Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Heimsókn á Astrid Lindgren-
barnaspítalann í Stokkhólmi
ASTRID Lindgren-
bamaspítalinn í Stokk-
hólmi er án efa einn
fullkomnasti spítali
fyrir böm og unglinga í
heiminum í dag. Hann
er við Karólínska
sjúkrahúsið og var
formlega opnaður af
Silvíu Svíadrottningu
og tekinn í notkun í júlí
sl. Öll böm sem leggj-
ast inn á sjúkrahúsið
hafa jafnframt annað
foreldri með sér til inn-
lagnar. Pjónustan er
aldurstakmörkuð við 0-
18 ára aldur.
Helga
Hannesdóttir
Aukin sérhæfing -
bætt þjónusta
Vegna þess að flestar komur
bama og unglinga voru á bráðamót-
töku Karólínska sjúkrahússins var
ákveðið af heilbrigðisyfirvöldum og
Ljóst er að spítalinn
sem á að byggja er
of lítill, segir Helga
Hannesdóttir, og sök-
um staðsetningar sinn-
ar hefur hann litla sem
enga möguleika á
þenslu í framtíðinni.
sænsku ríkisstjóminni að byggja
nýjan bamaspítala við sjúkrahúsið
sem annaðist jafhframt nútímalegri
heilbrigðisþjónustu bama og ung-
linga. Sjúkrahúsið kemur þannig til
móts við böm og unglinga með
hvers konar sjúkleika eða röskun,
hvort sem um er að ræða geðrænan
vanda, sjálfsvígstilraunir, lyfjaeitr-
anir, þroskafrávik eða taugalæknis-
fræðilega röskun, sýkingar eða
meðfædd vandamál sem þarfnast
skurðaðgerða eða lyflæknisfræði-
legan sjúkleika eins og t.d. sykur-
sýki eða krabbamein hjá bömum.
Deildir sameinaðar
háskólakennslu
A sjúkrahúsinu em fjórar meg-
indeildir: 1. Deild fyrir börn yngri
en tíu ára. 2. Deild
fyrir unglinga. 3.
Bama- og unglinga-
geðdeild með sér-
stakri áherslu á
taugageðlæknisfræði
barna og unglinga. 4.
Rannsóknardeild sem
tengist prófessors-
stöðu í barna- og ung-
lingageðlæknisfræði
við læknadeild Stokk-
hólmsháskóla. Pessi
deild skipuleggur
jafnframt kennslu fyr-
ir læknanema og alla
aðra nema sem tengj-
ast námi í barna- og
unglingalækningum.
Við deildina starfa fjórir prófess-
orar í barnalækningum og bama-
og unglingageðlækningum. Bama-
spítali undir forystu barnalækna
var rekinn á Karólínska sjúkra-
húsinu frá áranum 1951-1998. Við
uppbyggingu á þjónustu á Astrid
Lindgren-sjúkrahúsinu hefur ver-
ið lögð megináhersla á innra spít-
alastarf sem byggist á tólf sér-
hæfðum þjónustumóttökum, sem
era:
1) Bráðamóttaka fyrir hvers
konar sýkingar, 2) gjörgæsla fyr-
ir nýbura og fyrirbura, 3) tauga-
geðlæknisfræðileg þjónusta barna
og unglinga, 4) móttaka fyrir
börn og unglinga með sállíkamleg
einkenni (magaverk, höfuðverk),
5) móttaka fyrir böm með
krabbamein, 6) deild fyrir börn
sem þarfnast skurðaðgerða,
7) móttaka fyrir böm með tauga-
og meltingarfærasjúkdóma,
8) móttaka fyrir böm með hjarta-
sjúkdóma, 9) gjörgæslumóttaka
barna, 10) röntgenlækningaþjón-
usta fyrir börn, 11) svæfingar-
deild barna og loks 12) göngu-
deildarmóttaka fyrir börn og ung-
linga.
Skipulagning heilbrigðis-
þjónustu fyrir íslensk börn
Uppbygging og skipulagning á
heilbrigðisþjónustu fyrir sænsk
böm byggist á áratugareynslu með
mismunandi rekstrarfoi-mum og er
það álit stjómenda í heilbrigðis-
þjónustu þar í dag að bamaspítali
með ofangreindri deildaskipulagn-
Eflum Reykjalund
VIÐ íslendingar er-
um heppnir að eiga
svo frábæra endur-
hæfingarstöð sem
Reykjalundur er. Ég
hef sjálfur verið í end-
urhæfingu þar og kom
þaðan með betri
heilsu og endurnýjað
þrek til að takast á við
lífíð. Á Reykjalundi
hefur á liðnum áram
verið byggð upp sterk
og viðurkennd
lungnaendurhæfing
með góðum tækjabún-
aði og frábæra starfs-
fólki.
Landssöfnunin „Sig-
ur lífsins" sem fram fór 2.-4. októ-
ber sl. sýnir að Reykjalundur á
ítök í fólkinu og fólkið á ítök í
Rekjalundi. Söfnunin gerir kleift
Sundlaugin, sem nú
er á Reykjalundi, segir
Jóhannes Kr. Guð-
mundsson, hefur staðið
endurhæfíngunni
* þar fyrir þrifum.
Jóhannes Kr.
Guðmundsson
að byrja á nýrri sund-
laug og íþróttaað-
stöðu. Sú sundlaug
sem nú er í notkun er
alltof lítil og ófullkom-
in og svo er einnig um
íþróttaaðstöðuna.
Þessi aðstaða hefur
staðið endurhæfing-
unni fyrir þrifum.
Til að hægt sé að
ljúka því stóra verk-
efni sem söfnunin
„Sigur lífsins“ hóf fyr-
ir bættri endurhæf-
ingaraðstöðu á
Reykjalundi er mikil-
vægt að Happdrætti
SÍBS haldi áfram að
vera sá bakhjarl sem nauðsynleg-
ur er fyrir Reykjalund. Ég skora
því á landsmenn að kaupa miða í
Happdrætti SIBS og styðja
þannig frekari uppbyggingu og
framþróun í endurhæfingarmálum
þjóðarinnar. Enginn veit hver
næst þarf á endurhæfingu á
Reykjalundi að halda. Stöndum
saman og styðjum Happdrætti
SÍBS.
Með kærri kveðju.
Höfundur er formaður
Samtaka lungnaajúklinga.
ingu og þjónustumöguleikum falli
best að þeim kröfum sem sænska
þjóðfélagið gerir til heilbrigðis-
þarfa bama. Svipuð uppbygging
hefur einnig átt sér stað á stærri
bamaháskólasjúkrahúsum í
Bandaríkjunum. Ætla má að við
Islendingar gætum margt lært af
þessum þjóðum varðandi rekstur
og uppbyggingu heilbrigðisþjón-
ustu hér á landi, en þær síðar-
nefndu hafa áratugareynslu í
rekstri mismunandi heilbrigðis-
kerfa. Hins vegar hafa íslensk heil-
brigðisyfirvöld ekki tekið á þessum
málum af þeirri heildaryfirsýn sem
að ofan greinir. Þótt ofangreind
þjónusta standi í flestum tilvikum
íslenskum bömum til boða er hún
undantekningarlítið sundurslitin,
auk þess sem upplýsingaflæði milli
mismunandi deilda og stofnana er
viða ábótavant og vantar stórlega á
heildarsýn yfir sjúklinginn. Þótt
það sé mjög ánægjulegt að ráða-
menn í heilbrigðismálum þjóðar-
innar hafa tekið þá ákvörðun að
byggja bamaspítala á íslandi, þá
er ekki gert ráð fyrir breyttri þjón-
ustu í þeirri uppbyggingu. Þvert á
móti er nú þegar ljóst að spítalinn
sem á að byggja er of lítill og sök-
um staðsetningar sinnar hefur
hann litla sem enga möguleika á
þenslu í framtíðinni. Samkvæmt
þessu skipulagi er verið að fjár-
festa í byggingu sem er veralega
úr tengslum við margar þær mikil-
vægustu þjónustugreinar sem
nauðsynlegar era bömum, til að
mynda aðal slysa- og bráðamót-
tökudeild höfuðborgarsvæðisins
(sem jafnframt sinnir öllum sjúkra-
flutningum með þyrlu), ásamt
bama- og unglingageðdeild, háls-,
nef- og eymadeild og heilaskurð-
lækningadeildum höfuðborgar-
svæðisins, en utan bama- og ung-
lingageðdeildarinnar fer starfsemi
þessara deilda f.o.f. fram á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur sem staðsett er í
Fossvogi. Þar sem aðgangur að
Sjúkrahúsi Reykjavíkur er á allan
hátt betri en aðgangur að lóð
Landspítala, ásamt því að þar er
opið útivistarsvæði aðlægt sjúki-a-
húsinu með opna möguleika á
þenslu eins og ráð má gera fyrir í
náinni framtíð, finnst undirritaðri
það óskynsamleg ákvörðun af
stjómendum íslenskra heilbrigðis-
mála að ráðast í byggingu bama-
spítala á þröngri lóð Landspítala.
Það er einróma álit marga úr heil-
brigðisstétt að kostir þess að
byggja fullkominn deildaskiptan
bamaspítala við Sjúkrahús
Reykjavíkur hafi ekki verið skoð-
aðir til hlítar og að nýbygging
deildaskipts bamaspítala í Foss-
vogi hefði skilyrðislaust átt að
verða ofan á í þessu vali með fram-
tíðarsýn heilbrigðismála íslenskra
bama og unglinga í huga.
Höfundur er læknir og fv. formaður
Norræns félags um þarfir
sjúkra barna (NOBAB).
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
987. þáttur
FRÁ ÞVÍ er að segja að um-
sjónarmaður var einu sinni
skikkaður til að segja til í val-
grein sem hét fundarsköp og
ræðugerð. Þessu fylgdi náttúr-
lega framsögn og flutningur. Til
þess að vinna gegn orðinu „mæt-
ing“ fékk kennarinn komið á fót
sóknarnefnd. Auðvitað var
henni falið að fylgjast með tíma-
sókninni og gefa fyrir þann þátt
í einkunninni. Með almennu
fylgi var Yngvi Kjartansson,
Ákureyringur, kjörinn formaður
sóknarnefndar og gegndi því
starfi, svo að ekki varð að fund-
ið.
Nú hefur þessi fyrrverandi
nefndarformaður skrifað mér
hlýlegt bréf sem ég birti meiri-
hlutann úr, með hans leyfi. Bréf-
ið er nokkuð persónulegt, en það
rýrir ekki gildi þess. Þegar um-
sjónarmanni þykir hæfa, fleygar
hann bréf Yngva með athuga-
semdum frá sjálfum sér í horn-
klofum. Þá tekur til máls Yngvi
Kjartansson:
„Gísli Jónsson
fyirverandi íslenskukennari
oft á Amtsbókasafninu.
Sæll Gísli. Ertu sáttur við yfir-
skriftina á bréfinu því arna?
Jæja, það má einu gilda. Af því
að þú ert nú oft að vanda um við
fólk í pistlun þínum í Morgun-
blaðinu langar mig að nefna við
þig orð sem mér finnst oft farið
illa með og sett í alveg fáránlegt
samræmi. Ég á við orðið gæði.
Fyrir nokkrum áram vann ég
hjá Háskólanum á Akureyri og
þar áttu nemendur í rekstrar-
fræði að læra það sem kallað var
„gæðastjórnun". Ég skildi þetta
orð ekki lengi vel, en þar kom að
einhver gæðastjórnfræðingurinn
útskýrði það fyrir mér þannig að
ég skildi. Ég held að ég treysti
mér ekki til að endursegja þær
útskýringar.
En það er allt of oft sem ég sé
sagt og skrifað að gæði geti verið
svo og svo góð, eða betri eða
best. Til dæmis stendur á heima-
síðu Landssímans að þeir stefni
að því að notendur sem hafa
áskrift að internetinu njóti sem
„bestra gæða“.
Ég á alveg eins von á því að þú
hafir áður tekið þetta fyrir í
pistlum þínum, en það sakar
kannski ekki að árétta það.
Annað langar mig að nefna
sem ég veit að þú hefur skrifað
um og það er þessi árátta fólks
að tala um það hafi „verið að
gera“ í stað þess að það hafi
gert. Þetta heitir eitthvað í mál-
fræðinni. Ég held að þetta sé
einhverskonar tíðabrenglun, en
ég kann of lítið í málfræði til að
geta skilgreint það.
[Jú, ég hef fjallað um þetta
hvort tveggja áður. Gæði heita
svo af því að þau era góð. Gæði
geta því aldrei orðið betri eða
best. Þau geta hins vegar orðið
meiri og mest. Hitt t.d. „þeir
vora ekki að spila vel“ er ofnotk-
un sagnarinnar að vera, sem
óeiginlegrar hjálparsagnar.
Slíkar sagnir eru notaðar, oft
mjög að óþörfu, til þess að
mynda samsetta nútíð og sam-
setta þátíð, en þær tíðir sagna
eru oftar en hitt ósamsettar, við
segjum þó oft: Ég er að lesa
fremur en ég les.]
Ekki veit ég hvaða álit þú hef-
ur á orðinu „intemet“. Mér
finnst það ágætis tökuorð sem
fellur vel að íslenskum málfræði-
reglum. Kannski er forliðurinn
„inter“ á mörkunum en ég held
að þetta orð hafi unnið sér svo
fastan sess í málinu að þeir sem
vilja segja og skrifa t.d. alnet,
verði að lúta í lægra haldi, nema
ráðandi fjölmiðlar taki sig saman
um notkun á því. Það held ég að
sé sú aðferð sem helst getur
breytt orðanotkun almennings í
landinu.
Mér er orðið mjög tamt að
nota þetta net til samskipta við
fólk og þar sem ég veit ekki
hvort þú hefur tileinkað þér það,
bið ég hann Hólmkel um að hafa
milligöngu um að koma þessu lít-
ilfjörlega bréfi til þín. Ég hef
ekki reynt hann að öðru en ein-
stakri greiðvikni.
[Satt segir þú um Hólmkel
Hreinsson amtsbókavörð, og við
höfum komið okkur saman um að
sleppa erlenda forskeytinu „int-
er“, en hafa orðið net með stór-
um staf og greini: Netið. Sú er
einnig stefna þeirra sem stjórna
þessu blaði, Morgunblaðinu. J
Eitt langar mig að spyrja þig
um. Kannast þú við orðið
„skafanki"? Ef svo er, hvaða
merkingu hefur það í þínum
huga og hvaðan heldur þú að það
sé upprannið?
[Umsjónarmaður veit ekki
hvernig á að stafsetja orðið sem
um er spurt. Kannski eins og
Yngvi gerir, fremur þó
skavanki, eða jafnvel skávanki.
Þetta orð merkir í vitund minni
galli, ágalli, missmíði, jafnvel
vansköpun eða fötlun. Svo
merkilegt sem það er, finnst orð-
ið ekki í þeim mörgu íslensku
orðabókum sem mér era tiltæk-
ar. Þá fór ég í Nudansk ordbog
(marglofaða) og þar er skavank
= galli. Orðið er sagt vera töku-
orð úr lágþýsku schrawank, en
uppruni þess óvís. Lengra kemst
ég ekki í bili, en minni á útvarps-
pistil Ástu Svavarsdóttur fyrir
skömmu.]
E.s. Þeir sem eru orðnir vanir
því að nota tölvupóst, hafa
ákveðið heiti yfir þann póst sem
sendur er í frímerktum umslög-
um. Sá póstur heitir „sniglapóst-
ur“.
Að lokum sendi ég þér hinar
bestu kveðjur og þakka þér fyrir
atorkusemi þína í þágu íslenskr-
ar tungu og okkar samskipti,
sem hafa að öllu leyti verið mér
ánægjuleg."
Umsjónarmaður þakkar Yngva
kærlega efni og ummæli.
Hlymrekur handan kvað
(líkl. stæling):
Jósep langaði limru að yrkja
og listsköpun umheimsins styrkja.
Þá varð guð ekki glaður:
„Ertu geðveikur, maður?!
Farðu í hús sem að kallað er kirkja."
Nú hefir mannvitið magnað þitt afl
og múlbundið strengina þína.
Gegn myrkrinu og kuldanum tefla skalt
tafl,
tröllefldur skorðast við stíflu og gafl.
Ljósið þitt láttu nú skína.
Færðu okkur birtu og framtíðar yl.
Fávizkan lendi í gleymskunnar hyl.
Lýstu okkur vorboðans ljósheima til,
og láttu okkur myrkrinu týna.
(Aðalsteinn Halldórsson frá
Litlu-Skógum: Ljósifoss.)
Auk þess þykir skilríkum
mönnum óþarfi að breyta orðinu
sjónarvottur í „sjónvitni" (á
ensku eyewitness). Og: Einhver
sagðist í útvarpinu vilja „sjá
áherslubreytingu". Er það hægt?
Ég heyri hinsvegar stundum
áherslubreytingar í tali manna.