Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 31 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg WIMMEBAND á tönleikum í Norræna húsinu sl. laugardag. Samagaldur Tvær sjald- heyrðar smáperlur TONLIST IVorræna húsið WIMMEBAND Wimme Saari rödd, Tapani Rinne, bassaklarínett og blokkflauta, Jari Kokkonen bassasynti og samplerar, Matti Wallenius gítar mandóhn ukul- ele og banjó. Verk eftir Wimme og samísk joik. 30. janúar 1999. ÉG HEYRÐI fyrst í Tapani Rinne árið 1991. Finnska útvarpið dreifði diski er nefndist Radio mafia þar sem nýir straumar í fmnskum djassi voru kynntir og þar mátti heyra magnaðar sveitir einsog Krakatau með gítaristann Raul Björkenheim í broddi fylkingar og Rinneradio - sveit Tapani með Jari Kokkonen á bassa og Vimme í joiki. Þessar sveitir bjuggu yfir náttúru- krafti sem ekki var algengur í nor- rænum djassi þá, nema hjá landa þeirra, trommaranum Edward Ver- sala, en með honum hafði Tapai leikið. Blés m.a. í meistarverki Ver- sala, Lumi (ECM 13339). Frægasta dæmi um samvinnu djassleikara og joikara er þó þegar stórmeistarinn Jan Garbarek fékk Ingor Antte Allu Gaup til að joika tvö lög á skífu sinni: I took up the runes (ECM 1419). Oft hafði hann einnig unnið með samísku heims- söngkonunni Marie Boine. Það var troðfullt í Norræna hús- inu á laugardagskvöldið síðasta. Alls konar fólk með alls konar væntingar. Rinne, vinur minn, var ekki í djasshorninu sínu eins og ég hafði vænst. Blés þó hverja ryþma- þrautina annarri betri í bassaklar- ínettið og tók upp blokkflautuna á viðkæmum stundum. Jari Kokkonen stóð við hljómborðið og hreyfði fingur endrum og eins - annars var þetta allt samplað. Wal- lenius skipti frá dvergvöxnum ukul- ele til stókallalegs gítars og þegar banjóið var uppi var kábojfílingur í tónlistini og Wimmi sönglaði eins og indíáni á sléttunni með Lukku Láka í heimsókn. Annars voru lögin tólf á efnisskránni öll með samískum blæ, en Wimme er enginn þjóðlagaraul- ari. Hann byggir á joik hefðinni einsog meistari Pétur Pálsson byggði á rímnahefðinni í sínum verkum - en báðir lúta hinum list- rænu lögmálum. Balkantónlistin streymir nú um heiminn og hún hefur ekki farið framhjá Wimme eins og berlega kom fram í fjórða verki tónleikanna. Það var mjög vel heppnaður bræð- ingur, aftur á móti var ekki eins auðvelt að aðlaga barselíusömbuna joikinu einsog Wimme reyndi í tvígang. Meistari Jobim er af öðru sauðahúsi en hreindýrahirðarnir í norðri. Hvað um það. Tónleikar Wimme- bandsins voru dýrleg reynsla og þakkir séu Norræna húsinu fyrir. Snillingar á borð við Jan Garbarek og Tapani Rinne hafa brætt samíska tónlist í djassspuna sinn. Frumkvöðull norræns þjóðlaga- djass, Jan Johnasson, notaði upp- tökur með tröllurum úr Dölunum til að spinna með. Er ekki kominn tími til að við hér á klakanum reynum slíkt hið sama og tökum upp merki Péturs Pálssonar, en með honum eni margar stemmur til á segul- bandi. Vernharður Linnet TONLIST H á s a 1 i r KAMMERTÓNLEIKAR Haydn: „Lundúna“-tríó nr. 3; Beethoven; Tríó op. 87. Petrea Óskarsdóttir, flauta; Martin Frewer, fiðla; Þórhildur Óskars- dóttir, selló. Hásölum, Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar, laugardaginn 30. janúar ld. 16. ÞAÐ voru stuttir en laggóðir tónleikar sem þrír hljóðfæra- kennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar efndu til á laugar- daginn var, eða ekki nema rétt rúmlega hálftími að lengd - að meðtöldu aukalagi, lipurri útsetn- ingu Martins Frewers á Litlu fiugu Sigfúsar Halldórssonar. Auk hins þráfalda tímaskorts til samæfinga, sem löngum virðist hrjá kammertónlistarlíf lands- manna, gæti hér að vísu hafa komið til verkaþurrð, því áhöfnin flauta-fiðla-selló er ekki allt of al- geng í sígildum tónbókmenntum - eins og kannski sést bezt af því að bæði verkin á dagskrá voru frumsamin fyrir aðra hljóðfæra- samsetningu, en hér leikin í um- ritun; hvers eða hverra var ekki tilgreint í tónleikaskrá. „Lundúna“-tríó Haydns, alls fjögur að tölu, voru frumsamin fyrir tvær flautur og selló á önd- verðum 10. áratug 18. aldar. Það er merkilegt hvað verk sem þetta - frá tímum þegar mörkin milli „alvarlegrar-" og afþreyingartón- listar voru ógleggri en seinna varð (og sömuleiðis munurinn á áhuga- og atvinnumennsku í hljóðfæraleik) - hefur náð að endast vel fram á okkar dag, þótt ókunnara sé og minna flutt en mörg örinur kammerverk Haydns. Þrátt fyrir yfirbragð skemmtitónlistar var yfir Tríói nr. 3 þokki og jafnvel dýpt, sem bar vott um þroska og reynslu Haydns, og kannski líka um áhrif Mozarts á hinn aldna meistara. Komust þeir eiginleikar furðuvel til skila í dágóðum leik þremenn- inganna, þó að leikið væri fremur beint af augum, án þess að nostr- að væri sérlega mikið við smáat- riði. Samskonar aðhaldssemi í hendingamótun, ekki sízt í stærri einingum, mátti og greina í flutn- ingi þeirra á Tríói Beethovens, en þótt fersk og hispurslaus spila- mennskan væri ekki óheillandi á sinn hátt mátti samt gruna, að hópurinn hefði getað fengið enn meira úr báðum verkum með lengri yfirlegu. Tríó Beethovens, sem ber hina villandi ópustölu 87, var samið á fyrstu árum hans í Vínarborg og upphaflega fyrir tvö óbó og enskt horn. I saman- burði við Haydn-tríóið hafði það ekki til að bera sama áreynslu- lausa þokkann, en á hinn bóginn varð hjá Beethoven áberandi vart við þá frumlegu nýjungagirni sem kom lærifóður hans Haydn til að uppnefna hann „Stórmógúl- inn utan af landi“ - t.a.m. í ný- stárlegum módúlasjónum og „dramatískri" gegnfærslumeð- ferð sónötuformsins, sem hefur ugglaust verið eins og köld vatns- gusa framan í þann „galanta" stfl sem ennþá eimdi töluvert eftir af í Vín. Það var vel til fundið að kynna þessar fremur sjaldheyrðu smá- perlur, sem þrátt fyrir nokkurn skort á fínpússningu af hálfu flytjenda voru leiknar í prýðilegu jafnvægi og nutu sín vel í góðum hljómburði nýja Tónlistarskóla- salarins. Mætti gera meira af slíku. Ríkarður O. Pálsson Áætla má að nú þegar séu u.þ.b. 3000 konur á íslandi sem taki inn að staðaldry'J/fetlúpciCðfjölvítamín, ætluð konum 40 ára og eldri. Þökkum frábærar viðtökur og munið að taka ávallt hylkið inn með máltíð og einu glasi af vatni. Menopace er þróað af sérfræðingum til að hjálpa konum við að takast á við breytingaraldurinn. Menopace inniheldur öfluga blöndu af 20 vítamínum og steinefnum. Menopace er mjög auðvelt í meðförum, aðeins 1 hylki á dag með máltíð. Menopace hentareinnig konum sem taka inn hormónalyf. Menopace er fáanlegt í 30 og 90 daga skömmtum. Góður valkostur til að viðhalda heilsu og lífsþrótti, fyrir og eftir breytingaraldur. Fanný Jónmundsdóttir leiöbeinandi Brian Tracy International Menopace hylkin eru mjög hentug fyrir nútimakonuna. Pau innihalda rikulega skammta af helstu vítaminum og steinefnum sem eru nauðsynleg konum fyrir og eftir tíðarhvörf. Hvet allar konur til að finna leiðir til heilbrigðara lífernis á þessu frábæra tirnabili. VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Xínf^St'i*rn<fí - vitamin- 'óg ■rissr.'sss-' ............. Vttamin Jiaxmpý (• w yjnk, stiw m O IfiTABtOTtCS TiMOð Ef þú kaupir 90 daga pakkningu af Menopaœ þá fæst 1 glas af Orku Omega 3 Gildirtil 12.02/99 ORKU OMEGA 3 inniheldur ekki Aog D vítamín og erþví frábært viðbótarefni með Menopace hylkjunum, engin hætta á ofskömmtum á þessum fi tuuppleysanlegu vítamínum. mega Fæst aðeins í lyfjaverslunum Hringdu eftir bæklingi í síma 588 2334
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.