Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 44

Morgunblaðið - 02.02.1999, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Magnús Óskars- son fæddist á Akureyri 10. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Óskar Sæmundsson kaupmaður í Esju á Akureyri, f. 29. des- ember 1897, d. 26. ágúst 1970, og Guð- rún Magnúsdóttir ljósmóðir og húsfreyja, f. 13. apríl 1900, d. 2. janúar 1947. Magnús var yngstur þriggja systkina, Sæmundar fram- kvæmdastjóra í Reykjavík og Guðfinnu húsmóður, nú í Reykjavík. Magnús var kvæntur Ragn- heiði Jónsdóttur húsmóður, f. 7. október 1929. Börn þeirra eru: Þorbjörn, f. 14. júlí 1952, stýri- maður og atvinnurekandi í Reykjavík; Óskar, f. 13. apríl 1954, stjórnarformaður Baugs hf. í Reykjavík, kvæntur Hrafn- hildi Sigurðardóttur auglýs- ingateiknara, barn þeirra er % Magnús Óskarsson, f. 14. apríl 1983; Hildur, f. 19. desember 1957, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Haukur, f. 12. janú- ar 1964, viðskiptafræðingur í Reykjavík, sambýliskona Soffía Marteinsdóttir klæðskeri, barn þeirra er Gabríela Hauksdóttir, f. 10. febrúar 1998. Magnús ólst upp á Akureyri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lögfræðiprófi frá Há- > skóla íslands 1956. Hann kynnti sér vinnulöggjöf og fram- kvæmd kjarasamninga / Banda- ríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð 1959-1960. Hann varð héraðs- dómslögmaður 1959 og hæsta- réttarlögmaður 1964. Magnús var málflutnings- Mörgum er tekið blóð við brottfór Magnúsar Óskarssonar. Flokknum okkar beggja bregður við, sam- starfsmönnum hjá borginni og þeim mörgu sem Magnús lagði gott til á lífsleiðinni. Þessi úrslit komu þó ekki fyrirvaralaust. Magnús leit inn í Stjórnarráðið sl. sumar og sagði mér, æðrulaus með öllu, frá áliti 'vlækna á innanmeinunum, sem þá skömmu áður höfðu tekið að angra hann. „Nú þarf að nýta tímann sæmilega," sagði Magnús. Svo var ekki meira um það rætt. Það fór enginn einn sem hafði Magnús Óskarsson í liði. Hann var mikill keppnismaður, enda áhuga- maður um knattspyrnu í áratugi. Ekki var honum síst annt um að Þróttur hefði þokkalegan sóma af spörkum hvers sumars. Það er langt því frá fullnægjandi lýsing að segja að Magnús hafi fylgt Sjálfstæðis- flokknum. Flokkurinn sá var hans hálfa líf. Og leiktíðin stóð árið um kring og frá morgni til kvölds og því ástæðulaust að víkja nokkru sinni af vaktinni. Ekki féllu þó allar ákvarð- anir þar á bæ í fíjóa jörð hjá Magn- úsi og hlífði hann engum, hvorki for- sprakka eða fylgjanda ef svo stóð á. En gagnvart andstæðingunum varði hann allt sem flokkinn snerti, líka það sem honum var mest á móti skapi. Eg hafði Iengi vitað af Magnúsi Óskarssyni. Hafði heyrt um ógleym- anleg tilsvör hans og jafnvel ótrúleg uppátæki. En kynni hófust ekki fyrir alvöru fyrr en með komu minni í borgarstjórn árið 1974. Magnús var vinnumálastjóri borgarinnar. Það vstarf er ekki beint til vinsælda fallið og víst er að ýmsum þótti Magnús fastur fyrir. En það kom ekki í veg íyrir að forystumenn launþegasam- taka litu fremur á hann sem velvild- armann en andstæðing. Er mér óhætt að nefna Guðmund J. Guð- mundsson og Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur sérstaklega til sögunnar. Milli '^eirra ríkti folskvalaust trúnaðar- maður og fulltrúi hjá lögfræðideild varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli með námi 1954— 1955. Hann var fulltrúi á Fræðslu- skrifstofu Reykja- vikur að námi loknu til 1958 en siðan vinnumála- fulltrúi og vinnu- málastjóri Reykja- víkurborgar frá 1958-1982. Magnús var borg- arlögmaður frá 1982 til 1994 og vann eftir það við Iög- mennsku á eigin vegum til dauðadags. Hann var dómari í Kjaradómi frá 1993. Magnús var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta 1952-1953, varaformaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna 1958-1960, í stjórn Æskulýðssambands íslands 1958-1962, þar af formaður frá 1960-1962. Hann sat dómstól ISI frá 1974 og var formaður dómsins frá 1990 og í dómstól KSÍ frá 1982-1984. Magnús var formaður Knattspyrnufélagsins Þróttar frá 1975-1980. Hann sat í sljóm Lífeyrissjóðs Sókn- ar frá 1970 til 1995. Magnús var formaður Sundasamtak- anna 1979-1981 og í stjórn Isal frá 1983. Magnús var ritstjóri Ulfljóts 1952-1953. Hann hefur ritað fjölda stuttra blaðagreina og bækurnar Alislensk fyndni, 1986 og Ný alíslensk fyndni, 1991. Arið 1997 kom út eftir hann bókin Með bros í bland. Hann var sæmdur gullmerki Þróttar, gullmerki ÍSÍ og silf- urmerki KSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Magnús verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. traust. „Mikið íhald, Magnús," sagði Guðmundur J. við mig og bætti við, „en ákaflega veikur fyrir Dagsbrún". Þeir tveir settu stolt sitt í að dóm- stólar þyrftu aldrei að útkljá deilur á milli verkalýðsfélagsins og borgar- innar. Þeir skyldu sjálfir vera menn til þess. Þekking Magnúsar á kjara- samningum og þeirri lögfræði sem að þeim laut var hnökralaus. Þótt Magnús væri flestum sneggri til þegar hraði skipti máli, var honum í mun að það sem frá honum færi, væri óaðfinnanlegt. „Eg vil hafa tvö- faldan lás á þessu,“ sagði Magnús þegar reynslulítill borgarstjórinn taldi einfalda afgreiðslu duga. Enda héldu ráðstafanir hans betur en ann- arra. Magnús varð borgarlögmaður 1982 og gegndi því embætti með sóma í tólf ár. Hann var flinkur lög- fræðingur og laginn og snjall mál- flytjandi. En það kom mörgum á óvart hve oft honum tókst að leysa heit og flókin mál utan réttar og hélt hann þó fast á hlut borgarinnar. Leit Magnús á dómstólana sem þrauta- lendingu við lausn deilna. Ef Magnús hafði reynt mann að heiðarlegri og traustri framkomu, þá naut sá hinn sami þess takmarkalaust, þar til annað kæmi í ljós. En yrði Magnús var við undirmál var annar gáO á borgarlögmanni. „Það er seintekinn gróði að eiga hestaskipti við Sumar- liða póst,“ heyrði ég hann þá stund- um muldra og vissi þá að klækjaref- urinn þyrfti ekki að hlakka til út- komunnar. Hann myndi flækjast í eigin vef. Magnús Óskarsson var sagnamað- ur ágætur og sögur hans voru hvergi til nema hjá honum. Kynlegir kvistir áttu greiða leið að hjarta Magnúsar og lagði hann marga lykkju á sína leið í þeirra þágu. En sögur kunni hann af þeim. Heilu setningarnar og orðatiltækin hafði hann á hraðbergi og áttu þær flestar sameiginlegt að vinir og skjólstæðingar Magnúsar voru í hlutverki sigurvegarans ekki síst ef þeir áttu við oflátungssama stórbokka. Magnús lét ekki nokkum mann komast upp með að segja löst á vinum sínum svo hann heyrði til. Var ævinlega gripið til vama. Ef svo hittist á að vömmum væri ekki bein- línis logið upp á vininn var annað dregið fram á móti, vininum til tekna, sem væri að minnsta kosti jafngilt í ágætisátt. Magnús var ann- aðhvort vinur manna eða ekki. Slíkur vinskapur er orðinn fátíður. Fáeinum dögum fyrir andlát sitt kvaddi Magnús mig að sjúkrabeð sínum. Hann var sjálfum sér líkur, skýr og öruggur, en gekk ekki gruflandi að því, að stutt væri eftir. Við töluðum saman drykklanga stund og var allt með þeim góða brag og hlýju sem svo lengi hafði verið. Svo reis hann upp í rúminu og við kvöddumst vel. Svo sagði hann: „Nú sjáumst við ekki framar, vinur minn.“ Ég hef haft nær óbilandi trú á framsýni Magnúsar Óskarssonar og spádómsgáfu hans. En um þetta síð- asta leyfi ég mér að efast. Eg mun lengi geyma minningu hans. Ég mun oft sjá hann fyrir mér í öllum sínum mörgu gervum. Þar verður málflytj- andinn snjalli, húmoristinn og sögu- maðurinn, pólitíski vígamaðurinn, Þróttarinn ógurlegi, en oftast þó vin- urinn trausti, sem hægt var að leita til þegar mest á reið. Og sá dagur kemur auðvitað að við sjáumst aftur. Þangað til og þaðan í frá, bið ég Guð að geyma hann. Konu hans og börn- um, sem Magnús sagði sína miklu hlutdeild í eilífðinni, vottum við Astríður vináttu og ríka samúð. Davið Oddsson forsætisráðherra. Ungur var ég forðum fór ég einn saman. Þávarðégvillurvega, auðigur þóttumst er ég annan fann, maður er manns gaman. (Ur Hávamálum.) Þannig varð mér er ég settist utan skóla í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri og kynntist Magnúsi Óskarssyni. Síðan höfum við setið og staðið saman og ekkert skyggt á nána vináttu okkar, en hann var afar vinfastur. Magnús átti mjög auðvelt með nám en safnaði aldrei háum einkunn- um að nauðsynjalausu. Hann var húmanisti sem mat þekkingu til lífs- gæða en ekki yfirborðsmennsku. Skopskyn hans var meira en al- mennt gerist en gat verið grátt ef í hlut átti óheiðarlegt fólk, leiðinda- púkar eða ekki sjálfstæðismenn, en hann var meiri sjálfstæðismaður en ég hefi kynnst. „Varð þar engu um þokað.“ Þótt við Magnús brölluðum margt saman á lífsleiðinni tel ég að það hafi aldrei valdið stórslysum, fremur tímabundnum gjaldþrotum. Tilsvör hans gátu verið einstök, t.d.: Síðasta sumar mitt í læknis- fræði vann ég í Hafnarfirði. Einn laugardag mæltum við okkur mót á Borginni. Þar hittum við marga sómamenn, m.a. Sigurð Ólason lög- mann og Dósotheus Tímótheusson, skáld m.m. Fljótlega var haldið að sumarhúsi Sigurðar við Hafravatn. Vildi Sigurður bráðlega halda út á vatnið á bát sínum og var ég ráðinn honum til fulltingis. Við sjósetningu kænunnar féll Sigurður heitinn í Ha- fravatnið og saup drjúgum hveljur. Hélt hann því fram þá og ætíð síðan að ég hefði reynt að drekkja sér. Ég held þó að það hafi ekki verið rétt. Um kvöldið var Dósi sendur niður á þjóðveginn til að afla okkur far- kosta í bæinn, en hvorki heyrðist né spurðist til hans það kvöld. Komst ég til Reykjavíkur með góðum grönnum Sigurðar. KI. 5 næsta morgun vaknaði ég við að smásteinvölur hrundu á gluggann á því herbergi sem ég svaf þá stund- ina. Var þar kominn Magnús og var snarlega hleypt inn. Kvaðst hann hafa gengið niður á þjóðveginn og boðist far í bæinn. Þegar ég spurði hann hvort þetta hefði ekki verið löng ganga svaraði hann: „Það voru mörg skref, en ekki öll að sama skapi löng.“ Við slíkt svar var ekki um annað að ræða en framhalda hátíða- höldunum. Ég get sagt þessa sögu vegna þess að Magnús veifaði aldrei engla- vængjunum, hvorki í ræðu né riti, en hann samdi þrjár bráðskemmtilegar bækur, auk heldur fjölda blaða- greina. Starfsvettvangur Magnúsar var alla ævi Reykjavíkurborg og síðustu 12 árin þar var hann borgarlögmað- ur með láði. Að lokum vil ég samhryggjast Magnúsar nánustu, en ekki síður sjálfum mér. , Góð er minning hans. Sverrir Haraldsson. Þú sagðir mér oft söguna af ömmu þinni þegar hún ákvað að flytjast til borgarinnar. Ég sá þessa konu ljós- lifandi fyrir mér, standandi á myrkri bryggjunni á Isafirði um hávetur, ein með barnaskarann sinn og síld- artunnu. Búin að þrauka á ystu mörkum mannlegrar byggðai- norð- ur á Ströndum allt sitt líf og nú skyldi hún suður. Landleiðin var lok- uð vegna snjóa, sjóleiðin fyrir Horn var lokuð vegna hafíss, en við bryggjuna lá strandferðaskip með stefnu norður fyrir land og hring- leiðina til Reykjavíkur. „Ég fer þá bara hringinn,“ sagði amma þín, og snaraði bamaskaranum og síldar- tunnunni um borð, og ég er viss um að augun hennar hafa skotið gneist- um. Hún lét ekkert stoppa sig. Þetta veganesti fékkstu frá henni ömmu þinni, þú lést ekkert stoppa þig og þegar leiðin að marki þínu var ekki bein eða greið, þá fórstu hringinn. Og nú ertu búinn að fara hring lífs þíns og kominn á þá endastöð sem okkur öllum er ætluð. Ég var fimmtán ára þegar ég kom fyrst inn á heimili Magnúsar og Línu og varð fljótt sem einn af heimilis- meðlimum og seinna tengdadóttir þeirra. A heimilinu réð Lína ríkjum af móðurlegri umhyggju, umkringd mörgum sterkum persónuleikum, og í fyrstu fannst mér Magnús ógnvæn- legur og fráhrindandi þegar hann kom heim eftir langan og strangan vinnudag, misupplagður til að taka þátt í þeim umræðum sem fjölskyld- an spann yfir kjötbollum eða ýsu kvöldverðarborðsins. Vettvangur Magnúsar var miðbærinn. I starfi sínu sem borgarlögmaður hafði hann aðsetur í gamla Reykjavíkurapótek- inu með útsýni yfir Austurvöll, Al- þingishúsið og Dómkirkjuna. Þarna á horninu sló hjarta Reykjavíkur að hans mati og þegar borgarskrifstof- umar fluttu í nýja Ráðhúsið við Tjörnina fannst honum hann kominn óravegu fjarri hringiðu mannlífsins í borginni. Strax á menntaskólaárum mínum fór ég að venja komur mínar á skrifstofu Magnúsar, til að spjalla og hlusta á sögur af skrítnum og skondnum karakterum. Stundum skutumst við út og fyrir homið á ap- ótekinu til að fá kaffi og tertu á Hressó og það brást ekki að Magnús lyfti hattinum og ræddi jafnt við þjóðkunna pólitíkusa dagsins og blaðasalana af sömu virðingu. Oft fannst mér eins og það væri Magnús sem héldi um sveifina sem sneri gangverki stjómmála og þjóðmála. Þekking hans á mekanismanum bak- sviðs var djúp og víðtæk. Hann kaus meðvitað að starfa að málunum bak við tjöldin en birti oft skoðanir sínar í hnitmiðuðum greinaskrifum í Morgunblaðinu. En Magnús, þó að mér hafi fundist þú ógnvænlegur í fyrstu byrjuðu snemma að myndast þau bönd sem áttu eftir að verða að sterkri, ævi- langri vináttu og þú veittir mér af hinni óendanlegu hlýju sem bjó und- ir yfirborðinu. Mér fannst þú stund- um undarlega samsettur, líkt og að í þér toguðust stríð öfl andstæðra per- sónuleika, annars vegar Islendingur- inn, hinn fomi víkingur og Islend- ingasagnahetja, hins vegar framandi suðrænn karakter sem átti kannski rætur að rekja til Miðjarðarhafsins og einkenndist af tilfinningaþrungn- um blóðhita og mikilli skaphöfn. Líf- ið var þér ekki alltaf auðvelt en þú reist alltaf upp úr hverri þraut með óbilandi lífsvilja og orku til að endur- reisa tilveruna. Þú varst tryggur vin- ur vina þinna og alltaf tibúinn að veita hjálparhönd ef á þurfti að halda og fylgdir þeim málum í höfn á sama hátt og þú vannst að öllu sem skipti þig máli. Það varst þú sem tókst mig í faðm þinn þegar pabbi minn dó svo skyndilega og óvænt og sagðir mér hvernig tíminn græddi sorg og sökn- MAGNUS ÓSKARSSON uð. Þú pantaðir í mér lítinn hlut og bauðst til að verða pabbauppbót mín þaðan í frá. Við það stóðstu og meira tdl, endurgjaldslaust tókst þú að þér erfðamál okkar systkinanna sem varð að margra ára baráttu og að endingu prófmál á Norðurlöndum. Það var þér hjartans mál að uppfylla ósk pabba á dánarbeðnum um að höfundarréttur hans hafnaði í hönd- um okkai- systkinanna. í þér sló sterk skáldskaparæð, þú hafðir næman skilning á ljóðlist og unun af vel ortum kveðskap. Við sát- um stundum löngum stundum fram á nótt og ræddum um ljóðlist. Sjálfur áttirðu létt með að setja saman vísur og ortir oft gullfalleg ljóð. Þessi gull- korn, þín og annarra, bárust mér með póstinum á marga framandi staði á árunum sem við Þorbjörn sigldum um úthöf og álfur heimsins. A fimmtugsaldri lærðir þú spænsku til að geta lesið Lorca og Neruda á móðurmáli þeirra. Það nám tókst svo vel að ekki einungis lastu spænskan litteratúr með hjartanu heldur tókstu að þér lögfræðimál á Spáni og gast staðið í djúpum samræðum við íbúana. í þér var sterkur einfari, það blundaði með þér ævintýraþrá og ferðaþrá og oft lagðir þú land undir fót, fórst einn út í heim til að kynnast framandi þjóðum og menningar- svæðum. Þú komst til baka með sög- ur og upplifanir í farangrinum en við fjölskyldan skemmtum okkur yfir að á myndunum sást kannski bara táin á töframanninum í regnskógum Ta- ílands eða Sykurtoppurinn í Ríó var aðeins lítil klessa í horni á mynd af annars heiðbláum himni. En það var allt í lagi því sögurnar þínar máluðu atburðina miklu sterkari litum en ljósmyndimar hefðu getað gert. Það var ævintýri að fylgjast með því hvernig þú tókst á við síðustu þraut lífs þíns. Hvernig þú tókst á við fréttina miklu, greiddir úr lífsins flækjum, gekkst frá þínum málum, hlýddir hjarta þínu og treystir tilver- unni. Þú tókst á við þetta með æðru- leysi og mannlegri reisn. Mesta æv- intýrið var að upplifa hvernig þú fékkst konuna í lífi þínu í lið með þér og hvernig þið genguð saman síðasta spölinn þinn. Lína mín, þú átt mína dýpstu aðdáun og virðingu fyrir. „Ég ýmist skil eða skil ekki þessar fjarlægðir. Auðvitað hugsa ég oft til ykkar, stundum hverfið þig sjónum og stundum munar engu að ég geti kreist þig,“ skrifaðir þú í einu bréf- inu þínu til mín. Nú er fjarlægðin komin til að vera en samt ertu á augnablikum svo nærri. Ég lít á það sem stóran hlut í hlunnindum lífsins að hafa fengið að eiga vináttu þína, traust og hlýju. Fyrir það er ég æv- inlega þakklát. Farðu vel, kæri vin- ur, hvar sem þú ert, hvert sem ferð. Unnur Jökulsdóttir. Elsku frændi. Við kvöddumst í síma fyrir jólin, og nú ertu búinn að kveðja endan- lega. Hálf öld er nú liðin síðan við hittumst fyrst norður á Akureyri. Síðan þá höfum við haldið sambandi, með hléum þó. Ég man þig mætavel þar sem þú stóðst fyrir utan Litlabar í Hafnar- stræti á Akureyri með skólafélögum úr MA og yrtir á mig. Eg var nýflutt til Islands og skildi því ekki hvað þú áttir við, þegar þú spurðir mig: „Áttu aur, frænka?“ Én ég komst að hvað „aur“ var þegar laumað var peningi í lófa minn. í síðasta samtali okkar tjáðir þú mér æðrulaust að þú kæmir ekki framar í Þorláksmessuboð til mín. Þú sagðir jafnframt að þér liði eins vel og nokkur kostur væri undir þín- um kringumstæðum. Margar minningar koma upp í hugann, m.a. það sem þú sagðir eitt sinn um lífsmáta á efri árum: Við lif- um núna, og skulum engu fresta sem skiptir okkur máli. Að leiðarlokum þakka ég þér skemmtilegar samverustundir og frændrækni. Sigrid. „Já, Muggur minn, þú mátt koma í heimsókn, en þú mátt ekki koma til að vorkenna mér.“ Þannig svaraði Magnús frændi mér í símtali þegar hann tilkynnti mér að sjúkdómur sá er hann barðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.