Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 65
I DAG
Árnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. í dag,
O vllaugardaginn 9. jan-
úar, verður áttræð Jónína
Magnúsdóttir, Rauðalæk
32, Reykjavík. Hún er að
heiman.
BRIDS
Vmsjón r>uOiniinilui-
l'áll Arnarson
SAGNIR segja þá sögu
að hjartakóngur suðurs
verði seint að slag. En þar
íyrir er kóngurinn ekki
endilega ónýtt spil:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
+ ÁG104
¥ 76
♦ DG3
* K742
Suður
AKD963
¥K2
♦ Á107
*D65
Vcstur Norður AusUu- Suður
~ - 1 spaði
2 hjörtu 31ýörtu*Pass 4spaðar
Pass Pass Pass
* Góð hækkun í spaða.
Gegn fjórum spöðum
spilar vestur út tígli og
austur kemur strax með
kónginn. Ágæt byrjun.
Sagnhafi tekur tvisvar
tromp og báðir íylgja. Síð-
an leggur hann tígulslagina
inn á bók og vestur hendir
hjarta í síðasta tígulinn, svo
hann hefur byrjað með tví-
spil. Nú er rétt að lesand-
inn taki við.
Hættan er auðvitað sú að
gefa tvo slagi á lauf og tvo
á hjarta. Vestur á sennilega
ásana í hjarta og laufí, en
varla tvíspil í laufinu.
Vissulega gæti vestur átt
ÁGlO í laufi, en í þeirri legu
má sækja litinn án þess að
austur komist inn til að
spila hjaj-ta. Annar mögu-
leiki er ÁGx, en þá verður
vestur að stinga gosanum
upp þegar laufi er spilað á
kónginn. Sem er erfið vörn.
Hins vegar er ástæðu-
laust að hreyfa laufið, því
það er til fullkomlega ör-
ugg vinningsleið ef reiknað
er með að vestur eigi báða
ásana:
Norður
* ÁG104
¥ 76
♦ DG3
+ K742
Vestur Austur
* 82 * 75
¥ ÁDG843 ¥ 1095
♦ 65 ♦ K9842
+ Á93 + G108
Suður
* KD963
¥ K2
♦ Á107
* D65
Suður spilar einfaldlega
smáu hjai-ta frá kóngnum!
Ef austur tekur slaginn og
spilar laufgosa verður vest-
ur sendur inn á hjartaás í
næsta slag til að spila frá
laufás eða hjarta út í tvö-
falda eyðu.
Ljósmynd: Rut.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst í Langholts-
kirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni Helga Aðalheiður
Jónsdóttir og Guðmundur Vilhjálmsson. Heimili þeirra
er í Goðheimum 24, Reykjavík.
Ljósmynd: Edda Sigui^óns.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 8. ágúst í Háteigs-
kirkju af sr. Helgu Soffíu
Konráðsdóttur Hafdís
Magnúsdóttir og Magnús
S. Magnússon. Með þeim
á myndinni eru börn
þeirra Helga Bryndís
Kristjánsdóttir og Ragnar
Ingi Magnússon. Heimili
þeirra er í Krummahólum
8, Reykjavík.
Ljósmynd: Rut.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. október í Dóm-
kirkjunni af sr. Þóri
Haukssyni Þóra Gylfa-
dóttir og Leifur Stefáns-
son. Heimili þeirra er að
Fífulind 1, Kópavogi.
Með morgunkaffinu
Ast er...
að taka vel á móti
honum.
TM Reg. U.S. Pat. Off. — aH nghts reserved
(c) 1998 Los Angeles Times Syndcate
ÁÐUR en ég byrjaði hér
vann ég 12 tíma á sólar-
hring. Ég verð að segja
eins og er, ég sakna
hálfsdagsstarfsins.
ÞÚ VERÐUR væntan-
lega ánægður að heyra
að nýi kærastinn minn
spilar ekki á rafmagns-
gítar.
COSPER
STJÖRNUSPA
eftir Kranres Drake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert varkár oggerir fátt
nema að vandlega athug-
uðu máli. Þú ert viðkvæm-
ur fyrir gagnrýni.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það er kominn tími til
þess að láta gamlar erjur
lönd og leið og leggja þess
í stað áherslu á að bæta
samskiptin við þá sem
skipta mann einhverju
máli.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur lengi verið óánægð-
ur með sjálfan þig og ekki
vitað hvað væri til ráða. Með
góðra manna hjálp tekst þér
að breyta hlutunum þér í
hag._____________________
Tvíburar t ^
(21. maí - 20. júní) nA
Láttu það nú eftir þér að
hrinda draumum þínum í
framkvæmd þótt það kosti
einhverjar fórnir. Heilladís-
irnar vaka yfir þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Láttu tortryggni annarra
ekki raska ró þinni og haltu
þínu striki hvað sem tautar
og raular. Haltu þér í góðu
formi líkamlega.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur lengi leitað svara
við ákveðnum spurningum
og munt fá þau úr óvæntri
átt. Leyfðu rómantíkinni að
blómstra í lífi þínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) dUfi
Leitaðu álits sérfræðinga áð-
ur en þú hefst handa svo allir
hlutir séu á hreinu. Þá áttu
líka auðveldara með að fá
fólk til liðs við þig.
V°8 KTX
(23. sept. - 22. október) i ð
Þú ert fullur af orku og þarft
að beina henni í rétta átt þvi
aðeins þannig mun þér
takast að koma ótrúlega
miklu í verk. Gakktu samt
ekki fram af sjálfum þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Gefðu þér tima til að setjast
niður og hugsa þinn gang. Þú
hefðir líka gott af því að gera
þér dagamun með góðu fólki.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. desember) ítl)
Besti valkosturinn þarf ekki
að vera ódýrastur en er
sannarlega þess virði að
reyna hann. Þér berast góð-
ar fréttir úr óvæntri átt.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú ert bjartsýnn og ákveðinn
i að allt gangi þér í haginn.
Leyfðu því engum að hafa
áhrif á þig með neikvæðni
eða frekju.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) eA
Þú ert vakinn og sofinn yfir
þörfum annarra en mátt ekki
gleyma þínum eigin. Ef þú
ræktar sjálfan þig ertu miklu
færari um að gefa af sjálfum
þér.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Vertu rólegur og gerðu ekki
of miklar kröfur til sjálfs
þíns. Þér vinnst allt miklu
betur ef þú ert í góðu jafn-
vægi.
YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR
___i HÚSI SUNPLAUGAR SELTJARNARNESS
YOGA YOGA YOGA
Þriöjudaga og fimmtudaga kl. 10:15
Þriöjudaga og föstudaga kl.17:30
Leiðbeinandi: ANNA BJÖRNSDÓTTIR, yogakennari
Innritun og upplýsingar í síma 561 0207
ÚTSALA! ÚTSALA!
Opið í dag
frá kl. 10—16
Eddufelli 2, sími 557 1730.
Gömlu dansarnir í
Hreyfilshúsinu
í kvöld kl. 22
Félag harmonikuunnenda
Alnabúðin
Miðbæ við Háaleitisbraut
UTSALA
10-50% AFSLÁTTUR
Opið laugardaga frá kl. 10-14. Sími 588 9440
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Súpersala verður í Koia-
portinu næstu helgar
Súpersalaáleik-
föngum, antik-
húsgögnumog
bókum
Það er mikill atgangur á Supersölunum
Þegar við höfum útsölu í Kolaportinu kynnum við hana sem
Súpersölu. Almennt verðlag í Kolaportinu er útsöluverð, en á Súpersölu
er verðlagið komið niður úr öllu valdi
Magnea býður upp á antikhúsgögn á
stórlækkuðu verði um helgina.
Hin árlega bókaveisla á Gleðistíg.
Mikið úrval bóka, ljóð, gamlar lögfiæði-
bækur, ævisögur og listaverkabækur.
Bækur við flestra hæfi. Tvö aðalverð
300 kr og 100 kr. Gerið góð kaup.
í Ostamarkaðinum er Gamli Óli
kominn aftur, svartur Gouda og
Gorgarzola. Einnig mikið úrval af öðmm
ostum, íslenskum og erlendum.
Við þjófstörtum Súpersölunni um
helgina hjá nokkrum aðilum. Super-
salan hefst svo af fullum krafti helgina
16. j anúar og stendur y fir í þrjár helgar
til sunnudagsins 31. janúar.
Guðbrandur sem selt hefur leik-
föng í Kolaportinu frá upphafi er að
hætta vegna heilsuleysis og er með
rýmingarsölu þar sem hann býður
40% afslátt gegn staðgreiðslu og 20%
ef greitt er með greiðslukorti.