Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 16

Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kosið var um efstu sæti á framboðslista sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra hlaut kosningu í fyrsta sæti á framboðslista sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra á þingi kjör- dæmisráðsins sem fram fór um helgina. Tómas Ingi Olrich alþingis- maður hlaut kosningu í annað sætið, Soffía Gísladóttir, félagsmálafulltrúi á Húsavík, hlaut kosningu í þriðja sætið og Asgeir Logi Asgeirsson, út- gerðarmaður á Ólafsfirði, hlaut kosningu í fjórða sætið. Uppstillingarnefnd flokksins lagði fram lista á þingi kjördæmisráðsins og var hann sjálfkjörinn að öðru leyti en því að mótframboð komu fram í fjögur efstu sætin. Sigurjón Benediktsson, tannlækn- ir á Húsavík, bauð sig fram í fyrsta sætið á móti Halldóri Blöndal og hlaut Halldór tæp 80% atkvæða í kosningunni. Asgeir Logi Asgeirs- son bauð sig fram í annað sæti list- ans á móti Tómasi Inga Olrich og í kosningu á milli þeirra hlaut Tómas Ingi tæp 70% atkvæða. Þær Soffía Gísladóttir og Elín Hallgrímsdóttir á Akureyri tókust á um þriðja sæti framboðslistans og hlaut Soffía tæp 60% atkvæða í kosningunni. Þá var kosið milli þeirra Asgeirs Loga Ásgeirssonar, Ónnu Þóru Baldursdóttur og Krist- jáns Ingvarssonar í fjórða sætið. Til að fá meirihluta atkvæða var kosin önnur umferð um fjórða sætið milli þeirra Asgeirs og Önnu og hlaut As- geir þá um 55% atkvæðanna. Gott jafnvægi á listanum Halldór Blöndal bendir á að engin tillaga hafi komið fram fyrir þingið um það að halda prófkjör en segir að framboð Sigurjóns Benediktssonar hafi þó ekki komið sér á óvart. „Það hafði legið fyrir að Sigurjón legði mikið upp úr því að ná þriðja sæt- inu. Sá róður var erfiður og kannski ekki mjög sanngjarn því það sjónar- mið var víða uppi að kona skyldi skipa þriðja sætið, eins og raunin varð á.“ Halldór tekur ekki undir áhyggj- ur af kynjaskiptingu á lista sjálf- stæðismanna eftir að Anna Þóra Baldursdóttir varð undir í barátt- unni um fjórða sætið. Hann bendir á að einn af þremur efstu frambjóð- endum sé kona og segir að gott jafn- vægi sé á listanum. Halldór segir að enginn klofning- ur sé kominn upp meðal sjálfstæðis- manna eftir þingið og kosningarnar, engin persónuleg átök hafi átt sér stað þar. „Mér finnst þetta ágætis niður- staða. Það kemur þarna inn nýtt fólk, sem er ungt og hefur breiðan bakgrunn," sagði Tómas Ingi í sam- tali við Morgunblaðið. „Þessir tveir nýju aðilar á listanum ná mjög vel yfir þau tvö svið sem eru mjög mik- ilvæg á þessu svæði, þ.e. annars vegar þjónustusviðið og hins vegar atvinnulífið, útveginn og fiskvinnsl- una.“ Tómas Ingi sagðist telja fram- boðslistann vera mjög sterkan og mikil eining væri 1 flokknum eftir þing kjördæmisráðsins. „Það kom fram hjá þeim sem buðu sig þarna fram í 1. og 2. sætið að þeir myndu starfa af heilum hug með okkur, þannig að það er engin Halldór Blöndal hlaut tæp 80% at- kvæða í fyrsta sætið Morgunblaðið/Benjamín Baldursson EFSTU menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. FULLTRÚAR Akureyringa á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldið var um helgina. óeining í hópnum eftir þessi mál. Við horfum því með ánægju til fram- haldsins," sagði hann. Ekki staðið við samþykktir Sigurjón Benediktsson sagði að hann væri mjög ánægður með að hafa fengið 22% atkvæða þegar hann bauð sig óundirbúið fram gegn Halldóri Blöndal sem uppstillingar- nefnd hafði gert tillögu um í 1. sæti framboðslistans. „Ég hafði ætlað mér að gefa kost á mér í þriðja sætið og hafði reiknað með að það yrði fylgt þeim sam- þykktum sem var búið að gera á kjördæmisþingi um að kosið yrði um hvert sæti. Menn gátu ekki staðið við það og ég ákvað að taka ekki þátt í því nema á þennan hátt,“ sagði Sigurjón. Hefði viljað sjá fleiri konur Soffía Gísladóttir sagðist vera mjög ánægð með niðurstöðuna og hún liti á sig fyrst og fremst sem fulltrúa unga fólksins í kjördæminu og kvenna. „Þetta sæti gefur mestu mögu- leikana af þeim sætum sem í boði voru á því að komast að minnsta kosti inn sem varaþingmaður og það er mikilvægt að það sé kona,“ sagði Soffía. „Ég hef trú á þessum lista og þrátt fyrir að hann hafi breyst frá því sem frá uppstillinganefnd kom þá held ég að þetta sé sterkur listi. Ég hefði þó viljað sjá fleiri konur í sex efstu sætunum og helst jafna skiptingu.“ Vill aukna áherslu á byggða- og sjávarútvegsmál Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði að tekist hefði verið á á drengilegan hátt á þingi kjördæmisráðsins. Hann sagði að framboð sitt í annað sæti hefði snúist um það að dreifbýl- isfólk í kjördæminu vildi leggja aukna áherslu á byggða- og sjávar- útvegsmál. „Það er málaflokkur sem okkur finnst að hafi kannski orðið frekar útundan hjá flokknum. Við komumst í rauninni frá síðustu kosningum án þess að hafa kannski neina beina út- listun á því hvernig við ætluðum að taka á ákveðnum málaflokkum. Við vildum fá upp umræðuna á þinginu um þessi mál, og ég mat það þannig að þetta væi;i besta leiðin til að gera það,“ sagði Ásgeir. Hann sagði það bæði óvænt og ánægjulegt að þingfulltrúar skyldu sýna sér það traust að styðja hann í fjórða sætið, og sagðist hann telja að þeir sem skipa framboðslistann ættu að geta náð vel saman. I 5. sæti á framboðslistanum er Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, í 6. sæti er Anna María Élíasdóttir bæjarfulltrúi, Ólafsfirði, í 7. sæti er Helga Rún Traustadóttir nemi, Akureyri, í 8. sæti er Rúnar Þórarinsson sölu- stjóri, Öxarfirði, í 9. sæti Sigfríð Valdimarsdóttir fiskvinnslukona, Dalvík, í 10. sæti er Bergur Guð- mundsson nemi, Raufarhöfn, í 11. sæti er Jóhanna Ragnarsdóttir hár- greiðslumeistari, Akureyri og í 12. sæti Magnús Stefánsson bóndi, Eyjafirði. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar Kynningarfundur um tillögu að skipulagi fyrir fjöl- býlishús vestan Mýrarvegar, norðan Hamarsstígs. Skipulagsnefnd boðar til almenns kynningarfundar miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 24, þar sem tillaga að skipulagi lóðar á svæði milli Mýrarvegar (norðan Hamars- stígs) og lóða við Kotárgerði verður kynnt. í tillögunni er gert ráð fyrir tveim 5 hæða fjölbýlishúsum fyrir aldraða með samtals 30 íbúðum. Fundurinn er bæði ætlaður þeim sem vilja kynna sér hugmyndir um íbúðabyggingar fyrir aldraða og þeim sem búa eða eiga húseignir í næsta nágrenni skipulagssvæðisins. Þeir sem áhuga hafa á málinu eða eiga hugsmuna að gæta er bent á að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um tillöguna. Skipulagsstjóri Akureyrar. Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra Kristín Sigursveinsdóttir meðal frambjóðenda Eyjafjarðar- prdfastsdæmi Prófastur settur í embætti BISKUP íslands, herra Karl Sigurbjömsson, setur sr. Hann- es Öm Blandon, sóknarprest í Laugalandsprestakalli, inn í embætti prófasts í Eyjafjarðar- prófastsdæmi við messu í Grund- arkirkju, Eyjafirði, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20:30. Sr. Birgir Snæbjörnsson lét af því embætti um síðustu áramót að eigin ósk. KRISTÍN Sigursveinsdóttir, iðju- þjálfi á Akureyri, mun taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Kristín tekur þátt í prófkjörinu á vegum Alþýðu- bandalagsins. Þetta var ákveðið á fundi kjörstjórnar Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra og er með þessu verið að jafna nokkuð hlutföll flokka og kynja í prófkjör- inu. Frestur til að tilkynna þátt- töku rann út í síðustu viku og lá þá fyrir að fimm manns myndu taka þátt, Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaður, Finnur Birgisson arkitekt, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri og Pétur Bjamason framkvæmdastjóri, allir fyrir Al- þýðuflokk en Örlygur Hnefill Jóns- son lögfræðingur á Húsavík var sá eini sem bauð sig fram fyrir Al- þýðubandalagið. Frambjóðendur gera ekki athugasemdir við að Kristín bætist í hópinn nú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.