Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 2

Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun kannar tekjuþróun samkvæmt skattframtölum 1997 Meðalatvinnutekjur 124 þúsund á mánuði næst hæstar voru þær á Vestfjörðum eða 1.835 þúsund kr. Fram kemur við samanburð á tekjuskatts- stofni framteljenda að 28,4% eða um 58 þúsund manns voru með tekjur undir 58.466 kr. á mán- uði, sem voru skattleysismörk í staðgreiðslu. Einnig kemur í ljós að framtalinn arður af hlutabréfum margfaldaðist á árinu 1997 saman- borið við árin á undan. 1996 nam hann 1.389 millj. kr. en á árinu 1997 var hann 4.208 millj. kr. skv. framtölum og hafði aukist um 203%. A sama tíma fjölgaði þeim sem töldu fram arð af hlutabréfum um 12,3%. ■ Atvinnutekjur hæstar/6 Morgunblaðið/Jón Sigurðsson MEÐALATVINNUTEKJUR landsmanna á ár- inu 1997 voru 1.486 þúsund kr. eða um 124 þús- und kr. til jafnaðar á mánuði. Kaupmáttur at- vinnutekna jókst um 5,5% frá árinu á undan. Á árinu 1997 voru meðalráðstöfunartekjur hjóna 2.730 þús. króna, eða 227,5 þús. kr. á mánuði að jafnaði. Hækkuðu meðalráðstöfunartekjur hjóna frá fyrra ári um 7,6%. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóðhagsstofnun þar sem gerð er grein fyrir samanburði á tekjum og eignum framteljenda samkvæmt skattframtölum vegna áranna 1996 og 1997. „Þegar litið er yfir nokkurt árabil hefur dreif- ing atvinnutekna hneigst í átt til meiri tekjumun- ar. Undanfarin tvö ár hefur hins vegar dreifingin haldist lítt breytt eða jafnvel orðið jafnari. Sköp- um virðist skipta að dregicfhefur úr atvinnu- leysi,“ segir í samantekt Þjóðhagsstofnunar yfír niðurstöður samanburðarins. Meðaltekjur hærri á höfuðborgarsvæðinu Á árinu 1997 voru meðalatvinnutekjur á höfuð- borgarsvæðinu talsvert hærri en á landsbyggð- inni eða 1.834 þús. kr. á móti 1.775 þús. kr. á mann á landsbyggðinni og hækkuðu um 7,6% á milli ára á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 6,6% aukningu á landsbyggðinni, skv. saman- burði stofnunarinnar. Meðaltekjur voru hæstar í Reykjaneskjördæmi á árinu eða 1.897 þús. kr. og Máli Sig- urðar Giz- urarsonar vísað frá HJÖRTUR 0. Aðalsteinsson héraðs- dómari féllst í gær á frávísunarkröfu Jóns G. Tómassonar ríkislögmanns, þess efnis að vísa máli Sigurðar Gizurarsonar, fyrrum sýslumanns á Akranesi, frá héraðsdómi. Sigurður hefur kært úrskurðinn til Hæsta- réttar. Sigurður krafðist ógildingar þeirrar ákvörðunar dómsmálai'áð- herra að flytja sig úr sýslumanns- embættinu á Akranesi til Hólmavík- ur 5. júní 1998 og krafðist jafnframt sjö milljóna króna miskabóta. Frá- vísunarkröfuna byggði ríkislögmað- ur á því að ríkið hefði fallið frá ákvörðun sinni um að flytja Sigurð til í embætti þar sem hann hefði ákveðið sjálfur að segja upp starfi sínu sem sýslumaður á Akranesi og því væru engar forsendur fyrh- því að dómtaka málið. FUGLALÍFIÐ er fjörugt á Blönduósi og þar er fagurt yfir að líta þegar gott er veður. Þess er þó varla að vænta að mikið Fuglalíf verði um stillur á næstunni því Veðurstofan segir að hver lægðin af annarri sé væntanleg fram eftir vikunni. Arnarnesland Kynnti hugmynd- ir um skipulag JÓN Ólafsson, eigandi Skífunn- ar, átti í gærmorgun fund með bæjaryfirvöldum í Garðabæ um framtíðai-skipulag lands, sem hann keypti nýlega og er á Arn- arnesi en tilheyrir Garðabæ. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði í gær að Jón, sem komið hefði til fundarins ásamt þremur mönn- um, hefði kynnt sín sjónarmið og hugmyndir og um leið verið að spyrjast íyrir um stöðu mála. Hann kvaðst ekki hafa mótað afstöðu sína til tillagna Jóns á þessu stigi og ætti hann von á að þær yrðu bráðlega kynntar með formlegum hætti þannig að hægt yrði að taka málið fyrir i bæjarstjórn. Fundurinn í gær stóð í rúma klukkustund og var farið yfir skipulag bæjarins og forsendur þess. Um er að ræða 44 hektara land á Arnarneshálsi, austan Hafnarfjarðarvegar. Kaupverð- ið hefur ekki verið gefið upp, en talan 700 milljónir hefur verið nefnd. * Afengisverð hækkar um 0,85% VERÐ á áfengi hækkaði um mánaðamótin. Hækkar áfengi að meðaltali um 0,85% og bjór um 0,33%. Stafa breytingamar af verðhækkunum hjá birgjum. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur gefið út nýja verðskrá með upplýsingum um 608 tegundir áfengrí sem seld- ar eru í verslunum ÁTVR sem kjarnavara eða í reynslusölu og um 1.749 tegundir sem unnt er að sérpanta. Verð á tóbaki breytist ekki. Norræni þróunarsjóðurinn er tiu ára um þessar mundir Islendingar borga 1% en fá 2% af framkvæmdum Helsinki. Morgunblaðið. FYRSTU tíu starfsár Norræna þróunarsjóðsins (NDF) voru til umræðu á fundi sjóðsins er haldinn var í Helsinki í gær en hann var settur á laggirnar árið 1989. Þar kom m.a. fram að íslendingar hafa notað aðstoð sjóðsins vel til að koma þróunarverkefnum sínum í framkvæmd, til dæmis í Malaví og á Grænhöfðaeyjum. Þegar litið er á niðurstöður sjóðsins fyrir tímabilið 1989-1999 kemur í Ijós að íslendingar hafa greitt eitt prósent af stofnfé sjóðs- ins. Verkefni á vegum íslendinga eru hins vegar hlutfallslega tvöfalt umfangsmeiri. Þetta kemur m.a. fram í tíu ára sögu sjóðsins sem kynnt var í Helsinki í gær, en það var Jónas H. Haralz er ritaði af- mælisrit sjóðsins og rakti hann helstu þætti í sögunni í erindi í gær. Norðurlandaþjóðirnar áforma nú að auka stofnfé sjóðsins enda hafa verkefni á hans vegum verið mjög farsæl. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra, sem sat fundinn í Helsinki, segist viss um að Norður- landaþjóðirnar muni ná samkomu- lagi um að efla sjóðinn. Einnig komi til greina að auka hlutdeild Islend- inga lítillega. Ingvar Birgir Friðleifsson, full- trúi fslendinga í stjórn sjóðsins, segist vilja undirstrika að íslend- ingar hafi ekki hagnast á starfsemi þróunarsjóðsins. Hins vegar hafí verkefni að frumkvæði íslendinga hreinlega verið svona umfangsmik- il. Að takmarka verkefni við fram- lag væri ekki skynsamlegt. Ok á ljósastaur KONA á fímmtugsaldri var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið eftir að hafa ekið bifreið sinni á Ijósastaur í miklu hvassviðri á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka um þrjúleytið í gær. Meiðsl hennar voru ekki alvar- leg, en bifreiðin skemmdist tals- vert og var dregin á brott með kranabifreið. Á ÞRIÐJUDÖGUM : Örn sækir keppni út : fyrir landsteinana /B5 'Ssss Heiiiuli -S*® IÁSHK.MK ; Yorke skaut Manchester ; United á toppinn/B9 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.