Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 02.02.1999, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alnæmisveiran rakin til einnar apategundar London. The Daily Teieuraph. VISINDAMENN hafa uppgötv- að, að HIV-1, veiran, sem veld- ur alnæmi, eigi upptök sín í ákveðinni sjimpansategund í regnskógum Mið-Afríku en hún er nú í útrýmingarhættu. Þeir hafa því ráðið þá gátu, sem glímt hefur verið við í 20 ár eða síðan sjúkdómsins varð fýrst vart fyrir alvöru. Nú eru að minnsta kosti 30 milljónir manna sýktar. Rannsóknirnar sýndu meðal annars, að uppkoma sjúkdóms- ins tengist eyðingu regnskóg- arins og meiri neyslu á apa- kjöti en hún hefur aukist eftir því sem vegir hafa verið lagðir lengra inn í skógana. Leggja vísindamennimir áherslu á, að allt verði gert til að vernda umrædda sjimpansategund frá útrýmingu því að hún kunni að geta skýrt hvers vegna HIV- veiran sýkir menn en ekki apana þótt sjimpansar og menn séu erfðafræðilega eins að 98%. Það voru þau dr. Beatrice Hahn og dr. Feng Gao við há- skólann í Alabama og Paul Sharp, prófessor við háskólann í Nottingham, sem unnu að rannsókninni og kynntu niður- stöður liennar á ráðstefnu í Chicago í fyrrakvöld. Ólíkar tegundir eftir öpum Uppgötvunin fólst í því að rekja ættartré hinna ýmsu af- brigða veirunnar en í öpum hefur fundist skyld tegund, sem kallast SIV. Nú er Ijóst, að SlV-veiran er mismunandi eft- ir því í hvaða apategund hún er og tekist hefur að tengja HIV-1 við SIV í einni ákveðinni tegund. Lifir hún í Mið-Afríku eins og áður segir og heitir á fræðimáli Pan Troglodytes troglodytes. Gera vísinda- mennirnir grein fyrir rann- sóknum sínum í væntanlegu hefti af visindatimaritinu Nat- ure. Það styður líka þá niður- stöðu, að HIV-1 sé skyld SIV í fyrmefndri apategund, að heimkynni hennar em einmitt á þeim svæðum í Vestur-Af- ríku þar sem sjúkdómsins varð fyrst vart. Þótt alnæmissjúkdómurinn hafi ekki orðið að faraldri fyrr en eftir miðja þessa öld, þá tel- ur dr. Hahn, að hann hafl oft komið upp á liðnum öldum. Hann hafí hins vegar orðið að faraldri á þessari öld vegna samfélagslegrar upplausnar, flóttans til borganna, ófriðar og stóraukins lauslætis. Finnst honum ekki óliklegt, að enn eigi sér stað smitun á milli manna og apa. Skógarhögg á verndarsvæði í skýrslu frá Regnskóga- stofnuninni segir, að Evrópu- sambandið liafi kostað vegar- lagningu í gegnum búsetu- svæði fyrmefndra sjimpansa í Kamerún án þess, að nokkurt umhverfismat hafi farið fram. í framlialdi af því sé nú stund- að skógarhögg í Dja-griðland- inu, sem er alþjóðlegt verndar- svæði, og meðal annars af frönskum, þýskum og ítölskum skógarhöggsfyrirtækjum. Reuters Borís Jeltsín 68 ára BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fékk Alexíj II patríarka, æðsta- prest rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar, og Jevgení Príma- kov forsætisráðherra í heim- sókn til sín á 68 ára afmælis- daginn í gær, en hann er enn að ná sér af magasári. Eins og sjá má var Jeltsín hinn kátasti þeg- ar hann skálaði í tilefni afmæl- isins við patríarkann. Jeltsín dvelur nú á Barvikha- heilsuhælinu rétt utan við Moskvu, en hann var færður þangað á laugardag eftir að hafa legið 1 hálfan mánuð á sjúkrahúsi. Læknar hans sögðu lyljameðferð hafa skilað ár- angri og uppskurður ætti ekki að vera nauðsynlegur. En hann þurfi ró í um tvær vikur í viðbót til að magasárið grói. ERLENT Skorað á Saddam að sýna samstarfsvilja Bagdad, Davos, London. Reuters, The Daily Telegraph. HÁTTSETTUR fulltrúi íraks- stjómar sagði í gær að tilraunir Bandaríkjamanna til að grafa und- an stjóm Saddams Husseins væm dæmdar til að mistakast. „írak mun áfram verða til, ríkisstjórn Iraks mun sitja áfram og Saddam Hussein_jnun áfram vera forseti," sagði Hameed Saeed, aðstoðamáð- herra í upplýsingaráðuneytinu, við fréttamenn í Bagdad. Ummæli Saeeds koma í kjölfar þess að tveir fulltrúar bandarískra stjórnvalda komu í heimsókn til Persaflóaríkjanna í því augnamiði að ræða um mögulegar leiðir til að velta Saddam úr sessi. „Þessu fólki mun mistakast ætlunarverk sitt,“ sagði Saeed og bætti því við að þeir sem leituðu ásjár málaliða myndu bíða ósigur. Fyrr í gær hafði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hvatt Saddam til að sýna Sameinuðu þjóðunum samstarfsvilja því það væri eina leiðin til að leysa íraksdeiluna. Samþykkti öryggisráð SÞ á sunnu- dag að endurskoða öll samskipti við stjómvöld í Bagdad. Verður t.a.m. lagt mat á stöðu afvopnunarmála í írak og lífsskilyrði íbúa íraks sem þurfa að þola skort vegna viðskipta- þvingana SÞ. Hafði Saddam gagnrýnt þessar hugmyndir strax á sunnudag og Sa- eed bætti um betur í gær. „Við höf- um engan áhuga á þessum ákvörð- unum SÞ því þær hunsuðu skoðanir okkar.“ Vilja Irakar að viðskipta- banninu verði aflétt umsvifalaust. Reuters IIAMEED Saeed, aðstoðarupplýsingamálaráðherra íraks, ræðir við fréttamenn í Bagdad í gær. Áfram árásir um helgina Dagblöð í Irak greindu frá því í gær að Saddam Hussein hefði lofað hersveitum sínum tæplega einni milljón íslenskra króna tækist þeim að skjóta niður herþotui- Breta og Bandaríkjamanna, sem eftirlit hafa með flugbannssvæðinu yfir norðui-- hluta Iraks. Skutu breskar og bandarískar herþotur eldflaugum á skotmörk á jörðu niðri á sunnudag og á laugardag höfðu bandarískar herþotur einnig skotið eldflaugum á skotmörk í nágrenni borgarinnar Mosul í Norður-írak. Hafa breskar herþotur ekki skotið eldflaugum á skotmörk í Irak síðan fjögurra daga árásunum á írak lauk í desember. Sendu samtök útlægra íraka, sem aðsetur hafa í London, frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því var haldið fram að þrír háttsettir liðs- foringjar í lýðveldisverði Saddams hefðu verið teknir af lífi um miðjan janúar fyi'ir að hafa lagt á ráðin um að steypa Saddam af stóli. Voru þeir skotnir, að félögum sínum að- sjáandi, öðrum til viðvörunar. Evrópuþingmaður breska Ihaldsflokksins í hneykslismáli Tekinn í tollinum með klámefni og eiturlyf London. The Daily Telegraph. TOM Spencer, þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, tilkynnti á sunnudag að hann hygð- ist ekki bjóða sig fram fyrir flokk sinn í Evrópuþingkosningunum í sumar. Höfðu fjölmiðlar í Bretlandi áður greint frá því að Spencer hefði verið tekinn í tollinum með eiturlyf og klámefni. Kom í kjölfarið upp úr kafinu að Spencer hneigist ekki síð- ur til karla en kvenna. Spencer, sem m.a. hefur verið leiðtogi þingmanna íhaldsflokksins í Brussel, mun gegna þingmennsku fram í júní en lætur þá af störfum. Er hann fyrsta fórnarlamb nefndar sem William Hague, leiðtogi íhalds- manna, kom á fót og sem ætlað er að úrskurða í málum þar sem þing- menn flokksins hafa gerst sekir um siðferðisbrest. Hague er mikið í mun að sýna fram á að menn gjaldi ekki fyrir kynhneigðir sínar en sú staðreynd að Spencer viðurkennir að hafa haft meðferðis eiturlyf, og þar með brot- ið lögin, þýðir að siðanefnd flokkins hefði án efa komið í veg fyrir að Spencer byði sig fram að nýju fyrir íhaldsmenn. Lét sjálfur vita af kókaini eftir að tollvörðum yfirsást það Spencer er giftur og tveggja barna faðir en segist vera samkyn- hneigður. Var hann tekinn í tollinum á Heathrow fyrir tveimur vikum með klámblöð og spólur fyrir homma, auk þess sem tvær kannabisjónur fund- ust einnig í farangri hans. Var Spencer þá að koma frá Amsterdam þar sem hann hafði eytt helgi með vini sínum. Farangur Spencers týnst á leiðinni til London. Hringdu toll- verðir í þingmanninn degi síðar og kváðust hafa fundið farangurinn en sögðu jafnframt að þeir hefðu fundið klám- efni og kannabis. Mun Spencer hafa verið samvinnufús og viður- kenndi jafnvel að kóka- ín væri í farangrinum, þótt tollverðir hefðu ekki fundið það. „Ég leitaði í far- angrinum og fann kókaínið fyrir þá. Lög- maður minn, sem var með mér, hélt ég væri gjörsamlega genginn af göflunum. Þetta var afar lítið magn og þeir sögðust ekki ætla að aðhafast neitt heldur líta framhjá því. Ég hefði ein- faldlega átt að fleygja því en ég nota ekki kókaín, ég er ekki hlynntur notkun þess.“ Greiddi Spencer sextíu þúsund króna sekt og bæði klámefnið og eit- urlyf voru gerð upptæk. Lýsti hann hegðun sinni sem „hrikalega heimskulegri". Samkynhneigðin var ekkert leyndarmál Eiginkona Spencers, Liz, hefur alla tíð haft vitneskju um samkyn- hneigð eiginmanns síns og sömdu þau hjón um það, er þau gengu í hjónaband fyrir nítján árum, að þeg- ar „homminn kæmi upp“ í Spencer gæti hann látið undan hvötum sínum þótt þau lifðu að öðru leyti eðli- legu lífi. Böm þeirra tvö munu hins vegar ekki hafa haft hug- mynd um að faðir þeirra hneigðist ekki síður til karla en kvenna. Hefur Spencer aldrei flíkað samkynhneigð sinni og kvaðst ekki vita hvort nokkur kjós- enda hans hefði vit- neskju um hana. Hann hefði hins vegar alltaf verið hreinskilinn við fólk og aldrei reynt að leyna neinu. „Fólk hefur einfaldlega ekki spurt um þetta.“ Sagði Liz Spencer að hún myndi standa með eiginmanni sínum eins og endranær. „Fólk spyr mig stund- um hvemig við getum haft svona „samning“ og jafnframt sagst að- hyllast hefðbundin „fjölskyldugildi“. En ástúð er afar mikilvægt fjöl- skyldugildi og heimili okkar er fullt af ást.“ Sagðist hún einnig hafa heyrt þær raddir að dætur þeirra hjóna væra alls ekki dætur Toms þar sem hann væri hommi. „En að sjálfsögðu er hann faðir þeirra. Við lifum afar ánægjulegu kynlífi þótt hann sé líka gefinn fyrir karla.“ mun hafa Tom Spencer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.