Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 SIGRIÐUR KRISTJANA JÓNSDÓTTIR + Sigríður Krist- jana Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1936. Hún andaðist á heimili sínu, Brautarholti Kjalarnesi, aðfara- nótt miðvikudags- ins 30. desember. Foreldrar hennar voru Jón Gauti Jónatansson, raf- magnsverkfræð- ingur, f. 14. okt. 1907 í Sigluvík, Svalbarðsstrandar- hr., S-Þing., d. 20. febr. 1964 og k.h. Guðrún Kristjánsdóttir, f. 4. febr. 1909 á Suðureyri í Súgandafirði. Sigríður var næstelst fimm systkina en þau eru Svanhildur Elín, f. 16. júlí 1935, Þórdís Helga, f. 8. maí 1944, Jón Gauti, f. 29. des. 1945 og Guðrún Kristín, f. 27. apr. 1948. Á árinu 1958 lauk Sigríður hjúkrunarfræðiprófi frá HSÍ. Hún starfaði sem hjúkrunar- kona við Landspítalann 1958-60 og fór í framhalds- nám í skurðhjúkrun við Land- spítalann 1960-61. Á árunum 1961-62 vann hún á skurðstofu Cook County Hospital í Chicago. Sigríður giftist hjnn 30. mars 1963 Páli Ólafssyni bónda í Brautar- holti, f. 16. mars 1930. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason, bóndi í Brautarholti og hreppstjóri, f. 19. sept. 1891, d. 13. febr. 1970, og k.h. Ásta Ólafsdóttir, f. 16. mars 1892, d. 8. apríl 1985. Börn Sigríðar og Páls eru: 1) Guðrún, lyfjafræðingur, f. 29. sept. 1963, gift Stefáni H. Hilmarssyni, lögg. endurskoðanda, f. 30. júlí 1961. Börn þeirra eru: a) Sig- ríður Katrín, f. 29. des. 1992, b) Hilmar Páll, f. 4. júlí 1998. 2) Ásta, ljármálastjóri, f. 15. febr. 1965, gift Gunnari Páli Pálssyni, fjármálastjóra, f. 5. okt. 1961. Börn þeirra eru: a) Páll, f. 10. okt. 1991, b) Bjarni, f. 29. jan. 1993. 3) Þórdís, kennari, f. 4. mars 1968. Sonur hennar Ólafur Arnar, f. 19. sept. 1995. 4) Ingibjörg, gull- smiður, f. 24. mars 1969, 5) Bjarni, viðskiptafræðingur, f. 25. maí 1972, og 6) Ólöf Hild- ur, viðskiptafræðinemi, f. 19. mars 1977. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Sigríður Kristjana Jónsdóttir, Brautarholti á Kjalarnesi, systir mín og vinur, er látin eftir lang- vinna og harða baráttu við illskeytt krabbameinið. Andlát ástvina er alltaf þungbært og enn þungbær- ara er það þegar þeir eru kvaddir burt af þessum heimi á góðum aldri, einmitt um það leyti sem þeir geta gefið sér tíma frá daglegu amstri til þess að njóta þess sem þeir hafa sáð. Systa var sterk kona. Því kynnt- umst við sem vorum henni sam- ferða. Hún var kröfuhörð en þó fyrst og fremst við sjálfa sig. Hjá henni voru verkin sem þurfti að vinna, verk til að sinna, meira var ekki um það að segja. Þessi styrkur kom einnig fram í því hvemig hún tók þeim sem voru henni kærir bæði á sorgarstundum og góðum. Ef rætt var um eitthvað sem skipti máli var athygli hennar vakin. Þetta reyndi ég oft. At- burðarás sem lýst var fyrir henni setti hún á minnið svo vel að nán- ast aldrei þurfti að segja henni tvisvar sama hlutinn jafnvel þó nokkur tími liði á milli samtala. Hún mundi atburðarásina jafnvel betur en sögumaður. Fyrir nokkrum árum þegar ég fékkst við eitt erfiðasta verkefni sem ég hef fengist við um tíðina talaði ég oft við hana. Þá reyndist hún mér góð- ur vinur. Sérstaklega man ég eftir einu atviki. Ég lýsti fyrir henni vonbrigðum mínum með atburða- rás sem lauk svo með langþráðu bréfi frá aðila sem hafði mikið vægi í því verki sem ég var að vinna. Rúmu ári síðar var ég að lýsa þessari sömu atburðarás fyrir gestum í fjölskylduboði í Brautar- holti. Þegar kom að fyrmefndu bréfi sagði ég að það hefði verið gleðistund þegar það var skrifað í byrjun maí, þá ári áður. Hún átti leið um og spurði hvort ég væri að tala um þetta ákveðna bréf og sagði svo: „Var það ekki dagsett 27. apríl.“ Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum - eins og þú. (Davíð Stef.) Stolt Systu og hamingja voru börnin þeirra hjóna, sex að tölu. Nú eru þau öll komin til manns og ávextirnir farnir að sýna sig. Barnabörnin fimm heilbrigð og fal- leg voru henni mikil hamingja og gleði og vafalítið eiga þau eftir að verða miklu fleiri. Það er augljós- lega sárt að þurfa að kveðja þenn- an heim eigandi þessi auðæfi og eiga enn meira í vændum. En hún Systa sá við þessu, að hluta, því hún tók sig til, þegar sjúkdómur- inn ágerðist, og sat og prjónaði barnafót meðan hún hafði til þess kraft því það var hennar vilji að öll barnabörn, fædd og ófædd, ættu eitthvað eftir ömmu sína. Þetta lýsir vel þeim mikla viljastyrk sem hún átti. Páll og börnin önnuðust hana þegar kraftar dvínuðu og sýndu, með reisn, mikla blíðu, þol- inmæði og styrk í erfiðleikunum. Það hlýtur að hafa verið notaleg tilfmning, fyrst dómurinn var fall- inn, að fá að kveðja í faðmi fjöl- skyldunnar sem hún unni svo heitt. Og dagurinn leið í djúpið vestur og Dauðinn kom inn td þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðm.) Á stóru heimili og búi var oft mikið að gera en þeir sem komu á heimili þeirra Páls á liðnum árum fundu aldrei annað en að þeir væru velkomnir og að þau hjónin hefðu nægan tíma til að bera kræsingar á borð og að spjalla við gesti sína. Miklar gestakomur þýddu auðvitað lengri vinnudag, en hvað um það? Það var þeirra stíll að fagna gestkomandi, þau báru skyldur sínar gagnvart heim- ili og búi með mikilli reisn og voru samtaka í því. Ef lýsa ætti Systu í einni setningu gæti hún hljóðað svo: „Hún var heilsteypt mann- eskja, ærleg og heiðarleg og vinur vina sinna.“ Móðir ökkar og systur, Svan- hildur Erna, Þórdís Helga og Guð- rún Kristín, og makar þeiiTa Þór- dísar og Guðrúnar, þeir Jochen og Haukur, minnast Systu með þakk- læti og virðingu og taka af heilum hug undir allt sem hér kemur fram um hana sem manneskju. Þau öll og við Hólmfríður biðjum þess að góður Guð gefi Páh, börn- unum, barnabörnunum og tengda- sonum styrk í sorg þeirra um leið og við vottum þeim öllum samúð okkar. Jón Gauti Jónsson. Ég kynntist þér, Sigríður, fyrst er við Olafur komum heim til styttri dvalar á árunum 1962-1964 en kynni okkar urðu meiri eftir heimkomuna 1967. Böm okkar vora á líku reki, sum vora skírð og fermd saman. Við þig var gott að ræða því að þú varst bæði skemmtileg og fróð og sagðir mér margt um land og þjóð. Auk þess áttum við mörg sameiginleg áhugamál, ekki síst vegna þess að báðar voram við hjúkranarfræðingar. Uppeldismál og velferð barna þinna vora þér hjartans mál enda hefur þeim farnast vel. Þú bjóst Páli og böm- um þínum gott heimili en þar var regla, snyrtimennska og góður stíll í fyrirrúmi. Síðustu árin vora þér erfið vegna alvarlegs sjúk- dóms. Þú barst þjáningu þína og harm í hljóði. Sjaldan eða aldrei varð þess vart hvernig þér leið, þannig leið tíminn. Þú hafðir ákveðið að dvelja síðustu daga lífs þíns heima og fá orð eru til er lýsa þeirri natni, umhyggju og vænt- umþykju er þínir nánust sýndu þér. Böm þín viku ekki frá sjúkra- beði þínum og þau geta huggað sig við að allt var gert sem í mannleg- um mætti var unnt. Ég, Ólafur, böm og tengdaböm sendum Páli, bömum, tengdabörn- um og bamabömum innilegar sam- úðarkveðjur. Hvíl þú í friði. Inga M. Ólafsson. Heita einnig huga og máls hjarta gulls og vilji stáls ljósið trúar, ljósið vonar lífs þín minning brenni. Þú sem lifðir ei til hálfs auðnu Iandsins dætra og sona blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kennir. Dána. Þú ert íslensk kona. (E. Ben.) „Dána“ er ekki í daglegu máli en mun hafa komið inn í málið á sautj: ándu öld í merkingunni höfðingi. I dag kveðjum við einn slíkan, Sig- ríði K. Jónsdóttui', sem var alltaf nefnd Systa. Ég þekkti hana í vel yfir 30 ár. Það var Ijóst um nokkurt skeið að barátta hennar var töpuð við ill- skeytt krabbameinið. Aldrei hef ég kynnst harðari og lengri baráttu en hennar er stóð áram saman. Oft var hún sárþjáð, það sáum við, en aldrei var kvartað - hún var ekki þeirrar gerðar. Hún var sú mann- eskja sem ég hef virt mest í lífinu. Dugnaður hennar og geta var slík að það gat verið erfitt að vera sam- ferða henni. En þegar ég komst til vits og ára, og áttaði mig á því að það var eigin vanmáttur sem tafði mig, fór ég að njóta þess að vera samvistum við Systu. Hún var menntaður skurðhjúkr- unarfræðingur en starfaði ekki við fag sitt eftir giftingu, enda var fljótlega nóg að gera á stóra heim- ili. Páll og Systa eignuðust 6 börn sem öll bera foreldram sínum fag- urt vitni, allt glæsilegt og vel menntað fólk. Það er ekld lítið ævi- starf að færa þjóðfélaginu það á silfurfati. Ég verð oft hugsi þegar verið er að sæma fólk orðu fyrir vel unnin störf, og hefur hugur minn þá gjarnan hvarflað til hennar. Engan þekki ég sem hefur unnið betur og era börnin þeirra talandi vitnisburður um það. Það var hins vegar ekki hennar stíll að auglýsa sig og sín verk, þvert á móti. Hún frábað sér alla athygli, kaus að standa til hliðar en var samt „möndullinn" sem allt snerist um svo ég vitni í orð Guðrúnar móður Systu sem nú syrgir næstelsta bam sitt. Systa var ekki gallalaus frekar en nokkurt okkar og hefði síst af öllu viljað láta mæra sig, en fékk í vöggugjöf mikla hæfileika sem hún fylgdi fast eftir og hvikaði aldrei frá, hún var staðfóst og fylgin sér. Það var alveg sama hvað hún lét frá sér fara, það lék allt í höndun- um á henni. En sjálf taldi hún alltaf að betur mætti fara. Að gera verkum hennar skil í stuttri minningargrein er ekki hægt og ónauðsynlegt. Glæsilegi barnahópurinn minnir á hana dag hvem og þannig lifu- hún áfram. Ég er þakklát fyrir að hafa ver- ið samferða henni þennan spöl. Það snart alla sem heimsóttu hana undir það síðasta að sjá eig- inmann og börn umvefja hana og hjúkra. Aðra eins fegurð hef ég aldrei séð undir svona kringum- stæðum. Það er alltaf óviðunandi þegar fólk á góðum aldrei deyr. Hún hafði svo brennandi áhuga á lífinu og velferð barna sinna og fjölskyldu. En baráttan var orðin löng og ströng. Eg á persónulega marga minn- ingarperluna af samskiptum okkar, öll góðu ráðin og hvatninguna, sem ég því miður hundsaði of oft. Ráð- gjöf hennai- var alltaf sett fram af heilum hug og eigin reynslu, sem svo sannarlega skilaði árangri, sé horft til ævistarfs hennar. Ég votta Páli og börnunum mína dýpstu samúð. Hallgerður Pétursdóttir. Það var 1. febr. 1955, þá hitt- umst við, 17 ungar stúlkur, T dag- stofu Hjúkrunarkvennaskóla Is- lands, sem þá var til húsa á 3. hæð á Landspítalanum, flestar í fyrsta sinn, við ætluðum að læra hjúkran. Þetta var upphafið að náinni vin- áttu æ síðan. Við lukum prófi í mars 1958. Þá skildu leiðir í bili, sumar fóra að vinna á Landspítalanum, aðrar fóra út á land. Nú setur okkur hljóðar, ein úr hópnum er horfin yfir móðuna miklu. Sigríður Jónsdóttir, eða Systa eins og við kölluðum hana, lést á heimili sínu að Brautarholti á Kjalamesi 30. des. 1998, langt um aldur fram eftir langa en hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, um- kringd sinni elskulegu fjölskyldu. Systa hóf störf á Landspítalan- um að námi loknu, fyrst á bama- deild og handlæknisdeild, en tók svo sérnám í skurðstofuhjúkran. Á þessum árum stóð hugur okk- ar margra til að afla okkur meiri þekkingar, reynslu og víðsýni á er- lendri grand og fóram við 3 vin- konurnar til Bandaríkjanna og störfuðum á Cook County Hospital í Chicago, Systa starfaði þar á skurðstofu. Þetta var mikil og dýrmæt reynsla fyrir okkur allar, Cook County spítalinn var þá einn stærsti spítali Bandai-íkjanna, eig- um við ótæmandi minningar þaðan sem oft hafa verið rifjaðar upp. Eftir heimkomuna frá Banda- ríkjunum hitti Systa lífsförunaut- inn sinn, Pál Ólafsson, bónda í Brautarholti, það var mikið gæfu- spor fyrir þau bæði. Þau giftu sig í mars 1963 og eignuðust 6 yndisleg böm sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. 1 Brautarholt var gott að koma, Systa og Páll höfðingjar heim að sækja og yndislegt að sjá hvað fjölskyldan var samhent, bæði í starfi og leik og kærleikurinn ávallt í fyrirrúmi. Umhyggjan og umönnunin við eiginkonu og móð- ur í veikindum hennar var aðdáun- ar verð. Þessu stóra heimili stjórnaði Systa af einstökum dugnaði, alúð og myndarskap, það var ekki bara að fjölskyldan væri stór, heldur var fjöldi manns í vinnu við hina stóra graskögglaverksmiðju sem þar er rekin. Síðustu 10 árin höf- um við hollsysturnar hist einu sinni í mánuði yfir kaffiboOa og höfum við fundið það í áranna fcs hvað þetta er okkur mikils virði, Systu hefur vantað sára sjaldan þrátt fyrir miklar annir oft á tíðum og nú á síðustu áram erfið veik- indi, hún var sannur vinur og við söknum hennar sárt. Elsku Páll, Guðrún, Ásta, Þórdís, Ingibjörg, Bjami og Ólöf, tengdasynir og ömmubörn, sorg ykkar og missir er mikill. Guð styrki ykkur á þess- um erfiða tíma. Innilegar samúð- arkveðjur til ykkar allra, einnig aldraðrar móður og annarra ást- vina. Guð varðveiti Systu, blessuð sé minning hennar. F.h. hoUsystranna, Valgerður og Bjarney. I fáum orðum viljum við minnast fermingarsystur okkar frá ísafirði, Sigríðar Kristjönu, sem andaðist miðvikudaginn 30. desember eftir langvarandi og erfið veikindi. Systa, eins og hún var ávallt kölluð af okkur skólasystranum, var vel greind og hæfileikarík og hafði þar af leiðandi mikið að miðla okkur hinum í leik og starfi. Einnig minnumst við geislandi kátínu og gleði í því sem við tókum okfair fyrir hendur í hennar félagsskaþ. Þegar Systa er 15 ára flytur hún ásamt fjölskyldu sinni frá Isafirði og því miður rofna þá að mestu tengsl okkar við Systu. Veturinn 1995 komum við saman nokkrar fermingarsystur til þess að ná saman fermingai'hópnum þá um vorið. Þetta varð til þess að við hittum Systu aftur og voru það gleðilegir endurfundir. Það eina sem skyggði á vora veikindi henn- ar sem hún tókst á við af kjarki ^tr stillingu. Systa var með okkur þá um vor- ið og eftir það höfum við hist reglu- lega nokkrar skólasystur og var Systa þar á meðal eins og heilsan leyfði. Þessar stundir vora okkur öllum mjög dýrmætar og gáfu okk- ur tækifæri á að kynnast Systu aft- ur sem fullþroska konu. Við hugsum til þessara stunda með þakklæti og gleði og munum geyma þær í minningu um þá góðu og heiisteyptu manneskju sem Systa var. Við viljum að lokum senda eigin- manni hennar Páli, börnum þeirra og fjölskyldu hugheilar samúðar- kveðjur. Fermingarsystur frá Isafirði. Sérfræðingar í blómaskreytinoum við öll tækifæri mblómaverkstæði I INNA I Skúlavörðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjðri útfararstjðri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Síxni 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.VS/'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.