Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 9. JANIJAR 1999 43 Sólborgarmálið - örfá orð í belg ÉG GET ekki með nokkru móti neitað mér um að benda á einn til- tekinn hlut í sambandi við umræðurnar um hið svokallaða Sólborgar- mál, sem staðið hafa að undanförnu. Gildar ástæður ollu því að ég sá ekki alla myndina Dómsdag, sem sýnd var í Sjón- varpinu á annan dag jóla, en ég held að ég hafi lesið flest eða allt sem skrifað hefur verið um myndina síðan. Þar hef ég ekki séð að neinn hafi minnzt sérstaklega á eitt atriði í þessu máli, en sé svo, bið ég þann hinn sama velvirðing- ar, - það hefur þá skotizt framhjá mér. Nú, og svo væri það þá ekki heldur nein goðgá, þótt tveir menn vektu athygli á sömu staðreynd- inni. Mér hefur skilizt, að myndin láti sterklega að því liggja, að prestur- inn á Svalbarði hafi verið hinn raunverulegi faðir barns Sólborg- ar, en fengið bróður hennar til þess að gangast við faðerninu og bera bamið síðan út. Það er hér, sem mig langar að biðja lesendur að staldra aðeins við og hugsa sig um. Hugsum okkur fyrirmann í ís- lenzkri sveit seint á nítjándu öld (til dæmis prest eða einn af stór- bændum sveitarinnar). Honum verður það á að gera unga stúlku í sveitinni ólétta, á sínum bæ eða einhverjum öðrum. En hann vill ekki gangast við verknaði sínum og þarf því að fá einhvern annan til þess fyrir sig. Hvern myndi hann biðja slíkrar bónar? Alveg áreiðan- lega ekki bróður stúlkunnar. Allra sízt hann. Nei, hann myndi koma að máli við einhvern glaðlátan strák á einhverjum bænum, - ein- hvern sem var dálítið upp á kven- höndina og því líklegur til slíkra „afreka“. Og ef þetta tókst nú - sem það hefur víst oftast gert, og trúlega miklu oftar en nokkur maður veit - ja, þá hafði svo sem ekki neinn voðalegur stóratburður orðið. Ibúum sveitarinnar hafði að vísu fjölgað um einn, og það orð lá kannski á, eða var hvíslað í laumi, að lík- lega væri þessi nýi þegn skakkt feðrað- ur, einkum ef af- kvæmið þótti ekki líkjast sínum skráða föður, þegar fram í sótti. En menn kipptu sér yfirleitt ekki svo mjög upp við slíkt. Og hinn eiginlegi faðir auðvitað í fel- um. En hafi fyrirmaðurinn - prest- urinn, stórbóndinn eða hver sem hann nú var - aftur á móti verið svo vitlaus að biðja bróður stúlkunnar að gangast við barninu, Eitt er að gangast við barni, segir Valgeir Sigurðsson, annað að játa á sig sifjaspell, sem maður hefur ekki drýgt. þá er heldur betur komið annað hljóð í strokkinn. Þá er tiltölulega meinlaust bamsfaðernismál allt í einu orðið að stóru sakamáli. Hér eru þá komin sifjaspell, sem verða alveg áreiðanlega kærð. Þetta kall- ar á réttarhald, vitnaleiðslur, um- tal. Málið er orðið vinsælasta um- ræðuefni sveitarinnar og marg- faldar líkur til þess að upp komist um hinn raunverulega föður. Myndi nokkur lifandi maður kalla yfir sig slíka áhættu, gersamlega að óþörfu? Auðvitað ekki. Það var nú öldungis ekki neinn hörgull á strákum í íslenzkri sveit á nítjándu Valgeir Sigurðsson Viltu læra um lífið? Námskeið um kristna trú Námskeið í Reykjavík: Konur eru konum bestar. Kennari: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, guð- fræðingur. Karlmennskan. Kennarar: Dr. Sigurður Ámi Þórðarson og Hróbjartur Áma- son, guðfræðingur. Laxness: Kennari: Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur. Sorg og áfóll í hópi nemenda. Kennarar: Dr. Gunnar Finnbogason, lektor og sr. Guðný Hallgrímsdóttir, fræðslufulltrúi. Að starfa í sóknamefnd. Kennarar frá Biskupsstofu. Bænaiðja. Kennari: Sr. Halldór S. Gröndal. Böl og þjáning í Jobsbók. Kennari: Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur. Spíritisminn. Kennarar: Dr. Pétur Pétursson og dr. Sigurður Ámi Þórðar- son, verkefnisstjóri. í fótspor pílagríma. Kennarar: Dr. Hjalti Hugason og Ragnheiður Sverr- isdóttir, djákni. Námskeið í Skálholti: Kvennaguðfræði. Kennari: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sóknarprestur. íkonar. Kennarar: Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður og sr. Krist- ján Valur Ingólfsson, rektor. Karlar í ábyrgðarstöðum. Kennarar: Sr. Öm Bárður Jónsson, dr. Halldór Kr. Júlíusson, sálfræðingur auk heimamanna í Skálholti. Námskeiðin em öllum opin. Námskeiðsgjald er kr. 2.500. Nánari upplýsingar í síma 535 1500 eða 8006550. Netfang frd@kirkjan.is. Vefsíða: http://kirkjan.is Leikmannaskóli kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík öld til þess að.gangast við einum lausaleikskrakka, ef á þurfti að halda, þegar þetta tveir til þrír vinnumenn voru á hverjum bæ og allir ókvæntir. Engin ástæða fyrir mann, sem þurfti að fá staðgengil fyrir sig í faðernismáli, að biðja eina manninn í allri sveitinni, sem alls ekki mátti blandast í málið, - sjálfan bróður barnsmóðurinnar. Og í annan stað: Myndi nokkur maður hafa verið svo lítilsigldur að ljúga á sig slíkum glæp? Eitt er nú að gangast við barni, sem maður veit að maður á ekkert í, annað að játa á sig sifjaspell, sem maður hefur ekki drýgt, en myndi kosta dóm og fangelsisvist, auk brenni- merkingar í almenningsálitinu, ef upp kæmist. Og það kæmist upp. Það getur engin stúlka gengið með barn og alið það - hvað þá borið það út eins og í tilviki Sólborgar - án þess að EINHVER komist að hinu rétta. Og þjóð veit þá þríi' vita. Nei. Þessi kenning, að maður fái bróður barnsmóður sinnar til þess að gangast við barni hennar, hún er satt að segja svo bandvitlaus og óeðlileg, að það er ekki einu sinni hægt að reiðast henni, þótt ein- hver kynni að vilja bregðast þannig við. Og sem lykill að lista- verki eða innlegg til aukins skiln- ings á því er þetta vitaskuld alger- lega ónothæft og ekkert annað en móðgun við hugsandi fólk að bjóða því upp á slíkan málflutning. Hér hefur aðeins verið minnzt á einn þátt þessa verks - og hann reyndar ekki smáan - en ég ætlaði aldrei að blanda mér inn í þær um- ræður sem staðið hafa um önnur efnisatriði myndarinnar. Auðvitað er algengt að höfundar sæki sér yrkisefni í fortíðina. Sé það gert af smekkvísi og nærfærni er ekkert við því að segja. Ég tala nú ekki um, ef það skilar auk þess listrænum árangri. En bæði skapendur og ekki síður njótendur slíkra verka mættu að skaðlausu festa sér í minni orð, sem meistari Þórbergur skrifaði eitt sinn á hér- vistardögum sínum, og löngu áður en hann fluttist til æðri vitundar- sviða. Hann sagði, að menn yrðu nú að læra að gera greinarmun á hugmyndaflugi skapandi lista- manna og venjulegri lygahneigð. Höfundur er rithöfundur. Til varnar viðskiptabönnum Á UNDANFÖRNUM vikum hefur margt mis- skynsamlegt verið rætt og ritað um viðskipta- bann Sameinuðu þjóð- anna gegn írak og um viðskiptabönn yfirleitt. Þeir menn sem hafa far- ið fremstir í flokki í and- stöðu við viðskiptabann- ið á írak og úthrópað ís- lensk stjórnvöld sem barnamorðingja voru í fararbroddi í áralangri baráttu fyrir alþjóðlegu viðskiptabanni gegn Suður-Afríku. Ekki hef- ur annað frést en að þeir séu enn stoltir af fram- göngu sinni í því máli og telji, rétti- lega, að viðskiptabanmð hafi gegnt lykilhlutverki í afnámi aðskilnaðar- stefnunnar þar í landi. Þeir hafa ekki heldur andmælt viðskiptabanni á Búrma eða viðskiptabanni gegn Sambandsríki Júgóslavíu, - Serbíu Ekkí gleyma því, segir Arni Páll Arnason, að —?--------------------------- Island er skyldugt sam- kvæmt stofnskránni til að taka þátt í sameigin- legum aðgerðum gegn þeim ríkjum, sem ógna heimsfriði að áliti öryggisráðsins. og Svartfjallalandi. Misvíðtækt við- skiptabann gegn Júgóslavíu hefur staðið frá árinu 1992 og leitt af sér ýmsa þolraun fyrir borgara þess ríkjasambands, fátækt og niðurlæg- ingu. Það hefur hins vegar óumdeil- anlega hindrað stjórnvöld í Belgrað í enn verri illvirkjum gegn nágrönn- um og eigin borgurum en þó hefur orðið raunin á. Engum blandast hug- ur um að án viðskiptabannsins hefði aldrei náðst sá viðkvæmi friðm- sem nú er í Bosníu-Hersegóvínu og styðst við alþjóðlega aðstoð og þung- vopnað friðargæslulið. Viðskiptabönn eru meingallað þvingunar- úrræði, sem getur vissulega bitnað illa á þeim sem síst skyldi. Þau eru hins vegar annað tveggja úrræða sem samfélag þjóðanna hefur, samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, til að knýja þau ríki sem brjóta gegn samþykktum Sa- meinuðu þjóðanna til að láta af óhlýðni sinni, og eru í flestum tOvik- um illskárri en hitt úr- ræðið, sem er beiting vopnavalds. Óþarft er hins vegar að rifja það upp að út- hrópendur þeir sem hæst hefur látið í að undanförnu hafa iðulega lagst gegn valdbeitingu til lausnar deilu- málum á alþjóðavettvangi og voru tO dæmis flestir á móti því að Samein- uðu þjóðirnar heimOuðu valdbeitingu gegn Irak í Persaflóasti'íðinu. Þrátt fyrir áratugalangan ágrein- ing hér á landi um marga þætti utan- ríkismála hefur verið almenn sam- staða um virðingu fyrir stofnskrá Sa- meinuðu þjóðanna og þeim réttind- um hópa og þjóða sem hún stendur vörð um. Mikilvægt er að sú sam- staða haldi og að ásókn í stundarvin- sældir valdi því ekki að alvöru stjórnmálamenn skorist þar úr leik. Þeir mega ekki gleyma því að Island er skyldugt samkvæmt stofnski'ánni til að taka þátt í sameiginlegum að- gerðum gegn þeim ríkjum, sem ógna heimsfriði að áliti öryggisráðsins. Þeir menn sem að undanförnu hafa fordæmt íslensk stjórnvöld fyr- ir viðskiptabann á Irak af siðferði- legum ástæðum skulda íslensku þjóðinni skýringu á því hvers vegna viðskiptabönn eru bara stundum sið- ferðilega óviðunandi. Ef þeh' eru hins vegar komnh' á þá skoðun að þau séu alltaf siðferðilega óviðunandi ber þeim skylda til að segja hvaða ráðum eigi þá að beita ofbeldis- stjórnh' sem fótumtroða lýðréttindi eigin borgara og efna til árása á grannríki. Felst hjálpræði þeirra þá í því að biðja fórnarlömbin að kyssa á vöndinn? Höfundur er Jöguiaður. Árni Páll Árnason ER I FULLUM GANGI Vertu veJ hvi UA ur a ny)u ari mRúmteppasett iRúmteppi *Sjótivarpssófar *Kommóður • VcerSarvoðir mHandklœði *Dýtiuh1ifar *Löh - Pifulök o.fl. .1040% AFSLATTUR Opiðfm kl. 10 -17 Mörbiinii 4 • 108 RcyLjavílc ?ími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marc Við styðjum við bakið á þér! ¥ i&SlÍÍBJJl Lane
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.