Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 5 7 MINNINGAR ' unum af fæðingardeildinni að þú fékkst þó tækifæri til þess að sjá litlu stelpuna þína, og ættingjar þínir fengu að sjá fjölskylduna sam- an; ykkur Arnar með Berthu Maríu og litlu systur hennar. Einnig sýndi fjölskyldan þín okkur myndirnar af veislunni miklu í kringum 40 ára brúðkaupsafmæli foreldra Arnars. Það er eins og þú hafir fengið tæki- færi til þess að kveðja alla ástvini þína og ættingja, og það gefur til kynna að kraftar þínm verði brátt nýttir á öðrum sviðum alheimsins. Elsku Kristbjörg, þú trúir því ekki hvað við erum fegin að hafa átt þessa kvöldstund saman rétt fyrir áramótin og að við höfum Berthu Maríu og hina prinsessuna til þess að lýsa okkur leiðina. Ollum aðstandendum þínum vilj- um við votta samúð okkar. Þar standa okkur næst stelpurnar þínar tvær og hann Arnar okkar sem mun ávallt njóta stuðnings vina sinna og þinna, elsku Kristbjörg. Því þótt hann Arnar hafi þolað nokkur þúsund volt þegar leiddi út frá flugvélinni sem hann var að vinna við uppi á flugvelli í Eyjum þá þolir enginn maður slíkan missi sem hann þarf að takast á við, einn síns liðs. Við vinirnh’ kveðjum kraftakonuna Kristbjörgu Oddnýju Þórðardóttur með söknuði. Elsku Kristbjörg, minning þín mun lifa með okkur öllum - að eilífu. Þínir vinir, Ása, Sigurfinnur og Elínborg Eir, Dóra Hanna, Sighvatur og Gabríel, Elfa og Magnús Karl, Erling, Guðný, Gústaf, Arnar Smári og Egill Aron, Ingunn og Svanur, Þóra. Við mæðginin viljum kveðja Kristbjörgu og þakka fyrir sam- verustundirnar með henni og Berthu Maríu. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Arnars, Berthu Maríu, óskírðrar Arnarsdóttur, foreldra og annarra aðstandenda. Fjóla og Jón. Elsku frænka, ég kveð þig hér með nokkrum orðum sem er mjög erfitt. Þú yndislega góða frænka í blóma lífsins aðeins 23 ára gömul ert tekin frá okkur öllum, maður er sem lamaður og veit ekki hvað skal gera. Ég þakka þér, elsku Kristbjörg, fyrir allt sem þið Þórdís systir þín hafið gefið mér og fjölskyldu minni í gegnum árin, og þá sérstaklega fyrir írisi alltaf boðnar og búnar til þess að fá hana í heimsókn til Eyja, eða bara hér uppi á landi. Ég þakka fyrir yndislegt jólakort frá þér og fjölskyldu þinni sem stendur hér inni í stofu hjá okkur með kertaljós fyrir framan og yljar upp nafn þitt til minningar. Eg bið Guð að gefa unnusta þín- um Arnari, Berthu Maríu og litlu nýfæddu dóttur þinni styrk til að halda áfram. Einnig ykkur, elsku Þórdis, Steina, Þórður, Bjössi og Eyþór, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur í sorg ykkar. Elsku Kristbjörg frænka, Guð geymi þig. Kristjana, Tómas, Geir Oli og Iris Hervör. Elsku Kristbjörg, það var mjög ánægjulegt þegar pabbi þinn hringdi á sunnudagsmorgun og til- kynnti okkur að þú hefðir eignast litla stúlku. Morguninn eftir feng- um við þá sorgarfregn að þú værir látin, aðeins 23 ára að aldri. Það gat ekki verið rétt. Bros þitt, kossar og elskulegt viðmót gleymist aldrei. Við kveðjum þig með miklum sökn- uði og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur. Alls staðar er þörf fyrir manneskjur eins og þig. Því verðum við að reyna að skilja að Guð hafi ætlað þér annað brýnt verkefni, sem ekki var hægt að fela öðrum. Megi algóður Guð styrkja Arnar, Berthu Maríu, nýfædda dóttur, for- eldra, systkini og aðra aðstandend- ur í þessari miklu sorg. 0, sjá þú drottins björtu braut, þú barn, sem kvíðir vetrar þraut. I sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur guð að leita þín. í hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er allt vort strið, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Gunnar, Matthildur og synir. Harmafregn barst um bæinn okkar að morgni 4. janúar, Krist- björg hafði orðið bráðkvödd á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þá um morguninn. Hjarta mitt grætur, í mótsögn við minningarnar sem all- ar eru sveipaðar gleði, og einiægri vináttu við þessa góðu vinkonu og frænku okkar. Tæpum sólahring fyrr fengum við þá gleðifrétt að Kristbjörgu hefði fæðst lítil falleg stúlka. Þetta minnir okkur enn og aftur á orðin í Biblíunni (Jobsbók l.kf. 21. vers) er segir: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drott- ins.“ Hver er tilgangurinn með því að gefa lítilli fallegri stúlku líf og taka móðurina? Þetta er ein þeirra spurninga sem við fáum ekki svar við. í lífinu skiptast á skin og skúrir, gleði og sorg. Það var mikil gleði í fjölskyldunni þegar Kristbjörg Oddný fæddist árið 1975. Fimm ár- um áður hafði mamma hennar misst soninn Baldvin Þór af slysför- um og kom hún því eins og sólar- geisli inn í líf mömmu sinnar, Þór- steinu Pálsdóttur, og pabba síns, Þórðar Karlssonar, og ekki síður stóra bróður síns, Bjössa, sem hún leit alltaf svo mikið upp til. Það ríkti líka mikil gleði í fjöl- skyldunni þinni síðastliðinn sunnu- dag þegar þú fæddir annað barnið þitt, erfiðri meðgöngu lauk og Bertha María var orðin stóra systir og þið Arnar áttuð orðið tvær dæt- ur, hamingjan og gleðin voru alls- ráðandi í fjölskyldunni og öll stóra fjölskyldan ykkar tók þátt í gleð- inni. Ékki fékk gleðin að vera alls- ráðandi lengi, því morguninn eftir voru litlu stelpurnar ykkar móður- lausar og Ai’nar einstæður faðir að- eins 25 ára gamall. Þvílíkt högg, þvílík sorg. Það er gott að eiga stóra og góða fjölskyldu á slíkum stundum. Fjöl- skyldan mun sameinast um að styðja Arnar og litlu dæturnar og hjálpast að við uppeldi þeirra í þín- um anda, því þú varst frábær móð- ir. Ef hægt er að tala um nýbúa í þessu samhengi þá voru fjölskyld- urnar á Búhamri 7 og 11 með þeim fyrstu sem byggðu við Búhamar- inn. Þar af leiðandi tengdust þess- ar fjölskyldur mjög vel og börnin okkar ólust mikið upp saman. Við höfum fylgst með þér frá fæðingu, og lékuð þið systurnar Þórdís syst- ir þín og dætur okkar, Þóra og Elfa Agústa, ykkur saman frá því að þið voruð litlar stelpur. Þið vor- uð ekki háar í loftinu þegar þið fóruð að labba á milli enda var að- eins eitt hús á milli okkar. Það var ýmislegt gert saman en þið Elfa voruð alltaf leiðtogarnir, þið lékuð ykkur í dúkkuhúsi ykkar systr- anna, fóruð í sund og mikið sport var á tímabili að fara með nesti út í móa og fannst mæðrum ykkar stundum varla taka því að taka til nesti, svo fljótar voruð þið að skreppa og borða það, því þið fóruð stundum bara yfir götuna í þessa nestistúra ykkar. Við for- eldrarnir reyndum að sameinast um uppeldisaðferðir og þegar þið fóruð að eldast var haft samráð um útivistartímann. Ki’istbjörg kynntist Arnari sín- um ung og heitbundust þau og urðu stúdentar saman frá Framhalds- skólanum hér í Eyjum. Þau voru fallegt par og framtíðin blasti við. Amar hefur stundað flugnám og hefur Kristbjörg stutt hann, alltaf unnið mikið til að gera honum nám- ið kleift. Nutu þau ómetanlegs stuðnings foreldra sinna og fjöl- skyldu við að gæta Berthu Maríu. Kristbjörg var einstaklega vinnusöm og hennar eiginleikar voru samviskusemi, vandvirkni og nákvæmni. Þegar hún þurfti að hætta að vinna vegna meðgöngu- erfiðleika í haust lagði hún ekki ár- ar í bát heldur leyfði listagyðjunni í sér að njóta sín og var nú mikið föndrað og sést fallega skriftin hennar og handbragð víða. Það er sár harmur kveðinn við fráfall Kristbjargar, margir sakna góðs vinar en mestur er missir og söknuður ástvina hennar. Fjölskylda okkar sendir elsku Ai’nari, Berthu Maríu, litlu ný- fæddu dótturinni, Steinu, Þórði, Bjössa, Eddu, Þórdísi, Eyþóri, Gunný, Rikka og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við biðjum góðan Guð að varðveita minningu Kristbjargar Oddnýjar Þórðardóttur og gefa ást- vinum hennar styrk í sorginni. Fjölskyldan Búhaniri 11, Lóa og Magnús. Elsku Kristbjörg vinkona mín er látin. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn á sorgarstund sem þessari er: „Hvers vegna?“ Mér finnst lífið grimmilegt þegar ung kona deyr sem daginn áður eignaðist yndis- legt stúlkubarn og átti fýrir auga- steininn sinn Berthu Maríu, þriggja ára, og yndislegan mann. Ég mun minnast Kristbjargar á sérstakan hátt, hún var einkar dug- leg sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Það átti bæði við um vinnu og allt annað. Ég vann mikið með henni við þjálfum hjá Fimleikafélaginu Rán. I gegnum þá vinnu kynntumst við og töluðum við oft og lengi sam- an um blessaða fimleikana, hvort heldur var um súrt eða sætt að ræða. Þeim fannst stundum nóg um mönnunum okkar þegar við vorum búnar að tala tímunum saman um þetta sameiginlega áhugamál okk- ar. Við grínuðumst oft með það að sennilega væri sama þó að við byggjum saman það væri samt ekki nægur tími til að tala um fimleika. Við eigum öll eftir að sakna hennar sárt. Ég er stolt af því að hafa átt hana fyrir vinkonu, hún lifði fyrir fjölskylduna sína alla og var sannur vinur vina sinna. Kristbjörg Oddný var með ein- dæmum handlagin. Allt sem hún vann í höndunum var unnið af mik- illi vandvirkni og alúð. Ég kveð þig, elsku vinkona, með sárum söknuði. Megir þú hvfla í Guðs friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til þín, elsku Arnar minn, Bertha María og óskíi’ð Arnarsdóttir og aðrir ástvinir sem eigið um sárt að binda. Guð styrki ykkur og styðji í þessari miklu sorg. Kristjana Ingólfsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Kristbjörgu Oddnýju Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Í Okkar kæri, JÓN ÁRNI JÓNSSON menntaskólakennari, Furulundi 11D, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fjmmtudaginn 7. janúar. Útförin auglýst síðar. María Pálsdóttir, Páll Jónsson, Lovísa Jónsdóttir, Steingrímur Jónsson, Jón Árni Jónsson, Stefán Jónsson, Þóra Jónsdóttir, Kolbrún Björk Ragnarsdóttir, Óskar Þór Halldórsson, Árún Kristín Sigurðardóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Yean Fee Quay, Björn Halldórsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, ERLING ADOLF ÁGÚSTSSON rafvirkjameistari, Barðastöðum 17, Reykjavík, áður til heimilis á Borgarvegi 24 Ytri-Njarðvík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 8. janúar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Ingibjörg Kristín Gísiadóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÚLÍUSSON, Skúlaskeiði 5, Hafnarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 7. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Sigurðardóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Eyþór Guðlaugsson, Sarah Sigurðardóttir og barnabörn. + Móðir okkar, KRISTBJÖRG REYKDAL, Bakkahlíð 39, áðurtil heimilis í Aðalstræti 10, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 1. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Arnald Reykdal, Ásta Þórðardóttir, Gréta Guðvarðardóttir, Steinþór Oddsson, Trausti Reykdal, Helga Einarsdóttir, Guðfinna Guðvarðardóttir, Valgarður Stefánsson, Snorri Guðvarðsson, Auður Eyþórsdóttir. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður og tengdamóður okkar, ÁSTU FJELDSTED, Jökulgrunni 3, Reykjavík. Sigriður Sveinsdóttir, Margrét Price, Sveinn Sveinsson, Sighvatur Sveinsson, Ingvar Sveinsson, John Price, Ragnhildur Þóroddsdóttir, Erna Jónsdóttir, Arna Borg Snorradóttir, Kristín Lárusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.