Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 1
6. TBL. 87. ÁRG.
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Aætlun um tilhögun réttarhalda í máli Clintons samþykkt
Lokaákvörðun um
vitnaleiðslur frestað
Meirihluti öldungadeildarinnar þarf
að samþykkja vitnastefnurnar
Washington. Reuters.
Reuters
TRENT Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, og
Tom Ðaschle, leiðtogi demókrata, skýra frá samkomulagi flokkanna
um tilhögun réttarhaldanna í máli Bills Clintous forseta.
OLDUNGADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti einróma í gær-
kvöldi áætlun um tilhögun réttar-
haldanna yfir Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta vegna ákærunnar á
hendur honum til embættismissis.
Fyrr um daginn höfðu forystumenn
repúblikana og demókrata í öldunga-
deildinni náð samkomulagi um áætl-
unina. Samkvæmt henni er hugsan-
legt að vitnum verði stefnt fyrir rétt-
inn en það verður ekki ákveðið end-
anlega fyrr en undir lok mánaðarins
og meirihluti öldungadeildarinnar
þarf að samþykkja vitnastefnurnar.
Gert er ráð fyrir því að málflutning-
urinn hefjist á fimmtudaginn kemur.
Allir öldungadeildarþingmennirn-
ir 100 samþykktu áætlunina og
þingverði deildarinnar var falið að
afhenda Clinton stefnu þar sem
ákærunum og tilhögun réttarhald-
anna er lýst. Forsetinn fékk frest til
klukkan 17 á mánudag til að svara
stefnunni.
Trent Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, og Tom Daschle,
leiðtogi demókrata, kynntu sam-
komulagið á blaðamannafundi i þing-
húsinu síðdegis í gær. Daschle sagði
að forystumenn flokkanna væru
„miklu bjartsýnni“ en áður á að rétt-
arhöldin gætu farið fram án þess að
þau einkenndust um of af deilum
milli flokkanna.
Samkomulagið náðist á tveggja
klukkustunda fundi fyrir luktum
dyrum í þinghúsinu eftir að viku-
langar óformlegar samningaumleit-
anir höfðu ekki borið árangur. Ping-
menn sögðu að forystumenn flokk-
anna hefðu að lokum áttað sig á að
það væri báðum flokkunum fyrir
bestu að réttarhöldin hæfust með
sáttatón. „Það var mikill vilji til þess
af beggja hálfu að tryggja að fram-
ganga okkar í málinu yrði ekki öld-
ungadeildinni til skammar,“ sagði
þingmaðurinn Robert Bennett,
repúblikani frá Utah.
Málflutningur saksóknara taki
24 klukkustundir
Clinton hefur verið ákærður íyrir
að fremja meinsæri og leggja stein í
götu réttvísinnar til að leyna kyn-
ferðislegu sambandi sínu við Monicu
Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í
Hvita húsinu. Ólíklegt þykir að öld-
ungadeildin sakfelli forsetann og
svipti hann embættinu, en til þess
þarf tvo þriðju atkvæðanna.
Samkvæmt samkomulaginu fær
fulltrúadeildin, sem hefur falið 13
repúblikönum að annast saksóknina,
alls 24 klukkustundir til að færa rök
fyrir því að svipta beri Clinton for-
setaembættinu. Gert er ráð fyrir að
málflutningur saksóknaranna taki
þrjá daga og hefjist á fimmtudag.
Lögmenn forsetans fá síðan jafn
langan tíma til að verja hann.
Þingmenn öldungadeildarinnar fá
16 klukkustundir til að bera fram
spurningar. Málsaðilarnh- fá síðan
átta klukkustundir hvor til að ijúka
málflutningnum.
Atkvæði greidd um hvcrja
stefnu fyrir sig
Viiji málsaðilai'nir stefna vitnum
fyrir réttinn þurfa þeir að gera grein
íyrir ástæðunni og öldungadeildin
þarf síðan að greiða atkvæði um
hverja beiðni fyrir sig. Gert er ráð
fyrir að atkvæðagreiðslurnar hefjist
25. þessa mánaðar.
Fjögurra manna nefnd, skipuð
þingmönnum úr báðum flokkunum, á
að setja reglur um vitnaleiðslurnar til
að tryggja að þær dragist ekki á
langinn og koma í veg fyrir að réttar-
höldin verði „klámfengin“. Þingmenn
sögðu að samkomulagið ætti að koma
í veg fyrir miklar deilur milli flokk-
anna um vitnaleiðslurnar og tryggja
að réttarhöldin yrðu eins sanngjörn
og mögulegt væri.
■ Hvíta húsið/26
Árásirnar á frak
Ráðgjafar
Saddams
sagðir
hafa fallið
Washington. Reuters.
BANDARÍKJAMENN sögðu
í gær að upplýsingar sem
leyniþjónusta þeirra hefði
undir höndum gæfu til kynna
að „fjölmargir" af helstu ráð-
gjöfum Saddams Husseins
Iraksforseta hefðu fallið í flug-
skeytaárásum Breta og
Bandaríkjamanna á írak í síð-
asta mánuði.
Sagði Henry Shelton, yfir-
maður bandaríska heraflans,
að árásirnar hefðu skaðað
hernaðarmátt Saddams mun
meira en talið var í fyrstu.
Augljóst væri að fráfall ým-
issa mikilvægra ráðgjafa og
liðsmanna Lýðveldisvarðarins
ylli Saddam miklum vandræð-
um.
Allt að 1.600 hermenn féllu
Gat Shelton sér þess til að
600-1.600 liðsmenn Lýðveldis-
varðarins, úrvalssveita íraska
hersins, hefðu fallið í árásun-
um og þúsundir til viðbótar
særst.
Bandaríski hershöfðinginn
Anthony Zinni sagði að ýmis-
legt benti til þess að Saddam
hefði miklai- áhyggjur af því
að hann væri að missa tangar-
haldið á hemum. Hann hefði
t.a.m. látið taka nokkra her-
foringja af lífí í suðurhluta
landsins, m.a. yfírmann hers-
ins á svæðinu.
■ Fimm ríki sögð/26
Atök blossa upp að nýju í Kosovo
Serbneskir lög-
reglumenn falla
Pristina. Reuters.
ÞRÍR serbneskir lögreglumenn
féllu og þrír óbreyttir borgarar
særðust í skotbardaga í suðurhluta
Kosovo í gær og óttast er að átökin
í héraðinu magnist og nýtt stríð
blossi upp.
Sandy Blyth, talsmaður Örygg-
is- og samvinnustofnunar Evrópu,
sagði að lögreglumennimir hefðu
fallið í bænum Suva Reka, 40 km
suðvestur af Pristina, höfuðstað
Kosovo. Þrír vegfarendur hefðu
einnig særst í átökunum.
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug hafði eftir heimildarmanni í
serbnesku lögreglunni að „hermd-
arverkamenn" hefðu ráðist með
handsprengjum á brynvarða bif-
reið lögreglumannanna. Serbar
nota yfirleitt orðið „hermdarverka-
menn“ yfir skæraliða í Frelsisher
Kosovo (KLA), sem berst fyrir
sjálfstæði héraðsins.
Upplýsingamiðstöð Kosovo-AIb-
ana (KIC) sagði að serbneska lög-
reglan hefði átt upptökin að átök-
unum. Foringi í Frelsisher Kosovo
sagði að serbneskir her- og lög-
reglumenn hefðu ráðist á þorp á
svæðinu og sært tvo menn af al-
bönskum uppruna. „Gerist slíkt
aftur getur KLA ekki ábyrgst að
við getum haldið aftur af okkur.“
Hennenn teknir til fanga
Liðsmenn KLA tóku einnig átta
serbneska hermenn til fanga ná-
lægt bænum Kosovska Mitroviea,
um 35 km norðvestur af Pristina.
Serbar kröfðust þess að mennimir
yrðu leystir úr haldi fyrir klukkan
16.30 að ísl. tíma í gær en ekki var
vitað hvort uppreisnarherinn hefði
orðið við þeirri kröfu.
Tanjug skýrði ennfremur frá því
að lík ungs manns af albönskum
upprana hefði fundist í suðurhluta
Kosovo í gær. Óþekktir menn
rændu honum á miðvikudag og
skutu hann í höfuðið, að sögn frétta-
stofunnar.
Heimsókn Blairs mótmælt
LÖGREGLAN í Höfðaborg beitti
í gær táragasi og skaut gúmmí-
kúlum til að dreifa múslimum,
sem mótmæltu fyrstu heimsókn
Tonys Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, til Suður-Afríku. Lög-
reglan sagði að þrír hefðu særst
en múslimarnir hefðu ekki kom-
ist að bíl forsætisráðherrans, sem
var á leið í opinbera athöfn í
borginni þegar mótmælin hófust.
Blaðakona talar hér í farsíma
eftir að hafa orðið fyrir gúmmí-
kúlu frá lögreglunni.
Stjórn Suður-Afríku bað Blair
afsökunar á mótmælunum áður
en hann ávarpaði suður-afríska
þingið í Höfðaborg. Gesturinn
fagnaði afnámi kynþáttaaðskiln-
aðarins í ræðu sinni og lauk lofs-
orði á Afríska þjóðarráðið
(ANC) fyrir að koma á lýðræði í
landinu með friðsamlegum
hætti.