Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Sýnt á Stóra sóiíi ki. 20.00:
TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney
11. sýn. í kvöld lau. örfá sæti laus — 12. sýn. fim. 14/1 nokkur saeti laus
- lau. 16/1 - lau. 23/1.
BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen
5. sýn. á morgun sun. 10/1 uppselt — 6. sýn. mið. 13/1 örfá sæti laus —
7. sýn. sun. 17/1 örfá sæti laus — 8 sýn. fös. 22/1 uppselt — 9. sýn. sun.
24/1 nokkur sæti laus — 10. sýn. fim. 28/1 —11. sýn. sun. 31/1.
SOLVEIG — Ragnar Arnaids
Fös. 15/1 - fim. 21/1 - mið. 27/1.
BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren
Á morgun sun. kl. 14 — sun. 17/1 kl. 14.00 — sun. 24/1 kl. 14.
Sýnt á Litia sóiii kt. 20.00:
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt
f kvöld lau. örfá sæti laus — fim. 14/1 — lau. 16/1 — fim. 21/1 — lau. 23/1.
Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst
Sýnt á Smiðaóerkstœði kl. 20.30:
MAÐUR í MISLITUM SOKKUM
Á morgun sun. uppselt — fim. 14/1 nokkur sæti laus — fös. 15/1 uppselt —
lau. 16/1 uppselt — sun. 17/1 síðdegissýning kl. 15 — fös. 22/1 — lau. 23/1 —
sun. 24/1.
LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 11/1
Brúðuheimili. Dagskrá í tengslum við jólasýningu Þjóðleikhússins. Umsjón hefur
Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Dagskróin hefst kl. 20.30 — húsið opnað kl. 19.30 —
miðasala við inngang.
Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18. miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Sími 551 1200.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Á SÍÐUSTU STUNDU:
Síðustu kiukkustund fýrir sýningu
eru miðar seldir á hálfvirði.
Stóra svið kl. 13.00:
eftir Sir J.M. Barrie
í dag lau. 9/1, örfá sæti laus
sun. 10/1, örfá sæti laus
lau. 16/1, sun. 17/1,
lau. 23/1, sun. 24/1.
Stóra,svið kl. 20.00:
MAVAHLATUR
eftir Kristfnu Marju Baldursdóttur
í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar
fös. 29/1.
Verkið kynnt á Leynibar kl. 19.00.
Stóra svið kl. 20.00:
n í sven
eftir Marc Camoletti.
Lau. 16/1, örfá sæti laus,
lau. 23/1, lau. 30/1.
LitJa ^við kl. 20.00:
BUA SAGA
eftir Þór Rögnvaldsson.
Leikendun Þorsteinn Bachmann,
Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi
Hilmarsson, Guðlaug E. Olafs-
dóttir, Halldór Gylfason, Pétur
Einarsson, Rósa Guðný Þórsdótt-
ir, Sóley Elíasdóttir, Theodór
Júlíusson og Valgerður Dan.
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson.
Lýsing: Kári Gtslason.
Búningar: Una Collins.
Tónlist: Pétur Grétarsson.
Leikmynd og leikstjóm:
Eyvindur Erlendsson.
Frumsýning í kvöld 9/1, uppselt,
fös. 15/1, fös. 22/1, sun. 31/1.
Miðasalan er opin daglega
frá kl. 13—18 og fram að
sýningu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383.
MÖGULEIKHÚSIÐ
VIÐ HLEMM
sími 562 5060
HAFRUN
Nýtt leikrit byggt á
ísltnskum þjóðsögum
Frumsýning sun. 17. jan. kl. 17.00
UPPSELT
2. sýn. sun. 24. jan kl. 17.00
SNUÐRA
OG TUÐRA
Eftir Iðunni Steinsdóttur
sun. 17. jan. kl. 14.00
sun. 24. jan. kl. 14 örfá sæti laus
í dag, lau. 9. jan. kl. 14:30
Auður Ginnarsdóttir, scpran
GLnnar Guðbjömsson, tenór
Fyrstu kórtónleikarnir
Sunnud. 10. jan. kl. 17.00
Ástarstiklur
Kammerkór Suðurlands
Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson
Myrkir músíkdagar 1999
í dag, lau. 9. jan. kl. 17.30
Kammerhópurinn Aldubáran
frá Færeyjum
Mánud. 11. jan. kl. 20.30
Sigrún Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús
Birgisson.
Þriðjud. 12. jan. kl. 20.30
Arnaldur Amarson, gítarleikari.
Miðvikud. 13. jan. kl. 20.30
Finnur Bjarnason og Örn Magnússon
MIÐASALA í SÍMA 570 0404
FRÁ KL. 14-18.
www.landsbanki.is
Tilboð til klúbbfélaga
Landsbanka íslands hf.
Varðon
• 30% afsláttur af miðaverði á leikritið Hell-
isbúinn
• 25% afsláttur af miðaverði á leikritið Mýs
& Menn sem frumsýnt verður 15. janúar í
Loftkastalanum.
• 2 fyrir 1 á allar sýningar islenska dans-
flokksins
• 3ja mánaða frí Internet áskrift frá Islandia
Náman
• 3ja mánaða frí Internet áskrift frá Islandia
• 25% afsláttur af miðaverði á leikritið Mýs
& Menn sem frumsýnt verður 15. janúar í
Loftkastalanum.
• Ókeypis aðgangi að Einkabankanum og
Kauphöll Landsbréfa til órsins 2000
• Afsláttur af æfingargjöldum hjá fjölda
íþróttafélaga, t.d. Þór, Þróttur, Ægir, FH, KFA
Ýmiss önnur tilboð og afslættir bjóðast
klúbbfélögum Landsbanka íslands hf.
sem finna má á heimasíðu bankans,
www.landsbanki.is
L
Landsbankinn
Fasteignir á Netinu
vffl>mbl.is
_ALLTAf= eiTTH\#K£J NÝTT
FÓLK í FRÉTTUM
Trúverðug-
leiki og virðing
IIIM.IST
Geisladiskur
RÆTUR OG VÆNGIR
Rætur og vængir, breiðskífa Harðar
Torfasonar. Oll lög og textar eftir
Hörð, sem útsetur lögin einnig, syng-
ur og leikur á gítar. Strengir í hönd-
um Hjartar Howser. Upptökumaður
Hlynur Sölvi Jakobsson. Hörður
gefur diskinn út, Japis dreifir.
FRÁ ÞVÍ Hörður Torfason flutt-
ist hingað til lands eftir langa dvöl í
Danmörku fyrir nokkrum árum hef-
ur hann verið óhemju afkastamikill
í plötuútgáfu og tónleikahaldi. Iðu-
lega er hann einn á ferð, semur allt,
útsetur og tekur upp, en á stundum
hefur hann fengið til liðs við sig
ýmsa aðstoðarmenn. Á nýútkominni
breiðskífu Harðar, Rótum og
vængjum, er hann aftur á móti einn
á ferð, því þótt getið sé um strengi
Hjartar Howser þá er það aðeins
sem lítilvægt ski-aut; Hörður ber
hitann og þungann af plötunni einn
og sjálfur og það er fyrst og fremst
hans frammistaða sem gerir hana
eins góða og raun ber vitni.
Hörður hefur lýst þessari plötu •
sinni svo í viðtölum að hún sé eins-
konar ferðaiag og víst byrjar hún á
lagi þar sem sögumaður situr og
veltir fyrir sér leiðinni sem er
framundan og um leið þeirri leið sem
er að baki. Það lag er um leið eins-
konar stefnuyfirlýsing Harðar þar
sem hann lítur á eigið líf og starf;
„ég myndi vilja þegja ef ég þyrði / en
þögnin eykur ofbeldinu mátt“ og síð-
ar spyr hann þeirrar spumingar sem
brennur á mörgum; „ ... liggur þessi
vegur í rétta átt?“ Þetta lag er því
upphafspunktur plötunnar og í raun
samantekt á henni, frábært lag, vel
flutt með óvenjugóðum texta.
Næsta lag á eftir er ekki síður vel
Morgunblaðið/Þorkell
Hörður Torfason
heppnað, en í því ræðir Hörður við
Vatnsenda-Rósu og klykkir út með
línunni: „margt í lífi mínu / minnir
mig á þitt“. Fleiri skemmtileg lög
má tína til, til að mynda lagið Kven
r. emba þar sem Hörður bregður
sér í hlutverk smjaðurslegs farísea
sem harmar hve hallar undan fæti í
þeirri íslensku siðvenju að éta úld-
inn og súrsaðan mat og að fólk skuli
úða í sig útlendu trosi, grænmeti og
núðlum. í því lagi og reyndar víðar
á plötunni er leikhúsmaðurinn
Hörður Torfason í essinu sínu. Til
að mynda er lokalag plötunnar, Sá
besti, einnig leikþáttur, en nú átak-
anlegur spegill mannvonskunnar.
Ógleymanlegt lag þeim sem séð
hafa Hörð túlka það á tónleikum.
Hörður Torfason hefur haldið
sínu striki þótt vinsældir hans hafi
verið upp og ofan undanfarin ár,
eins og gengur og gerist með tón-
listarmenn. Hann hefur þó aldrei
glatað trúverðugleikanum og virð-
ingu þeirra sem á hann hlýða, sem
er eftirsóknarverðara fyrir hvem
tónlistarmann en stundarframi.
Rætur og vængir er fyrirtaks plata
með skemmtilegum lögum, af-
bragðs textum, góðum söng og
framúrskarandi gítarleik.
Árni Matthíasson
PÉTUR GAUTUR
Umhverfísvænn leikari
eftir Henrik Ibsen
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Tónlist: Guöni Franzson og
Edvard Grieg
Leikarar:
Agnar Jón Egilsson, Arndís Hrönn
Egilsdóttir, Árni Pétur Reynisson,
Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Hákon Waage, Jakob Þór
Einarsson, Pálína Jónsdóttir,
Stefán Sturla Sigurjónsson,
Sunna Borg, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Þráinn Karlsson,
Eva Signý Berger og Guðjón
Tryggvason.
Búningar.
Hulda Kristín Magnúsdóttir
Lýsing og leikmynd:
Kristín Bredal
Leikstjórn:
Sveinn Einarsson
Sýningar
lau. 9/1 kl 20
fös 15/1 kl. 20
lau 16/1 kl. 20
LEIKFÉLAG AKUREVRAR
SIMI 462 1400
►LEIKARINN Woody Harrelson
liggur ekki á skoðunum sínum þeg-
ar kemur að umhverfismálum og
hefur jafnvel þurft að dúsa í stein-
inum fyrir vikið. „Það er ekkert
sem kemur mér í jafn mikið tilfinn-
ingauppnám og umhverfismál,"
segir Harrelson f nýlegu viðtali.
„Ekki síst þegar ég horfi upp á
gömul tré felld svo hægt sé að búa
til garðhúsgögn! Það er hreint út
sagt fáránlegt. Einhver þarf að
láta í sér heyra um þessi mál,“ seg-
ir leikarinn sem dvelur til skiptis á
WOODY er vísast með plast-
húsgögn í sfnum garði.
heimili sínu í Kalifornfu og á
sveitabýli í skógum Costa Rica.
HAFNARFJARÐAR-
LEIKHÚSIÐ
► • Vesturj>ata II, Hafiiarfirði.
Midapantaiiir í síma 555 0553. Miða.salan er
opiu milli kl. !6-19 alla daga nema sun.
Miðasala opin kl. 12-18 og
fram að sýningu sýningardaga
Smapsrtanir virira daga fra ki. 10
Sími: 5 30 30 30
ROMMÍ - átakanlegl gamanleikrit- kl. 20.30
sun 10/1, lau 16/1, sun 17/1, lau 23/1
ÞJÓNN I' SÚPUNNI - drepfyndið - ki. 20
lau 9/1 nokkur sæti laus, fös 15/1, fim
21/1, fös 22/1
DtMMAUMM - fallegt barnaleikrit - kl. 16,
srn 10/1, sun 17/1, sun 24/1
TÓNLEIKARÖÐ kl. 20.30
Frands Paulanc - alla þriðjudaga í janúari
Tilboð til leikhúsgesta!
20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó
Borðapantanir í síma 562 9700
Menningartniðstðöin
Gerðuberg
sími 567 4070
Sunnudaginn 10. janúar
Myndlistarsýning á verkum Alan James
Opnun kl. 16. Allir velkomnir — aðgangur ókeypis
Laugardaginn 16. janúar
Tónleikar og málþing á Myrkum músíkdögum
1999
Blásarakvintett Reykjavíkur kl. 16.00.
Miðaverð kr. 800.
Málþing um Jón Leifs — 100 ára kl. 17.30
Meðal þátttakenda: Atli Heimir Sveinsson,
Hjálmar H. Ragnarsson, Sigurður A. Magnússon.