Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 5§
KRISTBJÖRG ODDNÝ
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Kristbjörg Odd-
ný Þórðardóttir
fæddist í Reykjavík
9. október 1975.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
4. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Þór-
steina Pálsdóttir f.
22. desember 1942,
og Þórður Karls-
son, f. 2. september
1949. Systkini
Kristbjargar eru: 1)
Sigurbjörn Arna-
son, f. 3. maí 1962,
kvæntur Eddu Daníelsdóttur.
Börn þeirra eru: Þórsteina,
Baldvin Þór og Selma Rut. 2)
Baldvin Þór, f. 18. maí 1968, d.
8 desember 1970. 3) Þórdís, f.
18. maí 1977. 4) Eyþór, f. 22. júlí
1981.
Eftirlifandi sambýlismaður
Kristbjargar er Arnar Ric-
hardsson, f. 23. október 1973.
Börn þeirra eru Bertha María,
f. 23. júlí 1995, og Óskírð, f. 3.
janúar 1999. For-
eldrar Arnars eru
Guðný Steinsdóttir,
f. 23. mars 1938, og
Richard Sighvats-
son, f. 10. janúar
1937. Systkini Arn-
ars eru: Lilja, f. 18.
júní 1956; Guð-
mundur, f. 28. júní
1960; Magnea, f. 13.
desember 1961; Sig-
urður Bjarni, f. 26.
júní 1967, og Erl-
ingur Birgir, f. 19.
september 1972.
Kristbjörg varð
stúdent frá Framhaldsskólan-
um í Vestmannaeyjum í desem-
ber 1994. Hún þjálfaði börn og
unglinga hjá Fimleikafélaginu
Rán, en áður stundaði hún sjálf
fimleika með Rán. Síðasta ár
starfaði hún sem umsjónarmað-
ur bókasafns við Hamarsskól-
ann í Vestmannaeyjum.
títför Kristbjargar fer fram
frá Landakirþju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku hjartans engillinn okkar,
við elskum þig meira en allt í ver-
öldinni, en við vitum að þú verður
hjá okkur í minningunni. Elsku
Ki-istbjörg þú varst okkur allt.
Nú fínn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, foma hljóma,
fmn um mig yl úr bijósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og
Arnar, þín yndislega
Bertha María
og sólargeislinn.
Elsku Kristbjörg Oddný okkar,
það er svo margt sem við hefðum
viljað segja, en erfitt er að koma
orðum að. Okkar elsta dóttir, þú
varst okkur Ijós og birta, yndisleg
dóttir, fallegur sólargeisli. Falleg
innra sem ytra. Síðan þurftir þú að
fara þína leið og eftir sitjum við
með sorg og trega, litli engillinn
okkar. En okkur hlýnar um hjarta-
rætur þegar við hugsum til þín,
elsku Kristbjörg okkar.
I björtum augum þínum
ég blíðar stjörnur leit.
Ekkert ég fegra
í öllum heimi veit.
í birtu þeirrar stjörnu
ég bros frá Drottni fann.
Himnalogi fagur í
hennar geislum brann.
(Árelíus Níelsson.)
Megi Guð styrkja ykkur, elsku
Arnar, Bertha María og litla
óskírða prinsessa.
Manima og pabbi.
Elsku systir, mig langar að segja
svo margt því minningin um þig er
svo falleg en öllu sem þú afrekaðir
og komst í verk á þinni stuttu ævi
er ekki hægt að segja frá í svo fáum
orðum. Ég minnist þess þegar
mamma og fóstri voru að vinna í
samkomuhúsinu um flest allar helg-
ar, þú nokkura mánaða og ég á
fjórtánda ári, hvað ég var ánægður
að passa litlu systur. Þú varst sól-
argeislinn í okkar lífi, síðan kom
annar geisli, Þórdís, einu og hálfu
ári seinna og þá vorum við flutt í
nýja húsið okkar og ykkur, þessar
litlu ljóshærðu systur, var gaman
að passa.
Þið voruð oftast eins klæddar eða
klæðastíllinn í svipuðu formi og
þegar þið urðuð eldri héldu margir
að þið væruð tvíburar. Sex árum á
eftir þér kom svo Eyþór og þá var
aldeilis orðið bjart á Búhamri 7
með öll þessi yndislegu systkini. Þú
byrjaðir snemma að sýna forustu-
hæfileika þína og á fimmta ári
fékkstu hana systur þína með þér
til að pakka ofan í tösku til að flytja
til hennar mágkonu þinnar og það
eina sem átti að fara með voru nær-
föt og sokkabuxur.
Snemma var byrjað í fimleikum
og alltaf var verið í handahlaupi og
allkyns stökkum hvenær sem hægt
var og þegar þú hættir að stökkva
sjálf fórst þú að kenna öðrum böm-
um. Þar á meðal var dóttir mín.
Fimleikar voru mjög stór þáttur í
þínu lífi, einnig var það tíminn sem
þú gafst börnunum mínum þegar
námið var annars vegar, allt þetta
fallega sem þú sagðir, sýndir og
kenndir. En ein af þínum stærstu
stundum var þegar þú kynntist
honum Arnari. Þú varst svo ánægð
og hamingjusöm með þennan strák.
Rrafturinn sem bjó í þér og hvað
þú varst heppin að fá svona góðan
og duglegan mann og saman afrek-
uðuð þið mikið eins og að kaupa
íbúð á meðan verið var læra undir
stúdentspróf. Ég man hversu
ánægður ég var þegar ég fékk
myndirnar af Berthu Maríu sendar
norður í Smugu. Það lýsir því
hvernig þú hugsaðir til mín og hvað
þú ljómaðir af gleði þegar þú réttir
mér hana á bryggjunni þegar ég
kom í land. Ekki var gleðin síðri
þegar þú sagðir mér að annað barn
væri væntanlegt og nú komst ég
strax upp á spítala til ykkar og orð-
in sem þú sagðir þegar ég kom
hverfa líklega aldrei úr huga mér.
Við Edda þökkum þér allt sem
þú gafst okkur.
Elsku Arnar, Bertha María, litla
frænka, mamma, Þórður og afi
Kalli, megi Guð vera með okkur öll-
um.
Þinn,
Sigurbjörn.
Yndislegi engillinn minn.
Ég kom til þín á mánudaginn og
þú lást þarna í rúminu. Það var svo
mikill friður yfir þér og þú varst svo
ofboðslega falleg - en þér var svo
kalt. Þarna vorum við systumar,
nema önnur okkar var farin. Ég
reyndi og reyndi allt sem ég gat til
að hlýja þér. Kannski ef þér myndi
hlýna gætir þú komið aftur til mín.
Mig langaði helst að leggjast uppí
til þín, og að þú myndir taka utan
um mig eins og áður. Mig langaði að
taka þig í fangið og bera þig í burtu.
Ég á allt mitt með þér. Allar minn-
ingar um yndislega æsku. Þú varst
minn annar helmingur. Við
snerumst hvor um aðra. Þegar við
vorum yngri voru margir sem héldu
að við værum tvíburar, jáfn ólíkar
og við vorum í raun. Við sögðumst
alltaf vera eins og svart og hvítt. En
við vorum góðar systur og þú varst
alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig
og alla aðra.
Elsku Ki-istbjörg mín. Yndislega
systir mín. Síðan þú fóst frá okkur
hefur okkur fundist eins og allt hafi
hrunið. Mér er búið að vera svo
kalt, enda vantar þig, sólargeislann.
Ég get ekki hugsað um annað en
þetta sé ekki satt og að þú sért
bara alveg að fara að koma aftur,
því að þú Jiurftir bara aðeins að
hvíla þig. Eg hugsa svo mikið um
þetta og þig. Ég sé þig hvert sem
ég lít - svo geislandi falleg og
ófrísk. Þegar ég hitti þig síðast
varst þú næstum því farin að gráta
þegar þú sást mig og sagðir: „Ó,
elsku Þórdís - þú komst.“ Ég næst-
um tárfelldi þegar ég sá þig þarna
með litlu dúlluna og Berthu Maríu.
Það var ógleymanleg stund og ég
geymi í hjarta mínu minninguna
um gleðina og hamingjuna sem
skein úr augum þínum.
Sem fallegasti sólargeisli
lýstir þú upp líf mitt.
Sem stærsti klettur
stóðst þú við hlið mér.
Sem fallegasti engill
gættir þú mín.
Með hjartahlýjunni
þú vermdir mér
með kærleika þínum
hfði ég.
(Þórdís Þ.)
Elsku Kristbjörg. Ég sakna þín
svo mikið að ég finn alls staðar til.
Við sjáumst á ný þegar minn tími
kemur.
Þín systir,
Þórdís.
Elsku Kristbjörg, stóra systir.
Út af hverju þurftir þú nú að fara
frá okkur langt fyrir aldur fram
þegar gleðin var búin að vera svo
mikil? Þú sem varst alltaf svo
hraust og lífsglöð en nú þurftir þú
að fara frá okkur eftir að hafa fært
okkur þennan litla engil sem hefur
verið svo góð. Bertha, stóra systir
hennar, skilur ekkert í þessu öllu
þó að hún sé svo skýr 'og góð.
Kristbjörg, þú sem varst alltaf svo
góð og sinntir því vel að vera stóra
systir með því að hjálpa manni í
skóla og fara yfir það sem maður
skrifaði og varst alltaf tilbúin að
hjálpa öllum alltaf. Þú sem varst
alltaf svo barngóð sem sýndi sig
best í þriggja ára dóttur þinni og
síðan að þú hafir unnið á leikskóla,
grunnskóla og verið að þjálfa í fim-
leikum þar sem þú varst að undir-
búa æfmgar þótt þú værir ólétt og
það væri erfitt að standa of lengi.
Þú sem mundir allt um fjölskyld-
una og vini, allt persónulegt um af-
mælisdaga og fleira. Og litla
óskírða barnið sem mun ekki fá að
kynnast elskulegri móður sinni
sem var svo hjartagóð og tilbúin að
gera allt fyrir börnin sín og alla
aðra.
Elsku stóra systir, alltaf sem
engill en greinilega verða þeir líka
að fara. Samt er sársaukinn svo
mikill að það læðist að manni sú
hugsun að við eigum aldrei eftir að
komast yfir þetta.
Ó, elsku Kristbjörg, við viljum
bara fá að faðma þig einu sinni enn.
Er það nokkuð svo stór ósk, en það
er okkar stærsta ósk. Að þú skyldir
vera tekin frá okkur þegar gleðin
átti að vera svo mikil, en hún
breyttist í okkar verstu martröð.
Elsku Kristbjörg mín, ég bara
sakna þín svo, og vil ekki þurfa að
kveðja þig. Við systkinin áttum að
vera saman því að saman gátum við
allt.
Við ætluðum að sjá þig ala upp
stelpurnar og jafnvel eignast fleiri
börn, eignast gott heimili. Þú ætl-
aðir að fara í kennarann, þú áttir að
fá að labba inn kirkjugólfið í hvítu
eða að minnsta kosti að fá að skíra
yngri dóttur þína. Við áttum að
vera gömul saman systkinin og eins
og við gerðum best, passa hvert
annað. Við finnum hvergi huggun,
við viljum aðeins þig.
Þinn bróðir,
Eyþór.
Okkur langar að minnast Krist-
bjargar, unnustu sonar okkar, með
nokkrum línum sem samt er okkur
erfitt því okkur skortir orð á þess-
um erfiðu tímamótum. Þú komst
inn í líf okkar stuttu áður en við
fluttum búferlum frá Vestmanna-
eyjum. Þá strax kom dugnaður
þinn í ljós, er þú ásamt Arnari,
unnusta þínum, komst til Reykja-
víkur til að aðstoða okkur við að
mála alla íbúðina okkar. Það var
eftir því tekið bæði af okkur og öðr-
um hvað þér færi þetta vel úr
hendi. Síðan þá höfum við kynnst
hæfileikum þínum vel, en ekki var
hægt að gefa gjöf nema fá þig,
Kristbjörg mín, til að skrifa kortið
með þinni fallegu rithönd. Stuttan
tíma bjugguð þið Arnar hjá okkur í
Heiðnabergi með Berthu Maríu,
litlu sætu stelpuna ykkar. Þá komst
þú með orgelið þitt með þér sem
sett var í stofuna, og hugsaði ég þá:
Nú verður líf og fjör hjá okkur.
Enda kom það á daginn að laugar-
dagskvöldin vora notaleg og
skemmtileg, en þá matreiddu
Kristbjörg og Arnar sínar frábæru
pizzur og börn og tengdabörn komu
í heimsókn og nutu kvöldsins með
okkur. Þessi kvöld verða okkur
hjónunum ógleymanleg og eigum
við oft eftir að sakna tónlistar
þeirra kvölda.
Það er svo margt hægt að segja,
en við látum staðar numið með
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera með þér í heimili yfir áramótin
síðustu á heimili Sigurðar sonar
okkar og Ólafar unnustu hans
ásamt allri fjölskyldu okkai’.
Ai-nar minn og dætur, Steina,
Þórður og aðrir aðstandendur,
megi góður Guð vera með ykkur á
þessum erfiðu tímamótum.
Kristbjörg mín, far þú í Guðs
friði.
Guðný og Richard.
Elsku Kristbjörg. Það er svo
erfitt að hugsa til þess að fá ekki að
koma í fangið á þér aftur þar sem
ég var alltaf meira en velkominn.
Þú varst bjargvætturin okkar þeg-
ar engin dagmamma var laus í sum-
ar. Þá notaðir þú sumarfríið þitt í
að passa mig og þegar þú varst
upptekin þá tók mamma þín mig að
sér. Ég á eftir að sakna þín sárt,
kæra vinkona mín, en ég veit að
núna ert þú fallegur engill hjá Guði.
Þinn,
Richard Sæþór.
Pú opnar það besta sem eðli mitt geymir
og uppljómar dimmustu göng,
svo Ijósið og hitinn að hjarta mér streymir
og hugurinn fyllist með söng.
(Ólöf Sig. frá Hlöðum)
Elsku Kristbjörg frænka. Þú
varst alltaf svo góð við okkur og
mikils virði. Alltaf varst þú tilbúin
að hjálpa okkur og mikið var gott
að leita til þín í sambandi við svo
margt. Við dáðumst svo mikið að
því sem þú gerðir í höndunum og
þinni fallegu rithönd. Við viljum
þakka þér allar góðu stundirnar
sem við áttum saman og við munum
segja litlu systur okkar frá þér þeg-
ar hún verður eldri.
Elsku Arnar, Bertha María og
litla frænka, amma,afi og afi Kalli,
megi guð geyma okkur öll.
Þórsteina og Baldvin Þór.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Arnar, Guð gefi þér styrk
til að takast á við sorg þína og þú
veist að þú getur leitað til okkar
hvað sem á gengur. Elsku Steina,
Þórður, Gunný, Rikki og fjölskyld-
ur og aðrir aðstandendur, við sam-
hryggjumst ykkur og vonum að þið
standið saman í sorg ykkar.
Erlingur, Vigdís og Sandra.
Mig langar í fáum orðum að
minnast Kristbjargar, systurdóttur
minnar. Mikið voram við Stjáni
ánægð þegar þú hringdir í okkur út
til Póllands í vetur. Þú vildir bara
heyra í okkur hvernig gengi með
bátinn og hvort við kæmum heiiJp-
um jólin. Þú varst svo ánægð að
heyra að við næðum heim fyrir jól,
„því það era engin jól án ykkar
Stjána," sagðir þú. Þú varst alltaf
svo hlý og góð, boðin og tilbúin að
gera allt fyrir alla. Þegar við feng-
um þessar fregnir út til okkar
hrundi heimurinn á svipstundu og
það versta er að vera ekki heima
hjá ástvinum okkar. Elsku Steina
systir mín, ég bið guð að styrkja og
varðveita ykkur öll í þessari miklu
sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarkross þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Steina, Þórður og fjöl-
skylda, Arnar, Bertha María og litla
prinsessa. Við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur. <£.
Blessuð sé minning Kristbjargar.
Emma og Kristján.
Elsku Kristbjörg Oddný. Af
hverju? Af hverju? Reiði og sárs-
auki fylla hjartað yfir því að þú
sért dáin. Þú sem varst svo elsku-
leg og góð. Þú sem áttir yndisleg-
an unnusta, hann Arnar, þú sem
áttir Berthu Maríu og fæddir litlu
prinsessuna 3. janúar síðastliðinn.
Þú sem áttir fullt af áætlunum ura^
framtíðina eftir slíkan gleðidag ert
svo kölluð frá okkur svo skyndi-
lega.
Minnigarbrotum skýtur upp í
hugann, þegar foreldrar þínir
komu með þig heim af fæðingar-
deildinni upp í Stigahlíð. Þá varstu
strax kraftmikil og dugleg. Þegar
við komum í heimsókn til Eyja og
við fórum með þér og pabba þín-
um í gönguferð og pabbi þinn
sýndi okkur staðinn þar sem bróð-
ir þinn fórst, þá varstu þú bara lít-
ið skott sem hljópst um áhyggju-
laus.
Gleðin þegar Bertha María
fæddist skilaði sér yfir höf og
lönd. Við fengum að fylgjast með^
bæði fæðingu og og skírn þótt við
byggjum þá á Grænlandi.
Hlýju faðmlögin þín, brosið þitt
og kossarnir þegar við hittumst
voru einlæg og notaleg. Nærvera
þín var alltaf svo góð og þeir sem
þú hittir fundu fyrir hlýju þinni.
Það var þér enda eðlilegur starfs-
vettvangur að vinna með krökkun-
um í fimleikunum, og eins við
Hamarsskóla.
Þegar mamma mín og amma þín
dó í haust gistuð þið Arnar hjá
okkur. Við veittum hvert öðru
styrk og nærvera þín hjálpaði
okkur að takast á við sorgina.
Nú aðeins rúmum tveimur mán-
uðum seinna ertu farin til ömmu^,
Diddu á himnum, elsku hjartans
engillinn minn. Ég veit að amma
Didda, Baldvin Þór og Þórsteina
amma hafa tekið á móti þér með
hlýju faðmlagi. Á fallega englinum
sem þú bjóst til og Bertha María
gaf Oddi í jólagjöf núna um jólin
stendur: „Hjartans engillinn
minn,“ og við vitum að þú ert með
englum Guðs í Paradís.
Við þökkum allar góðu minning-
arnar sem við eigum um þig og
með þér þína allt allt of stuttu lífs-
leið. Við finnum sárt fyrir miklum
missi og enn stærri og sárari eiat.
missir þinna nánustu, við biðjumst
hjálpar í vanmætti okkar hjá
Drottni skapara okkar.
Elsku Arnar, Bertha María,
litla frænka, Þórður, Steina, Þór-
dís, Eyþór, Bjössi, Edda, Steina,
Baldvin Þór og Selma Rut, megi
góður Guð veita ykkur styrk í
þessari miklu sorg. ~
Ása Kristbjörg og Þröstur.