Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A-flokkarnir innan samfylkingar
22 tilkynntu
þátttöku í
prófkjörinu
22 FRAMBJÓÐENDUR tilkynntu
þátttöku í prófkjöri samíylkingar
fyrir hönd A-flokkanna en fram-
boðsfrestur rann út í gær. 13 til-
kynntu þátttöku af hálfu Alþýðu-
bandalagsins og 9 af hálfu Alþýðu-
flokksins. Kvennalistakonur hafa
frest fram á miðvikudag til að til-
kynna þátttöku.
Samkvæmt samkomulagi flokk-
anna er gert ráð fyrir að 6-9 bjóði
sig fram af hálfu hvers flokks. Ekki
er því endanlega Ijóst hverjir taka
þátt í prófkjörinu og fást ekki end-
anlegar upplýsingar um það frá
flokkunum fyrr en eftir helgina.
Þeir sem þegar hafa lýst þátttöku
í prófkjörinu eru af hálfu Alþýðu-
bandalagsins Ami Þór Sigurðsson,
aðstoðarmaður borgarstjóra, Bryn-
dís Hlöðversdóttir alþingismaður,
Guðrún Sigurjónsdóttir, varaþing-
maður og forstöðumaður sjúkra-
þjálfunar Landspítalans, Heimir
Már Pétursson, framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagsins, Hörður J.
Oddfríðarson áfengisráðgjafi,
Magnús Ingólfsson, kennari og
stjómmálafræðingur, og Vilhjálmur
H. Vilhjálmsson, háskólanemi og
fyrrverandi formaður Stúdenta-
ráðs.
Af hálfu Alþýðuflokksins hafa til-
kynnt þátttöku Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir alþingismaður, Jak-
ob Frímann Magnússon, tóniistar-
maður, Jóhanna Sigurðardóttir al-
þingismaður, Magnús Árni Magn-
ússon alþingismaður, Mörður
Ámason varaþingmaður, Stefán
Benediktsson, þjóðgarðsvörður og
fyrrverandi alþingismaður, og Öss-
ur Skarphéðinsson alþingismaður.
Af hálfu Kvennalistans hafa
ákveðið að bjóða sig fram Guðný
Guðbjömsdóttir alþingismaður,
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráð-
gjafi og fyiTverandi borgarfulltrúi,
og Hulda Ólafsdóttir, varaþingmað-
ur og sjúkraþjálfari. Kvennalistinn
hefur hins vegar ákveðið að þeir
sem vilja bjóða sig fram í nafni
hreyfingarinnar hafi frest fram til
næsta miðvikudags til að tilkynna
þátttöku. Félagsfundur verður hald-
inn í Kvennalistanum á þriðjudag.
Prófkjör Samfylkingarinnar
Jakob Magnússon
stefnir á 2.-3. sæti
JAKOB Frímann Magnússon
tónlistarmaður hefur tilkynnt
að hann stefni á 2.-3. sætið í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík fyrir Alþýðuflokk-
inn.
„Ég ákvað fyrir löngu að gera
þetta einhvem tímann, en hafði
ímyndað mér árið 2003 sem
heppilegan tíma en ég varð fyrir
ítrekuðum tilmælum og áskor-
unum um að leggja mitt lóð á
vogarskálar Samíylkingarinnar
núna,“ segir Jakob. „Eg ætla
meðal annars að miðla því sem
ég hef kynnst af eigin raun úr
herbúðum breskra jafnaðar-
manna, hvernig þeir skipulögðu
og unnu sínar kosningar."
Jakob segir að hann muni
ekki leggja tónlistarferilinn né
önnur áhugamál sín á hilluna
þótt hann komist á þing. Hann
bendir á að þó nokkur dæmi
séu um að þingmenn sinni öðr-
um hugðarefnum og störfum.
Baráttumál sín ætlar Jakob
að kynna nánar í næstu viku.
Morgunblaðið/Þorkell
KÓPAVOGSSKÓLI hefur starfað í hálfa öld og fagnar þeim tímamótum í dag.
Kópavogsskóli fagnar hálfrar aldar afmæli
Líklegt að skólinn verði
sjálfstæðari í framtíðinni
KÓPAVOGSSKÓLI fagnar um
þessar mundir hálfrar aldar af-
mæli sínu en kennsla hófst í
skólanum 12. janúar 1949. Há-
tíðardagskrá verður í skólanum
í dag og hefst með ræðuhöldum,
tónlistaratriðum og veitingum
klukkan 10. Eftir hádegi er mál-
þing sem foreldraráðið stendur'
fyrir og fjallar um framtíð
grunnskólans. Á þriðjudaginn
verður svo nemendum skólans
boðið upp á veitingar og þeir
fræddir um sögu skólans.
Ólafur Guðmundsson er
skólastjóri Kópavogsskóla og
segir hann aðstöðu skólans hafa
gjörbreyst siðan fyrsta áfanga
hans var lokið árið 1949 og
byggingarsagan sé nær óslitin
síðan. „Siðasti áfanginn var tek-
inn í notkun árið 1996 og þá
gjörbreyttist öll ytri aðstaða.
Miðað við það starf sem fer
fram núna uppfyllir þetta þó
ekki almennar viðmiðanir í hús-
næðismálum," sagði Ólafur.
í tíð Ólafs hefur skóladagur-
inn Iengst til muna og umfang
skólastarfsins aukist. Kópavogs-
skóli hefur fengið
viðurkenningu fyrir
gæðastjórnun og það
þróunarverkefni er
enn í gangi. „Gæða-
stjórnunin er í raun
eilífðarverkefni og
reiknað er með að
það verði komið inn
í sjálft skólastarfið á
næsta skólaári. Þá
verður komin inn-
byggð skólaþróun
inn í skólastarfið.
Kerfið miðar að því
að samhæfa vænt-
ingar starfsmanna,
foreldra og nemenda
og að sameiginleg
skólastefna verði mótuð og
drejgið úr árekstrum.“
Olafur kvaðst telja að í fram-
tiðinni verði skólinn sjálfstæðari
en í dag ef litið er til þeirra
strauma og stefna sem ríkjandi
eru í vestrænum þjóðfélögum.
„Ég held að foreldrar eigi eftir
að koma mun meira að stjórnun
skólans og eiga aðild að sjálfri
skólastjórninni. Að skólanefndir
heyri sögunni til eins
og þegar hefur gerst
sums staðar í Evr-
ópu. Og að stjórnir
skólans byggist upp
af notendum hans.“
Um tíðrætt aga-
vandamál í skólum
sagði Ólafur að mikl-
ir umbrotatímar
ríktu og að vanda-
málið væri almennt
þótt stigsmunur væri
á skólum. „Við reyn-
um að leysa þessi
mál í samvinnu við
heimilin því það er
okkar eina haldreipi.
Ef það gengur ekki
þá erum við í mjög erfiðum mál-
um og afar takmarkað hægt að
gera. Við höfum verið heppin
hér í Kópavogsskóla og það
heyrir til undantekninga að
ekki hafði náðst þetta sam-
starf.“
Að sögn Ólafs er það almennt
og víðtækt samstarf í skólanum
sem er honum efst 1 minni á
þessum tímamótum skólans.
Ólafur
Guðmundsson
Borgarsljórn ræddi samning um Sjúkrahús Reykjavíkur
Tímabær og sanngjarn
að mati borgarstjóra
Landbúnaðarráðherra um gagnrýni
Rfkisendurskoðunar
Verður beint til
embættismanna
SAMNINGUR ríkisins og Reykja-
víkurborgar um að ríkið taki við
rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur er
bæði tímabær og sanngjarn miðað
við þá stöðu sem uppi er, er mat
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra. Samningurinn kom
til umræðu á fyrsta borgarstjórn-
arfundi ársins á fimmtudag.
Borgarstjóri sagði uppsafnaðan
halla SHR árið 1997 730 milljónir
króna, halli á síðasta ári hefði verið
um 320 milljónir króna og á þessu
ári myndi vanta um 420 milljónir
samkvæmt fjárlögum auk 300 til
400 milljóna vegna kostnaðar við
fjölgun starfsmanna vegna vinnu-
tímaákvæða, 2000-vandamálsins og
tækjakaupa. Þetta sagði borgar-
stjóri hafa verið þá stöðu sem
blasti við borgaryfírvöldum er
teknar voru upp viðræður við ríkið
um að það tæki við rekstrinum.
Borgarstjóri kvaðst ekki hafa séð
rök fyrir beinum spamaði vegna
samningsins og taldi ljóst að leggja
yrði aukið fé í reksturinn. Kvað
hún hugsanlegt að hagræða mætti
með einhverri verkaskiptingu milli
sjúkrahúsa en meira þyrfti þó að
koma til. Hún sagði forræði og
fjármögnun sjúkrahússins á einni
hendi með samningnum en stjóm
borgaryfirvalda á því hefði undan-
farinn áratug verið meira að nafn-
inu til.
Málsineðferð gagnrýnd
Inga Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýndi meðferð borgarstjóra á mál-
inu og sagði það ekki hafa verið
kynnt eða rætt á eðlilegum vett-
vangi borgarstjómar og borgar-
ráðs áður en ákvarðanir voru tekn-
ar. Hún taldi borgarstjóra þó hafa
lært af reynslunni og vísaði til þess
er áform um sameinaða krafta ríkis
og borgar til að reisa tónlistarhús
sem kynnt voru í vikunni hefðu ver-
ið kynnt borgarfulltrúum áður en
málið var opinberað.
Talsverðar umræður urðu um
samninginn og sögðu borgarfulltrú-
ar sjálfstæðismanna Reykjavíkur-
listann hafa gefist upp við að reka
SHR og sögðu mikilvægt að fyrir
hendi væri valkostur í sjúkrahúsa-
rekstri á móti ríkinu til að veita að-
hald, samkeppni og samanburð i
kostnaði og gæðum.
I bókun sjálfstæðismanna um
málið segir m.a. að þeir hafi lagt
áherslu á að starfsemi SHR yrði
skilgreind og að gerður yrði þjón-
ustusamningur við ríkið. Borgar-
stjóri hafi hins vegar lagt á það
áherslu að ríkisvaldið tæki alfarið
viðrekstrinum.
I bókun Reykjavíkurlistans segir
m.a. að samningurinn breyti engu
fyrir þá sem mestu máli skipta, þ.e.
sjúklingana. „Hitt skiptir þá mun
meira máli að sjúkrahúsunum í
landinu séu sköpuð eðlileg rekstr-
arskilyrði þannig að þau geti starf-
að án viðvarandi rekstrarhalla og
niðurskurðar á þjónustu.“
GUÐMUNDUR Bjarnason landbún-
aðairáðherra segir að hann muni
beina athugasemdum sem Ríkisend-
urskoðun gerh- í skýrslu sinni um
reikninga ráðuneytisins til embættis-
manna ráðuneytisins með það að
markmiði að bæta það sem fundið er
að.
I skýrslu Ríkisendurskoðunar eru
gerðar ýmsar athugasemdir við með-
ferð reikninga, innheimtu reikninga,
fylgiskjöl og fleira í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Guðmundur sagðist
svara því sem beint væri að ráðu-
neytinu, en sagðist vilja benda á að í
skýrslu Ríkisendurskoðunar væru
gerðar fjölmargar athugasemdir við
ýmislegt í starfsemi annarra ráðu-
neyta. Þar væri m.a. bent á ofgreidd
nefndarlaun og óafgreidda reikninga
frá árinu 1990 og 1992.
„Ég hef ævinlega borið virðingu
fyrir Ríkisendurskoðun og tek at-
hugasemdir hennar alvarlega í þessu
efni sem öðru. Ég mun beina því til
starfsmanna minna að þefr taki það
til skoðunar ef einstök atriði í starf-
semi og embættisfærslu embættis-
manna eru ekki eins og á að vera. Ég
get nefnt að taka betur á innheimtu-
málum og hraða uppgjöri ferðareikn-
inga og annað slíkt. Það er algjörlega
nauðsynlegt að það sé gert.
Ég hef hins vegar ekki svör á reið-
um höndum varðandi einstök atriði
sem nefnd eru í skýrslunni og vísa
þar á ráðuneytisstjóra og skrifstofu-
stjóra ráðuneytisins, sem hafa fyrst
og fremst með innra starf ráðuneyt-
isins að gera. Það er ekki uppi á borði
ráðherra frá degi til dags. Ég hef t.d.
aldrei skipt mér af launamálum,
vinnutima eða mannaráðningum. Það
er allt saman á verksviði yfirmanna
ráðuneytisins sem annast hina dag-
legu verkstjóm. Athugasemdum um
bætt vinnubrögð mun ég hins vegar
beina til starfsmanna minna, eins og
ég gerði þegar Ríkisendurskoðun
gerði athugasemdir á síðasta ári við
starfsemi jarðadeildar. Við höfum
þegar skoðað ýmis atriði sem þar var
bent á og unnið að lagfæringum á
því,“ sagði Guðmundur.