Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Flugleiðir selja Þyrpingu Hótel Esju og Hótel Loftleiðir
Morgunblaðið/Þorkell
PASTEIGNAFYRIRTÆKIÐ Þyrping keypti í gær Hótel Esju og Hótel Loftleiðir af Flugleiðum fyrir tvo
milljarða króna. Á myndinni má sjá Sigurð Helgason, forstjóra Fiugleiða, og Sigurð Gísla Pálmason, f.h.
Þyrpingar, ganga frá undirritun samningsins.
Greiða fyrir 2
milljarða króna
Hraðfrystistöð
Þórshafnar skráð
*
á aðallista VÞI
FLUGLEIÐIR hafa selt fast-
eignafyrirtækinu Þyrpingu hf.
tvær hótelbyggingar í Reykjavík,
byggingar Hótels Loftleiða og
Hótels Esju. Flugleiðahótel hf.,
dótturfyrirtæki Flugleiða, leigir
síðan byggingamar aftur af Þyrp-
ingu og er leigusamningurinn til 15
ára.
Bókfært verð eignanna tveggja í
reikningum Flugleiða er nú rúm-
lega 700 milljónir króna, en sölu-
verð til Þyrpingar er liðlega 2
milljarðar. Með sölunni innleysa
Flugleiðir dulda eign umfram bók-
færð verðmæti að fjárhæð tæplega
1,3 milljarðar króna og eigið fé fé-
lagsins eykst sem því nemur.
Kaupþing hf. hafði milligöngu um
viðskiptin og hefur umsjón með
lánsfjármögnun fyrir hönd Þyrp-
ingar, en heildargreiðsla fyrir eign-
irnar verður innt af hendi á næstu
vikum. Sigurður Helgason, for-
stjóri Flugleiða undirritaði samn-
inginn fyrir hönd Flugleiða en Sig-
urður Gísli Pálmason og Jón
Pálmason fyrir hönd Þyrpingar.
Bókfært fé eykst um 20%
Sigurður Helgason segir í frétta-
tilkynningu að sala hótelanna sé
liður í stefnu félagsins sem birst
hafi í því að rekstur ýmissa greina
ferðaþjónustunnar hefur verið
færður til sjálfstæðra dótturfyrir-
Hdtelreksturinn
verður áfram í
höndum Flugleiða
tækja. Meðal þeirra er fyrirtækið
Flugleiðahótel hf., sem stofnað var
í upphafi síðasta árs og rekur 20
heilsárs- og sumarhótel víða um
land. Nú taka Flugleiðir næsta
skref og auka rekstrarlegt sjálf-
stæði og ábyrgð Flugleiðahótela
með því að losa um fjárfestingar
móðurfélagsins, sem eru tengdar
hótelrekstrinum.
Sigurður segir sölu eignanna
koma til með að styrkja Flugleiðir
fjárhagslega auk þess sem svigrúm
móðurfélagsins til áframhaldandi
uppbyggingar í flugrekstri og
ferðaþjónustu eykst. „Með sölu
hótelanna eykst bókfært fé Flug-
leiða sem nemur 20%. Samhliða
söluhagnaði vegna þessara við-
skipta gerum við einnig ráð fyrir
jákvæðri rekstrarstöðu á árinu.
Frekar en að binda fjármuni í um-
ræddum eignum, styrkjum við eig-
infjárstöðu félagsins umtalsvert
sem er mikilvægt í því þróunar-
starfi og þeim flugvélakaupum sem
framundan eru.“
Sigurður segir að þetta rekstrar-
form hótelbygginga sé vel þekkt,
einkum í stórum erlendum hótel-
keðjum og bendir á að Flugleiðir
verði áfram af fullum krafti þátt-
takandi í hótelrekstri í gegnum
dótturfyrirtæki sitt, eins og 15 ára
leiga eignanna af Þyrpingu gefur
til kynna.
Skoða stækkun Esju
Forráðamenn Þyrpingar telja
um góða og örugga fjárfestingu að
ræða til lengri tíma litið og í sam-
ræmi við þau markmið félagsins að
hasla sér frekari völl á sviði fast-
eignaumsýslu. Aðspurður um það
hvað taki við að 15 árum liðnum,
segist Sigurður Gísli ekki eiga von
á öðru en að samningurinn verði
framlengdur enda hafi Flugleiðir
forleigurétt á eignunum. Hann
segir kaupin í gær samræmast vel
markmiðum Þyrpingar um að
hasla sér völl á fasteignamarkaði,
jafnframt því sem félagið hafi
mikla trú á vexti og viðgangi ferða-
mannaþjónustu á Islandi.
I framhaldi af undirritun sölu-
og leigusamninga vegna hótei-
bygginga hafa Flugleiðahótel og
Þyrping í hyggju að gera hag-
kvæmnisathugun á næstunni á
kostum þess að stækka Hótel Esju
um helming með byggingu nýiTar
álmu. Að sögn Sigurðar Gísla mun
Þyrping alfarið sjá um fjármögnun
á því verkefni, verði á annað borð
ráðist í framkvæmdir.
HRAÐFRYSTISTOÐ Þórshafnar
hf. verður skráð á aðallista Verð-
bréfaþings Islands mánudaginn 11.
janúar nk. Félagið hefur verið á
Opna tilboðsmarkaðnum síðan í
desember 1996 og hluthafar í félag-
inu eru nú 325.
10 stærstu hluthafar í félaginu
era Fræ ehf. (Þórshafnarhreppur,
sem á 19,97%, Sjóvá-Almennar hf.
sem á 7,63%, Jóhann A. Jónsson
sem á 5,19, Rafn Jónsson sem á
4,92%, Islenski fjársjóðurinn hf.
sem á 4,54%, Hilmar Þór Hilmars-
son sem á 4,52%, Jón Kristjánsson
sem á 4,06%, Gunnlaugur K.
Hreinsson sem á 3,97%, Olíufélagið
hf. sem á 2,07% og Lífeýrissjóður-
inn Framsýn sem á 1,93%.
Heildarnafnverð hlutafjár í félag-
inu er alls 431.250.000 krónur og
verða ekki gefin út ný hlutabréf í
tengslum við skráninguna.
I skráningai’lýsingu félagsins
segir að tilgangur þess sé að starf-
rækja útgerð og fiskvinnslu og auk
þess sölustarfsemi, rekstur fast-
eigna, lánastarfsemi og annan
skyldan atvinnurekstur.
Umsjón með skráningu félagsins
hefur Landsbanki íslands hf.
2.623 þorskígildis-
tonna kvóti
Alls eru nú 96 heilsársstörf við fé-
lagið og rekur félagið fiskimjöls-
verskmiðju, fi-ystihús, kúfiskverk-
smiðju og frystitogarann Stakfell
ÞH-360. Félagið hefur 2.623
þorskígildistonna aflaheimildir.
í skráningarlýsingunni segir um
félagið að það hafi verið stofnað 8.
júní 1969 af heimamaönnum. Til-
gangur stofnunar félagsins var að
byggja upp atvinnulíf á svæðinu og í
byrjun rak Hraðfrystistöðin frysti-
hús og salftisfkvinnslu í leiguhús-
næði. Næstu árin var byggt nýtt
vinnsluhúsnæði, keypt síldarverk-
smiðja, salfistverkunarhús og
loðnumjölsverksmiðja.
Arið 1990 sameinaðist Útgerðar-
félag N-Þingeyinga Hraðfrystistöð
Þórshafnar og við þann samruna
eignaðist félagið togarann Stakfell
ÞH-360 sem félagið hefur rekið síð-
an.
Hlutdeildarfélag Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar hf., Skálar ehf.,
var stofnað árið 1993 og rekur það
félag tog- og nótaveiðiskipin Júpiter
og Neptúnus og sjá þau verksmiðj-
um Hraðfrystistöðvar Þórshafnar
fyrir síld og loðnu. Eignarhluti HÞ í
Skálum er 36%.
Árið 1996 hóf Hraðfrystistöð
Þórshafnar hf. veiðar og vinnslu á
kúfiski í samvinnu við bandaríska
aðila. Rekstur stöðvaðist í júlí 1997
þegar kúfiskveiðiskipið Öðufell
fórst suður af Langanesi.
Hagnaður félagsins fyrstu átta
mánuði síðasta árs nam 104 mkr. og
veltufé frá rekstri var 212 mkr. Eig-
ið fé félagsins nam 541 mkr. í því
uppgjöri.
Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir að
undirbúningur að skráningu félags-
ins á VÞÍ hafi gengið mjög vel. Sp- í
urður um áhuga fjárfesta á bréfum í
félaginu í framhaldinu segist hann
búast við að hann verði óbreyttur,
félagið hafi þegar verið á markaðn-
um í tvö ár. „Eg á þó von á að stórar
breytingar hafi fljótar áhrif á gengi
bréfanna með þessari skráningu en
verið hefur,“ sagði Jóhann í samtali
við Morgunblaðið.
Aðspurður hvort eitthvað hefði
gerst í sambandi við samruna HÞ
og Skála, sem afturkippur hljóp í ,
þegar nokkrir minnihlutaeigendur í
Skála óskuðu innlausnar á bréfum
sínum í félaginu, að allt sé óbreytt í
þeim efnum. Hann segir að fundað
verði um málið hinn 22. janúar
næstkomandi en á ekki von á nein-
um breytingum á þeim fundi. Hann
segir að það hafi engin áhrif á
rekstur HÞ þótt samruni náist ekki
við Skála.
Nýtt kúfiskveiðiskip
í augsýn
Eins og sagði hér á undan sökk
kúfiskveiðiskipið Öðufell í júlí á síð-
asta ári og hefur engin framleiðsla
verið í kúfiskversksmiðjunni síðan.
Jóhann segir að nýtt skip sé í aug-
sýn. „Við höfum verið að vinna að
því að finna annað skip til að koma
þeiiTÍ vinnslu af stað og eygjum
lausn á því máli.“
Renault jdk
sölu um
15,8% 98
París. Reuters.
FRANSKI bílaframleiðandinn
Renault segir að sala fyrirtæk-
isins í heiminum hafi aukizt um
15,8% í 2.128.558 bfla úr
1.837.380 1997.
Þetta er önnur bezta
frammistaða Renaults í sögu
fyrirtækisins síðan það seldi
2.230.000 bfla 1983. Á þeim
tíma seldi fyrirtækið bfla til
Bandaríkjanna.
Skýrr og IE
ræða samstarf
Eignarhaldsfélagið Scandinavian Holding S.A.
Kaupir 5,2 prósent af
heildarhlutafé FBA
ÓFORMLEGAR viðræður hafa átt
sér stað að undanfórnu á milli for-
svarsmanna íslenskrar erfðagrein-
ingar hf. og Skýrr hf. um hugsan-
legt samstarf fyrirtækjanna. Mikil
hækkun hlutabréfa Skýrr hf. und-
anfarna daga er rakin til orðróms
um að fyrirtækin eigi í viðræðum
um samstarf í tengslum við mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Þetta fékkst staðfest í gær,
þegar forstjórar félaganna sendu
frá sér sameiginlega yfírlýsingu um
málið. Þar segir orðrétt: „Vegna
orðróms um hugsanlegt samstarf
Skýrr hf. og Islenskrar erfðagrein-
ingar hf., þykir undirrituðum rétt
að upplýsa að óformleg skoðana-
skipti hafa farið fram milli fulltrúa
félaganna um hugsanlegt samstarf
um nokkurn tíma, en engar form-
legar samningaviðræður eru í
gangi.“ Ekki fengust frekari upp-
lýsingar um málið hjá forsvars-
mönnum félaganna í gær.
Til skoðunar
hjá VÞI
Frá því að ríkið seldi hlut sinn í
fyrirtækinu í desember sl., hafa
hlutabréf félagsins hækkað um rúm
100%, úr útboðsgenginu 3,2 í 7,80.
Mikil viðskipti hafa átt sér stað
með bréf félagsins að undanfórnu
eða samtals fyrir 103 milljónir
króna síðustu tvo daga. Helsta
skýi'ingin á þessum breytingum
virðist liggja í þeim orðrómi sem
hefur verið á kreiki um ofangreind-
ar samstarfsviðræður og staðfesti
Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr
hf., að fulltráar Verðbréfaþings Is-
lands hefðu haft samband við sig
vegna málsins.
SCANDINAVIAN Holding S.A.,
sem er í eigu Kaupþings hf. og sex
sparisjóða og Sparisjóðabanka Is-
lands hf., hefur keypt hlut í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins hf.
fyrir 356 milljónir króna að nafn-
virði, sem er 5,2% af heildarhlutafé
bankans. Eignarhlutur Seandinavi-
an Holding í FBA er eftir kaupin
22,1% af heildarhlutafé bankans,
eða rámir 1,5 milljarðar króna að
nafnvirði.
Scandinavian Holding hefur
jafnframt atkvæðisrétt yfir 2% af
útistandandi hlutafé bankans og
ræður því yfir 24,1% atkvæða í
FBA. Hreiðar Már Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Scandinavian
Kaupverð
nemur 356 millj-
ónum króna
Holding S.A. segir að félagið geti
vel hugsað sér að íjárfesta meira í
FBA en ekki verði tekin ákvörðun
um frekari kaup fyrr en ákveðið
hafi verið hvemig staðið verði að
sölu á 51% hlutafjár í bankanum.
Bjarni Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að eignarhald á
bankanum væri að safnast á færri
hendur, en við því hefði mátt búast
eftir að félagið var skráð á hluta-
bréfamarkaði og viðskipti með
hlutabréf þess vora gerð hömlu-
laus. Þá hefði komið í ljós hverjir
hefðu áhuga á bankanum.
Scandinavian Holding S.A. er
eignarhaldsfélag í Lúxemborg í
vörslu Kaupthing Luxembourg
S.A. í eigu Kaupþings hf., Spari-
sjóðs Hafnarfjarðar, Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis, Spari-
sjóðs vélstjóra, Sparisjóðabanka
Islands hf., Sparisjóðs Mýrasýslu,
Sparisjóðsins í Keflavík og Spari- ;
sjóðs Sigluíjarðar. Hreiðar Már
segir að gert sé ráð fyrir að veita
fleiri sparisjóðum aðild að Skand-
inavian Holding á næstu vikum.