Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 45
—Sr
AÐSENDAR GREINAR
Sjónarspil og staðreyndir
í LEIÐARA Morgunblaðsins í
gær er því ranglega haldið fram að
Reykjavíkurlistinn hafí gefið þau
loforð fyrir kosningarnar sl. vor að
gjaldskrár borgarinnar yrðu ekki
hækkaðar á þessu kjörtímabili ef
Reykjavíkurlistinn héldi meirihluta
sínum. Þá er farið fram á að færð
séu rök fyrir þeim gjaldski'ár-
hækkunum sem ákveðnar hafa ver-
ið. Mér er það bæði ljúft og skylt.
Við lokaafgreiðslu fjárhagsáætl-
unar Reykjavíkurborgar í desem-
ber voru afgreiddar með öðru ýms-
ar breytingar á gjaldski-ám borg-
arinnar. Undanfarna daga hefur
orðið nokkurt fjaðrafok vegna
þeirra. Eðlilegt er að fjölmiðlar
veiti stjórnvöldum aðhald í þessu
efni, en varast ber að gera úlfalda
úr mýflugu.
Hafa ber í huga að þjónustugjöld
eru ekki skattar. Þjónustugjöld eiu
stýritæki fyrst og fremst. Þeim er
m. a. hægt að beita til að ná fram
hagkvæmni í opinberri þjónustu og
draga þannig úr kostnaði. Eitt
helsta hlutverk þeirra er að
tryggja að eftirspurn eftir þjón-
ustu ráðist af þörfum. Þannig get-
ur hóflegt og skynsamlegt þjón-
ustugjald tryggt að þeir einir vilji
greiða fyrir þjónustuna sem þurfa
hennar með. Ef þjónusta er boðin
ókeypis er hætt við að allir nýttu
hana án tillits til þarfa, með til-
heyi-andi kostnaði fyi'ir almenning
og samfélagið. Þjónustugjöld mega
þó aldrei verða það há að þau fæli
fólk frá þjónustu sem það getur illa
verið án. Þar er vandratað meðal-
hófíð og er í því sambandi nærtækt
að minna á öll þau þjónustugjöld
sem tekin hafa verið upp í heil-
brigðiskerfinu af þeim ríkisstjórn-
um sem Davíð Oddsson hefur veitt
forystu.
Samræming þjónustu
og -gjalda
Samþykkt hefur verið að taka
upp þjónustugjald í íbúðum aldr-
aðra í Furugerði 1, Lönguhlíð 3 og
Norðurbrún 1 og í nýjum þjónustu-
íbúðum í Seljahlíð.
I fyrsta lagi er verið að breyta
vernduðum íbúðum í Lönguhlíð,
Furugerði og Norðurbrún í þjón-
ustuíbúðir og í öðru lagi er verið að
breyta 31 vistrými í Seljahlíð í 29
þjónustuíbúðir.
Markmiðið er að samræma bæði
þjónustu og þjónustugjöld í íbúðum
sem Reykjavíkurborg rekur fyrir
aldraða. Fram til þessa hefur bæði
verið ósamræmi á þeirri þjónustu
sem veitt er og enn fremur hafa
sumir borgað en aðrir ekki. Þannig
hefur frá upphafi eða í nær 20 ár
verið greitt þjónustugjald í þjón-
ustuíbúðunum á Dalbraut 21-27 og
er það nú kr. 12.023 fyrir einstak-
linga og 13.715 fyrir hjón. Enn
fremur hefur þjónustugjald verið
greitt í þjónustuíbúðum á Lindar-
götu 57-66 frá því að íbúðirnar
voru teknar í notkun 1993, kr.
5.300 á mánuði en þar er enn held-
ur minni þjónusta en í Furugerði,
Lönguhlíð og Norðurbrún þar sem
ekkert þjónustugjald hefur þó ver-
ið greitt. Þjónusta á Lindargötu
verður aukin til samræmis við hina
staðina og gjald hið sama, 6.500
krónur. I nýjum þjónustuíbúðum í
Seljahlíð verður meiri þjónusta eða
í samræmi við það sem gerist á
Dalbraut enda verður þjónustu-
gjald þar hið sama. Ekki má
gleyma því að leiga sú sem íbúarnir
greiða er mikið niðurgreidd og þar
af leiðandi lág eða að meðaltali 14-
15 þúsund kr. á mánuði með hita.
Aukin þjónusta og
eðlilegt heimilislíf
Með því að breyta vernduðum
íbúðum í þjónustuíbúðir er verið að
auka þjónustuna og gera öldruðum
kleift að búa við sjálfstæði og eðli-
legt heimilislíf á eigin forsendum
sem allra lengst. Þá er verið að
færa þjónustu við aldraða í Selja-
hlíð í nútímalegra horf þar sem
sjálfstæði og sjálfsfor-
ræði er haft í íyrirrúmi
en dvalarheimilisform-
ið eða stofnanaþjónust-
an lögð af í áföngum.
Þeir sem búa á dvalar-
heimUum fá þar alla
þjónustu sem þeir
þarfnast en fá ekki
greiddan ellilífeyri
heldur einungis vasa-
peninga, kr. 12.535 á
mánuði. Þeir sem aftur
á móti búa í þjónustuí-
búðum fá allar lífeyris-
greiðslur í eigin vasa
en greiða leigu og
þjónustugjald og ráð-
stafa þá því sem eftir
verður að eigin vali. Þannig aukast
ráðstöfunartekjur fólks í Seljahlíð
um leið og þjónusta og þjónustu-
gjöld eru samræmd.
Eftir stendur réttlátara
ustukerfi.
þjón-
Soi'phirðugjaldið
til framfara
gjald-
Mesta framfaraskrefið 1
skrárbreytingum borgarinnar er þó
stigið með sorphirðugjaldinu. Því
gjaldi er ætlað að skila hagræðingu
og draga úr þarflausri sóun. Og
einmitt það eru einhver brýnustu
verkefni nútíma stjórnmála. Til
þessa hefur sorphirða að mestu
verið greidd með fasteignasköttum.
Kostnaðarvitund hefur því engin
verið. Þess í stað er nú tekið upp
6.000 kr. sorphirðugjald á hverja
tunnu og með því móti stefnt að því
að fá fólk til að draga úr tilkostnaði
sínum og borgarinnar með því að
fækka tunnunum. Viðbrögðin hafa
ekki látið á sér standa, því tunnum
fækkar í hundraðavís. I tengslum
við breytinguna verður síðan tekin
upp vigtun og gjaldið síðar magn-
tengt. Þá verða gerðar tilraunir
með ódýrari kosti, s.s. tíu daga
hirðingu, flokkun sorps, o.fl.
Vegna sorphirðugjaldsins lækkar
fasteignaskattur og er miðað að því
að gjaldið skili borgarsjóði því ekki
auknum tekjum. En kei-fisbreyt-
ingin mun þýða að sumir greiða
meira en áður og aðrir minna.
Sorpa og skíðasvæðin
ítrekaðar fréttir hafa verið flutt-
ar af því að borgin sé að hækka
gjöld á skíðasvæðum. Hér gætir
misskilnings. Skíðasvæðin eru rek-
in sameiginlega af sjö sveitarfélög-
um sem í sameiningu ákveða gjald-
skrá. Öll gjöld á skíðasvæðum
verða óbreytt, nema hvað árskort
hækkar lítillega. Engar fréttir hafa
hins vegar verið sagðar um að
borgin sé að hækka gjöld hjá
Sorpu, enda er Sorpa með sama
hætti rekin af mörgum sveitarfé-
lögum sem í sameiningu ákváðu
nýjar reglur um gjöld og tæplega
3% hækkun gjaldskrár. Stjórnar-
formaður Sorpu er Inga Jóna Þórð-
ardóttir.
Tekjur heima-
þjónustu 6-8%
Gjald fyrir klukkustund í heima-
þjónustu nemur 25-35% af kostnaði
sem er fyrst og fremst launakostn-
aður. Frá 1993-1997 var gjaldið 218
kr. fyrir klukkustund. Þá var gjald-
ið lækkað í 175 krónur. Nú hefur
launakostnaður aukist og gjaldið
fyrir hverja klukkustund hækkar í
200 krónur. Aldraðir sem hafa 65
þúsund krónur á mánuði greiða
hins vegar ekkert gjald heldur fá
þessa þjónustu ókeypis. Þá er
gjaldskráin þannig upp byggð að
þegar þörf hins aldraða fyrir þessa
þjónustu er orðin umtalsverð er
heimild til að fella þessar greiðslur
niður og það er gert í miklum mæli.
Gjaldskrárbreytingin á því ekki að
snerta þá sem eru tekjulægstir né
hina sem þurfa umfangsmikla þjón-
ustu vegna lélegs heilsufars. Tekjur
af heimaþjónustu standa nú undir
6-8% af tilkostnaði borgarinnar við
að veita þessa þjónustu.
Heilbrigðis- og
hundagjöld
Heilbrigðiseftirlits-
gjald er ekki lagt á
íbúa borgarinnar heldj
ur atvinnufyrirtæki. I
raun ætti gjaldið að
standa undir þeim til-
kostnaði sem borgin
hefur af því eftirliti
sem henni ber lögum
samkvæmt að hafa
með atvinnustarfsemi í
borginni. Þrátt fyrir að
fyrir liggi tillögur um
hækkun gjaldsins fer
Helgi því fjarri að það standi
Hjörvar undir tilkostnaði heil-
bi'igðiseftirlitsins. Það
er engin ástæða til þess að við
Reykvíkingar niðurgreiðum þjón-
ustu við atvinnulífið af sköttum
okkar og atvinnulífinu fullur sómi
sýndur með að ætla því að borga
fyrir sig sjálft.
Hundagjöld hækka um 4-6%
vegna kostnaðarhækkana. Þegar
ákveðið var á sínum tíma að veita
undanþágur frá banni við hunda-
haldi í Reykjavík var samstaða um
að kostnað við hundaeftilit ættu
hundaeigendur að bera, en ekki
aðrir Reykvíkingar. Þetta fyrir-
komulag er úr tíð Davíðs Oddsson-
ar sem borgarstjóra.
Dagvist og
lengd viðvera
Mikill hluti kostnaðar við leik-
skóla, eða 75%, er launakostnaður.
Sem betur fer hafa laun starfsfólks
hækkað. Leikskólagjöld hækkuðu
síðast 1. júlí 1996 en frá þeim tíma
hefur rekstrarkostnaður hækkað
um a.m.k. 12%. Meðalhækkun
gjaldskrár á þessu ári er 7%.
Launahækkanir einar valda 80
milljóna króna kostnaðarauka í ár.
Gjaldskrárhækkun skilar 50 millj-
ónum króna upp í það. Þess utan
eykur borgin leikskólaþjónustu
verulega og ver til þess hátt í 200
milljónum króna.
Af gjaldskrárbreytingum má
vissulega gera sér mat úr hækkun
á tímagjaldi í lengdri viðveru í
grunnskólum úr 110 kr. í 150 kr.
36% hækkanir ættu með réttu að
heyra til algjörra undantekninga.
Þá er þess að gæta að gjaldið hefur
ekki hækkað í 7 ár eða frá 1991.
Þegar það var sett á var því ætlað
að kosta laun starfsfólks við gæsl-
una og frá þeim tíma hefur launa-
vísitala hækkað um 32%. Heppi-
Sjónarspilið í þessu
máli er að taka þrjú orð
- „lækka gjöld
Reykvíkinga“, segir
Helgi Hjörvar, úr
mínum munni og setja
þau í annað og víðara
samhengi en þau
voru sögð í.
legra hefði verið að hækka gjald-
skrána smátt og smátt en ekki í
einu stökki eins og nú er gert.
Hækkunin er þó ekki eins mikil og
hún sýnist vegna þess að á undan-
fórnum 7 árum hefur vikulegur
fjöldi kennslustunda yngstu barn-
anna aukist úr 24 stundum í 30
stundir frá og með næsta hausti.
Auk þess verður tekin upp nestis-
og næðisstund í hádegi þannig að
skóladagur verður orðinn allt að 9
klst. lengri haustið 1999 en hann
var 1992, þegar lengda viðveran var
tekin upp. Foreldrar þurfa því núna
að greiða fyrir mun færri stundir
en á liðnum árum og því verða-áhrif
hækkunarinnar á útgjöld foreldra
minni en bein áhrif hækkunarinnar
gefa til kynna.
Hitt er svo aftur skynsamlegt að
skólarnir noti skattfé til að efla og
bæta menntun í grunnskólunum, en
að við foreldrar greiðum kr. 150
fyrir hverja klukkustund í lengdri
viðveru. Hækkun gjaldsins skilar
35 milljónum kj'óna, en við verjum í
ár 600 milljónum meira til grunn-
skólanáms í Reykjavík en í fyrra.
Árskort í sund
hagstæðari en áður
Einstakt gjald fullorðinna yfir
sumartímann, frá apríl til október,
þegar flesth- fara í sund, er óbreytt
frá því sem verið hefur. Verðið á
veturna hækkar um 50 krónur og
verður það sama og á sumrin. Þeir
sem stunda sund allan ársins hring,
fastagestir lauganna, njóta lækkun-
ar á verði árskorts um 2.800 krón-
ur. 30 miða kort fullorðinna hækka
um 600 krónur og því verða ár-
skortin hlutallslega mun hagstæð-
ari en áður var. Engin hækkun .
verður á barnagjaldskrá. Spáð er
að breytingarnar skili 4% tekju-
aukningu, en taka ber fram að
borgin hefur á undanförnum árum
verið að niðurgreiða æ stærri hluta
af rekstrarkostnaði sundstaða.
Aldraðir og öryrkjar fá eftir sem
áður ókeypis í laugarnar, enda mik-
ilvæg forvörn og þjálfun í sundinu
falin.
Loforð um lækkun holræsa-
gjalds og orkugjalda
I öllum viðtölum sem tekin vora
við mig á stefnudegi Reykjavíkur-
listans, líka við Stöð 2, tók ég skýrt
fram að þau gjöld sem ætti að
lækka væru holræsagjald og orku-
gjöld. Sjónarspilið í þessu máli er
að taka þrjú orð - „lækka gjöld
Reykvíkinga“ - úr mínum munni og
setja þau í annað og víðara sam-
hengi en þau voru sögð í. Enginn
stjórnmálamaður myndi nokkurn-
tíma gefa þá yfirlýsingu að kæmist
hann til valda myndu allar gjald-
skrárbreytingar upp frá því vera til
lækkunar. Það er aðeins einn
stjórnmálaflokkur í Evrópu sem
lofar meiri þjónustu, minni skött-
um, lægri skuldum og lægri gjöld-
um. Það er borgarstjórnarflokkur
D-listans í Reykjavík. Slík gylliboð
gerir Reykjavíkurlistinn ekki. Það
er ekki verkefni okkar. Verkefnið
er að veita góða þjónustu á sann-
gjörnum kjörum.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Getuleysi gagnrýnanda
„EG VEIT hvers
vegna þú hringir, ég
var að fá dóminn í
hendur,“ sagði yfir-
gagnrýnandi Morgun-
blaðsins við mig þann
22. desember. Alltaf
finnst mér þetta orð
dómur jafn fáránlegt.
Er maður fyrir rétti,
dreginn fyrir dóm fyr-
ir að hafa vogað sér að
gefa út ljóð?
Eg hafði afhent hon-
um bókina mína rúm-
um mánuði áður og
beðið um gagnrýni.
Hann hafði góð orð um
það og hefur áreiðan-
lega ekki legið á liði sínu. Hins veg-
ar virðist bókin mín, Frumkvæði,
hafa staðið svo í Inga Bogasyni, að
það tók hann á annan mánuð að
kveða upp dóm sinn.
Á messu heilags Þorláks birtist
greinarstúfur undir fyrirsögninni
Samsafn, í Morgunblaðinu. Stúfur-
inn ber þess merki að þrátt fyrir
allan þennan tíma hefur dómarinn
ekki haft þrek til þess að kynna sér
bókina að nokkru gagni, svo lítið
hefur hann um hana að segja.
Hann segir þó að mörg ljóðin séu
athyglisverð, nefnir þrjú nöfn og
birtir eina vísu. Hins vegar er ekki
orð um hvað geri þessi ljóð athygl-
isverð.
Svo fer dómarinn að kvarta;
kvartar yfir því sem hann kallar út-
leitni og málæði. Ekki virðist hann
gera sér grein fyrir því að ljóðin
eru í tímaröð, segir röðun þeirra
ruglingslega og efnið ósamstætt.
Mest kvartar hann þó yfir því að
Ingólfur
Steinsson
nokkur ljóð eru á
ensku en það telur
dómarinn mikla goðgá
og helst má skilja að
þar með sé bókin
einskis virði. Hann
segir erfitt að ráða
hvað höfundi liggi á
hjarta eða að meta
þessa bók í heild og
klykkir út með því að
hún (eins og svo marg-
ar aðrar bækur) væri
betri ef hún væri
styttri.
Ekki þótti mér
ástæða til að vænta
lofsaungs um þessa
bók. Náðarsól menn-
ingarvita leikur ekki um þennan
höfund. Utgefendur hafa lítinn
áhuga á bókum hans sem eru því
Þegar dómari kvartar
yfír að erfitt sé að gera
sér grein fyrir hvað
höfundi liggur á hjarta,
segir Ingdlfur Steins-
son, vil ég ráðleggja
honum að lesa bókina.
ekki auglýstar og detta upp fyrir á
markaðstorgi fáránleikans. Gagn-
rýnendur virðast kjósa að snið-
ganga slíka menn. Eini fjölmiðill-
inn sem sá ástæðu til að fjalla um
þessa útgáfu var Morgunblaðið.
Nú verð ég að segja að mér
finnst Morgunblaðið eiga mikið lof
skilið fyrir myndarlega umfjöllun
um bókmenntir. En að birta svo lít-
ilfjörleg skrif um afrakstur 22 ára
er þó fyrir neðan virðingu blaðsins.
Þegar dómari kvartar yfir að ■
erfitt sé að gera sér grein fyrir
hvað höfundi liggur á hjarta vil ég
ráðleggja honum að lesa bókina.
Fullyrði ég að höfundi hennar hef-
ur legið ýmislegt á hjarta þann
tæpa aldarfjórðung sem hann var
að yrkja þessi Ijóð. Þetta mun og
blasa við þeim sem lesa bókina með
athygli. En dómarinn hefur ekkert
að segja um yrkisefni þessarar
bókar sem inniheldur 77 ljóð og
kvæði. Jú, nokkur þeirra eru „at-
hyglisverð" og höfundur getur bar-
ið saman vísur. Það má hann eiga.
Að sjá svona fýlupoka kvarta yf-
ir því að þarna eru ljóð á ensku,
þegar staðreyndin er sú að höfund- .
ur bókarinnar dvaldi langdvölum í
Bandaríkjunum, er eins og að
hlusta á krakka kvarta yfir því að
það sé ekki rétt bland í pokanum
hans. Auk þess er það tímaskekkja
nú undir lok 20. aldai'.
Að horfa uppá svo algeran van-
mátt til að rýna í þetta verk fer
verulega fyrir bijóstið á mér, ég
get ekki neitað því. Og svo þessi yf-
irlætislegi dómur i lokin, að bókin
„væri betri ef hún væri styttri". það
er ekkert í þessu dómskjali sem
bendir til að dómarinn hafi kynnt
sér málið til nokkurrar hlítar. ‘
Hið andlega getuleysi sem Ingi
Bogason afhjúpar í þessum stutta,
stóradómi sínum er í senn brjóst-
umkennanlegt og óþolandi. Það er
Morgunblaðinu til lítils sóma.
Höfundur er ritstjóri og tónlistar-
niaður. M