Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 52
•$>2 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðni Kristins-
son fæddist í
Raftholti, Holtum í
Rangárvallasýslu 6.
júlí 1926. Hann lést
á heimili sínu,
Skarði á Landi í
Rangárvallasýslu
að morgni jóladags
25. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Kristinn Guðnason
bóndi og hrepp-
stjóri í Skarði, og
kona hans Sigríður
Einarsdóttir ljós-
móðir frá Beijanesi í Landeyj-
um. Hann var þriðji í röð fimm
systkina, en fjögur náðu fullorð-
ins aldri. Elst var Laufey, f.
1920, en dó barn að aldri árið
1925, Guðrún Sigríður, f. 1921,
húsfreyja í Hvammi á Landi, þá
Guðni, Hákon, f. 1928, d. 1995,
kaupmaður í Keflavík og Lauf-
ey Guðný, f. 1930, húsmóðir í
Reykjavík.
Guðni kvæntist Sigríði Theó-
dóru Sæmundsdóttur, f. 10. júlí
, 1931 í Reykjavík, dóttur hjón-
anna Sæmundar Sæmundssonar
frá Lækjarbotnum á Landi og
Helgu Fjólu Pálsdóttur. Börn
Á morgni hátíðar ljóss og friðar
féll hann afí okkar frá. Það var und-
arlegt að vakna á þessum hátíðar-
degi við þær fregnir að afi væri ekki
lengur meðal okkar. Það er of stutt
á milli gleði og sorgar. Hann afí
hafði ekki verið heilsuhraustur und-
ir það síðasta en enginn átti von á
því að hann myndi hverfa svona
snögglega frá okkur. Við fráfall
hans hefur margt breyst. Hann sit-
ur ekki í stólnum sínum eða inni á
skrifstofu lengur og bollinn hans í
eldhúsglugganum er kominn upp í
skáp. Stuttu göngutúrarnir út að
Skemmu verða ekki fleiri.
Hestamennskan skipaði stóran
sess í lífi afa. Hann gladdist oft yfir
því að eiga eitt stærsta hestabú
landsins. Afi tók hestamennskuna
mjög alvarlega og stefndi alltaf á
toppinn. Þótt hann hefði yndi af fal-
legum gæðingum voru kappreiðar í
mestu uppáhaldi hjá honum. í mörg
ár átti hann fremstu kappreiðahesta
landsins og þá var honum skemmt.
Sveitin hans var honum afar kær,
>og undi hann sér hvergi betur en að
fara í bíltúra og skoða hvort allt
væri ekki í lagi. Síðasti bíltúrinn
hans var á Þorláksmessu og fór
hann þá með Ella inn í heiði til að
líta eftir landareigninni. Það er
huggun í því að afi skyldi hafa farið
í þessa ferð áður en hann lagði upp í
ferðina löngu.
Afi var barn síns tíma, hann var
ekki mikið fyrir að láta tilfinningar
sínar í ljós, en alltaf fundum við fyr-
ir áhuga og stolti í þeim verkum
sem við tókum okkur fyrir hendur,
s.s. í námi og hestamennsku. Okkur
þremur elstu barnabörnunum er
dýrmætt að hann skyldi hafa verið
með okkur þegar við náðum þeim
áfanga að útskrifast sem stúdentar
á liðnu ári.
Við þökkum þér, afi, fyrir allar
þær stundir sem við höfu átt með
þér og geymum þær í hjarta okkar.
Það var okkur dýrmætt að sjá þá
ástúð sem þú sýndir litlu langa-
fastelpunum þínum síðustu æviár
þín.
Elsku amma, við dáumst að styrk
þínum og dugnaði. Þú hefur staðið
þig eins og hetja við að uppfylla ósk
afa um að fá að dvelja heima í
Skarði til hinstu stundar.
Barnabörnin þín.
Guðni í Skarði, uppáhaldsfrændi
minn og vinur, er fallinn frá.
Eg bý að því enn að hafa fengið
að dvelja hjá þessum frænda mínum
og fjölskyldu hans tíu sumur sem
telpa og unglingur í sveit í Skarði.
^Þetta voru mikilvæg mótunarár í lífi
mínu, þar var höfð fyrir mér vinnu-
þeirra eru tvö, þau;
Kristinn, f. 6. des-
ember 1950, bóndi í
Skarði, kvæntur
Fjólu Runólfsdótt-
ur, og Helga Fjóla,
f. 7. nóvember 1957,
skólaliði á Hvols-
velli, gift Ingvari
Ingólfssyni vél-
virkja. Barnabörnin
eru átta og langafa-
börnin tvö.
Guðni var alla tíð
bóndi í Skarði á
Landi og var valinn
til fjölmargra
ábyrgðarstarfa. Hann var
hreppstjóri Landmannahrepps
frá 1958 til 1994 og sat í
hreppsnefnd frá 1966 til 1993.
Hann var sóknarnefndarfor-
maður og kirkjuhaldari Skarðs-
kirkju á Landi frá 1959 til
dauðadags. Hann sat um árabil
í stjórn búnaðarfélags Land-
mannahrepps, veiðifélags Land-
mannaafréttar, og var fulltrúi
sinnar deildar hjá Mólkurbúi
Flóamanna auk margvíslegra
annarra starfa.
titfor Guðna fer fram frá
Skarðskirkju á Landi í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
semi og áræði að ógleymdri þeirri
list að blóta eins og karlmaður og
rífast um pólitík.
Guðni var ákveðinn húsbóndi og
lét okkur unglingana heyra í sér ef
við vorum staðin að leti og ómynd-
arskap og þá naut ég þess oft að
vera í náðinni, enda ávallt sérstak-
lega gott samband okkar á milli.
Eg var stolt af þessum frænda
mínum, stórbóndanum, hreppstjór-
anum, hestamanninum, gestgjafan-
um og öðlingnum. Stórbóndanum
sem stórhuga gerði sanda að græn-
um engjum og heppstjóranum sem
fór vel með vald sitt. Hestamaður-
inn hafði glöggt auga fyrir gæðing-
um og gestgjafinn og öðlingurinn
Guðni ávallt med fullt hús af mönn-
um og málleysingjum. Með styrkum
stuðningi Dóru konu sinnar og fjöl-
skyldu tókst honum að sinna öllu og
öllum.
Það var skrítið að koma að Skarði
á jóladag. Enginn hrjúfur koss á
kinn frá frænda mínum og auður
stóll, en mér fannst ég þó enn geta
heyrt spurt: „Hvemig líst þér nú á
pólitíkina, Birna mín?“
Eg verð fjarri í dag þegar Guðni
verður kvaddur í Skarðskirkju. Ég
veit að Hekla, Þríhymingur og
„fjallið eina“ mynda tignarlega
skjaldborg um hinn látna höfðingja.
Birna Einarsdóttir.
Mér er alltaf minnisstætt frá
æskuámm mínum á ámnum 1920 til
1930 og lengur, þegar hvasst var á
norðaustan og þurrviðrasamt hafði
verið um skeið, þegar moldar- og
sandmökkur hófst hátt upp á loft á
austurloftið, að sjá yfir Landsveit-
ina, sem er grannsveitin okkar
Gnúpverja í austri. Þar hlaut eitt-
hvað skelfilegt að vera að ske hugs-
aði ég, þegar sjálfur jarðvegurinn
eða gróðurmoldin var að þyrlast
upp í loftið og alla leið á haf út og
engin ráð fundust þá, sem dygðu til
úrbóta.
Mér varð hugsað til þess að í
þessum hræðilega moldarmekki
gæti varla lifað og þrifist nema fólk
sem hefði óvenjulegt þolgæði og
styrk þar sem hamfarir náttúrunn-
ar ógnuðu tilveru þess oft án nokk-
urs fyrirvara og gerðu allar umbæt-
ur og ræktun landsins næstum
óframkvæmanlega.
En sem betur fer gerði nú hlé á
þessum sandveðrum og þó að
Þjórsá væri mikill farartálmi, þá
urðu talsverð samskipti annað slag-
ið milli þessara grannsveita og góð
kynni og mér varð ljóst, að í Land-
sveit bjó mikið kjarnafólk, og ég
minnist nokkurra merkra forystu-
manna sveitarinnar á þessum árum.
Ég minnist manna eins og Eyjólfs
Guðmundssonar bónda í Hvammi
sem var oddviti sveitarinnar og ráð-
gjafi í næstum fjörutíu ár og virtist
hafa ráð undir hverju rifi við
hverslags vanda sem að steðjaði. Ég
minnist prestsins sr. Ofeigs Vigfús-
sonar á Fellsmúla, frænda míns,
sem var í 40 ára prestskap sínum
einstakur uppfræðari fólksins og
huggari þegar veraldargengið var
valt.
Þá gleymist seint heimspekingur-
inn Guðmundur Árnason bóndi í
Múla sem trúði á tilgang lífsins og
leit á hverja raun sem aðgerð til að
stæla fólkið og kenna okkur að
mæta hverri raun með þolgæði og
æðruleysi.
Þá gleymist mér ekki bændahöfð-
inginn Guðni Jónson bóndi í Skarði,
sem stóð fyrir búi þar í tæp fimmtíu
ár frá 1889 til 1938, en í hans tíð
reyndist óhjákvæmilegt að flytja
bæinn og kirkjuna frá fjallinu, þar
sem bærinn hafði staðið frá land-
námsöld, og út á grundirnar, tvo til
þrjá km. austur frá fjallinu, þar sem
vindstrengurinn var vægari. Það
var svo á miðjum aldri Guðna Jóns-
sonar að Landmenn hófust handa
við sandgræðslustörfin með aðstoð
Landgræðslunnar, undir stjórn
Gunnlaugs Kristmundssonar, sem
vann ótrúlega happasælt verk með
frumstæðum hjálpartækjum og fyr-
ir lítið fé en trú á viðfangsefninu og
miklum liðsafnaði í orustunni gegn
eyðingaröflunum.
Ég kynntist syni Guðna Jónsson-
ar, Kristni Guðnasyni, sem hóf bú-
skap í Skarði árið 1930, og konu
hans Sigríði Einarsdóttur og
bjuggu þau miklu rausnarbúi í
Skarði til 1959, þegar heilsa Krist-
ins brást, en þá var sonur þeirra
Guðni sem fæddur var 1926 og við
kveðjum í dag, albúinn að taka við
búinu ásamt konu sinni Sigríði
Theodóru Sæmundsdóttur. Þau
hafa nú staðið fyrir þessu óvenju
glæsilega búi í tæp 40 ár, og í félagi
við son sinn Kristin og Fjólu Run-
ólfsdóttur tengdadóttur sína hafa
þau gert Skarð á Landi að einu
glæsilegasta býli á íslandi og mætti
nefna margt því til sönnunar.
Guðni varð fyrir því óláni að fá
mænuveiki nokkuð snemma á bú-
skapartíð sinni og eftir það setti
heilsan honum nokkrar skorður við
að beita sér eins og hann ugglaust
hefði gert ef heilsa og kraftar hefðu
leyft það. En þá kom í Ijós að hann
hafði nærri sér einstaklega mikil-
hæfa hjálparhellu þar sem konan
hans var. Þannig aðstoðaði hún
bóndann við hreppstjórastarfið og
hún hélt uppi óvenjulegri reisn
heimilisins, þegar gesti bar að garði
og hún sá um mjaltir á yfir fjörutíu
kúm ásamt tengdadóttur sinni,
Fjólu Runólfsdóttur og öll þessi
störf voru unnin af miklum myndar-
skap og verkhæfni.
Eg sem þessar línur skrifa hef í
minni ráðunautartíð, sem fer að
nálgast fimmtíu ár, fylgst vel með
bústörfum í Skarði og er mér nú
þegar við erum að kveðja Guðna
Kristinsson, ljúft að votta að hér í
Skarði hafa á þessa tímabili verið
unnin mörg afrek í búskap og að
það skuli hafa tekist er sennilega
mest fyrir mikla samhjálp fjölskyld-
unnar og góða samvinnu á breiðu
sviði búskaparins. Það er skemmti-
legt að rifja upp fyrir sér glæsilegt
ræktunarafrek í sauðfjárræktinni
og einnig í hrossaræktinni og jafn-
framt því hefur óvíða tekist betur
að hagnýta vélar og vinnukraft á
hagfelldari hátt en í Skarði.
Og Landsveitin hefur nú klæðst
nýjum búningi fegurri og hagfelld-
ari en lýst var hér í upphafi og nú
síðustu áratugina er grasið hvergi
grænna og himinninn blárri en hér í
þessari gjöfulu sveit sem umkringd
er stórbrotnum fjöllum á þrjá vegu
en snýr opnum faðmi mót suðri, þar
sem Suðurlandssléttan mikla tekur
við og bíður velkomnar allar vinnu-
fúsar hendur.
Það munu margir minnast Guðna
Kristinssonar með söknuði nú þeg-
ar hann hverfur sjónum okkar.
Hann hefur þrátt fyrir lélega heilsu
hin síðari ár verið góði andinn, sem
hefur vakað yfir hinum farsælu bú-
störfum, bæði úti og inni í Skarði og
í sveitinni allri. Hugurinn leitar til
þín kæra Theodóra með innilegu
þakklæti til ykkar allra, barna ykk-
ar og tengdabama og bamabarna
og alls heimilisfólksins. Það stafar
birtu af lifstarfi Guðna Kristinsson-
ar og fjölskyldu. Vegur heimilisins í
Skarði hefur aldrei verið meiri.
Þökk fyrir góðu og farsælu störfin.
Hjalti Gestsson.
Stórbóndi er fallinn í valinn.
Guðni Kristinsson gerði garð sinn
frægan, og er hið mikla bú hans, og
fjölskyldu hans, Skarð á Landi,
víðfrægt. Guðni varð ekki gamall
maður og syrgja hann nú ástkærir
vandamenn - og samferðamenn í
lífi og starfi. Eyðibýlisbóndi í Mörk
á Landi, á Baðsheiði upp af Skarði,
þakkar að leiðarlokum fáeinum
orðum ánægjuleg kynni síðustu
tylft ára, og alúðlegt viðmót í garð
okkar hjóna, nágranna stopular
stundir við landgræðslu og útivist í
Mörk. Sigríði Theodóru í Skarði,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum vottum við samúð við frá-
fall ástvinar.
Nær hálf öld er síðan Guðni hóf
búskap í Skarði. Fyrsta áratuginn
bjó hann með foreldmm sínum, en
árið 1959 tók hann við búi. Efldist
búskapur í Skarði mjög í höndum
þeirra Sigríðar Theodóm, frá því
um 1970 í samvinnu við Kristin son
þeirra og konu hans Fjólu Runólfs-
dóttur. Er þar stórt fjárbú og kúa-
bú, en einnig mikill hrossabúskap-
ur. Guðni var mikill hestamaður,
átti gott hestakyn, og svo er einnig
Kristinn í Skarði, formaður Félags
hrossabænda. Guðni var hreppstjóri
Landmannahrepps þriðjung aldar, í
hópi þeirra sem síðast nefndust því
gamla virðingarheiti. Jafnlangan
tíma sat Guðni í sveitarstjórn.
Munu mér kunnugri minnast alls
þessa og annarra starfa Guðna af
ýmsum toga.
Fyrir tilstilli Guðna í Skarði er
lífvænlegra í Landsveit en var um
síðustu aldamót. Þá ríkti sandurinn,
öskublandinn, og hafði lagt bæi í
auðn og hrakið burt fólkið. Land
eyddist, trjágróður hvarf, jarðvegur
blés burt, og bæir voru fluttir til er
vatnsból fylltust af sandi. Fyrr á
þeirri öld sem þá kvaddi hafði löng-
um verið kalt í veðri, Hekla spúið
ösku um byggðir og til að bæta gráu
ofan á svart hafði fjárkláðinn svipt
suma bændur aleigunni.
En gagnsókn með von í brjósti
var hafin í upphafi þessarar aldar,
sandgræðsla hófst og bar árangur
hægt og sígandi. Bændur í Land-
sveit og landgræðslumenn, svo sem
Árni Árnason í Stóra-Klofa, tóku
höndum saman og unnu Land úr
greipum eyðingarafla. Fyrir 100 ár-
um mun Landsveit varla hafa talist
eiga sér viðreisnar von. En nú er
þar gróðursælt, nær sem í upphafi,
og búsældarlegt um að litast. Skóg-
ur vex og stórbú dafna. Fjallgarð-
arnir, forkunnar háir, og Hekla
hæst, mynda skeifu um sveitina.
Kannski er Skarð í henni miðri en í
suðri blasir við undirlendið fram að
sjó.
Langafi minn, Jónas Jónsson
Finnbogasonar í Mörk, var ævi sína
vitni að hnignun Landsveitar, barð-
ist hetjulegri baráttu gegn sandfok-
inu, bjó að Yrjum og Görðum, en lét
þá af búskap, farinn að kröftum.
Náfrændi hans, Jón Árnason í
Skarði, bróðursonur Jóns í Mörk,
þraukaði, meðal annars með því að
flytja bæinn. Mörk fór í eyði, en í
Skarði hafa síðan búið samfellt af-
komendur Jóns Árnasonar, Guðni,
Kristinn, Guðni sem hér er kvadd-
ur, og Kristinn.
I ljósi sögunnar hefur Guðni
Kristinsson unnið sigur á mörkum
byggðar á íslandi. Slíkt ævistarf er
mikils virði og verður betur metið
er frá líður, en á kveðjustund er
ættingjum og vinum sorg í huga.
Við Jóhanna kona mín vottum Sig-
ríði Theódóru og allri fjölskyldunni
samúð á saknaðarstundu. Blessuð
sé minning Guðna Kristinssonar.
Þór Jakobsson.
Héraðshöfðinginn, Guðni Krist-
insson í Skarði í Landsveit, var
GUÐNI
, KRISTINSSON
maður hárra hugsjóna og ekkert
kom honum á óvart í umræðum tíð-
arandans. Hann bjó yfir stóiskri ró
og glettni hans, sem í senn var sak-
laus og hárbeitt, naut sín vel í ró-
legu fasi hans sem minnti mann
rækilega á að þrátt fyrir alls kyns
uppþot og óskipulag í hversdags-
þrasinu þá fara jörð og sól saman
hring eftir hring, öld eftir öld, halda
sínu striki í úthafi eilífðarinnar.
Þannig var Guðni Kristinsson í stór-
brotnu umhverfi sínu, samfélagi
sveitunga sem tíðka ekki að fara
geyst á umferðaræðum þjóðlífsins,
en eru menn mikilla hátta í lífi sínu
og starfi og eru líklega einhver
raunsæjasti nútímaspegillinn af
sögu íslenskrar þjóðar, menningu
og atvinnubaráttu. Landsveitar- og
Holtamenn eru þekktir fyrir að
halda sínu striki, rökfastir og sann-
gjamir, og þeir eru opnir fyrir allri
umræðu þótt þeir séu oft glettilega
snöggir að skilja á milli hismis og
kjarna. Þannig var Guðni sjálfur,
bergmál þeirrar veraldar sem stóð
honum næst. Hann minnti á vatns-
mikið, gefandi og hljómþýtt fljót
sumarsins, en ekki hávaðann sem
fylgir því þegar fljótið í-yður sig úr
klakaböndum.
í mesta þéttbýli heimsálfanna
slær taktur umferðarinnar oftast
hraðast á járnbrautarstöðvum stór-
borganna. Skarð hefur á sinn hátt
verið jámbrautarstöð samfélagsins
undir Heklu, sífelldur straumur
gesta, skoðanaskipti, líf og fjör, en
það er ótrúlegt þrek og þolinmæði
sem Dóra í Skarði hefur sýnt ára-
tugina alla og allt hennar fólk, sem
hefur verið boðið og búið til þess að
sinna þeirri miðstöð sem Skarð er.
Þar er ekki til verkkvíðni. Innskot
þeirra Guðna og Dóru í umræðu
gesta og gangandi í gegnum tíðina
hafa sett mikinn svip á ímyndina
sem mótast í fólki af heimsókn að
Skarði, hnitmiðuð innskot, skjót-
hugsuð, skotheld, gamansöm og al-
varleg í senn, en ávallt til þess að
gera gott úr hlutunum, hjálpa þró-
uninni til betri vegar. Þeir feðgar,
Guðni og Kristinn, hafa verið
feiknalega samrýndir í flestu þótt
hæst beri hjartahlýju þeirra annars
vegar og hrossarækt hins vegar.
Hjartahlýju, því þótt oft hafi blásið
um nasir, eins og alkunna er undir
fjöllum hálendisins, þá er innsti
kjarninn svo traustur og góður, vin-
arþelið. Guðni var afskaplega
traustur vinum sínum og þannig er
Skarðsfólkið allt að upplagi og ekki
finnst betri fulltrúi íslenskrar gest-
risni en hún Dóra í Skarði.
Guðni var pólitískur fram í fing-
urgóma, sjálfstæðismaður af lífi og
sál og hann hafði mikið yndi af því
að velta fyrir sér möguleikum
stjórnmálanna til þess að skila ár-
angri. Hann var ekkert að mylja
moðið í afstöðu sinni en aldrei var
hann meiðandi þótt hann tæki
vissulega af skarið.
Þegar maður hugsar um Guðna
genginn er einhvern veginn eins og
afstaða hans og innskot í mál líðandi
stundar hafi verið eins og ljóð.
Menn muna stíl athugasemdanna,
innkomumar í vangaveltumar og
aldrei varð honum orðs vant. Gott
dæmi er frá því er ég kom einu sinni
sem oftar í Skarð og Guðni hafði
flest á hornum sér í umræðunni, en
þó sérstaklega það að vegurinn upp
að Skarði hefði ekki verið heflaður í
langan tíma. Eftir langa ræðu um
það greip ég fram í fyrir Guðna og
sagðist skyldu sjá til þess að veg-
hefill kæmi hið snarasta í verkið.
Birti þá heldur í umræðunum og
eftir dágóða stund var haldið í hann
í átt til strandar. Ég var ekki kom-
inn nema 15 mínútna akstursleið frá
Skarði þegar veghefill birtist
skyndilega í einni beygjunni öllum
að óvörum. Ég tók bílasímann sam-
stundis upp og hringdi í Skarð:
„Sæll, Guðni minn, Árni hérna aft-
ur.“
„Já, komdu nú blessaður, nokkuð
að frétta?"
„Já, ég vildi bara láta þig vita að
veghefillinn verður hjá þér eftir 20
mínútur“.
Nú kom löng þögn í símann, en
svo hélt Guðni áfram eins og ekkert
hefði í skorist: „Já, það er nú gott,
en það var nú ýmislegt fleira.“