Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís STYRKÞEGARNIR: Gabríela Friðriksdóttir, Þorbjörg Þorvaidsdóttir og Þóroddur Bjarnason. Y ínargrín ÞRIR myndlistarmenn fengn í gær úthlutað styrk úr Listasjóði Pennans. Gabríela Friðriksdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu og styrk að upphæð 400 þúsund krónur og Þorbjörg Þorvalds- dóttir og Þóroddur Bjarnason hlutu viðurkenningu sem felst í kaupum á verki að upphæð 150 þúsund krónur. 25 umsóknir bár- ust að þessu sinni en styrkirnir eru nú veittir í sjöunda sinn. í máli Guðrúnar Helgadóttur, formanns dómnefndar, við af- hendinguna kom fram að verk Gabríelu væru mjög áhugaverð og frjó og sérstaklega samþætt- ing við aðrar listgreinar, svo sem leikhúsið, „enda ákveðin leik- Vel tekið í hugmynd- ir um menning- arhús FREGNUM af áfonnum ríkis- stjórnarinnar um byggingu menn- ingarhúsa á landsbyggðinni, sem kynnt voru á flmmtudag, er al- mennt vel tekið af forsvarsmönnum menningarmála á þeim stöðum sem nefndir hafa verið sem heimkynni húsanna; Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Vest- mannaeyjum. Er jafnvel á þeim að heyra að það hafí komið þeim þægi- lega á óvart að heyra af þessum áformum, þar sem enn hafí ekki far- ið fram sérstakar viðræður ríkis- valdsins og viðkomandi sveitarfé- laga um staðsetningu og byggingu menningarhúsanna. Menntamálaráðherra mun á næstu dögum skipa nefnd, sem er ætlað að undirbúa tillögur um smíði menningarhúsanna og endurskoða lög um félagsheimili frá 1970. Enn hafa ekki verið nefndar dagsetning- ar í sambandi við hvenær nefndin skuli skila af sér tillögum og heldur ekki hvenær stefnt skuli að því að húsin verði komin í gagnið. Björn Bjamason menntamálaráðherra segir þó æskilegt að það gangi hratt fyrir sig. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdimar verði fjármagnaðar af ríki og sveitarfélögum í sameiningu og í því sambandi hefur Davíð Oddsson forsætisráðherra nefnt hlutfóllin 60% frá ríki og 40% frá sveitarfélögum. Einnig er gert ráð fyrir að einstaklingar taki þátt í verkefninu. „Mér líst afskaplega vel á þessar Þrír fá styrk úr Listasjóði Pennans gleði í verkunum, þrátt fyrir að ákveðnu jafnvægi sé náð með al- varlegum - jafnvel ögrandi und- irtón“. Guðrún sagði Þorbjörgu sýna mjög öguð vinnubrögð í sínum verkum sem hafa trausta mynd- ræna byggingu og sérstakan andblæ. Þórodd sagði Guðrún hafa unnið markvisst með hugmyndir hugmyndir," segir Rósa Björg Þor- steinsdóttir; skóla- og menningar- fulltrúi á ísafirði, en tekur jafn- framt fram að hún viti lítið meira um málið en það sem birst hafí í fjölmiðlum síðustu daga. Hún segir mikla möguleika í menningarlífinu á Isafirði. Þar sé t.d. verið að endur- byggja gamla sjúkrahúsið, þar sem héraðsbókasafn og skjalasafn fái inni og einnig listasafn að hluta til. Þá bjóði Edinborgarhúsið svokall- aða einnig upp á gífurlega mögu- leika, en hlutafélag heimamanna vinni nú að endurbyggingu þess og mikil gróska og fjölbreytni einkenni menningarstarfsemi í bænum. Sigurbjörg Guðjónsdóttir situr í menningar-, íþrótta- og æskulýðs- nefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Hún fagnar hugmynd- um um menningarhús á Sauðár- króki en kveðst lítið meira geta sagt um málið, þar sem það hafi enn ekki verið kynnt þar í bæ. Eykur bjartsýni Þröstur Ásmundsson, formaður menningarmálanefndar Akureyrar, fagnar sömuleiðis tíðindunum. „Við höfum mjög lengi barist fyrir því að um samfélag manna og samskipti með ákveðnum siðfræðilegum til- vísunum um menninguna. „ÖIl eiga þau viðurkenninguna skilda og að okkar mati framtíðina fyr- ir sér.“ Skilgreind markmið sjóðsins eru að styðja einkum og sér í Iagi við bakið á ungu og upprennandi myndlistarfólki sem, að mati dómnefndar, er að fást við at- hyglisverða nýsköpun. I dómnefnd sátu með Guðrúnu, nafna hennar Einarsdóttir mynd- listarmaður og Gunnar Dungal, framkvæmdastjóri Pennans, en sjóðurinn er minningarsjóður um foreldra hans, Margréti og Bald- vin Dungal. ríkið viðurkenndi ákveðnar skyldur gagnvart landsbyggðinni í þessum efnum og með þessu virðist það ætla að koma til móts við það. Þarna er ríkisstjórnin að taka undir þau sjónarmið að fjölbreytt og metnaðarfullt menningarlíf sé ein meginforsendan fyrir búsetu í hin- um dreifðu byggðum landsins," segir hann. „Hér ríkir mikil ánægja og við erum virkilega spennt yfir þessu. Hér er mjög öflugt tónlistarlíf, við erum svo heppin að hafa hér mjög öflugt tónlistarfólk og hér hafa ver- ið settar upp óratóríur, sem er mjög sérstakt á svona litlum stað. Það hefur verið í bígerð hér að huga betur að þessum málum, þannig að þetta eru miklar gleði- fréttir fyrir okkur,“ segir Katrín Asgrímsdóttir, formaður fræðslu- og menningarráðs Austur-Héraðs, og bætir við að vissulega auki þær heldur bjartsýni, ekki síst i ljósi fólksfækkunar í landshlutanum á undanförnum árum. Hún segir jafnframt að á þriðjudag verði rætt á fundum fræðslu- og menningar- ráðs og bæjarráðs á hvern hátt verði brugðist við þessum tíðindum. TONLIST Laugardalshöll SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands; einsöngvari Izabela Labuda; hljómsveitarstjóri: Peter Guth. Föstu- dagskvöld kl. 20. VINSÆLDIR tónlistarinnai’ sem kennd er við Vínarborg, og einkum þá Strauss feðga, er með ólíkindum. Þar kemur til léttleiki og mýkt tón- listarinnar; þokki og elegans. Kannski skiptir þar líka einhverju máli að þar á þrískipti takturinn sér griðland í völsum og masúrkum, en hann á alltént ekki upp á pallborðið í dægurtónlist dagsins í dag, þar sem hinn mekaníski tvískipti taktur er allsráðandi. A Vínartónleikum Sin- fóniuhljómsveitarinnar í gærkvöldi var Jóhann Strauss yngri í aðalhlut- verki, en einnig gat að heyra verk eftir bróður hans, Jósef Strauss; hinn sívinsæla Radetzkymars föður þeirra Jóhanns Strauss, en einnig verk eftir sporgöngumenn Strauss- feðganna Franz Lehár, Robert Stolz og Emmerich Kálmán, og svo verk eftir tvö tónskáld sem seint verða talin til vínartónskálda, Jóhannes Brahms og Charles Gounod. Flytj- endur ásamt Sinfóníunni voru pólska sópransöngkonan Izabela Labuda og austurríski hljómsveitarstjórinn Pet- er Guth. Verk Jóhanns Strauss yngri voru fyrst á efnisskránni, forleikurinn að óperettunni Cagliostro in Wien, polkinn Stúrmisch in Lieb’ und Tanz, csárdás-arían Klange der Heimat, Söngvar að heiman, úr Leð- urblökunni; valsinn Freut euch des Lebens, Wildfeuerpolkinn og Pers- neskur mars. Fyrsta verkið var síst í þessari syi-pu, hljómsveitin ekki alltaf samtaka, og meira hefði mátt gera úr styrkleikabreytingum þegar skipt var á milli takttegunda. Ann- ars var leikur Sinfóníuhljómsveitar- innar undir stjórn Peters Guth var umfram allt léttur og leikandi. Iza- bela Labuda er glæsileg söngkona með mikla rödd, og söng söng hún csárdás-aríuna prýðilega. Tvö atriði úr óperunni Faust eftir Gounod voru næst; vals og gim- steinaarían Ah! je ris. Hljómsveitar- stjórinn valdi allt of hratt tempó á valsinn, og hann missti nokkuð af yfírveguðum tíguleik fyrir vikið. Gimsteinaarían var sungin skínandi vel og með miklum tilþrifum, þótt heldur væri söngkonan óspör á ví- bratóið. Lífæðar á Landspítalanum MYNDLISTAR- og ljóðasýningin Lífæðar var opnuð á Landspítalanum í gær. Sýningin, sem Islenska menningarsamsteypan art.is stendur fyrir, verður sett upp í tíu sjúkrahúsum til viðbótar á árinu. Tólf myndlistarmenn og jafn mörg ljóðskáld taka þátt í sýningunni. ■ Læknað með list/Lesbók 16. Eftir hlé var komið að Robert Stolz, marsinum Kveðju frá Vín og söngnum Spiel auf deiner Geige. Þessi verk voru bæði fallega flutt, hljómsveitarstjórinn lék einleik á fiðlu í Spiel auf deiner Geige á móti söngkonunni og skiluðu þau þessu snotra stykki frábærlega. Ung- verskur dans nr. 5 eftir Brahms leið fyrir það að hljómsveitin var ekki alltaf samtaka í viðkvæmu rúbató, þegar allir þurfa að hægja ferðina jafnt, en Dónái-valsinn eftir Jóhann Strauss yngri vai- fínn. Það var til að auka yndi tónleikagesta að ungir dansnemendur stigu sporið í Dónár- valsinum og Freut euch des Lebens, og svifu fjaðurmagnað um salinn. Izabela Labuda söng Kossavísurnar Meine Lippen sie kússen so heiss úr óperettunni Júdit eftir Lehár mjög vel. Josef Strauss stóð nokkuð í skugga bróður síns og föður. Hljóm- sveitin lék tvö verk eftir hann, masúrkann Die Schwátzerin,eða blaðurskjóðuna, og lífsyndisvalsinn Mein Lebenslauf ist Lieb’ und Lust, og mátti heyra að Josef hefði vel getað náð sama árangri og bróðir hans, hefði hann haft til þess löngun og tækifæri. Það sem einkenndi þessa tónleika var fjör og gleði þótt framanaf hefði verið erfitt að rífa upp stemmningu í gímaldinu Laugardalshöll. Guth kann öll trixin sem gera show“ að showi“. Hann brá á leik með hljóm- sveitina og áheyrendur og gerði allslags kúnstir til að virkja tón- leikagesti með í fjörið. Hæst náði sprellið í Blaðurskjóðu Josefs Strauss, þegar brast á með almennri kjaftatörn í hljómsveinni, endanna á milli, í „gemsana" og jafnvel út í sal. Höre ich Zigaunergeigen úr óper- ettunni Marizu greifafrú eftir Kálmán var siðasta verkið efnis- skránni. Izabela Labuda söng af heitri tilfinningu og með bravúr og tónleikagestir kunnu vel að meta. Nokkur aukalög fylgdu, þar á meðal marsinn Þrumur og eldingar og að lokum hinn óviðjafnanlegi Radetzkymars Jóhanns eldri. Laugardalshöll er enginn tón- leikasalur. Þetta gímald hreinlega gleypir tónlist áður en hún berst eðlilega til hlustandans. Það er hins vegar ánægjuefni að nú skulum við vera búin að þreyja þorrann í þess- um efnum og eigum bara góuna eft- ir. Það er vert að óska Sinfóníu- hljómsveitinni til hamingju með staðfest áform ráðamanna um að skapa henni þann starfsvettvang sem hún á sannarlega skilið. Lokatónleikar námskeiðs LOKATÓNLEIKAR námskeiðs sem stendur yfir í Tónlistarskóla ísafjarð- ar verða á morgun, sunnudag, kl. 14.30 í sal Grunnskólans á ísafirði. Um er að ræða námskeið í „tónlistarmiðlun", „Performance and Communication Skills", en það er ný námsgrein í tón- list sem hefur verið að ryðja sér til rúms á undanfijmum árum og beinist einkum að því að auka virkni og sjálf- stæða sköpun tónlistamemenda og víkka sjóndeildarhring þeirra. Fyrirhuguð menningarhús á landsbyggðinni ísafjörður o Sauðárkrókur Akureyri Egilsstaðir o Vestmannaeyjar o Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Þorkell INGIBJORG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, sem opnaði sýninguna, virðir fyrir sér eitt verkanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.