Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 50
Sff LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þorsteinn Þor-
steinsson var
fæddur í Reykjavík
hinn 9. september
1944. Hann lést í
Sjúkrahúsi Suður-
lands að morgni 3.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar Þor-
steins voi-u Þor-
steinn Sigurðsson,
húsasmiður frá
Seljatungu í Flóa, f.
21.4. 1913, d. 19.11.
1992, og Guðrún
V aldimarsdóttir,
húsfreyja frá Teigi í Vopna-
firði, f. 12.3. 1920. Systkini
Þorsteins eru: Valdimar, f. 5.4.
1943, kvæntur Guðrúnu A.
Sveinsdóttur, búsett á Selfossi;
Erlingur, f. 15.9. 1946, kvænt-
ur Hlín Daníelsdóttur, búsett í
Kópavogi; Trausti, f. 26.12.
1949, kvæntur Onnu Báru
Hjaltadóttur, búsett á Dalvík
og Guðfinna, f. 7.4.1951, gift
Góður vinur minn, Þorsteinn Þor-
fi^einsson, hefur undanfarin tvö ár
barist við illvígan sjúkdóm, en varð
að lúta fyrir honum nú á fyrstu dög-
un nýs árs. Þorsteinn tókst af æðru-
leysi á við sjúkdóm sinn og tók hlut-
skipti sínu af fullri reisn, sem maður
gat ekki annað en dáðst að.
Þorsteinn var mikill áhugamaður
um félagsmál. Hann hefur verið í
forystusveit rafiðnaðarmanna nánast
frá því að hann tók sveinspróf í raf-
virkjun 1966. Hann var í stjóm Fé-
lags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi
frá stofnun 1970, ritari 1975 til 1982
formaður frá 1982 til 1997 að einu
ári undanskildu. Þorsteinn sat í mið-
stjóm Rafiðnaðarsambandsins frá
1983 til dauðadags. Auk þess hefur
hann setið í mörgum nefndum fyrir
verkalýðshreyfinguna og aðra, m.a.
var í stjóm Veitustofnana á Selfossi í
mörg ár. Hann hefur verið í þeim
hópi manna sem mótaði Rafiðnaðar-
sambandið frá stofnun og átti drjúg-
an þátt í því að gera sambandið að
því, sem það er í dag.
Þorsteinn átti ákaflega auðvelt
með að umgangast aðra og var
ráða- og tillógugóður. Hann var
traustur og heilsteyptur í samskipt-
um og var því vinsæll og naut virð-
ingar samferðamanna sinna. Hann
gSt orðið mjög beinskeyttur, jafnvel
háðskur, ef fjallað var um mál sem
hann vildi ná fram. Hann hafði mjög
gott stöðumat í kjarabaráttunni,
sem er forystumönnum í stéttarfé-
lögum nauðsynleg. Eins og allir sem
eru í stéttabaráttunni hafði Þor-
steinn mikinn áhuga á þjóðmálum
og pólitík. Hann var tryggur sjálf-
stæðismaður, en var „sjálfstæðis-
maður af gamla skólanum" eins og
þeir mörgu launamenn sem stutt
hafa þann flokk, „socialdemokrati"
eins og það heitir annars staðar í
Evrópu og var ekki ánægður með
þá öfgakenndu hægri sveiflu sem
flokkurinn tók um tíma, en var sátt-
ari þegar flokkurinn fór að færa sig
aftur að sömu stefnu og evrópsku
demokrataflokkamir fylgja.
Þorsteinn sat mörg þing ASI og
flest þing RSÍ. Hann var manna
ættfróðastur og þekkti hvem mann,
ættir hans og starfsferil, maka og
böm. Ósjaldan undirbjó hann kynni
sín af nýju fólki með því að spyrja
þá sem hann vissi að þekktu til við-
komandi um hverrar ættar sá væri.
í frístundum stundaði Þorsteinn
hestamennsku og átti góðar stundir
í íslenskri náttúm með fjölskyldu
og vinum. Honum þótti gaman að
gjeðjast með öðrum, var hrókur alls
f Gai^ðsKom
v/ T-ossvogskirkjogcirð á
Sfmi. 554 0500
Jens Uwe Friðriks-
syni, búsett á Sel-
fossi. Þorsteinn flutt-
ist árið 1946 með for-
eldrum sinum á Sel-
foss þar sem hann
bjó alla tíð upp frá
því. Þann 23. júlí
1966 kvæntist hann
Sjöfn Halldóru Jóns-
dóttur frá Vestri
Garðsauka í Hvol-
hreppi, f. 20.3. 1939.
Foreldrar hennar
voru Jón Einarsson
bóndi, f. 24.7. 1909 í
Vestri Garðsauka, d. 16.5. 1985,
og Sóley Sesselja Magnúsdóttir,
húsfreyja, f. 22.6. 1911 á Hóli í
Bolungarvík, d. 7.7. 1998. Þor-
steinn og Sjöfn byggðu heimili
sitt á Engjavegi 77 á Selfossi.
Þeirra synir: 1) Jón Logi, bóndi
Vestri Garðsauka, f. 3.11. 1965,
hans unnusta er Christiane Ba-
hner, f. 4.4. 1974. 2) Þorsteinn
Garðar, kennari á Varmalandi í
fagnaðar, glettinn og hafði gott
skopskyn, minnugur á ættir og um-
mæli manna og fór oft með stökur.
Með söknuði kveð ég góðan sam-
starfs- og samferðamann og veit að
þar mæli ég fyrir munn annarra í
forystusveit rafiðnaðarmanna. Við
þökkum Þorsteini fyrir samfylgdina
og sendum Sjöfn og strákunum
hugheilar samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson, form.
Rafiðnaðarsambands Islands.
Lítil kveðja til minningar um góð-
an starfsmann og félaga.
Fyrsta sunnudag á nýju ári kvaddi
þennan heim Þorsteinn Þorsteinsson
aðeins 54 ára að aldri. Þá hafði illvíg-
ur sjúkdómur að lokum lagt að velli
þennan ágæta dreng sem í tæplega
tvö ár hafði barist á móti með já-
kvæðu hugarfari og dugnaði þess
sem sett hefur vonina í öndvegi.
Hann á að baki um 28 ára starf
sem rafvirki og verkstjóri hjá Raf-
veitu Selfoss og síðar hjá rafveitu-
deild Selfossveitna. Gekk í öll störf
sem mættu þeim litla vinnuhópi
sem þar starfar, jafnt þau smáu
sem hin stóru. Var hann virkur
þátttakandi í hraðri uppbyggingu
rafveitunnar í kaupstað sem á sér
stutta sögu en um leið hraða upp-
byggingu. Hann kom til starfa
einmitt á þeim árum sem vöxtur
byggðar var sem mestur, um og eft-
ir gosið í Vestmannaeyjum. Þá var
þörf á öruggum vinnubrögðum og
góðri fagmennsku. Reynslan hefur
sýnt að hvort tveggja var til staðar
og geyma því nústandandi mann-
virki rafveitunnar vandað handverk
sem Þorsteinn lagði ríkulegan skerf
til. Hann var vel meðvitaður um þá
ábyrgð sem hvílir á fagmönnum
gagnvart samfélagi sem byggir allt
sitt á tækni og nútíma þægindum.
Þorsteinn var fjalltraustur starfs-
maður, heiðarlegur í hvívetna og op-
inskár. Allt verðmæti í félagi manna.
Kom hann einatt auga á skynsamleg-
ar lausnir og lá ekki á áliti sínu ef
honum þótti betur mega fara. Hann
hafði sínar skoðanir á hlutunum með
viðhorfi þess sem vill byggja upp.
Það er ómetanlegur mannkostur.
Gilti það jafnt um fagleg viðfangsefni
sem umfjöllunarefni samfélagsins.
Mikill er missir okkar sem störf-
uðum með honum. Meiri er þó miss-
ir Sjafnar og sona þeirra, Guðrúnar
móður Þorsteins, systkina hans og
annarra sem voru honum náin og
kær. Bið ég allar góðar vættir að
vaka yfir velferð þeirra og veita
þeim styrk til að takast á við ástvin-
armissir. Lifið heil.
F.h. Selfossveitna og starfs-
manna.
Ásbjörn Ólason Blöndal.
Hvað boðar nýárs blessuð sól
hún boðar náttúrunnar jól
Borgarfirði, f. 14.10. 1968,
hans unnusta er Berglind Bára
Hansdóttir, f. 31.3.1972.
Þorsteinn nam rafvirkjun við
Iðnskólann á Selfossi, lauk
sveinsprófi árið 1966 og hlaut
meistararéttindi árið 1970. Á
námsárum sínum starfaði hann
hjá Rafgeisla sf. og Raflögnum
sf. á Selfossi og vann siðan við
trésmíðar hjá föður sinum á
Trésmiðju Þorsteins og Áma
hf. Frá 1970 til dauðadags
starfaði hann sem rafvirki hjá
Rafveitu Selfoss. Hann hafði
lifandi áhuga á þjóðmálum og
var um tíma formaður Sjálf-
stæðisfélagsins Óðins á Sel-
fossi. Þá tók hann virkan þátt í
félagsmálum rafvirkja, var rit-
ari Félags rafiðnaðarmanna á
Suðurlandi 1975-1982 og for-
maður félagsins 1982-91 og
1993-98. Átti sæti í miðsljórn
Rafiðnaðarsambands íslands
frá 1993 og sat sem fulltrúi
þess á þingum Alþýðusam-
bands íslands. Árin 1978-1986
sat Þorsteinn í stjórn Veitu-
stofnana á Selfossi.
Utför Þorsteins fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hún flytur líf og líknarráð
hún ljómar öll af drottins náð.
Við áramót hlýðum við allflest á
þennan fagra boðskap skáldsins
góða sr. Matthíasar Jochumssonar,
og berum væntingar þess að skin
nýárssólar vermi okkur inn í nýja
árið. Nýárssólin sem braust fram úr
skýjum á þessu ári boðaði mörgum
gleði og væntingar á nýju ári, en í
geislabroti sólarinnar brá yfir
skugga, góður vinur var kvaddur yf-
ir í æðri heima eftir glímu við skað-
vænan sjúkdóm sem engum eirir
hafi hann náð tökum alfarið.
Sem ég sit hér í kvöldhúminu við
greinaskrif þessi að kvöldi seinasta
dags jóla og sé jólaljósin slokkna
hvert af öðru, þá reikar hugurinn
mörg ár aftur í tímann þegar kynni
okkar Steina Þorsteins sem hér er
kvaddur hófust fyrir alvöru. Leiðir
okkar lágu saman þá fyrst, þar sem
ég og hans ágæta eiginkona Sjöfn
störfuðum saman hjá Pósti og síma,
svo og einnig að góður vinskapur
var með honum og þáverandi maka
mínum. Margar góðar samveru-
stundir áttum við í þá tíð, öll höfð-
um við nýlega byggt upp heimili,
eignast börn og deildum ýmsum
áhugamálum saman, og þá ber þar
hæst ferðalög sem við fórum ýmist í
hóp með Pósti og síma, Sjálfstæðis-
félaginu og eða á eigin vegum í góð-
um og skemmtilegum vinahópi í
Þórsmerkurferðir allajafnan um
verslunarmannahelgi. Þær ferðir
einkenndust jafnan af gleði og
græskulausu gamni. Oftar en ekki
var rölt milli Langadals og Húsa-
dals í kvöldkyrrðinni, sólin drukkin
yfir burstirnar og stefnan tekin á
Valahnjúk og sólin vermdi hjá
„Systrunum sjö“. Nýr soðinn lax
snæddur við tjaldskörina á pólska
verkamannatjaldinu að kveldi,
rabbað og raulað, sögur sagðar og
hlegið í næturhúminu. Þegar synir
okkar komust á legg og voru ferða-
færir í útilegur var slegið í gír á
tveim bílum og haldið í Hraunteig
þann ægifagra stað við Heklurætur.
Börn og fullorðnir nutu frelsis og
fagurrar náttúru við lækjarnið jafn-
framt því að hlýða á Steina segja
sögur, frásagnarhæfileiki hans með
eindæmum, af mönnum og málefn-
um. Stálminni hafði hann, ættfræði
átti hug hans allan. Hann gat alltaf
séð hið spaugilega þegar við átti,
hreinskilinn var hann og fastur fyr-
ir í skoðunum sínum hvað varðaði
menn og málefni og þá ekki síst í
pólitíkinni. Sjálfstæðismaður af lífi
og sál og vægast sagt „völva“ sjálf-
stæðismanna á Selfossi þegar að
kosningaundirbúningi kom og er nú
skarð fyrir skildi. Þegar lífsbókinni
er flett kemur margt spaugilegt
fram sem ekki þolir ritskoðun en er
vel geymt í minningunni. Lífið er
ein lestarferð, sumir eiga fastasæti
og hnika sér hvergi, aðrir koma og
stíga af á næstu stoppistöð, bíða
næstu lestar, taka sér sæti þar, en
hinir stíga um stund úr lestinni,
doka við meðan lestin fer hringinn
og hoppa svo aftur í sín sæti en vofa
dauðans stígur oftar en ekki inn í
vagninn og telur út, oftast af handa-
hófi þykir okkur. En sæti Steina
verður vandfyllt. Eg veit að núna
hefur hann tekið sæti í þeirri lest
sem á sér eina endastöð, það er að
segja að himnaborðum. Þegar hann
þar stígur út á brautarpallinn bíða
áður gengnir vinir úr Þórsmerkur-
ferðum á grænum bala búnir að
tjalda gamla pólska verkamanna-
tjaldinu, fagnaðarfundir verða á
grænum grundum þar sem skóg-
arilminn leggur inn um tjaldskör-
ina.
Hlýjar samúðarkveðjur sendi ég
til Sjafnar og þeirra sona, tengda-
dóttur, móður og systkina. Farðu
vel, gamli vin.
Sem Guðs son fyrrum gekk um kring
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
(Matth. Joch.)
Þóra Grétarsdóttir.
Nú hefur Þorsteinn Þorsteinsson,
Steini, kvatt okkur í hinsta sinn eft-
ir langa og miskunnarlausa baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Þrátt fyrir
marga sársaukafulla daga síðustu
tvö árin bar Steini sig ætíð vel og
var fullur bjartsýni á framtíðina, þó
að undir niðri hafi hann eflaust gert
sér grein fyrir að hverju stefndi.
Steini var rafvirki að mennt og
vann sem verkstjóri hjá Rafveitu Sel-
foss, síðar Selfossveitum bs., í meira
en aldarfjórðung eða frá árinu 1970.
Sá vandaði maður, Hjalti Þorvarðar-
son f.v. rafveitustjóri, fól Steina
snemma yfirumsjón með stofn- og
viðhaldsframkvæmdum á vegum
Rafveitu Hveragerðis en Hjalti var
faglegur ábyrgðarmaður beggja
veitnanna frá stofnun þeirra, þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Allui’ frágangur lagna og rafbúnaðar
sem Steini sá um er góður vitnis-
burður um að þar var að verki metn-
aðarfullur og góður fagmaður. Sem
verkstjóri hafði hann gott auga fyrir
því hvernig best mætti haga hlutum
og var jafnan ráðagóður þegar til
hans var leitað. Steini var mjög
ákveðinn og fastur fyrir þegar greint
var á um verklag eða framkvæmd
einstakra verka. Eftir nánari skoðun
voru verkin jafnan unnin í samræmi
við hans tillögur, sem byggðar voru á
langri reynslu og víðtækri þekkingu
á faginu.
Steini var góður félagi, mikill
fróðleiksbrunnur, jafnan hressileg-
ur og fijótur að koma auga á spaugi-
legar hliðar mannlífsins. Steini
hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmál-
um og málefnum sveitarfélaga og
var eindreginn sjálfstæðismaður.
Steini var skemmtilegur, viðræðu-
góður og jafnan tilbúinn til þess að
ræða hin fjölbreyttustu mál á þann
hátt sem honum var einum lagið.
Við starfsmenn Hveragerðisbæj-
ar, sem kynntust Steina, munum
lengi minnast ánægjulegra sam-
verustunda með honum og sakna
hins ferska anda og léttleika sem
jafnan fylgdi honum þegar hann
kom í bæinn.
Eg er þakklátur Steina fyrir það
góða starf sem hann hefur unnið
fyrir Rafveitu Hveragerðis. Eftirlif-
andi eiginkonu hans, sonum þeirra
og ættingjum öllum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðmundur F. Baldursson.
Á kveðjustundu er skýr minningin
um þann sem kveður. Við minnumst
samvista og upp í hugann koma at-
vik og samstarfsþættir sem eru
minnisstæðir. Þorsteinn Þorsteins-
son, frændi minn, var lifandi maður í
sínu umhverfi, með mikinn áhuga á
sínu samfélagi og trúr þeim málstað
sem hann fylgdi. Hann var glaðsinna
og ávallt tilbúinn að ræða hin ýmsu
mál frá mismunandi sjónarhomum,
alltaf reiðubúinn að leita leiða til að
sækja fram og finna nýja möguleika
málstaðnum til framdráttar.
Þorsteinn tók virkan þátt félags-
ÞORSTEINN
ÞORSTEINSSON
starfi á Selfossi, var áhugasamur
um íþróttastarf og var virkur í
stjómmálastarfi Sjálfstæðisflokks-
ins á Selfossi og á Suðurlandi. Hann
var baráttumaður, stórhuga og
áhugasamur um velferðarmál bæj-
arbúa auk þess að vera næmur á
áherslur og aðstæður fólks. Það var
óhætt að leita til hans um ýmis sam-
félagsmál og ræða þau. Það er gam-
an að rifja upp atvik og aðstæður í
kringum kosningar og félagsstarf
þar sem Þorsteinn var alltaf reiðu-
búinn að leggja hönd á plóg. Hann
var lifandi og skemmtilegur kosn-
ingamaður og hafði gaman af því
starfi, kunni vel að meta þegar
sköruglega var mælt og málum
fylgt fast eftir.
Þorsteinn var „pólitískur" eins og
sagt er um þá sem era áhugasamir
um þjóðmál og hafa gaman af að
ræða þau frá ýmsum hliðum. Það var
sérlega gaman að ræða við Steina
um þessi efni því hann hafði lag á að
koma að málum úr nýrri átt og velta
upp nýjum flötum. Minnisstætt er
mér síðasta samtalið í þessu efni sem
við áttum en þá háði hann harða bar-
áttu við sjúkdóminn sem hann þmfti
að beygja sig fyrir. Þegar talið barst
að pólitíkinni, mönnum og málefn-
um, var allt sjúkdómstal úti í hafs-
auga og hann lyftist af áhuga fyrir
umræðuefninu. Þannig varð samtalið
okkur báðum hressing alveg eins og
áður þegar aðstæður hans vora aðr-
ar og sjúkdómurinn hvergi nærri.
Á kveðjustund er ofalega í huga
þakkir fyrir þann tíma og þær
stundir er leiðir lágu saman.
Kveðjustundin er alltaf erfið, hún er
líka dýrmæt að því leyti að hún sýn-
ir svo glöggt hvað samverastund-
irnar í lífinu eru dýrmætar. Guð
geymi minningu Þorsteins Þor-
steinssonar, frænda míns. Innilegar
samúðarkveðjur til Sjafnar, sona og
allra aðstandenda.
Sigurður Jónsson.
í fáum orðum vil ég minnast vinar
míns Þorsteins Þorsteinssonar, eða
Steina eins og við vinir hans kölluð-
um hann. Kynni okkar hófust fyrir
þrjátíu áram þegar ég var í sumar-
vinnu hjá Rafveitu Selfoss. Þar hafði
hann nýhafið störf sem rafvirki og
starfaði þar æ síðan. Með okkur
tókst strax kunningsskapur, sem
varð að traustri vináttu eftir því sem
árin liðu. Það er margs að minnast
frá þessum áram og oft glatt á
hjalla. í þá daga var pólitíkin skarp-
ari og oft hart deilt. Við Steini vor-
um nokkuð samstiga í pólitík þótt
við gætum oft fundið eitthvað til að
rökiæða, en Steini var rökfastur og
þéttur fyrir. Hann var minnugur og
orðheppinn og gat verið óvæginn við
andstæðinga sína í pólitík. En hann
var glettinn í sinni og oft fuku
brandarar í leiðinni svo mönnum
sveið ekki lengi. Við fórum oft sam-
an í ferðir í þá daga og oftar en ekki
var farið inn í Þórsmörk með góðu
fólki. I þessum ferðum sem og á öðr-
um góðum stundum var Steini hrók-
ur alls fagnaðar. Steini var einnig al-
vöragefinn maður sem hafði ríkan
áhuga fyrir þjóðmálum og velferð
sinnar heimabyggðar. Hann vann
mikið fyrir sinn stjórnmálaflokk og
þótti dugandi fylgismaður þegar
tekist var á í kosningum. Steini var
heilsteyptur maður, vinur vina
sinna. Þrátt fyrir á stundum eilítið
hrjúft yfirbragð var hann viðkvæm-
ur í lund með gott hjartalag. Það
kom berlega í ljós þegar ég fór að
koma með bömin mín í heimsókn.
Þau hændust strax að honum eins
og böm fleiri vina hans. Þegar
Steini síðan þurfti að takast á við
erfið veikindi, sem að lokum yfir-
buguðu hann, kom í ljós hve mikið
sálarþrek hann hafði til að bera. En
Steini var ekki einn á lífsgöngu
sinni, við hlið sér hafði hann Sjöfn
Halldóra, sem hann giftist ungur.
Þau áttu saman tvo mannvænlega
syni, Þorstein Garðar og Jón Loga.
Hún stóð þétt við hlið hans til hinstu
stundar með stuðningi frá fjölskyldu
og vinum. Mun ekki ofsagt að fáir
fara í spor hennar á örlagastundu.
Kæra Sjöfn og fjölskylda. Inni-
legar samúðarkveðjur.
Þorfinnur Snorrason
og fjölskylda.