Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
IE og Landssíminn kaupa
40% hlut í Gagnalind
FYRIRTÆKIN íslensk erfðagreining hf. og
Landssími Islands hf. hafa keypt 20% hlut hvort
um sig í Gagnalind hf. sem þróað hefur sjúkra-
skrárkerfí fyrir heilsugæslustöðvar, sér-
fræðinga, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofn-
anir.
Hlutafé félagsins var aukið úr 36 milljónum
króna í 56 milljónir króna. Að sögn Þorsteins I.
Víglundssonar, framkvæmdastjóra Gagnalind-
ar, var hlutur Landssímans allur fenginn úr
hlutafjáraukningunni.
Islensk erfðagreining fékk um helming síns
hlutar með sama hætti og helming með kaupum
frá Þróunarfélaginu sem minnkaði eignarhlut
sinn í fyrirtækinu úr 38% í 15%. Kaupgengið
hefur ekki verið gefið upp.
Aðrir helstu hluthafar í fyrirtækinu eru Skýrr
hf. með 15% og hópur starfsmanna, lækna og
einstaklinga með tæp 30%. Þar af á Þorsteinn
stærstan hlut.
Þorsteinn segir að Landssímanum hafí verið
boðin þátttaka í hlutafjáraukningunni en að ís-
lensk erfðagreining hafí haft samband að eigin
frumkvæði.
„Þessi fyrirtæki koma með mikla fagþekk-
ingu og sambönd,“ segir Þorsteinn.
Tilboði ÍE hafnað 1997
I nóvember 1997 gerði Islensk erfðagreining
kauptilboð í allt hlutafé Gagnalindar hf. Til-
boðinu var þá hafnað í samráði við embætti
landlæknis, heilbrigðisráðuneyti og sjúkrastofn-
anir sem fyrirtækið átti í viðskiptum við. „Eg
sel ekki Islenskri erfðagreiningu því það býður
hættunni heim ef fyrirtæki, sem lifír á að selja
upplýsingar, kaupir fyrirtæki sem hannar og
þjónustar upplýsingakerfi,“ var haft eftir Þor-
steini á þeim tíma í Morgunblaðinu.
Þorsteinn segir að margt hafi breyst síðan.
„Það var einnig rætt um það þá að þeir kæmu
inn með 20% hlut, en þeir vildu eignast allt fyr-
irtækið. Það er talsverður munur á því að eiga
20% og vera með einn stjórnarmann af fimm
eða að eiga heilt fyrirtæki."
Þorsteinn bendir einnig á að Alþingi hafi nú
samþykkt að miðlægur gagngrunnur verði til.
„Það verður engin breyting á daglegum rekstri
félagsins bara vegna tilkomu Islenskrai- erfða-
greiningar."
Þorsteinn segir að fyrirtækið meðhöndli ekki
heilbrigðisupplýsingar, heldur búi aðeins til
kerfi og þjónusti þau. Starfsemi fyrirtækisins
séu einnig settar skorður af Tölvunefnd.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að með
kaupunum sé fyrst og fremst hugsunin sú að
styrkja stöðu Gagnalindar. „Við setjum upp
miðlægan gagnagrunn sem er að nokkru leyti háð-
ur þvi að góð sjúkraskrárforrit séu í gangi. Við
eigum nú möguleika á að sjá til þess að hlúð sé vel
að því fyriitæki sem býr til þann hugbúnað."
Kári segir að engar sérstakar áætlanir séu
um að auka hlut IE í Gagnalind.
Aukin velta og
starfsmönnum fjölgað
Starfsmenn Gagnalindar eru níu talsins, en
stefnt er að því að fjölga þeim á þessu ári og
gert erm ráð fyrir aukinni veltu, en hún var um
35 milljónir króna á síðasta ári. „Verkefnin hlað-
ast upp hjá okkur og við höfum ekki haft undan
og ætlum því að stækka eins og við getum,“ seg-
ir Þorsteinn.
Gagnalind gerði nýlega samning við norska
fyrirtækið Telenor Informedica, dótturfyrir-
tæki norska landssímans, um sölu á hugbúnaði
Gagnalindar til norskra og sænskra sjúkra-
húsa. Þorsteinn segir að ekki hafi verið gengið
frá neinum kaupsamningum enn, en áhugi sé
mikill í Noregi.
Kennarasamband
Islands
Andmæla-
réttur gildi
ekki brjóti
nemendur
af sér
STJÓRN Kennarasambands
fslands hefur sent frá sér
ályktun þar sem fram kemur að
sambandið telji algerlega
óviðunandi að öryggi kennai-a
og nemenda sé stefnt í hættu.
Skólayfirvöldum á hverjum
stað beri skylda til að tryggja
öryggi starfsmanna sinna og
nemenda og allt refsivert at-
hæfi nemenda beri að tilkynna
lögreglu og skólayfirvöldum.
í ályktuninni segh” „Stjórn
Kennarasambands Islands tel-
úr að ef um refsivert athæfi sé
að ræða eigi það sjálfkrafa að
leiða til brottvikningar nem-
enda úr skóla og í slíkum tilfell-
um gildi ekki ákvæði
stjórnsýslulaga um andmæla-
rétt.“
■ Athugunarefni/6
■ Tíðindalaust/16
Utgáfa húsbréfa
þrjá milljarða
umfram áætlanir
ÚTGÁFA húsbréfa á síðasta ári
varð á bilinu 19-20 milljarðar króna,
sem er um þremur milljörðum króna
umfram það sem áætlað hafði verið,
en upphaflegar áætlanir hljóðuðu
upp á að húsbréfaútgáfan yrði um
16,5 milljarðar króna á árinu 1998.
Útgáfa húsbréfa hefur vaxið hröðum
skrefum á síðustu misserum eða um
nálægt fimm milljörðum króna á síð-
ustu tveimur árum.
24 milljarðar í ár
Á árinu 1997 voru gefin út ný hús-
bréf fyrir tæpa 16,5 milljarða króna
og árið þar áður nam upphæð útgef-
inna húsbréfa 14,4 milljörðum króna.
Þá var einnig um aukningu að ræða
því húsbréfaútgáfan nam 12,8 millj-
örðum króna á árinu 1995.
Áætluð útgáfa húsbréfa í ár nem-
ur tæpum 24 milljörðum króna, sem
er 4-5 milljörðum króna meiri útgáfa
en var á síðasta ári. Reiknað er með
að aukning húsbréfalána í almenna
kerfinu nemi 1-2 milljörðum króna,
en um þrjá milljarða má rekja til
þess að þeir sem hingað til hafa
fengið úthlutað íbúðum í félagslega
íbúðarkerfinu geta nú tekið hús-
bréfalán og fengið að auki viðbótar-
lán. Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Geirssonar, forstöðumanns
fjárstýringar hjá Ibúðalánasjóði, er
áætlað að upphæð viðbótarlána nemi
í ár um 200 milljónum króna.
Góðar horfur með loðnu
Utför Andrésar Björns-
sonar fór fram í gær
LOÐNUVEIÐAR gengu bærilega
í gær en þá voru 10 skip að veiðum
á Rauða torginu svokallaða, um
107 mílur norðaustur af Seley.
Veiðin er nú aðallega á nóttunni,
ná skipin þá að kasta 3-4 sinnum
og fá 150-300 tonn á sólarhring.
Loðnan er nokkuð dreifð og stend-
ur djúpt en skipstjórnarmenn
segja talsvert mikið magn að sjá.
Þeir segja það koma á óvart hve
loðnan er komin sunnarlega miðað
við árstíma en vanalega sé hún
ekki á þessum slóðum fyrr en um
mánaðamót janúar-febrúar. Þeir
segja að þetta mikla magn gefi góð
fyrirheit og eru bjartsýnir á að
veiðin verði góð þegar vertíðin nær
hámarki í febrúar.
Ágæt sfldveiði
Þá hefur síldveiði verið með ágæt-
um síðustu daga en skipin hafa verið
að veiðum um 10 mílur suður af Mal-
arrifi á Snæfellsnesi. Grímur Jón
Grímsson, skipstjóri á Antares VE,
sagði þó þegar Morgunblaðið ræddi
við hann í gær að heldur lítið sæist
til síldar. „Við komum hingað
snemma í morgun [gærmorgun] og
fundum fallega torfu. Við hins vegar
rifum nótina og náðum aðeins um 50
tonnum. Síðan hefur lítið sést eftir
að birti,“ sagði Grímur Jón.
Grímur sagði síldina stóra og
fallega og mun betri en síldin sem
fékkst í upphafi vikunnar en því
veiðisvæði var lokað vegna
smásíldar.
ÚTFÖR Andrésar Björnssonar,
fyrrverandi útvarpsstjóra, fór
fram frá Dómkirkjunni í gær.
Séra Gunnar Kristjánsson
jarðsöng. Guðmundur Jónsson
söng Lofsöng Beethovens og
Gunnar Kvaran lék einleik á
selló, Kom dauðans blær eftir
Bach. Organisti var Marteinn
H. Friðriksson. Þeir sem báru
kistu hins látna úr kirkjunni
voru Markús Örn Antonsson,
Hörður Vilhjálmsson, Matthías
Johannessen, Jón Þórarinsson,
Hannes Pétursson, Einar Lax-
ness, Hjörtur Pálsson og Gunn-
ar Stefánsson. Jarðsett var í
Gufuneskirkjugarði.
I Sérblöð í dag gjlffjpittMttMtt
ÁLAUGARDÖGUM
T T]1 QTT1&1£
Með Morg-
unblaðinu í
dag fylgir
auglýsinga-
blað
frá ELKO
„Nýárs-
sprengja“
ELKO
Kristinn Björnsson um árang-
urinn í heimsbikarnum/B2
Gianluca Vialli heimsækir
Ruud Gullit og félaga/B4