Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 5 Jt'' FJÓLA S VEINSDÓTTIR + Fjóla Sveins- dóttir fæddist í Bólu í Akrahreppi í Skagafirði 28. ágúst 1932. Hún lést á Landspítalanum 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Nikó- demusson og Pálmey Haralds- dóttir á Sauðár- króki. Systkini hennar eru Val- gerður, Haraldur (látinn), Ingólfur og Arnbjörg. Eigin- maður Fjólu er Gísli Gunnars- son frá Ábæ í Austurdal í Skagafirði. Börn þeirra eru: Sigríður, Sveinn, Pálmey og Haraldur. títför Fjólu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Fyrir nær 27 árum hófust kynni okkar Fjólu. Það vildi svo til að hún eignaðist sonarson á fertugs- afmæli sínu 1972 sem er elsti drengurinn minn af fjórum. Eg man eftir fyrsta skiptinu sem ég kom með drenginn að Bárustíg 4. Það var vel tekið á móti okkur eins og alltaf. Hann var skoðaður í krók og kring og honum gefnar stórar gjafir. Eg stoþpaði hjá þeim þá yfir nótt og það kom ekki til greina annað en að sauma á drenginn úlpu. Eg var tæplega nítján ára og hafði ekki saumað margar flíkur, en með hennar að- stoð var ekki lengi verið að töfra fram úlpu. Ég man hvað ég var upp með mér þegar ég fór síðan heim aftur með heimasaumaða úlpu á barnið mitt. Mér fannst Fjóla afar sérstök kona. Hún gat gert allt í einu. Hún var að sauma, baka og elda og gat verið að líta eftir bamabarni sínu í leiðinni. Þetta gekk allt saman upp þótt öðrum sýndist þetta vonlaust, og þrátt fyrir annríkið gat hún frætt mann um ýmislegt því hún var víðlesin, fróð og sérstaklega minnug á allt sem hún las. Fjóla var listamað- ur af guðsnáð. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, alltaf lagði hún jafn hart að sér. Hún var kannski búin að vaka alla nótt- ina við saumaskap en samt var alltaf matur á réttum tíma og nóg að borða. Fjóla gaf sér alltaf tíma til að sauma á böm sín og barnabörn, og það vom ófáar flíkurnar sem hún bjó til á mig og drengina okkar. Hún átti stóran blómagarð í kringum húsið sitt sem hún hafði sérstakt dálæti á. Ég veit ekki hvað það em margar blómateg- undir í honum en eitt er víst að þær em margar og vel um þær hugsað því allt greri í höndunum á Fjólu. Við Sveinn sonur hennar byggð- um okkur hús á Blönduósi. Það vom famar ófáar ferðimar yfir fjallið um helgar til að hjálpa okkur við að naglhreinsa, fúaverja og fleira. Maður var aldrei nálægt Fjólu öðmvísi en hún rétti manni eitthvað. Við fjölskyldan gerðum okkur oft erindi að Bámstíg 4. Ef enginn var þar heima mátti ganga að henni vísri uppi í Grænubrekku hjá móður sinni sem hún umgekkst daglega í um sextíu ár og var það henni þungbært að missa hana. Fjóla var skapmikil kona enda lík- aði ekki öllum vel við hana og henni líkaði ekki vel við alla, en hún mátti ekkert aumt sjá öðravísi en að bæta úr. Hún átti erfitt í gegnum árin vegna veikinda sem sumir gerðu sér ekki fyllilega grein fyrir. Mér þótti ákaflega vænt um tengdamóður mína eins og ég sagði henni sjálf þegar ég talaði við hana síðast og hefði mikið viljað að sam- skipti okkar hefðu verið öðmvísi en raun ber vitni, en utanaðkomandi áhrif urðu til þess að við höfðum ekki talast við síðustu árin sem mér finnst miður en verður ekki breytt. SIGURJON EINARSSON tSigurjón Ein- arsson fæddist að Syðri-Knarrar- tungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi 17. apríl 1912. Hann lést að heimili sínu Hofi, Eyrarbakka 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurjóns voru þau Andrea Guðrún Andrjes- dóttir, f. 14.2. 1874, og Einar Magnús- son, f. 28.4. 1873. Guðrún og Einar áttu níu börn og komust átta þeirra til fullorð- insára. Sigurjón var þeirra næstyngstur. Siguijón ólst upp í foreldrahúsum í Syðri-Knarrar- tungu. Arið 1949 kvæntist Sigrjón eftirlifandi eiginkonu sinni Hjördísi S.C. Sigurðardóttur, f. 12.1. 1924. Þau áttu saman þrjá drengi: Hinrik, f. 18.10. 1950, Ólaf Jósef, f. 20.3. 1955, og Nokkur kveðjuorð til hans pabba sem við þrjú elstu systkinin kynntumst fyrir rámum 50 áram. Þá var mamma ung ekkja og pabbi kom eins og riddarinn á hvíta hest- inum, sem þá var vörubíllinn hans, og tók okkur öll að sér eins og mamma orðar það. Seinna bættust þrír bræður í systkinahópinn og Friðrik, f. 9.3. 1958. Hjördís átti fyrir þrjú börn sem Sig- urjón gekk í föður- stað. Þau eru Ingi Björgvin, f. 26.11. 1943, Jónína, f. 23.7. 1945, og Konný Breiðfjörð, f. 26.9. 1947. Þau hjónin bjuggu fyrstu hjúskaparár- in á Snæfellsnesi en síðustu 32 árin á Eyrarbakka. Framan af stund- aði Siguijón ýmsa vinnu, vegavinnu, vöruflutn- inga, ökukennslu og var mat- sveinn til sjós. Árið 1967 hóf hann störf sem fangavörður á Litla-Hrauni og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1982. títför Sigurjóns verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ólumst við upp á Snæfellsnesi. Margs er að minnast frá árunum sem við bjuggum á Búðum. Eitt sinn hafði pabbi komið með appel- sínur frá Reykjavík. Daginn eftir fór hann með okkur í langan göngutúr. Við systkinin fómm þá að finna appelsínur hér og þar á jörðinni. Hann hafði þá komið Elsku Fjóla, ég vona að þér líði vel núna. Ég veit að foreldrar þínir og bróðir hafa tekið vel á móti þér. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Ég kveð þig með virðingu. Jónína K. Þorvaldsdóttir. Árið 1998 er liðið og nýtt ár gengið í garð, á þessum tímamót- um kvaddi Fjóla Sveinsdóttir sitt jarðlíf. Hún lést á nýársdag og er nú laus við kvöl og raunir þessa heims, komin yfir á annað og æðra tilvemsvið. Kynni okkar hófust stuttu eftir að ég fluttist til Sauðárkróks 1957 og héldust til hennar hinsta dags. Eitt í okkar kynnum er mér sér- staklega minnisstætt, sem segir meira en mörg orð, það var þegar veikindi herjuðu á eitt bamið mitt, sem vom bæði langvinn og erfið. Fjóla hafði fá orð þar um en lét verkin tala þess betur, þá var gott að geta leitað til hennar. Viðbrögð Fjólu við sínum veik- indum vom nánast ótráleg. Hún sagði aldrei æðmorð og kvartaði ekki og henni virtist sjaldan falla verk úr hendi. Tók bara á þessu eins og öðm sem lífið bauð upp á. Þó vissi ég að hún átti sínar erf- iðu stundir, þá var hvorki svarað í síma né ansað banki á dyr og húsið læst. Eldri borgarar hér og margir fleiri sjá nú á bak góðum leiðbein- anda, það var sama að hverju hún lagði gjörva hönd, hvort það vom skærin, saumavélin, pensillinn að mála á tau, gler og postulín eða að beita útskurðaráhöldunum, allt fórst henni jafn vel úr hendi því saman unnu hugur og hönd, ásamt afar listrænu innsæi. Fjóla vai' mikill náttúmunnandi, bæði gagnvart skepnum og gróðri. Oft var til hennar leitað í þeim efn- um. Kristur sagði: „í húsi föður míns era mörg híbýli, ég mun fara og búa yður stað.“ Það er öllum hollt að hafa vissu og trá á að vel sé fyr- ir öllum séð að leiðarlokum. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Gisla, bamanna, allra vina og vandamanna, með þakklæti fyrir okkar kynni og sam- verastundir. Edda Viiheims. þeim fyrir gagngert til að sjá undmnina og gleðina hjá okkur þegar við fundum þær. Lengi vel héldum við systkinin að appelsínur yxu í Búðahrauni. Þannig var pabbi, alltaf tilbúinn að gleðjast með smáfólkinu. Þegar börnin hans uxu úr grasi komu barnabörnin sem áttu hug hans allan. Hann þreyttist aldrei á að spila við þau, kenna þeim galdra eða leika fyrir þau á munn- hörpuna. Við emm þakklát honum pabba fyrir svo margt, sérstaklega fyrir að hafa ásamt mömmu alið okkur upp sem samrýndan systk- inahóp. Æðmleysi og lítillæti voru aðals- merki pabba. Hann kvartaði aldrei þótt hann væri orðinn rámfastur og lasburða síðustu mánuðina. „Ég hef það svo gott hérna," sagði hann jafnan þegar hann var spurður um líðan sína. Við viljum þakka mömmu fyrir að hafa annast hann pabba svo vel í veikindum hans. Hann fékk að deyja heima á Hofi þar sem honum leið alltaf best. Guð geymi þig, elsku pabbi. Fyrir hönd systkinanna, Jónína Konráðsdóttir. Tara Brynjarsdóttir skrifar í minningabókina sína daginn sem hún fréttir af andláti langafa síns: Afi dó í gær. Ég á eftir að sakna þín. Ég elska þig og fannst þú skemmtilegasti afinn í öllum heim- inum. Þú gerðir svo margt með mér. Ég vildi að ég sæi þig aftur. Við áttum svo góðar stundir sam- an. Ég mun alltaf sakna þín. Tara. MARÍA DÓRÓTHE JÚLÍUSDÓTTIR * + María Dóróthe Júlíusdóttir fæddist í Keflavík hinn 24. janúar 1915. Hún lést á heimili sínu í Kefla- vík 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar Maríu vom Margrét Sveinsdóttir, fædd 16.9. 1884 í Grinda- vík, dáin 19.3. 1967, og Júlíus Björnsson, fæddur 25.7. 1852 í Hafnarfirði, dáinn 1928 í Keflavík. María ólst upp hjá föður sfnum og móðursystur, Sigríði Sverrínu Sveinsdóttur, í Keflavík. María var yngst tólf systkina. Hinn 23. janúar 1943 giftist María Guðmundi Inga Ólafs- syni, fæddur 6. október á Syðri- Brúnavöllum, Skeiðahreppi í Ámessýslu. Foreldrar hans vom Olafur Einarsson, bóndi í Hagavík, Grafningshreppi í Ár- nessýslu, fæddur 18. apríl 1872 í Birtu, Fljótshlíð í Rangárvalla- sýslu, dáinn 6. mars 1951, og kona hans Guðrún Magnúsdótt- ir, fædd 22. apríl 1874 á Brjánsstöð- um, Grímshreppi í Árnessýslu, dáin 23. júlí 1945. Börn Mar- íu og Guðmundar Inga em 1) Mar- grét, fædd 19.9. 1942, gift William Lange, börn þeirra eru William G. Lange, María Anna Crider, Eric Ingi Lange og Elisabeth Ida Ward. 2) Einar Sigurbjörn, fæddur 10.12. 1946, böm hans og fyrrverandi konu hans Vilhelmínu Norðfjörð eru Ingi- björg Hjördís, Margrét Ósk, Guðmundur Ingi og Elísabet Norðfjörð. 3) Ólafur Hreinn, fæddur 22.4. 1949. 4) Ósk Matt- hildur, fædd 20.12. 1952, gift Páli Gíslasyni, böra þeirra em Fanney Dóróthe, María Guð- munda og Gísli Jónatan. Barna- barnabörain era orðin tíu tals- ins. títför Maríu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst ■«, athöfnin klukkan 14. Það er fátt sem getur lýst því hversu gott það er að eiga eina langömmu sem alltaf er svo ljúf og góð, pijónar handa okkur hlýja sokka og vettlinga sem hlýja manni alla leið að hjartarótum og gefur okkur alltaf mjólk og jólakökur þeg- ar við komum í heimsókn. Við sysf> umar emm svo heppnar að hafa notið þeirra forréttinda að kynnst henni Maju ömmu svona vel á stuttri ævi okkar. Við munum ávallt geyma minninguna um þig, elsku amma, í hjarta okkar. Þótt við skilj- um það kannski ekki vel hvar þú ert þá vitum við að þú ert komin á góð- an stað á himnum hjá Guði. Elsku besta amma, takk fyrir allt saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin Ijúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það ölium sem fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig) Ósk Matthildur og Thelma Guðlaug. Áramótin em nýgengnin um garð, við höfum nú kvatt liðið ár og nýtt ár er hafið með öllum sínum herlegheitum, upphafi nýrra og óráðinna hluta. Éátt vitum við um framtíðina og má segja að nýja árið hafi byrjað á að koma á óvart. Hinn annan janúar deyr hún elsku amma mín. Eflaust má líta á dauðann sem endalok og upphaf. Endalok verald- legs lífs en upphaf lífs á öðm til- vemstigi. Nú hefur þú, elsku amma, náð ævitindi þínum í hinni löngu og ströngu fjallgöngu lífsins og ert eflaust að hefja aðra göngu á nýjum stað. Ganga þín hefur ekki alltaf verið auðveld, þú varst vinnu- söm og dugleg kona sem lést þitt ekki eftir liggja. Einhvers staðar segir að „eitt sinn verða allir menn að deyja". Þetta er víst rétt og óumflýjanlegur hluti af lífinu, en svo skrítið sem það er er maður aldrei tilbúinn að sætta sig alveg við það þegar ein- hver nákominn fellur frá. Amma mín sem var mér svo kær, sú sem ég var svo mikið hjá alla tíð, er ekki lengur hér hjá mér. Ég veit það vel að sorg mín er komin til vegna þeirrar gleði og ánægju sem ég minnist að hafa átt í samvistum við þig, amma. Sorg og gleði haldast í hendur líkt og systur sem víkja hvor fyrir annarri. Þegar önnur er við völd víkur hin. Minningarnar streyma í huga mér um allar stund- irnar sem ég sat í eldhúsinu hjá þér, bakaði með þér, föndraði og spjallaði, þegar þú kenndir mér að prjóna og þegar við fórum saman til Bandaríkjanna. Það er margs að minnast þegar litið er til baka og^ erfitt að skilja við þig, en þinn tími hér hjá okkur er á enda og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Þau orð sem fyrst koma upp í huga mér er ég hugsa um þig em umhyggjusemi og traust, þú vildir allt fyrir alla gera og helst meira ef þú gast. Þér var annt um alla og allir vom velkomnir til þín. Ef fleiri væra eins og þú varst væri heimurinn mun betri staður. Segja má að það að hætta að draga and- ann sé frelsun frá friðlausum öldum lífsins, þá fyrst getum við risið upp ófjötmð og leitað á fund Guðs. Ég veit það að nú getur þú áhyggjulaus og heilbrigð haldið áfram í öðmm heimi þótt svo að erfitt sé að sjá á^- eftir þér. Þú varst mér svo mikið og það verður skrítið að hafa þig ekki héma hjá mér lengur. Ég get ekki þakkað þér nægilega fyrir allt það sem þú hefur verið mér, fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Takk, elsku amma, fyrir vega- nestið sem þú hefur gefið mér. Takk elsku amma fyrir að um- hyggjuna. Takk, elsku amma, fyrir að elska mig. Og umfram allt fyrir að hafa ver- ið amma mín. Elsku afi minn, mamma, pabbi, Óli, Einar og Gréta, megi góður Guð vera með ykkur. \ Margs er að minnast margter héraðþakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þín Far þú í ffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Fanney Dóróthe. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 669 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. t»að eru vinsamleg tilmæli að lengcL greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.201t slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.