Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 21 VEFUR um verkefnið Nýsköpun ‘99. VEFUR helgaður minningu Halldórs Laxness. VEFUR vegna Landssímadeild- arinnar í fótbolta. VEFUR vegna Meistaradeildar- innar í fótbolta sl. sumar. SÉRSTAKUR vefur um landsleik Islands og Rússlands. VEFUR um Nissan-deildina í handbolta. SVIPMYNDAVEFUR með myndum liðinna vikna. JÓLA- og nýárskortavefur mbl.is. MYNDASÝNING Þorkels Þor- kelssonar frá írak. SÉRSTÖK myndasýning vegna eldsumbrota í Grímsvötnum. MYNDASÝNING Þorkels Þor- kelssonar frá Kúbu. STJÖRNUSPÁIN er aðgengileg á vefnum. til að mynda verði, fermetra- og/eða herbergjafjölda, staðsetningu og svo má telja. Margir fleiri vefír hafa ver- ið opnaðir, alls á fjórða tug. Meðal vefja má nefna vef í minningu Hall- dórs Laxness þar sem hægt er að lesa um verk skáldsins, minningar- orð um það og æviatriði. Iþróttaáhugamenn hafa verið stór hluti af gestum vefjarins og hafa fengið nokkuð fyrir sinn snúð því fjölmargir vefir helgaðir viðburðum á því sviði hafa verið opnaðir. Sumir hafa verið vegna tímabundinna upp- ákoma, eins og vefur vegna tug- þrautarmótsins í Talence, þar sem Jón Arnar Magnússon vann frækinn sigur, vefur vegna landsleiks Islend- inga og Frakka sem frægur varð, vefur vegna landsleiks við Rússa og síðan vefir sem fjalla um deildar- keppni í boltaíþróttum; Landssíma- deildina, þar sem lesa mátti um hvern einasta leikmann í deildinni og sjá mynd af honum, Meistaradeild- ina, DHL-deildina og Nissan-deild- ina. Einnig var settur upp vefur vegna Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sl. sumar þar sem fínna mátti upplýsingar um hvern einasta leikmann keppninnar. Með því að nýta gagnagrunn mbl.is hefur gefíst fágætt tækifæri til að fá yfirsýn yfir ýmsa tölfræði tengda íþróttinni, til að mynda um markaskorun, brot og þar fram eftir götunum. Aður er getið um birtingu mynda á vefnum, en á mbl.is hafa verið sett- ar upp sérstakar myndasýningar vegna ferða ljósmyndara Morgun- blaðsins til Kúbu og Iraks. Einnig var sett upp sérstök sýning á mynd- um úr Grímsvatnagosinu, en í upp- hafi hverrar viku eru settar inn á vefinn svipmyndir frá liðinni viku, innlendar og erlendar. Þar er einnig hægt að sækja sér myndir til að nota sem bakgrunn á skjáborð tölva. Einnig hefur vefur með daglegri stjörnuspá notið mikillai- hylli, en á honum má einnig lesa spá fyrir árið og kanna hversu vel merkin eiga saman. Teiknimyndasagan um Dil- bert hefur notið mikilla vinsælda, enda sér margur skrifstofumaðurinn sjálfan sig í heimi hans. Fyrir jól var settur upp á mbl.is sérstakur vefur í tilefni af útgáfu Bókatíðinda, þar sem nálgast mátti fróðleik um allar íslenskar bækur sem komu út fyrir jól, og skömmu síðar var settur upp samskonar plötuvefur. Báðir þessr vefir eru í fullu gildi og þar er til að mynda hægt að lesa dóma um fjölmargar bókanna og plötur einnig. Sérstakur vefur var upp settur í tilefni af sveitarstjórnarkosningun- um í vor, sá umfangsmesti sinnar tegundar hér á landi, en í honum var að finna nöfn allra frambjóðenda í kosningunum og myndir af hundruð- um þeirra. Fyrir jól var settur upp á vefnum jóla- og síðar nýárskortavefur, þar sem fólki gafst kostur á að senda kort hvert á land sem er með mynd að eigin vali úr talsverðu úrvali. Skemmst er frá því að segja að sá vefur naut mikillar hylli og fóru um hann ríflega tólf þúsund jóla- og nýárskort. Nemendum grunnskóla er boðið í starfskynningu á Morgunblaðinu og þá einnig að bregða sér í hlutverk blaðamanna og skrifa greinar sem birtar eru á vefnum undir sérstökum lið helguðum skólaheimsóknum. Fréttir frá fimmtán slíkum heim- sóknum má nálgast á vef mbl.is. í árslok var síðan settur upp vefur með svipmyndum líðandi árs og sér- stakur fréttaannáll með yfirliti yfir helstu fréttir ársins, hundruð frétta ólíkrar gerðar þar sem raktir voru helstu viðburðir hér heima og er- lendis, íþróttaafrek og uppákomur. Fréttavefur Morgunblaðsins hefur einnig efnt til samstarfs við ýmsa aðra netmiðla til að auka þjónustu við lesendur sína og þannig má nálg- ast Netfangaskrá Miðlunar og Gulu línuna frá vef mbl.is, vefur um kvik- myndir, Kvikmyndir.is, er einnig að- gengilegur, hægt er að fá upplýsing- ar um gengi af Fjármálatorgi Tölvu- mynda, lesendur mbl.is geta fengið allar helstu upplýsingar um verkefn- ið Reykjavík - menningarborg Evr- ópu árið 2000 með því að smella á hnapp á forsíðu og svo má telja. Náið samstarf milli deilda Þar sem um nýjan miðil er að ræða hefur vinnuferillinn tekið mikl- um breytingum á árinu sem er liðið og reglur um útlit, framsetningu, kynningu og auglýsingavinnslu orðið til nánast jafnharðan. í því skipti sköpum náin samvinna auglýsinga- deildar, markaðsdeildar, netdeildar, ritstjórnar og framkvæmdastjóra. Þar sem áhersla er lögð á að koma fréttunum á framfæri sem fyrst er nokkur eðlismunur á fi-éttum Frétta- vefjarins og Morgunblaðsins, en upplýsingar um fréttnæma viðburði berast með svipuðum hætti og til annarra fréttastofa, ábendingar, til- kynningar og annað efni. Megin- heimild að erlendum fréttum er Reuters-fréttastofan sem gerður var sérstakur samningur við um birtingu frétta á Netinu, en einnig er fylgst með öðrum fjölmiðlum á Netinu. í ákveðnum málum hefur netdeild átt samstarf um fréttaskrif við ritstjórn Morgunblaðsins, en deildin nýtur mikils stuðnings ritstjómar Morgun- blaðsins við upplýsingaöflun. Einn af kostunum við netblaða- mennsku er að notendur eru í virku sambandi og oft koma ábendingar um fréttaefni frá þeim. Þeir veita líka aðhald og eru fljótir að láta vita ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef villur verða í texta. A virkum dögum eru að jafnaði um 50-60 fréttir unnar af frétta- mönnum Fréttavefjarins, og við það bætast 30-40 fréttir úr Morgunblað- inu á morgnana. Þessi tala er eitt- hvað lægri um helgar. Alls hafa um 35.000 fréttir birst á Fréttavefnum frá upphafi ef taldar eru með fréttir þær sem settar hafa verið inn úr Morgunblaðinu. Fréttirnar sem unn- ar eru fyrir Netið birtast að öllu jöfnu ekki í Morgunblaðinu en það kemur auðvitað fyrir að fréttir sem skrifaðar hafa verið á Fréttavefnum birtast óbreyttar í Morgunblaðinu. STJOhnU OG HÚ LjJ" J J om SMARETTiR í VEISLUNA JULIUS BRJANSSON SJONVARPSSTJARNAN UR „FOSTUM LH)UM“: „VIL LEIKA MEIRA“ - PERSÓNULEIKAPRÓF - FL0TT PEYSA Á STRÁKA HEIMIUSLÆKNIRINN - ÁSTIR 0G BANKARÁN' SMÁSAGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.