Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 56
•$6 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRIS TBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Mánudagurinn 4. janúar mun seint líða mér úr minni. Lóa kom til mín ásamt Berglindi, systur minni, og tilkynnti mér að Kristbjörg frænka væri dáinn. Eg var svo lengi að meðtaka það sem hún sagði, ég skildi ekki og vil ekki skilja hvemig það má vera að hún sé látin. Skil ekki tilganginn í því að taka hana í blóma lífsins 23 ára gamla frá Arnari og tveimur dætr- um. Daginn áður, sunnudaginn 3. janúar, ríkti svo mikil gleði því hún , ag Arnar höfðu eignast alveg yndis- lega dóttur sem var heilbrigð og hraust. Ég var svo ánægð að heyra að hún væri búin að fæða og allt hefði gengið vel, því þegar hún átti Berthu Maríu var það svo erfið fæðing. Þegar ég hitti Kristbjörgu á Þorláksmessu og spurði hana hvort hún kviði ekki fyrir fæðing- unni var svarið: Nei nei, þetta mun allt ganga vel. Ég hvorki sá né fann kvíða hjá henni. Þetta svar var lýsandi dæmi fyrir Kristbjörgu. Aldrei neitt mál hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Kristbjörg var yndislegur persónuleiki, falleg að innan og utan. Þrátt fyrir alla henn- ar mannkosti var hún lítillát og ajlógvær. Hún var þvílíkur dugnaðarfork- ur, alltaf vinnandi, þau keyptu sér íbúð fyrir nokkrum árum og svo er Arnar í flugnámi. Þannig að það þurfti að afla tekna og það var ekk- ert mál hjá henni. Hún var að þjálfa í fimleikunum, vann í Vídeóklúbbn- um, Veitingastöðunum Lanterna og Hertoganum og í Tvistinum. Svo var hún alltaf boðin og búin til að passa fyrir alla því hún hafði alltaf nógan tíma. - Hún var alveg einstaklega klár í nöndunum, hafði fallega rithönd, var mikið í föndrinu og prjónaði talsvert. Mér fannst frábært ein jólin, þá prjónaði hún peysu handa Bjössa bróður sínum og það var eitthvað mikið að gera hjá henni þau jól. Henni tókst ekki að klára að prjóna peysuna svo hún pakkaði henni inn á prjónunum og svoleiðis fékk Bjössi hana. En hún tók líka peysuna eftir jólin og kláraði hana. Elsku besta Kristbjörg mín, ég þakka þér fyrir þær stundir sem ég hef átt með þér og mun varðveita þær vel og lengi. Elsku Arnar, Bertha María, litla dúlla, Steina, Þórður, Þórdís, Eyþór, Bjössi, Edda, Steina, Baldvin, Kalli, Gunný ^g Rikki, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja ykkur og lýsa ykkur veginn fram á við í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu aðkynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Ykkar, Hafdís Kristjánsdóttir og Qölskylda. Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó. í huganum tii himins oft ég svíf Og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil böm. En sólin gyllir sund og bláan Qörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Jk, Ég heyri í fjarska viiltan vænjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Þriðji janúar var þvílíkur gleði- dagur því þá fékk ég þær æðislegu iflfc-egnir að Kristbjörg frænka væri Dúin að eiga og þau hefðu fengið stóra og myndarlega stelpu en flestallir bjuggust við strák. Búist var við fæðingu 10. janúar og ég var mikið fegin að hún skyldi eiga fyrr því þá var þessari erfiðu með- göngu lokið. Ég talaði við Berthu Maríu í símann og hún var svo glöð því hún var orðin stóra systir. Svo sagði hún mér að litla systir væri alveg eins og hún. Ég ákvað að bíða með að fara í heimsókn þangað til næsta dag og leyfa Kristbjörgu að hvíla sig. Ég var alltaf að vakna næstu nótt og hugsaði þá alltaf til Kristbjargar og litlu prinsessunn- ar, hvað ég gæti gefið litlu eða bara Kristbjörgu sjálfri, því nóg er til af öllu eftir að Bertha María fæddist. Þegar ég vakna daginn eftir kemur Lóa í heimsókn og færir mér þau skelfilegu tíðindi að Kristbjörg hafi dáið um morguninn. Það ómaði inni í kollinum á mér að það gæti bara ekki staðist. Hún er 23 ára og er tekin frá nýfæddu bami sínu, Bert- hu Maríu, og Arnari, unnustanum sínum. Þessi erfiði dagur leið og næstu nótt ætlaði ég aldrei að geta sofnað því ég hugsaði svo mikið til aðstandendanna, maður skilur ekki hvað er hægt að leggja mikið á suma. Arið 1970 missti Steina, mamma hennar Kristbjargar, lítinn dreng að nafni Baldvin Þór. Kristbjörg var yndislegur per- sónuleiki, hún var má segja allra. Alltaf vildi hún gera allt fyrir alla, alveg sama hvað það var. í fyrra þegar ég var ófrísk kom hún og hjálpaði mér að mála sjónvarps- holið og þótti það alveg sjálfsagður hlutur. Við höfum alltaf verið mjög góðar vinkonur enda búnar að þekkjast frá því hún fæddist. Við Kristbjörg áttum margt sam- eiginlegt enda báðar í voginni, hún átti afmæli 9. okt og ég 8. október. Þegar ég var yngri svaf ég oft vest- ur frá og mér er minnisstætt að ég borðaði ekki kartöflur og þá tók hún bara líka upp á því að borða þær ekki. Það er ekki langt síðan við vorum að tala um þetta og hvað okkur fannst þetta fyndið að hún skyldi ekki vera farin að borða þær ennþá. Það var alveg frábært þegar hún og Amar fluttu í íbúðina á móti okkur úti í Áshamri 1994. Fyrir þau jól tókum við okkur saman og bök- uðum saman smákökumar. Þá var sko gaman hjá okkur. Við höfðum báðar mjög gaman af að föndra og við dúlluðum okkur við það að búa til nælur handa börnunum í fjöl- skyldunni fyrir ættarmótið 1994. Allt sem Kristbjörg gerði var svo vandað, rithönd hennar var einstök, hún skrifaði svo fallega. En það var svo skrýtið að hún var aldrei nógu ánægð með það sem hún gerði. Jólakortin sem þau sendu í ár vom að sjálfsögðu búin til af Kristbjörgu og vom ofboðslega falleg. Jólagjöf- in sem hún gaf bömunum okkar Nonna var ótrúleg því pabbi henn- ar hafði skorið út engla sem hún málaði og skrifaði á Halla Björk hjartans engillinn minn og Logi Snædal hjartans engillinn minn. Kristbjörg var hreint frábær mamma og Bertha María var alltaf svo fín og falleg, mamma hennar dúllaði alltaf svo við hárið á henni. Á hverju kvöldi las hún fyrir hana og þær sungu Snert hörpu mína himinboma dís. Hún sagði einmitt við mig um daginn: Ekki vissi ég að það væru fjögur erindi í Snert hörpu mína himinboma dís. Við verðum að læra fjórða erindið. Kristbjörg var þvílíkur dugnað- arforkur, vann mjög víða og stund- um sagði ég við hana: Hvenær get ég náð í þig? Þá svaraði hún: Ja, kannski einhvem tímann í nótt. Það var nefnilega erfitt að heimsækja hana því hún var alltaf að vinna. Búhamarinn var þeirra annað heimili, þau voru öll þrjú mjög mik- ið þar og Steina og Þórður voru þeim svo góð. Haustið 1996 fóm þau til Reykjavíkur, Arnar fór í einkaflugmanninn og Kristbjörg fór að vinna á leikskólanum Bakka- borg og fór að læra táknmál. Þá fóru þau inn í heimilið hjá Gunný og Rikka, foreldrum Arnars. Þau komu heim um jólin og þær mæðgurnar bjuggu niðri í kjallara hjá okkur Nonna í smátíma því Árnar var áfram fyrir sunnan í námi. Kristbjörg og Arnar keyptu sér bíl núna í nóvember og Krist- björg var svo hamingjusöm þá. Þegar Kristbjörg var lítil vom hún og Þórdís, systir hennar, eins og tvíburar, þær vora alltaf eins klæddar og báðar með ljóst sítt hár. Mér fannst svo fyndið að heyra Þórdísi oft tala við hana því hún sagði svo oft Oddný. Besta vinkona hennar Kristbjargar var mamma hennar, þær vom svo samrýndar og líkar í mörgu. Kristbjörg stundaði fimleika frá sex ára aldri og fór svo að þjálfa stelpurnar og gerði það vel. Hún var algjör reglumanneskja og stóð sig vel í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Góði Guð, ég skil ekki tilganginn að taka svona unga, fallega og góða stúlku frá nýfæddu barni sínu, Berthu Maríu og Arnari, hlutverk hennar hinum megin getur ekki verið brýnna en að hugsa um börn- in sín og unnusta. Elsku hjartans Kristbjörg mín, mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín mikið, þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Núna ertu komin til Bldvins Þórs, bróður þíns, ömmu Diddu og ömmu Þórsteinu. Guð geymi þig, elsku Kristbjörg mín. Elsku Arnar, Bertha María, litla prinsessa, Steina, Þórður, Bjössi, Edda, Steina, Baldvin, Gunný, Rikki og Kalli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar, Berglind Krisljánsdóttir og fjölskylda. Elsku Kristbjörg Oddný, ég vildi ekki trúa því að þú værir farin í burtu til annars heims, en veit þó að þú munt alltaf vera nærri mér í huganum. Og þegar fimleikar eru annars vegar veit ég að þú átt eftir að vera til staðar og segja öllum til. Við emm búnar að vera saman í fimleikunum síðan ég byrjaði að æfa og höfum lengi þjálfað saman. Það á eftir að vera skrýtið að vera að þjálfa og þú ekki í salnum. Ánsi oft vomm við ósammála og fór skap okkar ekki alltaf vel sam- an, en saman tókst okkur nú samt að gera það sem við ætluðum okk- ur. Ég veit að ég á eftir að sakna þín mjög mikið og vona að þú haldir þig alltaf nálægt íþróttinni og félag- inu. Guð blessi þig og fjölskyldu þína og veiti ykkur allan þann styrk sem þið þarfnist. Anna Hulda. Elsku Kristbjörg mín. Það er svo sárt og erfitt að horfa á eftir þér og vita til þess að ég fæ aldrei knús frá þér aftur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman þegar þú varst að passa mig. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með támm, hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur. En þegar þið hlæ- ið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Guðný Ósk. Elsku Kristbjörg Oddný frænka. Það em aðeins tveir og hálfur mán- uður síðan við voram í sömu spor- um að skrifa um ömmu okkar, Odd- nýju Guðbjörgu Þórðardóttur, kon- una sem þú varst skírð í höfuðið á. Okkur eru ofarlega í huga allar góðu stundirnar sem við áttum saman á Búhamrinum. Þar var mikið brallað eins og t.d. farið í fjömna, í berjatínslu, í hring og punkt og í ballett inni í bflskúr. Það em forréttindi að hafa fengið að al- ast upp á stað sem þessum með jafn yndislegri manneskju og þér, elsku Kristbjörg okkar. Samvem- stundunum fækkaði með aldrinum en alltaf töluðum við saman reglu- lega þar sem þú sagðir okkur frétt- ir af Berthu Maríu og Arnari. Allar stofnuðum við okkar eigin fjöl- skyldu og framtíð okkar virtist björt en skammt er stórra högga á milli. Þegar þú varst að skrifa nafn ömmu Diddu fyrir jarðarför hennar þá stoppaðir þú í miðjum klíðum og fórst að gráta og sagðir að nöfnin ykkar væra svo lík. Það styrkir okkur í þessari óbærilegu sorg að vita að nú eruð þið saman á ný nöfnumar. Elsku Arnar, Bertha María, litla frænka, Þórður, Steina, Þórdís, Ey- þór, Bjössi, Edda og böm og aðrir aðstandendur og vinir. Hugur okk- ar er hjá ykkur öllum á þessari erf- iðu stundu. Guð blessi minningu Kristbjarg- ar Oddnýjar. Þínar frænkur, Dóra Björk og Brynja. Mánudagurinn 4. janúar byrjaði eins og hver annar dagur. Kvöldið áður hafði ég fengið þær gleðifrétt- ir að þú og Arnar hefðuð eignast ykkar annað barn. Eftir að ég flutti í Kópavoginn frá Vestmannaeyjum höfum við frænkumar ekki hist mikið nema við sérstök tækifæri. Þegar ég fékk fréttirnai' af fæðingu litlu stelpunnar hlakkaði ég mikið til að sjá þig með hana í fanginu og Amar og Berthu Maríu ykkur við hlið. En skyndilega breyttist allt. Ég mun aldrei gleyma þeim degi er pabbi sagði mér frá sviplegu and- láti þínu. Ég fæ líklega aldrei skilið hvers vegna þú varst tekin frá okk- ur svona ung, nýbúin að eignast litla dóttur. Elsku Kristbjörg mín, ég mun sakna þín sárlega. Elsku Arnar, Bertha María, óskírð Arn- arsdóttir, Þórður, Steina, Bjössi, Edda, Þórdís, Eyþór og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð María Jónsdóttir. Við spyrjum okkur eflaust öll: Af hverju? Það er erfitt fyrir okkur að trúa því að þú hafir kvatt þennan heim. Hamingjan virtist blasa við, nýtt barn komið í heiminn sem því miður fær aldrei að kynnast þér, elsku Kristbjörg. Við sem eftir sitj- um skiljum ekki af hverju þú varst kölluð héðan. Það var aðeins fyrir nokkmm dögum að ég heimsótti ykkur út í Eyjar og við ræddum um það sem við ætluðum að gera þegar ég kæmi aftur til Eyja í sumar til að hitta ykkur. Það átti að njóta þess að vera í veðurblíðunni, fara í sund og gefa fuglunum, þú með börnin þín en ég með litla bróður. Við ól- umst upp hvor á sínum staðnum, þú í Eyjum en ég í Reykjavík, en það var alltaf mikil gleði þegar þið frænkumar úr Eyjum komuð í heimsókn til ömmu og afa. Þá sendi amma iðulega mig og afa eftir kjúklingum handa okkur kvenfólk- inu. Svo voru það ófá leikrit sem við settum upp heima hjá ömmu og afa. Fyrir stuttu varst þú að rifja það upp þegar við settum upp leikrit á ættarmóti sem enginn hló að nema amma, því hún skildi okkur svo vel. En nú ert þú komin í faðm ömmu Diddu, sem hvarf skyndilega frá okkur fyrir skömmu. Það erfitt að sætta sig við að það er ekkert í heimi hér sem færir þig aftur til okkar. Arnar, Bertha Mar- ía, óskírða frænka, Þórður, Steina, Bjössi, Edda, Þórdís, Eyþór og allir þeir sem misst hafa mikið við frá- fall Kristbjargar Oddnýjar, megi Drottinn hugga okkur og styrkja í þessari miklu sorg. Salóme Huld. Sunnudaginn 3. janúar berast gleðifréttir, Kristbjörg var búin að fæða myndarstúlku. Daginn eftir er hringt og mér sagt að Kristbjörg hafi dáið um morguninn. Hún Kristbjörg er 23 ára og á allt lífið framundan. Þetta getur ekki verið satt. Maður fyllist svo mikilli reiði og hjartasári sem seint grær. Þú varst yndislegt barn, svo broshýr með þitt fallega mikla hár. Þú varst fjögurra eða fimm ára þegar mamma þín hringdi í mig í sjokki og bað mig að laga hárið á þér og Þórdísi. Þið fómð í hárgreiðsluleik, taglið var klippt af og toppurinn líka, en það kom ekki fyrir aftur. Það var gaman að sjá hárgreiðsl- una á litlu perlunni þinni, Berthu Maríu, hvað hún var alltaf fín um hárið og fallega klædd. Allt það fal- lega föndur sem þú gerðir og rit- höndin þín var svo falleg. Elsku Kristbjörg, þín verður sárt saknað. Minning um yndislega stúlku mun lifa í hjarta okkar allra. Elsku Arnar, Bertha María og lítil óskírð, Steina, Þórður og fjöl- skylda. Missir ykkar er mikill og við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og styðja í þessari miklu sorg. Hrafnhildur og fjölskylda. Rétt rúmlega tvítug höfum við alla jafna ekki mikla reynslu af minningargreinum, ekki þá nema eftir missir ömmu eða afa. Með síð- ustu minningargreinum sem við vinirnir lásum vom einmitt greinar um Oddnýju Þórðardóttur og þar á meðal grein eftir barnabarn hennar, Kristbjörgu Oddnýju Þórðardóttur. Hvern hefði grunað að næstu kynni okkar af sorginni yrðu þau að rita þessa minningargrein um Kristbjörgu, vinkonu okkar og frænku. Hvem hefði heldur grun- að, þegar öllum vinahópnum tókst að hittast hinn 30. desember síðast- liðinn heima hjá Elfu, að þú yrðir ekki lengur á meðal okkar á nýju ári, elsku Kristbjörg. En fyrir okk- ur unga fólkið er nýtt ár einmitt helsta tákn nýrra tækifæra. Á árinu 1999 ætlar árgangur 1975 í Vestmannaeyjum að halda uppá tíu ára fermingarafmæli sitt. Krist- björg var ein af þeim sem hafði haf- ið undirbúningsvinnuna íyrir mótið. Á fyrsta fundinum, 27. desember síðastliðinn, bar á góma að árgang- urinn væri þeirrar gæfu aðnjótandi að enginn úr þessum 130 manna hópi hafði látist. Brotthvarf þitt, elsku Kristjbörg, er okkur hinum í árgangi 1975 enn frekari hvatning til þess að halda „stærsta og geð- veikasta árgangsmót sem á Vest- mannaeyjum hefur dunið“, eins og sagði í fyrsta dreifibréfinu sem þú vannst að með okkur. Kristbjörg var nefnilega sá leiðtogi sem hver vinahópur þarf á að halda. Hún gerði sitt til þess að halda hópnum saman þegar fólk fór að tvístrast frá Eyjum vegna náms og starfa. Sumarbústaðaferðir og matarveisl- ur (oftar en ekki heima hjá Krist- björgu) em meðal þess sem við minnumst með söknuði og verður vafalítið hálfskrýtið að hittast næst, án þín. „Ég er í engu standi til þess að fara að standa á haus 1 einhverri eldamennsku til þess að ná liðinu saman,“ sagði Kristbjörg þegar talið barst að því að hittast nú um jólin. Enda var hún „í þykkara lagi“ og þreytt eftir erfiða meðgöngu. Þetta lýsir Kristbjörgu vel, henni fannst hún alltaf þurfa að skila sínu. Nei, nei, ekkert mál, við vinimir hittumst bara og pöntuðum okkur pitsu - því Kristbjörg var jú ólétt og eitthvað urðum við að borða! Sama var uppi á teningnum með þjóðhá- tíðarstússið í kringum Eljaraglettu- gengið okkar. Kjami þessa vina- hóps okkar í dag er einmitt vinkon- urnar sem ásamt Kristbjörgu gerðu garðinn frægan um hverja þjóðhá- tíð með glensi og glaumi. Kristbjörg kunni alveg að skemmta sér og sjá björtu hliðarnar á lífinu. Sá okkar sem bjó við hliðina á henni í blokk- inni minnist þess einmitt að þegar hann kom heim af sjónum og setti græjurnar í botn, kippti Kristbjörg sér ekki upp við það heldur lækkaði bara í sínum og hlustaði með hon- um! Vinahópurinn okkar verður aldrei samur án þín, Kristbjörg. Ævina fengum við ekki alla með þér að þessu sinni en þau ár sem við fengum emm við þakklát fyrir, og þá sérstaklega þau átta ár sem þið Arnar fenguð saman. Það sem hjálpar okkur, vinum þínum, að takast á við missinn em þær stundir sem Guð gaf okkur með þér um hátíðarnar sem og þær minningar sem við eigum um þig, elsku Kristbjörg. Við sáum á mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.