Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Grafarvogskirkja Safnaðarstarf Safnaðarstarf Grafarvogs- kirkju Á NÝJU ári hefst safnaðarstarf Grafarvogskirkju af fullum krafti eftir jólafrí, frá og með sunnudegin- um 10. janúar. Bamaguðsþjónustur í Grafar- vogskirkju hófust reyndar aftur sl. sunnudag en þær eru á hverjum sunnudegi kl. 11. Næsta sunnudag hefjast svo bamaguðsþjónustur aftur í Engja- skóla kl. 11 og næsta fjöl- skylduguðsþjónusta verður í Engja- skóla 7. febrúar nk. kl. 11. Almennar guðsþjónustur eru svo & hverjum sunnudegi kl. 14 í kirkj- unni. Bamaguðsþjónustumar hafa verið fjölsóttar á báðum stöðum eins og endranær og sérstaklega er ánægjulegt að sjá hversu foreldrar era duglegir að fylgja bömum sín- um. Fermingarstarfið hefst sam- kvæmt stundaskrá í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 13. janúar. Æskulýðsstarfið hefst svo aftur 12. janúar fyrir unglinga í 8. bekk ög 14. janúar fyrir unglinga í 9.-10. bekk. Æskulýðsfundirnir í Engja- skóla hefjst sunnudagskvöldið 10. janúar og fundir fyrir ungt fólk á aldrinum 16-18 ára hefjast sunnu- dagskvöldið 10. janúar. Allir fund- imir eru kl. 20. Starf eldri borgara hefst aftur þriðjudaginn 12. janúar kl. 13.30. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla hefja starflð aftur þriðjudaginn 12. janúar kl. 17.30-18.30. KFUM-deildin fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára hefst þriðjudag- inn 12. janúar kl. 17.30-18.30 og KFUK-deildin fyrir stúlkur á aldr- inum 9-12 ára hefur starfið aftur miðvikudaginn 13. janúar kl. 17.30-18.30. Mömmumorgnar hefja starfið fimmtudaginn 14. janúar kl. 10. Kyrrðarstundimai- í hádeginu á fimmtudögum kl. 12.10 hefjast aftur 14. janúar og á eftir þeim er í boði léttur hádegisverður. Sorgarhópur mun hittast reglu- lega í 8 vikur frá og með mánudeg- inum 1. febrúar. Þeir sem vilja skrá sig í hann er bent á að hafa sam- band við presta kirkjunnar og þeir sem þegar hafa skráð sig era beðnir að staðfesta þá skráningu með því að hafa samband við einhvem presta kirkjunnar. Bænahópurinn hittist á hverju sunnudagskvöldi í kirkjunni kl. 20. Biblíuleshópur mun fljótlega hitt- ast og áhugasamir era beðnir um að skrá sig í síma kirkjunnar, 587 9070 á milli kl. 9-17 alla virka daga. Safnaðarfélag kirlgunnar er með mánaðarlega fundi og verður efni þeirra auglýst nánar síðar. Kórar kirkjunnar hafa þegar haf- ið reglulegar æfingar. Eins og sést á þessari upptaln- ingu gr ýmislegt í boði og allir eru auðvitað hjartanlega velkomnir og aldrei er of seint að vera með í safn- aðarstarfinu. Prestarnir. Messa og hug- flæðifundur í Laugarneskirkju NÚ HORFUM við fram mót hækk- /ndi sól og hlökkum til að renna skeiðið til vors. Á sunnudaginn kemur verður messa og sunnudaga- skóli í Laugarneskirkju að venju, þar sem lögð er áhersla á að bömin finni sig heima í kirkjunni með full- orðna fólkinu. En að loknu messu- kaffi verður efnt til hugflæðifundar um safnaðarstarfið. Þá skoðum við ný drög að dagskrá safnaðarstarfs- ins á vorönn og látum hugann reika í sameiningu yfir svið safnaðarlífs- ins. Hvetjum við sem flest sóknar- fólk til að mæta og láta sig varða málefni safnaðarins. Bjarai Karlsson sóknarprestur. Upphaf vorann- ar í Hafnarfjarð- arkirkju ÞÁ ERU jólin og áramótin liðin og lífíð aftur að færast í eðlilegt horf. Fermingar og æskulýðsstarf hefur legið niðri yfir hátíðimar í Hafnar- fjarðarkirkju, en mánudaginn 11. janúar hefst fermingarstarf á ný samkvæmt stundaskrá, þriðjudags- og miðvikudagshópar mæta síðan 12. og 13. janúar. Æskulýðsfélögin hefja starfsemi sína á ný að kvöldi sunnudagsins 10. janúar með fundi í yngra æskulýðsfélaginu kl. 20. Fyrsti fundur eldra félagsins er mánudaginn 11. janúar kl.20. Sömu- leiðis byrja sunnudagsskólar kirkj- unnar í safnaðarheimilinu, Hvaleyr- arskóla og Setbergsskóla sunnu- daginn 10. janúar kl. 11. Þar sem safnaðarstarfinu er ýtt úr vör á ný næstkomandi sunnudag verður guðsþjónustan kl. 11. helguð fermingar- og æskulýðs- starfinu. Kór kirkjunnar undir stjórn Natalíu Chow leiðir söfnuð- inn í léttum æskulýðssöngvum en Guðmunda Inga Gunnarsdóttir guðfræðingur predikar. Hún starfar sem leiðtogi í báðum æsku- lýðsfélögum kirkjunnar. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Eru ferm- ingarbörn og æskulýðsfélagar sér- staklega hvött til þess að mæta ásamt foreldrum en allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Félagsstarf aldraðra kl. 15. Dr. Sigurður Ámi Þórðarson kemur í heimsókn og sér um dagskrá. Kaffi- veitingar. Allir velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Gestapredikari Stefán Ágústsson. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Sam- koma verður á morgun sunnudag kl. 17 í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg. Fyrsta almenna sam- koma félaganna á 100 ára afmælinu. Hildur Hallbjörnsdóttir, varafor- maður KFUK í Reykjavík, flytur ávarp, ritningarlestur og bæn. Sönghópurinn „Rúmlega átta“ tek- ur nokkur lög og sr. Ólafur Jó- hannsson, formaður KFUM í Reykjavík, flytur hugvekju dagsins. Á samkomunni verður tekið við af- mælisgjöfum til áframhaldandi upp- byggingar æskulýðsstarfs félag- anna. Boðið verður upp á stund fyr- ir börnin, skipt í hópa eftir aldri. Létt máltíð verður seld að sam- komu lokinni. Allir velkomnir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ég fór með öskju að heiman FYRIR nokkru var aug- lýst eftir Ijóði í Velvak- anda. Fyrirspurninni svaraði Ingibjörg Þor- geirsdóttir, 95 ára. Síðan hefur hún orðið fyrir miklu ónæði vegna þessa, fólk hringir mikið og biður hana að lesa ljóðið upp fyrir sig og biður hún því Velvak- anda um að birta fyrir sig ljóðið í heild svo ónæðinu linni. Ég fór með öskju að heiman og hélt í berjamó. En hef þó engin fundið enafþeimvarþónóg. Svo mér var reikað, mamma, tjl moldar þinnar f)jótt A gróna gröf ég settist og grét þar fram á nótt. Hver gengur hér og grætur við grafarrúmið mitt? Pað er ég, elsku mamma, einmana bamið þitt. Hver færir mig í fötin og fléttar hár mitt nú? Segir Sigga htla í sama róm og þú. Hjartans bam mitt hættu að harma og gráta mig. Það kemur einhver annar sem elskað getur þig. Með móðurhönd svo mjúka og mann sem býr þér veg. Segir Sigga litla í sama róm og ég. Þakklæti ÁSTA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri þakk- læti sínu til Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Segir hún að þeir hafi ekki gleymt sínum eldri borg- uram um jólin og hafi sent þeim glaðning. Seg- ir hún það annað en Samvinnulífeyrissjóðinn sem hafi boðið sínum við- skiptavinum upp á 5% skerðingu í sumar. Tapað/fundið Gullhringur týndist í Mjódd í nóvember 14 KARATA gullhringur með bláum steini týndist þriðjudaginn 24. nóvem- ber. Sennilega fyrir utan Læknasetrið, Þöngla- bakka 6 í Mjódd eða inn- an dyra. Hringurinn er afar breiður. Eigandinn er miður sín því hringur- inn var honum mjög kær. Finnandi vinsam- legast hafið samband í síma 552 0356. Fundar- laun. Barnahúfa týndist BARNAHÚFA, hand- prjónuð, hvít, rauð og gul, týndist 29. desem- ber við Ráðhúsið í Reykjavík. Finnandi vin- samlega hringið í síma 565 4416. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust á gamlársnótt í miðbæn- um. Skilvís finnandi hafi samband í síma 567 6154. Eyrnalokkur týndist GULLEYRNALOKKUR með grænum steini týndist í miðbæ Reykja- víkur, líklega á milU Laugavegs og Skúla- götu, aðfaranótt sl. sunnudags. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 564 3883. Monsa er týnd MONSA er týnd. Hún er grábröndótt og hvít læða. Fór að heiman á Þorláksmessu frá Álf- holti í Hafnarfirði. Hún er ólarlaus en eyma- merkt G8188. Upplýs- ingar vel þegnar í síma 565 8093. Schaefer-tík óskast SCHAEFER-tík óskast gefins. Ekki yngri en 2 ára. Upplýsingar í síma 698 0074. Hamsturbúr óskast HAMSTURBÚR á tveimur hæðum óskast, helst gyllt. Upplýsingar í síma 698 0074. SKÁK Thomas Luther (2.560) hafði hvítt og átti leik gegn DJevsejev (2.470), Rúss- landi. HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í opna flokknum í Groningen í Hollandi um áramótin. Þýski stórmeistarinn SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 1999, eitt helsta skákmót ársins, hefst hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur í Faxafeni 12, á morgun kl. 14. ÖUum er heimil þátttaka og skrán- ing stendur nú yfir hjá TR. Umsjún Margeir Fétursson 23. Rxf7! - Dxf7 (Svartur tapar drottningunni líka eftir 23. - Hxf7 24. Bxe6+ - Kb8 25. Bf4) 24. Bxe6+ - Dxe6 25. Hxe6 - Rd5 26. Bd4 - Hf4 27. Dh3 - Bxd4 28. Hxd4 og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... * ISLENSKIR grænmetisbændur hafa undanfarið farið þess á leit við Landsvirkjun að þeir njóti stór- iðjukjara við raforkukaup og hafa haft uppi yfirlýsingar um að ylrækt geti orðið að stóriðju á íslandi. Vík- verji hefur svo sem ekkert við það að athuga að garðyrkjubændur njóti góðra kjara og fagnar því ef sem flestir geta starfað við þessa iðju. Víkverji dagsins er hins vegar ekki í hópi þeirra sem telja íslenskt grænmeti vera „hið besta í heimi“ og hefur ávallt átt erfitt með að skilja hvert fólk í kringum hann er að fara með slíkum yfirlýsingum. Raunar telur Víkverji að íslenskt grænmeti henti yfirleitt illa til mat- reiðslu þar sem það er bragðdauft og óþroskað. Besta dæmið um þetta era lík- lega íslensku tómatarnir sem yfir- leitt virðast vera tíndir á meðan þeir era enn hálfgrænir og ná því sjaldan tilskildum þroska. Litlu skárri era hollensku verksmiðju- tómatarnir sem íslenskir stór- markaðir virðast vera svo hrifnir af, að minnsta kosti ef dæma má af grænmetisborðum þeirra þann hluta ársins sem íslensku græn- ingjarnir era ekki allsráðandi. Hvenær munu íslenskir neyt- endur eiga kost á því að kaupa ítalska eða franska tómata er hafa þroskast í alvöra sól og hita Mið- jarðarhafsins? Eða þá kaliforníska tómata sem einnig eru í hæsta gæðaflokki? Og hvernig stendur á því að ekki era fluttar inn fleiri tegundir af tómötum? Svo virðist sem grænmetisinnflytjendur telji tómataflórana skiptast í annars vegar „tómata" og hins vegar „bufftómata". Kannski í stíl við ís- lenska kartöflumarkaðinn þar sem kartöflur skiptast í „kartöflur" og „rauðar kartöflur" þrátt fyrir að fjölmörg kartöfluafbrigði séu rækt- uð í heiminum, hvert með sína eig- inleika. Einn helsti kostur þess að kom- ast út fyrir landsteinana er að mati Víkverja að geta nálgast grænmet- isúrval þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum og grænmetið er með bragði. xxx OG FYRST Víkverji er byrjaður að kvarta á annað borð getur hann ekki látið vera að kvarta yfir framboði á aliönd á Islandi. Andar- kjöt er eitthvert ljúffengasta kjöt sem fáanlegt er og skipar veglegan sess í matargerð á tveimur helstu matarmenningarsvæðum veraldar, því franska og því kínverska. I flestum evrópskum siðmenningar- í-íkjum er lítiU vandi að nálgast ferskar andarbringur. Hér á landi era hins vegar einungis fáanlegar gaddfreðnar „Pekingendur". Eitt er að Víkverji hefur til þessa staðið í þeim trú að Pekingönd væri kín- verskur réttur en ekki andaraf- brigði á borð við stokkönd. Hitt er að íslensku endumar eru yfirleitt ótrúlega kjötrýrar og bringulitlar og Víkverji veigrar sér við að nota þær til matargerðar. Er ekki hægt að ráða bót á þessu og bjóða ís- lenskum neytendum upp á ferskar, stórar andarbringur, sem era jú hvort sem er það sem yfirleitt er notað við eldun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.