Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 2.600 hafa sótt um veiðileyfi LILLI litli er kominn með sáran ekka Þorsteinn minn. Hann bara vælir og skælir, hann langar svo mikið til að verða „sægreifi". 'Vemuþjánu&tcL við Austurvöll Sími 562 7830 Veitágptt Sími 562 1934 Hressíbragði Burtséð frá fyrirsögninni er málið þannig vaxið. Sem heitum við Steinar og Helgi, höfum við um langa hríð eldað góðan mat og fægt saman grátt silfur á Óðinsvéum. Þótt fátt fái okkur haggað, er það eigi að síður staðreynd að hagir okkar hafa breyst á nýju ári og við færst úr stað. Erum teknir við rekstri Salatbarsins í Pósthússtræti, auk þess að sjá um veitingarekstur í Viðeyjarstofu og veisluþjónustu um víðan völl. Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar öll gömlu og góðu árin, vonumst við til að eiga með ykkur nýju og góðu árin sem eru framundan. Lífeyrissjóður sveitarfélaga stofnaður Valfrelsi sjóðfélaga í samtryggingu Jón G. Kristjánsson ífeyrissjóður starfsmanna sveit- arfélaga (LSS) var stofnaður í haust og tek- ur til starfa um þessar mundir. Er þetta fyrsti lífeyrissjóðurinn sem stofnaður hefur verið hér á landi um langt árabil. Hann er jafnframt fyrsti lífeyrissjóðurinn sem býður upp á valfrelsi sjóðfélaga í samtrygg- ingu, að sögn Jóns G. Kristjánssonar fram- kvæmdastjóra. Lífeyrissjóðurinn er að hefja kynningu á starfsemi sinni og verð- ur meðal annars efnt til kynningarfunda í stétt- arfélögum og sveitarfé- lögum þar sem sjóðfélög- um verða veittar upplýsingar um valmöguleika og ráðgjöf um flutning milli deilda sjóðsins. Starfandi hafa verið níu líf- eyrissjóðir sveitarfélaga og hafa þeir náð til um 80% starfsmanna sveitarfélaganna, sem aðild eiga að stéttarfélögum opinberra starfsmanna. Lífeyiissjóðirnir lofuðu meiri lífeyrisréttindum en iðgjöld stóðu undir og hrönn- uðust skuldbindingar sveitarfé- laganna upp. „Sveitarstjómar- menn sáu að þetta gat ekki gengið og eftir að sett voru ný lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) árið 1996 hófu sveitarfélögin samningaviðræð- ur við BSRB og BHM um lífeyr- isréttindi starfsmanna. Niður- staðan varð sú að stofna nýjan h'feyrissjóð til að taka við ið- gjöldum nýrra starfsmanna sveitarfélaganna," segir Jón. -Hverjir eiga a ðild að nýja sjóðnum? „Sjóðurinn er stofnaður af að- ildarfélögum BSRB og BHM og eiga allir nýir starfsmenn sveit- ai-félaganna frá 1. júlí 1997 sem starfa á samningsréttarsviði fé- laganna skylduaðild að LSS. Á þetta þó ekki við hjúkrunar- fræðinga og kennara. Af hálfu vinnuveitenda hafa hátt í 60 sveitarfélög þegar gerst aðilar að sjóðnum, þar á meðal flest stærstu sveitarfélög landsins. Starfsmenn þessarra sveitarfé- laga eiga einnig rétt á að flytja sig í nýja sjóðinn og má búast við að um þriðjungur þeirra sjái sér hag í því. Reiknum við með að reglulegir sjóðfélagar verði um 2.000 á fyrsta starfsári. t>á er gert ráð fyrir því að Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga geti tekið að sér rekstur eldri sjóðanna eða yfir- tekið réttindi þeirra og skyldur. Standa nú yfir viðræður um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavík- urborgar." - Hvernig er sjóður- inn byggður upp? „Sjóðurinn starfar í þremur sjálfstæðum deildum, A-, V- og S-deild. A-deild er samtryggingardeild þar sem fé- lagsmenn hafa kjarasamnings- bundna aðild. Hún veitir sömu réttindi og A-deild LSR. Ið- gjaldið er 15,5%, þar af greiðir sjóðfélaginn 4% og vinnuveit- andinn 11,5%. LSS býður jafnframt svo- kallaða V-deild sem stendur ►Jón G. Kristjánsson er fæddur 29. júní 1944 í Skriðinsenni í Bitrufirði í Strandasýslu. Hann er stúdent frá MA og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1971. Að námi loknu var Jón fulltrúi hjá tollstjóranum í Reykjavík og deildarstjóri hjá Sjóvá. Hann var skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingnum frá 1974 og sfðan starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar frá 1982 uns hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra nýstofnaðs Líf- eyrissjóðs starfsmauna sveitar- félaga síðastliðið haust. Jón er kvæntur Steinunni Bjarnadóttur, framkvæmda- stjóra SAS á íslandi. Hann á þijú börn. fyrir „valmöguleika sjóðfélaga í samtryggingu“. Réttinda- vinnsla er aldurstengd og veitir hver króna iðgjalds þannig meiri lífeyrisréttindi eftir því sem sjóðfélagi er yngri. V- deildin á því ávallt að vera tryggingafræðilega rétt. Sá sem á skylduaðild að A-deild getur flutt sig yfir í V-deiIdina og allt 15,5% iðgjaldið með sér. 10% af iðgjaldinu fer til að full- nægja lágmarkskröfum um samtryggingu. Viðbótariðgjald- inu, 5,5%, og öllum sérstaka líf- eyrissparnaðinum, þ.e. 2,2%, getur viðkomandi ráðstafað eins og hann telur hagkvæm- ast, að hluta eða öllu leyti í samtryggingu í V-deild eða sem séreign í S-deild, séreign- ardeild LSS. Skapar þetta skemmtilega möguleika í sam- tryggingunni. Sjóðfélaginn get- ur valið að nota umframiðgjald- ið til að sjá betur fyrir ákveðn- um tryggingaþörfum, til dæmis með því að auka örorkulífeyri á ákveðnu skeiði en breytt síðar áherslunni í ellilífeyri eða makalífeyri eftir því sem aðstæður breytast. LSS samdi við Kaupþing hf. um rekstur séreign- ardeildarinnar, að undangengnu útboði meðal verðbréfafyrir- tækjanna. Jafnframt var samið við Alþjóða líftryggingafélagið hf. um afar hagstæðar trygging- ar fyrir þá sjóðfélaga sem það vilja. Það er sannfæring mín að þessir samningar tryggi að við höfum á boðstólum áhugaverð- ustu kostina sem í boði eru á markaðnum í dag.“ Skemmtilegir möguleikar í samtryggingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.