Morgunblaðið - 09.01.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ
r
Á FERÐ OG FLUGI MEÐ JULIO IGLESIAS
Eins og
endalaust
skóla ferð
s
Anna Mjöll Olafsdóttir hefur undanfarin tvö
ár ferðast um heiminn þveran og endilang-
an með stórstjömunni Julio Iglesias og
sungið með honum dúetta og bakraddir á
tónleikum hans. Hún kaus þó að koma heim
um jólin og sagði Sveini Guðjónssyni undan
og ofan af högum sínum og samskiptum við
einn vinsælasta skemmtikraft heims.
IHEIMI spænskumælandi
manna, og reyndar víðar, er
söngvarinn Julio Iglesias af
svipaðri stærðargráðu og Elvis
er í hinum engilsaxneska menningar-
heimi. Munurinn er bara sá að Julio
er sprelllifandi og heldur tónleika vítt
og breitt um heiminn, hvarvetna fyrir
troðfullum sal ákafra aðdáenda, og
gildir þá einu hvort tónleikamir eru
haldnir á íþróttaleikvangi í Rio De
Janeiro eða lokuðum sal innan veggja
Kremlar. Þetta og meira til hefur
Anna Mjöll Olafsdóttir upplifað með
honum á tónleikaferðum um heiminn
og hún ber honum vel söguna.
„Julio er mjög þægilegur maður í
alla staði, heimsmaður fram í fingur-
góma og það er mikill „klassi" yfir
honum,“ segir Anna Mjöll. „Bara það
að kynnast svona heimsmanni og
þessum faglegu vinnubrögðum er
auðvitað ómetanleg reynsla og þetta
hefur áreiðanlega breytt lífi mínu til
frambúðar. Eg hef séð ýmsar hliðar á
mannlífinu á þessum ferðum, bæði já-
kvæðar og neikvæðar. Þegar maður
kemur inn í svona heim, ungur og
óreyndur frá Islandi og dáh'tið „nai-
ve“, eins og sagt er, þá rekur maður
sig stundum á og kemst að því að ekki
eru allir viðhlæjendur vinfr. I þessum
bransa eru allfr að ota sínum tota og
þegar þeir komast nálægt stórstjömu
eins og Julio Iglesias þá svífast þeir
einskis. Það hlýtur að vera erfitt að
vera svona ríkur og vita að það er fullt
af fólki í kringum þig bara út af pen-
ingunum. Ég sé þetta fólk allt í kring-
um hann og er kominn með mjög
næman „radar" fyrir þessu fólki. Julio
á í rauninni ekki marga vini, sem hann
getur treyst fullkomlega. En svo upp-
lifir maður líka allt þetta jákvæða í
kringum starfið og kynnist mörgu
skemmtilegu og góðu fólki.“
Djassinn er mín sterka hlið
Anna Mjöll á ekki langt að sækja
tónlistargáfuna, dóttir Svanhildar
Jakobsdóttur og Olafs Gauks, sem
lengi stóðu fyrir einni vinsælustu
danshljómsveit landsins. Og hún man
fyrst eftir sér tveggja ára í aftursæt-
inu á fjölskyldubílnum „að æra
mömmu og pabba með söng“, eins og
hún orðar það sjálf.
- Varstu strax í bernsku ákveðin í
að verða söngkona?
„Nei, það held ég ekki. Ætli ég hafi
ekki bara farið út í þetta af því ég get
ekkert annað. Ég er ekkert endilega
að segja að ég sé svo ofsalega góð
söngkona, en ég er allavega skást í
þessu,“ segir Anna Mjöll og hlær.
- En hefur nokkuð reynt á hvort
þú getur eitthvað annað, fórstu ekki
beint út í sönginn þegar þú komst til
vits ogára?
„Eftir stúdentspróf frá MR fór ég
til Frakklands að læra frönsku, en
entist ekki í því og kom heim og fór í
Háskólann hér heima í sálfræði, en
hafði heldur ekki nægilegan áhuga á
því námi. Ég hafði verið nokkur sum-
ur í Los Angeles, þar sem pabbi var
að læra tónsmíðar og útsetningar við
„Grove School of Music“, og ákvað að
fara í þann skóla. En hann var lagður
niður eftir jarðskjálftana og þá fór ég
í „Musicians Institute“, sem einnig er
í LA, að læra á hljómborð. Síðan hef
ég verið búsett í Los Angeles og
starfað eingöngu í músíkinni.
Einhvem veginn hef ég á tilfínnmg-
unni að þú fallir betur inn í samfélagið
þama vestra heldur en hér á landi?
„Það er margt til í því. Ég hef eig-
inlega aldrei passað inn í samfélagið
hérna heima...“
- Afhverju heldurðu aðþað sé...?
„Ég bara veit það ekki. Ég er lík-
lega svona skrýtin...," og Anna Mjöll
hlær, eins og svo oft á meðan á spjalli
okkar stendur, enda stutt i brosið.
Hún er opin og blátt áfram og geislar
öll af lífsgleði.
(Kannski er það þess vegna sem
landinn hefur tekið henni með fyrir-
vara,“ hugsar greinarhöfundur með
sér og viðurkennir fyrir Önnu Mjöll
að sjálfur hafí hann verið fullur for-
dóma þegar hún kom fyrst fram á
sjónarsviðið og þá kannski fyrst og
fremst af því honum fannst hún svo
„Hollywood-leg“ í útliti.) - „En svo
heyrði ég þig syngja djass með pabba
þínum og hugsaði með mér: Hún er
bara stórgóð söngkonn, þessi stelpa...“
„Nei, en gaman að heyra það.
Djassinn er nefnilega mín sterka
hlið. Reyndar söng ég með hálfgerðu
þungarokk-bandi í Los Angeles, sem
hét Crave, og það gekk ágætlega,
enda þótti það sniðug blanda að hafa
djassrödd með í þessari tónlist."
Hélt að þetta væri grín
- Við víkjum nú talinu að því
hvernig það atvikaðist að Anna Mjöll
fór að syngja með ekki ómerkari
listamanni en Julio Iglesias?
„Það var eiginlega fyrir algera til-
viljun, nema að forlögin hafi verið
þar að verki,“ segir hún. „Ég var
nefnilega á leiðinni heim til Islands
þegar þetta tækifæri datt upp í hend-
urnar á mér. Ég var orðin penigalaus
og hafði ekki borgað leigu í þrjá mán-
uði. Búið að loka fyrir rafmagnið og
átti að fara að loka fyrir símann og
það var bara orðið vonlaust dæmi hjá
mér að vera þarna áfram. Ég pantaði
því far til Islands og átti að vera
mætt í flugvélina klukkan átta að
morgni, en einhverra hluta vegna
náði ég ekki í leigubil í tæka tíð og
missti því af vélinni. Ég hugsaði því
með mér: Ókei, þetta er bara fyrir-
boði þess að ég á að vera aðeins leng-
ur og sjá til.
Morguninn eftir fór ég að skila
miðanum og fá endurgreitt og þegar
ég kom aftur heim voru ein skilaboð í
símsvaranum: Hæ, viltu syngja fyrir
Julio Iglesias?"
Hvaðan komu þessi skilaboð?
„Ég hafði verið að syngja dálítið í
veislum og á hinum ýmsu samkomum
í LA, til að eiga fyrir leigunni, og
ANNA Mjöll
Ólafsdóttir.
HEIMA um jólin, ásamt
foreldrunum Svanliildi
Jakobsdóttur og Ólafi
Gauki, og tíkinni Coco.
einn aðilinn sem ég var að vinna með
hafði látið umboðsmann Julio Iglesi-
as hafa nafn mitt og númer þar sem
hann frétti að þeir væru að leita að
ljóshærðri söngkonu í bakraddasveit-
ina. En þessi kunningi minn hafði
ekkert haft fyrir því að segja mér frá
því að hann hefði bent á mig þannig
að ég trúði þessu ekki og hélt að
þetta væri bara grín. En svo kom í
Ijós að þetta var staðreynd og ég var
beðin um að senda myndir af mér og
spólur og upptökur af því sem ég
hefði sungið til tónlistarstjóra Julio
Iglesias. Og hann sendi mér til baka
flugfarseðil til Miami í Flórída og
geisladiska með nokkrum lögum sem
ég átti að læra ásamt skilaboðum um
að mæta eftir viku í áheyrnarpróf."
- Og hvemig leið þér svo út af
þessu? Fannst þér þetta ekki bara
eins og ævintýri?
„Ég var svo stressuð að mér leið
eiginlega virkilega illa. Alveg yfir
mig spennt og uppskrúfuð og ég
hringdi heim á hverju kvöldi og vakti
mömmu og pabba til að fá styrk. En
þau voru voða spennt fyrir þessu og
miklu spenntari en ég sjálf. Þegar
maður er sjálfur inni í miðju dæminu
þá vill maður bara fara heim.“
Hvar er þessi frá íslandi?
- Hvemig tilfínning var það svo að
standa frammi fyrir sjálfu goðinu?
ég hefði kannski staðist prófið. Svo
kom tónlistarstjórinn til mín og
spurði hvort ég gæti verið nokkra
daga í viðbót við æfingar. Síðan eru
liðin tvö ár og ég held enn starfinu."
Þ;egilegur og nærgætinn
Skemmtileg
upplifun
Og þú hefur ferðast með Julio um
allan heim. Ferðist þið um í einka-
þotu eða áætlunarflugi?
„Þegar þannig stendur á tekur
hann okkur stelpurnar með í einka-
þotu sinni. Hún er af gerðinni
Gulfstream 4, tekur fimmtán manns
og þar er allt gullhúðað, með hvítum
teppum og svoleiðis. Við erum þrjár
stelpurnar í bakröddunum. Hann er
alltaf þægilegur og nærgætinn við
okkur og reyndar kemur hann yfir-
leitt vel fram við konur, hvort sem
þær eru ungar eða gamlar, feitar eða
mjóar. Hann er alltaf mjög kurteis
við konur. Okkur kemur vel saman
og til dæmis kynnir hann mig oftast
sérstaklega á tónleikum, að ég sé
komin alla leið frá íslandi, eins og
honum finnist dálítið til um að hafa í
hópnum eina Ijóshærða frá þessari
fjarlægu eyju í norðurhöfum. Og
hann hefur aldrei skammað mig,
nema út af skónum sem ég geng í.
Ég geng oftast í svona þykkbotnuð-
um skóm og hann þolir ekki svoleiðis
skó. Hann hefur hótað því að fara út í
búð og kaupa á mig skó, en ég hef
svarað því að hann megi alveg kaupa
á mig skó, þeir verði bara aldrei not-
aðir og fari beint inn í skáp. Mína skó
vel ég sjálf og ég ætla að halda áfram
að ganga í svona skóm. Sama hvað
hann segir.
Stundum þurfum við að ferðast
með áætlunarflugi, til dæmis þegar
mannskapurinn er að koma heiman
frá sér úr ýmsum áttum og það getur
verið ansi þreytandi. Reyndar eru
þessar tónleikaferðir yfirleitt mjög
þreytandi. Maður er eiginlega alltaf
að taka upp úr og pakka niður í
ferðatöskur. En það er oftast mjög
góður andi í hópnum og mér finnst
eins og ég sé búin að vera á enda-
lausu skólaferðalagi í tvö ár. Þú veist,
fólk hlær saman og
segir sömu brand-
arana, og stundum
verðum við pirruð
hvert út í annað,
eins og gerist og
gengur í stórum
hópi, sem vinnur
svona náið saman.“
- Hvermg tilfínn-
ing er það svo að
standa uppi á sviði,
í fjarlægu landi,
frammi fyrir tug-
þúsundum áheyr-
enda?
„Það er rosalega
skrítin og skemmti-
leg tilfinning þegar
Morgunbiaðið/Porkeii yjg erum til dæmis á
Hvernig kom hann þér fyrir sjónir?
„Allt öðruvísi en ég hafði ímyndað
mér. Þetta var í risastórum sal og
hann kom inn hlæjandi með tveimur
vinum sínum, eins og hann hefði eng-
an áhuga á þessu áheyrnarprófi. Eg
var hins vegar alveg miður mín af
stressi og ekki bætti úr skák þegar
hann stökk upp á svið og sagði: Jæja,
hvar er þessi frá Islandi? Eg hélt að
ég yrði ekki eldri, svei mér þá.
Mér tókst nú samt einhvern veg-
inn að komast upp á sviðið og gefa
mig fram og við sungum þarna tvo
dúetta. Allan tímann var hann að
prófa mig á svellinu. Togaði í mig,
horfði í augun á mér og var með alls
konar tilburði, sem voru greinilega til
þess ætlaðir að koma mér úr jafn-
vægi. En ég var í svo litlu jafnvægi
fyrir að það var ekki hægt að bæta
neinu við og ég styrktist bara við
þetta frekar en hitt, - svona eins og
þegar tveir mínusar gera einn plús.
Svo var hann voða glaður þegar við
vorum búin og kyssti mig beint á
munninn. Ég fór síðan út í sal, talaði
ekki við neinn og reyndi að jafna mig,
en fannst þó innst inni að þetta hefði
verið alveg í þokkalegu lagi hjá mér.
Svo skömmu síðar, löngu áður en bú-
ið var að prófa allar hinar stelpurnar,
þá kom vinur hans til mín og sagði:
Jæja, ég sé þig þá í Madrid í júní og
þá fór ég að gæla við þá hugmynd að
stórum íþróttavöllum og fólkið fer að
syngja með. Þá kemur hljóðið frá
áheyrendum dálítið á eftir hljómsveit-
inni, út af fjarlægðinni, og það er alveg
ótrúleg stemmning sem fylgir þessu
og eitt það skemmtilegasta sem ég hef
upplifað. Julio leggur mikla áherslu á
að hafa fólkið með í tónleikunum.
Einu sinni lentum við þó í dálítið
pínlegri uppákomu, þar sem tónleika-
gestfr voru dálítið tregir tii. Það var í
Kreml, á tónleikum sem haldnir voru
fyrir útvalinn hóp rússneskra embætt>
ismanna. Þeir sátu þama, svona frek-
ar þungbúnir, og sumir voru búnir að
fá sér fiillmikið neðan í því. Við reynd-
um allt til að koma þeim til, en ekkert
gekk og ef eitthvað var þá sukku þeir
bara neðar og neðar í sætin. Þeir voru
alveg að leka niður og voru ekkert að
fela það. Maður hafði á tilfínningunni
að þeir væru að bíða eftir að tónleikun-
um lyki sem fyrst svo að þeir kæmust
aftur á barinn. Annars kom það mér á
óvart hversu myndarlegt fólkið á göt-
unni í Moskvu var upp til hópa. Alveg
gjörólíkt biðraðafólkinu, sem maður
sér í fréttamyndum frá Rússlandi.
Óskemmtileg
uppákoma
Maður kynnist ólíklegasta fólki á
svona ferðum. Eitt sinn vorum við í
Beirút í Líbanon og kokkurinn á hót-
elinu gerði mikið til að vingast við