Morgunblaðið - 02.02.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.02.1999, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kosið var um efstu sæti á framboðslista sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra hlaut kosningu í fyrsta sæti á framboðslista sjálfstæðismanna á Norðurlandi eystra á þingi kjör- dæmisráðsins sem fram fór um helgina. Tómas Ingi Olrich alþingis- maður hlaut kosningu í annað sætið, Soffía Gísladóttir, félagsmálafulltrúi á Húsavík, hlaut kosningu í þriðja sætið og Asgeir Logi Asgeirsson, út- gerðarmaður á Ólafsfirði, hlaut kosningu í fjórða sætið. Uppstillingarnefnd flokksins lagði fram lista á þingi kjördæmisráðsins og var hann sjálfkjörinn að öðru leyti en því að mótframboð komu fram í fjögur efstu sætin. Sigurjón Benediktsson, tannlækn- ir á Húsavík, bauð sig fram í fyrsta sætið á móti Halldóri Blöndal og hlaut Halldór tæp 80% atkvæða í kosningunni. Asgeir Logi Asgeirs- son bauð sig fram í annað sæti list- ans á móti Tómasi Inga Olrich og í kosningu á milli þeirra hlaut Tómas Ingi tæp 70% atkvæða. Þær Soffía Gísladóttir og Elín Hallgrímsdóttir á Akureyri tókust á um þriðja sæti framboðslistans og hlaut Soffía tæp 60% atkvæða í kosningunni. Þá var kosið milli þeirra Asgeirs Loga Ásgeirssonar, Ónnu Þóru Baldursdóttur og Krist- jáns Ingvarssonar í fjórða sætið. Til að fá meirihluta atkvæða var kosin önnur umferð um fjórða sætið milli þeirra Asgeirs og Önnu og hlaut As- geir þá um 55% atkvæðanna. Gott jafnvægi á listanum Halldór Blöndal bendir á að engin tillaga hafi komið fram fyrir þingið um það að halda prófkjör en segir að framboð Sigurjóns Benediktssonar hafi þó ekki komið sér á óvart. „Það hafði legið fyrir að Sigurjón legði mikið upp úr því að ná þriðja sæt- inu. Sá róður var erfiður og kannski ekki mjög sanngjarn því það sjónar- mið var víða uppi að kona skyldi skipa þriðja sætið, eins og raunin varð á.“ Halldór tekur ekki undir áhyggj- ur af kynjaskiptingu á lista sjálf- stæðismanna eftir að Anna Þóra Baldursdóttir varð undir í barátt- unni um fjórða sætið. Hann bendir á að einn af þremur efstu frambjóð- endum sé kona og segir að gott jafn- vægi sé á listanum. Halldór segir að enginn klofning- ur sé kominn upp meðal sjálfstæðis- manna eftir þingið og kosningarnar, engin persónuleg átök hafi átt sér stað þar. „Mér finnst þetta ágætis niður- staða. Það kemur þarna inn nýtt fólk, sem er ungt og hefur breiðan bakgrunn," sagði Tómas Ingi í sam- tali við Morgunblaðið. „Þessir tveir nýju aðilar á listanum ná mjög vel yfir þau tvö svið sem eru mjög mik- ilvæg á þessu svæði, þ.e. annars vegar þjónustusviðið og hins vegar atvinnulífið, útveginn og fiskvinnsl- una.“ Tómas Ingi sagðist telja fram- boðslistann vera mjög sterkan og mikil eining væri 1 flokknum eftir þing kjördæmisráðsins. „Það kom fram hjá þeim sem buðu sig þarna fram í 1. og 2. sætið að þeir myndu starfa af heilum hug með okkur, þannig að það er engin Halldór Blöndal hlaut tæp 80% at- kvæða í fyrsta sætið Morgunblaðið/Benjamín Baldursson EFSTU menn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. FULLTRÚAR Akureyringa á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldið var um helgina. óeining í hópnum eftir þessi mál. Við horfum því með ánægju til fram- haldsins," sagði hann. Ekki staðið við samþykktir Sigurjón Benediktsson sagði að hann væri mjög ánægður með að hafa fengið 22% atkvæða þegar hann bauð sig óundirbúið fram gegn Halldóri Blöndal sem uppstillingar- nefnd hafði gert tillögu um í 1. sæti framboðslistans. „Ég hafði ætlað mér að gefa kost á mér í þriðja sætið og hafði reiknað með að það yrði fylgt þeim sam- þykktum sem var búið að gera á kjördæmisþingi um að kosið yrði um hvert sæti. Menn gátu ekki staðið við það og ég ákvað að taka ekki þátt í því nema á þennan hátt,“ sagði Sigurjón. Hefði viljað sjá fleiri konur Soffía Gísladóttir sagðist vera mjög ánægð með niðurstöðuna og hún liti á sig fyrst og fremst sem fulltrúa unga fólksins í kjördæminu og kvenna. „Þetta sæti gefur mestu mögu- leikana af þeim sætum sem í boði voru á því að komast að minnsta kosti inn sem varaþingmaður og það er mikilvægt að það sé kona,“ sagði Soffía. „Ég hef trú á þessum lista og þrátt fyrir að hann hafi breyst frá því sem frá uppstillinganefnd kom þá held ég að þetta sé sterkur listi. Ég hefði þó viljað sjá fleiri konur í sex efstu sætunum og helst jafna skiptingu.“ Vill aukna áherslu á byggða- og sjávarútvegsmál Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði að tekist hefði verið á á drengilegan hátt á þingi kjördæmisráðsins. Hann sagði að framboð sitt í annað sæti hefði snúist um það að dreifbýl- isfólk í kjördæminu vildi leggja aukna áherslu á byggða- og sjávar- útvegsmál. „Það er málaflokkur sem okkur finnst að hafi kannski orðið frekar útundan hjá flokknum. Við komumst í rauninni frá síðustu kosningum án þess að hafa kannski neina beina út- listun á því hvernig við ætluðum að taka á ákveðnum málaflokkum. Við vildum fá upp umræðuna á þinginu um þessi mál, og ég mat það þannig að þetta væi;i besta leiðin til að gera það,“ sagði Ásgeir. Hann sagði það bæði óvænt og ánægjulegt að þingfulltrúar skyldu sýna sér það traust að styðja hann í fjórða sætið, og sagðist hann telja að þeir sem skipa framboðslistann ættu að geta náð vel saman. I 5. sæti á framboðslistanum er Baldvin Kr. Baldvinsson bóndi, Suð- ur-Þingeyjarsýslu, í 6. sæti er Anna María Élíasdóttir bæjarfulltrúi, Ólafsfirði, í 7. sæti er Helga Rún Traustadóttir nemi, Akureyri, í 8. sæti er Rúnar Þórarinsson sölu- stjóri, Öxarfirði, í 9. sæti Sigfríð Valdimarsdóttir fiskvinnslukona, Dalvík, í 10. sæti er Bergur Guð- mundsson nemi, Raufarhöfn, í 11. sæti er Jóhanna Ragnarsdóttir hár- greiðslumeistari, Akureyri og í 12. sæti Magnús Stefánsson bóndi, Eyjafirði. Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar Kynningarfundur um tillögu að skipulagi fyrir fjöl- býlishús vestan Mýrarvegar, norðan Hamarsstígs. Skipulagsnefnd boðar til almenns kynningarfundar miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 20.30 í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 24, þar sem tillaga að skipulagi lóðar á svæði milli Mýrarvegar (norðan Hamars- stígs) og lóða við Kotárgerði verður kynnt. í tillögunni er gert ráð fyrir tveim 5 hæða fjölbýlishúsum fyrir aldraða með samtals 30 íbúðum. Fundurinn er bæði ætlaður þeim sem vilja kynna sér hugmyndir um íbúðabyggingar fyrir aldraða og þeim sem búa eða eiga húseignir í næsta nágrenni skipulagssvæðisins. Þeir sem áhuga hafa á málinu eða eiga hugsmuna að gæta er bent á að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um tillöguna. Skipulagsstjóri Akureyrar. Prófkjör Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra Kristín Sigursveinsdóttir meðal frambjóðenda Eyjafjarðar- prdfastsdæmi Prófastur settur í embætti BISKUP íslands, herra Karl Sigurbjömsson, setur sr. Hann- es Öm Blandon, sóknarprest í Laugalandsprestakalli, inn í embætti prófasts í Eyjafjarðar- prófastsdæmi við messu í Grund- arkirkju, Eyjafirði, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20:30. Sr. Birgir Snæbjörnsson lét af því embætti um síðustu áramót að eigin ósk. KRISTÍN Sigursveinsdóttir, iðju- þjálfi á Akureyri, mun taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra. Kristín tekur þátt í prófkjörinu á vegum Alþýðu- bandalagsins. Þetta var ákveðið á fundi kjörstjórnar Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra og er með þessu verið að jafna nokkuð hlutföll flokka og kynja í prófkjör- inu. Frestur til að tilkynna þátt- töku rann út í síðustu viku og lá þá fyrir að fimm manns myndu taka þátt, Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaður, Finnur Birgisson arkitekt, Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri og Pétur Bjamason framkvæmdastjóri, allir fyrir Al- þýðuflokk en Örlygur Hnefill Jóns- son lögfræðingur á Húsavík var sá eini sem bauð sig fram fyrir Al- þýðubandalagið. Frambjóðendur gera ekki athugasemdir við að Kristín bætist í hópinn nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.