Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 21 Tímamótaúrskurður hjá yfírskattanefnd Félög sektuð fyrir að skila ekki ársreikningum YFIRSKATTANEFND hefur sektað nokkur fyrirtæki sem ekki hafa skilað ársreikningum fyrir árin 1995 og 1996 eins og lög kveða á um. Þau félög, sem ekki skila reikn- ingum á næstunni, mega að sögn skattrannsóknarstjóra búast við því að sæta slíkri refsimeðferð. Nú þeg- ar er búið að úrskurða sekt á nokk- ur fyrirtæki og fleiri eru til með- ferðar auk þess sem nokkur sam- bærileg mál eru í dómsmeðferð. Samkvæmt lögum um ársreikn- inga, sem tóku gildi í ársbyrjun 1995, skulu fyrirtæki skila til félaga- skrár ársreikningi eða samandreg- inni útgáfu af rekstrarreikningi og efnahagsreikningi um rekstur sinn ásamt skýrslu stjórnar. Reikningn- um þarf að skila eigi síðar en mán- uði eftir samþykkt reiknings og eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þrátt fyrir eftirrekstur af hálfu skattrannsóknarstjóra hafa nokkur hundruð ársreikningar frá árinu 1995 og 1996 enn ekki skilað sér. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins liggja þar ýmsar ástæður að baki en forsvarsmenn nokkurra félaga hafa neitað að afhenda árs- reikninga þar sem þeir telja um- rædd lög gölluð eða brjóta í bága við grundvallarreglur. Skattrann- sóknarstjóri ákvað að láta reyna á lögin og skaut málum nokkurra íýr- irtækja, sem ekki höfðu skilað árs- reikningum fyrir árin 1995-96, til yfírskattanefndar. Ríkir samkeppnishagsmunir I einu málanna var framkvæmda- stjóra einkahlutafélags gefið að sök að hafa vanrækt að skila ársreikn- ingum fyrir félagið vegna tekjuár- anna 1995 og 1996 til opinberrar Hermann Hansson /• stjórnarformaður IS Er ekki kunnugt um óeðlileg viðskipti HERMANN Hansson, stjórnarfor- maður íslenskra sjávarafurða, segir sér ekki kunnugt um að óeðlileg við- skipti hafí átt sér stað með hlutabréf félagsins skömmu áður en Verð- bréfaþingi Islands þarst tilkynning um nýjan forstjóra IS á gamlársdag. Verðbréfaþingið hyggst rannsaka viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag, en þau voru fyrir 25 millj- ónir króna og hækkuðu um 14,6%. Hermann segir að ekki hefði tekist að tilkynna að Finnbogi Jónsson tæki við starfí forstjóra IS fyrr en um hádegisbil á gamlársdag. „Þegar gengið er frá ráðningu forstjóra þarf að fjalla um málið hjá stjórn fé- lagsins, tilvonandi forstjóri þarf að ganga frá sínum málum og gera þarf ráðningarsamning við hann. Þessi vinna tekur tíma og okkur tókst ekki að greina frá ákvörðuninni fyrr.“ Hermann segir að hann og aðrir í stjórn félagsins geri sér vel grein fyrir þeirri trúnaðarskyldu sem hvfl- ir á stjórnarmönnum þeirra íyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þingi. Hann útilokar að stjórnar- menn IS hafi komið fréttinni um nýjan forstjóra félagsins á kreik áð- ur en hún var send Verðbréfaþingi. „Eg veit ekki hverjir áttu viðskipti með bréf félagsins en það kæmi mér á óvart ef um innherjaviðskipti væri að ræða.“ Hermann segir að miðað við um- mæli Stefáns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Verðbréfaþings í Morgunblaðinu á fóstudag, að ef hækkanir bréfa verði meiri en 5% gefí það tilefni til rannsóknar af hálfu þingsins, gefi hækkanir með bréf Skýrr, Opin kerfí og Héðins smiðju á fimmtudag tilefni til rann- sókna. „Ég er ekki að tortryggja viðskipti með bréf þessara þriggja fýrirtækja en samkvæmt þessu eru mörg rannsóknarefni sem liggja fyr- ir hjá Verðbréfaþingi." birtingar. í skýrslutöku hjá skatt- rannsóknarstjóra kom fram hjá framkvæmdastjóranum að hann hefði tekið þá ákvörðun sem stjóm- arformaður félagsins að skila ekki ársreikningum umrædd ár til opin- berrar birtingar hjá félagaskrá. Kvað hann ástæðuna fyrst og fremst hagsmuni félagsins gagnvart samkeppnisaðilum að hann vildi frekar greiða lága sekt fyrir það, er hann teldi minni háttar brot, en að skila inn ársreikningi til opinberrar birtingar. 150 þúsund króna sekt Yfirskattanefnd þótti sannað að framkvæmdastjórinn hefði með saknæmum hætti látið hjá líða að senda ársreikninga félagsins til fé- lagaskrár eins og lögboðið væri. Var honum og félaginu sameiginlega gert að greiða 150 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir niðurstöðu yfirskattanefndar vera í samræmi við það sem hann bjóst við. Hann segir að þau félög skipti enn hund- ruðum sem enn hafi ekki sldlað árs- reikningum iyrir árin 1995-96 og þau félög, sem skili ekki reikningum á næstunni, megi búast við því að sæta slíkri refsimeðferð. „Nú þegar er búið að úrskurða sekt á nokkur fyrirtæki og fleiri eru til meðferðar. Auk þess eru nokkur sambærileg mál í dómsmeðferð. Þau félög, sem skila ekki reikningum, eitt eða tvö ár í röð mega því búast við því að vera sektuð en skili menn ekki þrjú ár í röð ber að leysa viðkomandi fé- lag upp og hætta starfsemi þess. Við hvetjum því þá aðila, sem ekki hafa staðið skil á ársreikningum, að efna skuldbindingar sínar hið fyrsta,“ segir Skúli. Formlegu ári hafsins er nú lokið. Árið varð til- efni umræðu sem líklega hefur látið fáa ósnortna. Fá orð voru þó látin falla um fólkið sem aflar teknanna, þá stétt manna sem telst vera bakbein fslenskrar útgerðar. Nú í lokin er þarft að minna á mannlega þátt- inn. Ætla má að fólkið sem lifir f návígi við hafið - sækir sjóinn og siglir um höfin - þekki náttúru þess af eigin raun og sýni henni þvf tilskilda virðingu. Hjá okkur tekur um hver áramót nýtt ár hafs- ins við tif því gamla. Við óskum landsmönnum öllum farsæls nýs árs. VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS Fyrir hönd félagsmanna okkar, fólksins sem sjóað er í umgengni við hafið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.