Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
KRISTIN HULDA
EYFELD
+ Kristín Hulda
Eyfeld fæddist í
Reykjavík 31. janú-
ar 1935. Hún lést á
Landspítalanum 23.
desember sfðastlið-
inn. Móðir hennar
var Ragnheiður
Bjarnleifsdóttir, f.
7.11. 1902, d. 17.6.
1989. faðir hennar
var Ferdinand Rik-
hard Eyfeld, f.
30.10. 1898, d.
15.12. 1947.
Kristín Hulda
giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum,
Garðarssyni, hinn 16.7.
Þeim varð ekki barna auðið.
Kristín Hulda starfaði síðustu
25 árin á Borgarspítalanum.
Útför Huldu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Vér biðjum að þér ljóssins englar lýsi
9g leiði þig hin kærleiksríka hönd.
I nýjum heimi æ þér vörður vísi
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Pér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum Guð að geyma.
Þín göfga minning okkur heilög er.
(G.E.W.)
Elsku mín hjartkæra systir, loks
er þínum þrautum lokið. Þegar
þessar línur eni ritaðar, falla tár
mín niður á blaðið. En samt er ég
ánægð með að vita að þú ert komin í
faðm móður þinnar og bróður, sem
þú unnir svo heitt.
Ég er að reyna að minnast þín
eins og þú varst áður en þú veiktist
svo mikið, sem raunin varð. Hjarta-
hlýja þín var einstök og dugnað í
gegnum öll þín veikindi fæ ég seint
skilið. Skemmtilegast finnst mér að
hugsa um ferðina sem við fórum
saman til Spánar í fyrrasumar.
Ég þakka svo sannarlega fyrir að
hafa fengið að eiga þann tíma með
þér. Við gátum hlegið og gantast á
svölunum fram á nætur, en ekki
aftraði það okkur frá því að vera
komnar út um leið og sól reis að
morgni. Þá komst ég að því hversu
mikið sólskinsbarn þú
varst, þú unnir sólinni
og elskaðir hita og yl.
Mér er líka minnis-
stætt hvað þú barst
miklar og einlægar til-
finningar til eigin-
manns þíns því þú
varst aldrei í rónni
nema að heyra í honum
daglega og alltaf var
líka spurt um hundinn
ykkar hann Brúnó.
Þessi tími var okkur
ómetanlegur saman og
mun ég ávallt minnast
hans.
Það ber vitni um dugnað þinn
þegar þú svo lagðir upp í ferð til
Spánar í sumar, þótt sárþjáð værir
en þú vissir að þetta yrði þín síðasta
utanlandsferð og svo varð raunin.
Þinn einstaki dugnaður var og er
mér óskiljanlegur. En maðurinn
með ljáinn var ekki langt undan, en
þetta vissir þú allt. En Drottinn hef-
ur af einhverjum ástæðum þurft á
þér að halda yfir þessa jólahátíð.
Elsku Hulda mín, þín er sárt
saknað af mörgum sem urðu þess
aðnjótandi að kynnast þér en þó
sérstaklega af eiginmanni þínum
sem átti allt sitt líf með þér. Enda
sagði hann við mig skömmu eftir
andlát þitt að hann væri nú búinn að
missa bæði eiginkonu sína og besta
vin sinn. Sorgin er mikil og sárt að
fá ekki að heyra rödd þína í síman-
um lengur og mér finnst mikið hafa
verið frá mér tekið, þar sem við töl-
uðum daglega saman og jafnvel oft
á dag. Við öll sem unnum þér sökn-
um þess að fá ekki að sjá þig framar
inni á þínu fallega og hlýlega heim-
ili, sem þú unnir svo mikið. En nú er
komið að leiðarlokum í bili en öll
eigum við eftir að hittast á ný í ríki
Drottins.
Ég bý aó brosum hennar
og blessa hennar spor
því hún var mild og máttug
og minnti á jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Ég bið algóðan Guð að blessa og
styi'kja Grétar og fjölskyldu hans
alia í þeirra djúpu og miklu sorg.
Edda Eyfeld.
Grétari
1964.
BRIDS
Umsjún Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Borgarfjarðar
SÍÐASTA keppni liðins árs var
léttleika-jólatvímenningur þar
sem pörin voru dregin saman.
Mestu hæfileika í „háttum“ jóla-
sveina sýndu þeir Sigui'ður í
Hellubæ og Jóhann á Steinum
og skoruðu þeir 196 stig, en
Kaupfélag Borgfirðinga gaf
konfekt í verðlaun.
Starfsemi þessa árs hófst
mánudaginn 4. janúar með tví-
menningi og urðu úrslit þessi:
Lárus og Höskuldur .....139
Þórður og Atli .........136
Jón E. og Baldur .......132
Aðalsveitakeppni félagsins
hefst mánudaginn 11. janúar og
hafa þegar verið skráðar 6 sveit-
ir.
I lokin skal minnst á að seinna
Venusarmót vetrarins hefst
þriðjudaginn 19. janúar.
Vesturlandsmót
í sveitakeppni
Vesturlandsmótið í sveita-
keppni verður spilað í félags-
heimilinu Logalandi í Reykholts-
dal helgina 23. og 24. janúar nk.
Gert er ráð fyrir að hefja spila-
mennsku kl. 10 á laugardags-
morgni. Skráning og upplýsing-
ar hjá Sveinbirni Eyjólfssyni í
símum 437 0020, 437 0029 eða
með símbréfi í 437 0020. Minnt
er á að síðasti dagur til að skrá
sveit til keppni er föstudaginn
15. janúar.
Bridsfélag
Hafnarljarðar
Mánudaginn 4. janúar var
fyrsta spilakvöld eftir áramót og
var þá spilaður eins kvölds
Mitchell-tvímenningur með
þátttöku 17 para. Úrslit urðu
þessi:
N-S
Sigurjón Harðars. - Haukur Ámas. 243
Hermann Friðrikss. - Vilhj. Sigurðss. 240
Guðbj. Þórðars. - Steinberg Ríkarðss. 323
A-V
Guðm. Magnúss. - Ólafur Þ. Jóhannss. 260
Halldór Einarss. - Friðþjófur Einarss. 255
Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömss. 247
Næstu þrjá mánudaga, þ.e.
11., 18. og 25. janúar, verður
spiluð sveitakeppni, sem áætlað
er að verði með Monrad-fyrir-
komulagi, þrír 10 spila leikir á
kvöldi. Verðlaun í móti þessu
eru sérlega glæsileg, eða frítt
þátttökugjald í sveitakeppni
Bridshátíðar fyrir þrjár efstu
sveitirnar í boði SIF.
Veður og færð á Netinu ^mbl.is
ALLTAf= G/TTH\SA£? NÝTl
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 59 ^
MESSUR Á MORGUN
Guðspjall dagsins:
Hinn rangláti
ráðsmaður.
(Lúk. 16.)
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir
messu. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá
fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Öm Falkner.
Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Prestur Jakob Á. Hjálm-
arsson. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson. Að lokinni messu verð-
ur fundur Safnaðarfélags Dómkirkj-
unnar í safnaðarheimilinu. Rósa
Þorsteinsdóttir starfsmaður Stofn-
unar Áma Magnússonar kynnir
geisladiskinn Raddir, sem hefur að
geyma kveðskap og söng úr gögn-
um safnsins.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 10.15.
GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl.
11. Munið kirkjubílinn! Guðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju
syngur. Organisti Árni Arinbjarnar-
son. Sr. Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og
bamastarf kl. 11. Organisti Hörður
Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson.
Eftir messu kl. 12:15 verður opnuð
sýning á málverkum eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur á vegum Listvina-
félags Hallgrímskirkju.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ingileif Malmberg.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Bryndís Valbjöms-
dóttir. Messa ki. 14. Organisti Jak-
ob Hallgrímsson. Sr. María Ágústs-
dóttir.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Fjölskylduguðs-
þjónusta í Litla sal safnaðarheimilis
kl. 11. Haukur Ingi Jónasson, guð-
fræðingur, predikar. Sögustund fyr-
ir börnin í umsjón Lenu Rósar
Matthíasdóttur. Prestur sr. Jón
Helgi Þórarinsson. Organisti Jón
Stefánsson. Kaffisopi eftir guðs-
þjónustu.
LAUGARNESKIRKJA: Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Organisti
Gunnar Gunnarsson. Prestur sr.
Bjami Karlsson. Eftir messu: Hug-
flæði um safnaðarstarf á vorönn.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma.
Opið hús frá kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELT JARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Prestur sr. Guðný
Hallgrímsdóttir. Organisti Kristín G.
Jónsdóttir. Barnastarf á sama tíma.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs-
þjónusta kl. 14. Barnastarf á sama
tíma.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 í safnað-
arheimilinu. Farið verður niður að
tjörn í lokin og fuglunum gefið
brauð. Kaffisopi eftir guðsþjónustu.
Organisti er Sigrún Þórsteinsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 árdegis. Sr. Sigurjón Ámi Eyj-
ólfsson héraðsprestur annast
guðsþjónustuna. Organleikari Pavei
Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13.
Foreldrar og aðrir vandamenn
boðnir velkomnir með börnunum.
Prestamir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11.
Altarisganga. Organisti Daníel Jón-
asson. Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Kl. 11 org-
elandakt, ritningalestur og bæn í
umsjá Kjartans Sigurjónssonar org-
anista.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Kari Ágústsson. Organisti
Lenka Mátévoa. Bamaguðsþjón-
usta á sama tíma. Umsjón: Hanna
Þórey Guðmundsdóttir og Ragnar
Schram. Prestarnir.
G R AFARVO GSKIR K J A: Sunnu-
dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11.
Prestur sr. Anna Sigriður Pálsdóttir.
Umsjón: Hjörtur og Rúna. Sunnu-
dagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prest-
ur sr. Vigfús Þór Ámason. Umsjón:
Ágúst og Signý. Guðsþjónusta í
Grafarvogskirkjuu kl. 14. Prestur sr.
Sigurður Arnarson. Organisti Hörð-
ur Bragason. Kór Grafarvogskirkjuu
syngur. Prestarnir.
FELLA- og Hólakirkja.
HJALLAKIRKJA: Almenn guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjáns-
dóttir þjónar. Félagar úr kór Hjalla-
kirkju leiða safnaðarsöng. Barna-
guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag
kl. 18. Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Bamastarf kl.
11 í safnaðarheimilinu Borgum.
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópa-
vogskirkju syngur. Organisti Kári
Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Nýjar bækur afhentar.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Ein-
arsson prédikar. Organisti Gróa
Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN:
Morgunsamkoma sunnudag að
Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11.
Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Al-
menn samkoma kl. 20. Mikil lof-
gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram
prédikar. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl.
16.30. Theodór Peterson frá
Færeyjum vitnar og syngur. Ræðu-
maður Vörður L. Traustason. Allir
hjartanlega velkomnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag
kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálp-
ræðissamkoma. Kafteinn Miriam
Óskarsdóttir talar. Mánudag kl. 15
heimilasamband fyrir konur.
FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morg-
unsamkoma kl. 11. Bamastarf, lof-
gjörð, prédikun og fyrirbænir.
Kvöldsamkoma kl. 20. Kröftug lof-
gjörð, prédikun orðins og fyrirbæn-
ir. Allir hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam-
komja verður á morgun í aðalstöðv-
um KFUM og KFUK kl. 17. Fyrsta al-
menna samkoman í aðalstöðvunum
á 100 ára afmæli KFUM og KFUK.
Ritningarlestur, ávarp, bæn: Hildur
Hallbjömsdóttir varaformaður KFUK
í Rvík. Sönghópurinn „Rúmlega
átta“ syngur nokkur lög. Ræða sr.
Ólafur Jóhannsson formaður KFUM
í Rvík. Tekið verður við fjárframlög-
um til áframhaldandi uppbyggingar
æskulýðsstarfs félaganna. Bama-
stundir á meðan á samkomu stend-
ur. Létt máltíð seld að samkomu
lokinni. Allir velkomnir.
KROSSINN: Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl.
11 fyrir krakka á öllum aldri. Sam-
koma kl. 20. Jón Þór Eyjólfsson
prédikar. Mikil lofgjörð og til-
beiðsla. Allir velkomnir.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Messur sunnudaga kl. 10.30, 14.
Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga
og virka daga messur kl. 8 og 18.
MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30. Messa
virka daga og laugardaga kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði:
Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa
laugardaga og virka daga kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Skólavegi 38. Messa sunnudag kl.
14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag
kl. 17.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ:
Samkoma kl. 14.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Barnastarfið hefst að
nýju í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll
frá Mosfellsleið fer venjulegan
hring. Jón Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11
sunnudagaskólar í Setbergsskóla,
Hvaleyrarskóla og safnaðarheimili.
Kl. 11 guðsþjónusta. Ræðumaður
Guðmunda Inga Gunnarsdóttir
guðfræðingur og leiðtogi í æsku-
lýðsstarfi kirkjunnar. Kór Hafnar-
fjarðarkirkju leiðir léttan sálmasöng
undir stjóm Natalíu Chow. Prestur
sr. Þórhallur Heimisson. Vænst er
þátttöku fermingarbama og for-
eldra þeirra auk æskulýðsfélaga.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11.
VÍÐIST AÐAKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna-
kórinn syngur. Bamastarf kirkjunn-
ar fellur inn í athöfnina. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Bam borið til skírnar. Ferm-
ingarbörn og foreldrar þeirra eru
sérstaklega beðin að mæta. Kór
Vídalínskirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng. Við athöfnina þjóna sr.
Tómas Guðmundsson, sem leysir
sr. Bjama Þór Bjamason af í starfs-
leyfi hans. Nanna Guðrún djákni og
sóknarprestur. Sunnudagaskólinn
hefst eftir jólafrí, yngri og eldri
deild. Organisti Jóhann Baldvins-
son. Hans Markús Hafsteinsson,
sóknarprestur.
KÁLFAT JARNARSÓKN: Kirkju-
skólinn byrjar í dag, laugardag kl.
11.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest-
ur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyj-
um: Kl. 11 árdegis fjölskylduguðs-
þjónusta með almennum söng,
sögu, bæn og lofgjörð. Eflum sam-
félagið með kirkjugöngu. Regluleg-
ar bamaguðsþjónustur hefjast að
nýju sunnudaginn 17. janúar. Sókn-
arprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11.
Guðrún Eggertsdóttir djákni prédik-
ar. Hádegisbænir þriðjudag til
föstudags kl. 12.10. Gunnar Bjöms-
son.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Tónlistar-vesper
kl. 17. Jón Ragnarsson.
BORG ARPREST AKALL: Barna-
guðsþjónusta verður í Borgarnes-
kirkju kl. 11.15. Þorbjöm Hlynur
Ámason.
Fríkirkjan
í Reykjavík
Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11.00 i safnaðarheimilinu.
Farið verður niður að Tjörn í lokin og
fuglunum gefið brauð. Kaffisopi eftir
guðsþjónustu.
Organisti er Sigrún Þórsteinsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir
Hjörtur Magni Jóhannsson,
frikirkjuprestur.
>