaðarmenn í félögum iðn-
aðarmanna, sjómenn í félögum sjó-
manna o.s.frv.
Skipulagsnefnd er sammála um
að þetta skipulag kemur í veg fyrir
að félög sem skipulögð eru sem
„starfsmannafélög" geti gengið í
landssambönd innan ASI nema til
komi sérstakt samkomulag milli fé;
laga og landssambanda innan ASÍ
um inngöngu slíkra félaga."
Einar Gústafsson, formaður FÍS,
sagðist telja að félagsmenn ættu að
fá að ráða hvaða félögum þeir ættu
aðild að. í þessu máli lægi það fyrir
að starfsmenn, sem um væri deilt,
vildu ekki láta flytja sig yfir í VR.
Snýst um hag félagsmanna
Þetta mál snerist hins vegar ekki
um að halda lífi í einhverjum stétt-
arfélögum heldur um hag starfs-
manna. Hann benti á að VR hefði
ekki gert neinn kjarasamning við
Landssímann og félagsmenn í FIS
hefðu forgangsrétt að störfum hjá
fyrirtækinu að þeim störfum sem
þeir sinntu.
Einar sagðist telja rangt af hálfu
ASÍ að binda sig við áratuga gamalt
skipulag. Miklar breytingar væru
að verða á störfum í þjóðfélaginu og
það væri sífellt að verða meira um
að störf sköruðust og þar með fé-
lagsaðild. ASI yrði að taka mið af
þessu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Járnsmíði við Svartsengi
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við stækkun
varmaaflsvirkunar í Svartsengi og er byrjað að
byggja yfir vélar og annan búnað. Árni Guðbjörns-
son járnsmiður var niðursokkinn í vinnu sína þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Svartsengi
í gær.
dóttir til græns
framboðs
KRISTÍN Halldórsdóttir, þingkona
Kvennalistans, hefur ákveðið að
ganga til liðs við Vinstrihreyfinguna
- grænt framboð og segist vera til-
búin að taka sæti á framboðslista
flokksins í Reykjanesi fyrir alþing-
iskosningarnar í vor fái hún til þess
stuðning. Kristín segir að umhverf-
ismál og náttúruvernd séu þau mál
sem mestu varði í nútíð og framtíð
og ekki síst þess vegna gangi hún til
liðs við Vinstrihreyfinguna.
Rristín sagði að það hefði verið
Ijóst um nokkurt skeið að Kvenna-
listinn byði ekki fram sérlista í
næstu alþingiskosningum. Ági-ein-
ingur um leiðir til að tryggja hug-
myndum Kvennalistans áfram verð-
ungan sess í íslenskum stjórnmái-
um hefði sett mark á starf Kvenna-
listans á þessu kjörtímabili. Hún
sagðist ekki hafa tekið þátt í undir-
búningi samfylkingar Kvennalist-
ans og A-flokkanna og haldið sig til
hlés í innra starfi Kvennalistans síð-
an meirihluti landsfundar ákvað
fyrir rúmu ári að vinna að þeirri til-
raun.
„Mig skorti trú á réttmæti þeirr-
ar leiðar en vildi ekki trufla þann
feril. Hins vegar leit ég svo á að
kjósendur Kvennalistans hefðu ráð-
ið mig til fjögurra ára setu á Alþingi
til þess að vinna í anda þeirrar hug-
myndafræði sem Kvennalistinn hef-
ur staðið fyrir í öll þessi ár,“ sagði
Kristín.
Kristín sagði að í samræmi við
þetta myndi hún ekki ganga úr
þingflokki Kvennalistans. Ákvörðun
um þetta væri tekin í samráði við
Guðnýju Guðbjörnsdóttur þing-
konu.
Áhersla á umhverfismál
„Umhverfismál og náttúnivernd
eru þau málefni sem ég tel mestu
varða í nútíð og framtíð. Einnig
kvenfrelsi og mannréttindi í víðasta 1
skilningi þess hugtaks. Að þessum
málefnum vil ég vinna á nýjum vett-
vangi. Eg hef ástæðu til að ætla að
þann vettvang sé að finna hjá þeirri
stjórnmálahreyfingu sem verður
stofnuð formlega á næstu vikum og
gengur undir nafninu Vinstrihreyf-
ingin - grænt fi’amboð," sagði Krist-
ín.
Ki’istín sagðist hafa borið þessa
ákvörðun undir stuðningsfólk sitt á
Reykjanesi og fengið góðar viðtök-
ur. Hún sagðist því hafa ástæðu til
að ætla að með henni gengi hópur
kvenna til liðs við Vinstrihreyfing-
una.
Nefna má að á landsráðstefnu
Vinsti'ihreyfmgarinnar í haust
mættu m.a. Anna Olafsdóttir
Björnsson og Kristín Einardóttir,
fyrrverandi þingkonur Kvennalist-
ans, og Guðrún Jónsdóttir, fyrrver-
andi borgarfulltrúi Kvennafram-
boðsins.
Kristín var kosin á þing fyrir
Kvennalistann á Reykjanesi árið
1983 og var á þingi til 1989. Hún var
aftur kosin á þing í síðustu kosning-
um vorið 1995.
Kjaratilboð Lands-
símans samþykkt
TILBOÐ, sem Landssími íslands
hf. gerði starfsmönnum sínum um
áramótin, var samþykkt af miklum
meirihluta starfsmanna þeirra
þriggja stéttarfélaga, sem vinnur
hjá fyrirtækinu. Talningu atkvæða
lauk í gær hjá félögunum þrem,
Rafiðnaðarsambandi íslands, Fé-
lagi íslenskra símamanna og Verka-
mannasambandi Islands. Tilboðið
felur í sér breytingu á kjarasamn-
ingum vaktavinnufólks í hlutastarfi,
en um þann lið tilboðsins greiddu
atkvæði einungis félagar í FÍS. Þá
bauð Landssíminn 2% launahækk-
un til allra félaganna og yfirvinnu-
kaup er komi í stað kaffitíma. Einn
liður tilboðsins varðaði lífeyrissjóðs-
mál FÍS sem hljóðar upp á 75 þús-
und króna eingreiðslu gegn því að
starfsmenn fyrirgeri rétti sínum til
lífeyrissjóðsgreiðslna í framtíðinni.
Að sögn Einars Gústafssonar for-
manns FÍS tók þó félagið ekki
ákvörðun í nafni hvers og eins
starfsmanns í lífeyrissjóðsmálum.
93% kjósenda í FIS samþykktu ;
tilboðið, en þátttaka var 63%. Hjá
Verkamannasambandinu var helm-
ingsþátttaka og samþykktu 74% fé- '
lagsmanna tilboðið en 26% sögðu
nei. 83% félagsmanna Rafiðnaðar-
sambandsins samþykktu tilboðið og
15% sögðu nei, en þátttaka var 79%.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna ríkisreiknings ársins 1997
Athugasemdir gerðar við
endurskoðun hjá ráðuneytum
RÍKISENDURSKOÐUN telur í
nýútkominni skýrslu um endur-
skoðun ríkisreiknings fyrir árið
1997 að nokkur ráðuneyti hafi ekki
á fullnægjandi hátt brugðist við
fyrri athugasemdum sem stofnunin
gerði við endurskoðun á ráðuneyt-
unum fyrir árin 1993 og 1994.
Stofnunin bendir m.a. á að enn sé
nokkuð um rangar bókanir, jafnvel á
ranga fjárlagaliði hjá dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu og við endur-
skoðun á félagsmálaráðuneytinu hafi
komið í ljós að viðskiptareikningar
vegna ferða starfsmanna hafi ekki
verið gerðir upp með reglubundnum
hætti. „Viðskiptareikningar vegna
ofgreiddrar þóknunar sem voru
óuppgerðir við síðustu endurskoðun
voru enn óuppgerðir. Tilefni risnu og
hverjir njóta hennar kemur ekki
ætíð fram á risnureikningum en árit-
un um samþykki risnureikninga var
hins vegar í góðu horfi hjá ráðuneyt-
inu,“ segir í athugasemdum um fé-
lagsmálaráðuneytið.
Ekki alltaf verið brugðist
við fyrri athugasemdum
Þá kemur fram í skýrslunni að
komið hafí í ljós hjá forsætisráðu-
neytinu að við sumum athugasemd-
um hafi verið brugðist en öðrum
ekki. Uppgjör ferðareikninga hafi
ekki batnað sem skyldi en tekið er
fram að ráðuneytið hafi nú gert
átak í því að ganga frá uppgjöri
ferðareikninga á árinu 1998.
Ríkisendurskoðun telur að frá-
gangur risnureikninga hjá sam-
gönguráðuneyrinu mætti vera í
betra horfi. Þá séu þess dæmi í
sjávarútvegsráðuneytinu að áritun
ráðuneytisstjóra vanti á reikninga
fyrir gjöfum og risnu. Einnig hafi
þar fundist dæmi um rangt bókaða
reikninga.
Vanda þarf betur
millifærslu fjárheimilda
Jafnframt segir í almennum at-
hugasemdum um ráðuneytin öll að
þau þurfi að vanda betur til milli-
færslu fjárheimilda og gæta þess að
þær færist á réttar kostnaðarteg-
undir s.s. laun, önnur gjöld, eigna-
kaup eða tilfærslur.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir þá
ráðstöfun í dómsmálaráðuneytinu
að flytja 6,2 milljónir kr. af fjárlaga-
liðnum „ráðstöfunarfé" yfir á aðal-
skrifstofu ráðuneytisins til að mæta
þar halla.
„Hjá menntamálaráðuneyti þarf
að bæta öryggi við innheimtu á
tekjum og skil á þeim til ríkisféhirð-
is og jafnframt að tryggja að hægt
sé að stemma þær af við bókhaldið.
Tekið skal fram að ráðuneytið brást
strax við ábendingu um þetta atriði
og hefur unnið að úrbótum."
Ríkisendurskoðun bendir einnig
á að hjá fjármálaráðuneyti hafi þess
ekki verið nægilega gætt að við-
skiptareikningar vegna erlends
ferðakostnaðar séu gerðir upp að
lokinn ferð. Ennfremur hafi komið í
ljós við endurskoðun í utanríkis-
ráðuneyti að þar þurfi að bæta
innra eftirlit með launagreiðslum.
Húsa-
leigubæt-
ur hækka
GRUNNSTOFN húsaleigubóta
hækkaði um þúsund krónur 1.
janúar sl. og viðbót vegna barna
hækkaði um 500 krónur sam-
kvæmt ákvörðun félagsmála-
ráðherra í samráði við Samband
íslenskra sveitarfélaga. Tekju-
skerðing lækkaði úr 2% í 1% og
frítekjumark hækkaði í 1,6
milljónir króna á ári. Sam-
kvæmt nýju reglugerðinni
hækkar greiðsluhlutfall Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga til sveitar-
félaganna vegna húsaleigubóta
úr 50% í 55%.
Einstaklingar eða hjón með
tvö böm sem greiða þrjátíu þús-
und krónur á mánuði í húsaleigu
og 1,8 milljónir króna í árstekjur
fengju samkvæmt fyrri reglu-
gerð 10.200 krónur í húsaleigu-
bætur en samkvæmt nýju reglu-
gerðinni 16.200 krónur.