Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 16
16 L AUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
Ospektir og sprengjur aðeins örfárra unglinga í Hagaskóla koma niður á öllum fjöldanum
_ Morgunblaðið/Kristinn
OEINKENNISKLÆDDIR lögreglumenn voru í Hagaskóla í gærmorgun og fdr skólastarfið friðsamlega fram.
Tíðindalaust undir eftir-
liti foreldra og lögreglu
ÁSKORUN til nemenda um að standa vörð um mannréttindi sín og neita að leyfa leit í töskum sínum var
hengd upp á vegg í frímínútum og vakti mikla athygli.
STYRKÁR er einn þeirra sem vísað var úr skólan- KRISTÍN, Guðný og Una, nemendur í 10. bekk skól-
um eftir að hafa lagt fram sprengjur sem voru í ans, eru ósáttar við ólætin siðustu daga og afleið-
hans fórum og er óánægður með viðbrögð skólans. ingar þeirra.
Sprengingar innan
veggja Hagaskóla hafa
vakið athygli síðustu
daga og haft umtals-
verð áhrif á skólastarf-
ið. Rakel Þorbergsdótt-
ir og Kristinn Ingvars-
son ljósmyndari könn-
uðu ástandið í skólan-
um í gærmorgun.
SKÓLAYFIRVÖLD Haga-
skóla brugðu á það ráð að
leita aðstoðar foreldra og
lögreglu við eftirlit eftir að
alvarlegt ástand skapaðist í skólan-
um vegna sprenginga nemenda.
Flugeldar sem settir voru í ruslaföt-
ur og anddyri skólans höfðu valdið
daglegri röskun á skólastarfí frá ára-
mótum og skapað ófremdarástand.
Einar Magnússon, skólastjóri
Hagaskóla, var sáttur við ástandið í
skólanum í gænuorgun og þegar
kennslu lauk um hádegi hafði ekki
dregið til tíðinda. „Gengið var í alla
9. og 10. bekki í morgun, ég og í kjöl-
farið tveir lögregluþjónar, og beindi
ég þeirri áskorun til nemenda okkar
að þeir sýndu ábyrgðartilfinningu og
legðust nú allir á eitt í jákvæðar átt-
ir. Eg benti þeim á að skólastarfið
væri að molna niður og ég veit að al-
gjör meirihluti nemenda er sömu
skoðunar og styður mig í þessu.“
Sex nemendum var íyrr í vikunni
vísað heim úr skólanum eftir að flug-
eldar fundust í fórum þeirra en
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur úr-
skurðaði að brottvísanimar sam-
ræmdust ekki stjómsýslulögum.
„Við vomm búin að gefa það út að
hið smæsta nægði til að visa mönn-
um heim. Pað er einfaldlega ekki til
neitt flokkunarkerfi yfir það hvað þú
mátt bera hingað inn og hvað ekki.
Þar sem við höfum ekki leyft notkun
kveikjara eða annarra eldfæra hér
inni þá gildir það sama um stjömu-
ljós, blys og kínverja og eitthvað
þaðan af verra,“ sagði Einar.
Árshátíð og skíðaferð felld niður
Allar líkur eru á að árshátíð Haga-
skóla og skíðaferð verði felld niður í
kjölfar atburða síðustu daga og era
vonbrigði nemenda mikil. Einar
sagði ástæðu þess liggja í því að ekki
yrði hægt að fá starfsmenn til að
manna skemmtanir eða skíðaferðir á
meðan málið væri enn óupplýst þar
sem öryggið væri ekki tryggt.
„Mér finnst hundleiðinlegt að það
sé búið að taka skíðaferðalagið af
okkur og árshátíðina. Allt út af ein-
hverjum bjánum sem era að
sprengja í skólanum. Það er heldur
ekkert sérstaklega gott orð sem er
komið á skólann,“ sagði Kristín Guð-
mundsdóttir nemandi í 10. bekk
Hagaskóla. Hún var sammála vin-
konum sínum um að um fámennan
hóp ólátabelgja sé að ræða en hann
fari þó stækkandi. „Þetta er bara
gert til að fá athygli og vera töff en
er ömurlegt. Það var enginn látinn
vita og allt í einu sprangu sprengjur
og allir urðu dauðhræddir," sögðu
vinkonumar Guðný, Una og Kristín.
„Það eru í mesta lagi tíu manns
sem standa í þessu og það er fáran-
legt að láta þetta bitna á 600 manns.
Þetta er til dæmis síðasta árshátíðin
okkar í skólanum," sögðu Bjössi,
Ingvar og Egill, nemendur í 10.
bekk, og bættu við að erfitt væri fyr-
ir samnemendur að hafa áhrif á
sprengjuvargana.
Styrkár Friðriksson, nemandi í 10.
bekk, var einn þeirra nemenda sem
var vísað heim úr skólanum og er
ósáttur með framgang mála. „Eg var
samvinnufús og lét þá fá þá flugelda
sem ég var með óbeðinn en var samt
rekinn. Það kennir mér bara að ljúga
og leyna,“ sagði Styrkár. „Ég ætlaði
ekki að sprengja í skólanum og var
með flugelda í töskunni eftir flug-
eldasýningu sem var deginum áðui’.
Það var ein stelpa tekin með stjörnu-
Ijós og annar með hurðasprengjur
sem má vera með inni,“ sagði Styi-
kár óánægður með harkaleg við-
brögð skólayfirvalda.
Styrkár sagði spennuna hafa
magnast hjá krökkunum við þá
miklu athygli sem málið hefði fengið.
Hiti hefði verið í nemendum og eng-
inn væri betur settur af því að segja
til þeirra sem að baki sprengingun-
um stóðu. „Það er ætlast til að mað-
ur segi frá en þá verður maður bara
óvinsæll eða jafnvel barinn,“ sagði
Styrkár.
Að sögn skólastjórans er um al-
varlegt þjóðfélagsmein að ræða og
allstór hluti nemenda viti til dæmis
hverjir vora að verki en bindist
þagnarsamsæri. Þetta sé hörmuleg
þróun en alls ekki ný af nálinni. „Því
miður er sá raunveraleiki sem ung-
lingar búa við þannig að ef þú kjaftar
frá þá verðurðu laminn. Þess vegna
segja menn ekki neitt. Það er hins
vegar hægt að koma ábendingum til
mín með ýmsum öðram hætti en
persónulegu sambandi," sagði Einar
Magnússon skólastjóri.
I stríði við skólann
Einar sagði það vera samdóma álit
allra sem að skólanum standa að fyr-
ir löngu sé komið nóg og að þetta
háttalag fari ekki saman við gott
skólastarf. Illt sé ef örfáir einstak-
lingar komist upp með að hrella jafn-
aldra sína svo mjög að skólastarfið
sé meira eða minna í molum.
í frímínútum í gær var hengd upp
áskorun til nemenda þar sem þeir
vora minntir á stjómarskárbundin
mannréttindi sín og þeir hvattir til
að leyfa skólayfirvöldum ekki að
leita í töskum sínum. Svo virðist sem
einhverjir nemendur telji sig í stríði
við skólann og sagði skólastjórinn
það vera miður. Nemendur virðist
vera sér meðvitandi um rétt sinn en
ekki þær skyldur sem þeir beri.
Kennarar era hvekktir eftir und-
angengna viku og hafði einn þeirra á
orði að hugarfarsbreytingu þui-fi því
almennt virðingar- og agaleysi ríki í
þjóðfélaginu.
Hörð unglingamenning
Arthúr Morthens var á göngum
Hagaskóla í gær fyrir hönd
Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.
„Þetta er afskaplega óheppileg þró-
un sem hér hefur átt sér stað og
miklu alvarlegra mál heldur en
tíðkast hefur fram til þessa. Og á
þessu verður að taka af fyllstu festu
af hálfu lögreglu, fræðsluyfirvalda
og félagsmálayfirvalda og gera sam-
ræmt átak,“ sagði Arthúr.
„Við óttumst að þessi unglinga-
menning sem sífellt verður harðari,
og sú þróun sem við sjáum í Banda-
ríkjunum og Evrópu, sé því miður að
færast hingað inn. Þetta er svona
fyrsta vísbendingin um það og því
mjög mikilvægt að taka strax á mál-
inu.“
Mikilvægt sé að læra af þessu máli
og fljótlega muni verða boðað til
fundar þar sem farið verður í gegn-
um alla málavexti. „Við bíðum hins
vegar eftir niðurstöðu nefndar frá
menntamálaráðuneytinu um aga og
agabrot í skólum og sjáum hver nið-
urstaða hennar verður. Það er alveg
ljóst að Reykjavíkurborg verður að
samræma skóla- og agareglur og
viðurlög við þeim í samvinnu við
skólastjórnendur í borginni. Það
verður að vera mjög skýrt hvað ger-
ist ef nemendur verða uppvísir að
hlutum sem þessum," sagði Arthúr
að lokum.