Morgunblaðið - 02.02.1999, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1999 49
hann hafði að geyma og hve hlýr
hann í raun var.
Við kveðjum í dag kæran félaga
og samferðamann með söknuði. Þó
er missir fjölskyldu hans mestur.
Við vottum fjölskyldu Jóns okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að
styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Vinnufélagar.
Það dimmdi yfir þegar ég frétti
að góður vinur okkar allra, Jón
Árna, væri látinn.
Mig langar að segja nokkur orð
um fyrstu kynni af vini mínum Jóni
Áma. Við kynntumst íyrir tíu árum,
þegar hann hóf að æfa í World
Class. Á þeim tíma var World Class
opnað kl. 7.00 á morgnana og alltaf
beið Jón í bflnum fyrir utan. Þá fór
ég að mæta fyrr, fýrst tíu mínútum,
síðan 20 mínútum og að endingu
mætti ég kl. 6.30. Enn beið Jón fyrir
utan og þá gafst ég upp og rétti hon-
um lykil. í framhaldi af því sá Jón
alfarið um að opna stöðina og á hann
heiður af þeim langa afgreiðslutíma
sem er í dag. Það má segja að World
Class hafi verið eins og annað heim-
ili Jóns þar sem hann missti varla
dag úr æfingum. Það er mikill sjón-
arsviptir og söknuður að horfa á bak
góðum vini og félaga sem Jón var.
Eg og allir í World Class sem þekkt-
um Jón sendum Guðrúnu, Ama og
Herði okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, því missir þeirra er mikill.
Bjöm Leifsson.
Elsku vinur. Nú ertu horfinn yfir
móðuna miklu. Þitt skarð verður
aldrei fyllt. Þitt kall er komið og
enginn fær þar um breytt. Eftir
sitjum við klökk og syrgjum þig
sárt, kæri vinur.
Við látum hugann reika tvo
áratugi aftur í tímann. Þá vorum við
ung og hress og nutum lífsins. Margt
var þá brallað og enginn var hressari
en þú. Þá var stutt í gamansemi þína
og hlátur sem smitaði alla. Þú varst
afbm’ða-bóngóður í orðsins fyllstu
merkingu og það sást best á bílunum
þínum hversu annt þér var um þá.
Aldrei lástu á liði þínu þegar vinimir
þurftu á því að halda. Þú komst í
hvelli og bjargaðir hlutunum. Það
lék allt í höndunum á þér.
Snyrtimennska var þér í blóð borin -
og hún var slík að stundum var erfitt
að verjast brosi.
Hjartans vinur. Hvíl þú í friði og
hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé
minning þín.
„Sorgin er gríma gleðinnar. Og
lindin, sem er uppspretta gleðinnar,
var oft full af táram. Og hvernig
ætti það öðruvísi að vera?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú
ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan. Þegar þú ert
sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín. Þegar
sál þín vegur gull sitt og silfur á
metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin
að koma og fara.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku hjartans Guðrán, Ámi,
Hörður, Salka Ósk og fjölskyldur,
sorg ykkar er mikil. Megi algóður
Guð styrkja ykkur og halda
vemdarhendi sinni yfir ykkur.
Kristín og Vignir.
í dag kveðjum við Nonna. Hann
var mikill hluti af okkar tilvera. Best
þekktum við hann fyrir hvað hjálp-
samur og góður maður hann var,
hvort sem það var að hjálpa okkur
við húsbyggingu, frágang á lóð eða
bara alls konar snúningar fyrir okk-
ur í Reykjavík. Aldrei stóð á því að
gera allt sem hann gat fyrir okkur.
Á svona stundu rifjar maður upp
þá tíma sem við áttum saman, á
ferðalögum í útilegu um helgar eða
þegar við fóram hringinn í kringum
landið. Þessum samvistum gleymum
við aldi'ei. Við þökkum fyrir allar
þær minningar sem við eigum um
hann og kveðjum góðan dreng. Hans
verður sárt saknað á okkar heimili.
Elsku Guðrún, Árni, Hörður,
Salka, Ósk og aðrir aðstandendur,
við sendum ykkur einlægar samúð-
arkveðjur.
Logi, Fjóla og fjölskylda.
INGOLFUR
GUÐJÓNSSON
+ Ingólfur Guð-
jónsson fæddist
í Vestmannaeyjum
15. júlí 1913 og ólst
upp á Skaftafelli.
Hann andaðist á
heimili sínu 23. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans vom
Guðjón Hafiiðason,
f. 8.6. 1889, d. 13.7.
1963, og Halldóra
Þórólfsdóttir, f.
10.7.
1985. Ingólfur átti
tíu systkini og var
hann elstur í þeim
systkinahópi. Hin eru: Trausti,
f. 13.8. 1915, Guðbjörg, f. 26.12.
1916; Auður, f. 7.4. 1918; Har-
aldur, f. 12.12. 1920, d. 23.11.
1993; Rebekka, f. 23.3. 1923, d.
21.1. 1944; Elísabet, f. 5.3. 1926;
Óskar, f. 26.12. 1927; Anna, f.
10.11. 1929; Ester, f. 4.4. 1934,
og Hafiiði, f. 21.4. 1936.
Hinn 20. nóvember 1943
kvæntist Ingólfur Jóhönnu
Iljartardóttur frá Saurum í
Laxárdal, f. 24.8. 1911, d. 27.12.
1998. Foreldrar Jóhönnu voru
Hjörtur Jónsson, f. 4.12. 1889,
d. 22.2. 1918, og Ása Egilsdótt-
ir, f. 17.6. 1886, d. 1.7. 1931.
Ingólfur og Jóhanna eignuð-
ust tvo syni, átta barnabörn og
átta barnabarnabörn. 1) Hjörtur
Ásgeir, f. 29.5. 1945, kvæntur
Margréti Helgadótt-
ur, f. 16.12. 1945, og
eiga þau þrjú börn.
Þau eru: Jóhanna
Inga, f. 1.7. 1966,
Jónas Friðrik, f.
28.10. ,1969, og
Hjördís Ósk, f. 20.9.
1978. 2) Jóhannes
Esra, f. 7.10. 1948,
kvæntur Báru Guð-
mundsdóttur, f.
6.11. 1946, þau eiga
fjögur börn. Þau
eru: Ása Svanhvít, f.
15.9. 1966, Guð-
mundur Ingi, f. 9.10.
1972, Ingólfur, f. 27.8. 1976, og
Bryndís, f. 22.7. 1981. Jóhannes
og Bára slitu samvistum. Seinni
kona Jóhannesar er Guðný
Anna Thórshamar, f. 18.1. 1953
og eiga þau eina dóttur, Irenu
Dís, f. 4.2. 1991.
Ingólfur og Jóhanna bjuggu
lengst af í Lukku í Vestmanna-
eyjum en fluttu til Reykjavíkur
í gosinu 1973. I Vestmannaeyj-
um vann Ingólfur í Lifrarsam-
laginu, síðan sneri hann sér að
hænsnabúskap og garðrækt. Er
til Reykjavíkur kom vann hann
sem baðvörður í Laugarnes-
skóla þar til hann hætti störfum
vegna aldurs.
Útför Ingólfs fer fram frá
Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku afi minn, nú ertu kominn
til hennar ömmu, ömmu sem dó
fyrir aðeins 27 dögum. Þá sat ég og
skrifaði minningargrein um hana.
Einhvern veginn vissi ég að þið
yrðuð ekki lengi hvort frá öðru, því
þið voruð sem eitt en samt vonaði
ég að við fengjum að hafa þig leng-
ur. Þegar amma dó 27. desember
sl. sá ég með eigin augum að þið
voruð sköpuð hvort fyrir annað. En
ástin mín, nú ertu þar sem þú vildir
helst vera, hjá ömmu minni. Nú sé
ég hvað Guð hefur elskað ykkur
mikið því að hann hefur ekki viljað
að þú yrðir meira lasinn en þú
varst, lungun orðin léleg en öll
hugsun góð. Þegar ég var lítil man
ég svo vel eftir hvíta Land Rover-
jeppanum og þú að keyra út eggj-
unum úti í Eyjum. Ég og Asa
frænka sátum aftur í og þú sagðir:
„Leyfíð mér að heyra ykkur
syngja“ og við sungum hástöfum
og hossuðumst og það fannst okkur
gaman. Þú varst svo passasamur
upp á heilsuna, þegar við krakk-
arnir komum í heimsókn þá var
það fyrsta sem þú spurðir: „Takið
þið ekki inn lýsi, eða er ég ekki
unglegur?“ og síðan straukstu
ömmu og sagðir, er hún ekki falleg.
Þegar amma dó komum við Hall-
dór og krakkarnir frá Vestmanna-
eyjum. Mikið fannst mér gaman að
hafa fengið að vera hjá þér þessa
daga. Það er svo mikils virði er við
systkinin skiptumst á að dekra svo-
lítið við þig. Erfiðar voru fréttirnar
þegar mamma hringdi í mig út til
Póllands þar sem ég var stödd. En
samt sagði ég að nú væri hann
kominn til hennar ömmu, það var
hans heitasta ósk. Elsku afi og
amma, ég veit að þið passið okkur
öll, ég hugsa alltaf til ykkar. Guð
veri með ykkur.
Elsku pabbi minn, þinn missir er
mikill, báðir foreldrar þínir farnir á
svona stuttum tíma. En þú veist,
ástin mín, að þau gátu aldrei verið
lengi í hvort í sínu lagi. Pabbi,
mamma, Esra og við öll hin, megi
góður guð vera með okkur öllum.
Við skulum muna að hann er til og
biðja til hans eins og þau kenndu
okkur.
Þín
Jóhanna Inga.
Elsku afi minn. Núna hefur þú
kvatt okkur og ert farinn til ömmu
sem þú saknaðir svo sárt. Oft töluð-
uð þið amma um að þið vilduð helst
fá að deyja saman, en ekki grunaði
mig að svo stutt yrði á milli ykkar,
tæpar fjórar vikur. Þessar vikur
vora þér erfiðar og þótt við fjöl-
skylda þín kæmum daglega til að
stytta þér stundir og aðstoða þig
vissum við að enginn kom í staðinn
fyrir ömmu. Mér finnst ég hafa
kynnst þér ennþá betur síðustu vik-
urnar og samvera okkar og samtöl-
umgleymi ég aldrei.
Ég minnist þess að þegar ég var
lítill strákur var ég varla kominn inn
úr dyrunum hjá þér þegar þú spurð-
ir mig hvort ég tæki ekki lýsi. í þá
daga var ég nú stundum svolítið
þreyttur á þessari spuraingu, en í
dag veit ég að meiningin var svo góð
á bak við hana. Ég á eftir að sakna
þess að heyra þig segja þetta við
mig og ég mun ekki gleyma að taka
lýsi meðan ég lifi. Þú hugsaðir alltaf
mikið um hollustu og heilnæmt
mataræði og þegar þú heyrðir um
eitthvað sem var hollt baðst þú mig
gjarnan að nálgast það fyrir þig. Þú
varst ekki alltaf jafn hrifinn af því
þegar ég stundaði fótbolta, þér þótti
það hættulegt og tímafrekt. Ég
hafði gaman af því þegar þú sýndir
mér fyrir stuttu gamla bók með fót-
boltamynd af þér og þú sagðir mér
stoltur frá því að þú skoraðir mark
beint úr hornspymu. Síðustu árin
hafðir þú sérstakt dálæti á smáfugl-
unum, oft baðst þú mig að útvega
þér kjötsag svo þú gætir fóðrað þá.
Síðustu vikurnar hafðir þú ekki þrek
til að gefa þeim sjálfur, þá baðst þú
mig að dreifa saginu fyrir þig og þú
hafðir svo gaman af því að sitja í
stólnum þínum og horfa á þá éta.
Dóttir mín var að æfa lag sem hún
náði aldrei að syngja fyrir þig, text-
inn minnir mig svo á þig, þetta er
lagið: Frost er úti fuglinn minn, ég
finn hvað þér er kalt...
Elsku afi, mig langar að þakka
þér fyrir allar þær stundir sem við
CrfiscJrykkjur
A
VcKiflsohw/ið
GflPi-mn
Sími 555 4477
Skreytingar við
öll takifitri
Alvöru skreytinga-
verkstaði
Kransar
Rauðibvammur Kistuskreytingar
v/Suðurlandsveg, 110 Rvtk. Brúðarvendir
áttum saman og allt sem þú gerðir
fyrir mig. Minninguna um þig og
ömmu mun ég varðveita, ég sé ykk-
ur fýrir mér svo glöð og hamingju-
söm eins og þið vorað alltaf.
Elsku pabbi, mamma, Esra og
fjölskyldur, megi góður Guð veita
okkur styrk í sorg okkar.
Jónas og fjölskylda.
Er sárasta sorg okkur mætir,
og söknuður huga vom grætir.
Þá líður sem leiftur af skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr.J. Hallgr.)
I dag kveð ég gullmolann minn,
hann afa minn. Hjarta mitt er fullt
af söknuði og sorg, en þrátt fyrir
alla sorgina er einnig mikil gleði í
hjarta mínu. Því nú er hann afi
minn kominn til ömmu minnar og
heldur í hönd hennar og nú eru þau
sameinuð á ný. Ég man að þegar
ég var lítil fékk ég oft að gista
heima hjá ömmu og afa í Ljós-
heimunum og þá var svo gaman.
Þau dekruðu við mig sem best þau
gátu. Alltaf þegar klukkan sló tíu
að kvöldi, var ávaxtatími, þá var
amma búin að setja nokkra ávexti í
skál og ég og afi gæddum okkur á
þeim. Þetta fannst mér alltaf svo
spennandi. Oft tók afi fram gítar-
inn, og þá sungum við amma, eða
við systkinin, þá var alltaf svo gam-
an. Elsku afi minn, þú varst svo
mikill listamaður, málaðir, saumað-
ir og prjónaðir. Og eru til margar
fallegar myndir eftir þig. Aidrei
fékk ég afmæliskort nema á því
væri teiknuð mynd sem hafði ein-
hverja merkingu. Þegar ég var eins
árs fékk ég mynd af kirkju og mjó-
an veg að henni. Um þessa mynd
talaðir þú oft og minntir mig á
hvað hún ætti að merkja. Ég á
alltaf að ganga mjóa veginn því
hann er betri heldur en sá breiðari
og hann mun leiðbeina mér á réttu
brautina. Og það mun ég reyna að
gera. Afmæliskortin .og jólakortin
varðveiti ég á góðum stað. Þegar
amma mín dó 27. desember sl.
varst þú svo einmana. En þú varst
alltaf svo ánægður og þakklátur
fyrir það hvað við hugsuðum vel
um þig. En ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið að koma til þín því
við kynntumst alveg upp á nýtt.
Þegar ég kom inn og bauð góðan
daginn sagðir þú: „Er þetta Hjör-
dís, það er gott að sjá þig“ og ég
kyssti þig á kinnina. Síðan spjölluð-
um við um allt milli himins og jarð-
ar. Og ekki leið á löngu þar til þú
spurðir hvað þú ættir að fá að
borða, og á meðan þú borðaðir sat
ég og horfði á þig, gullmolann minn
eins og ég kallaði þig svo oft. í síð-
asta skiptið sem við hittumst kom
ég til þín beint eftir skóla, þú varst
sofandi inni í rámi svo ég lagðist
fram í sófa. Þegar þú vaknaðir
baðst þú mig um að koma og ég fór
og lagðist í ömmu ból, alveg eins og
þegar ég var lítil stelpa. Þegar þú
kvaddir mig sagðir þú eins og
alltaf: „Drottinn blessi þig og ég
bið að heilsa.“ Núna þegar þú ert
farinn sakna ég þess að geta ekki
farið og gefið þér kvöldmatinn og
spjallað við þig. En elsku afi minn,
núna ertu með henni ömmu og
ykkur líður vel. Drottinn blessi þig,
afi minn, og hafðu þökk fyrir allt
og allt. Elsku pabbi minn, mamma,
Esra og fjölskyldur, missir okar er
mikill á svona skömmum tíma. En
nú eru þau sameinuð á ný og það
var ósk þeirra beggja. Drottinn
blessi ykkur.
Þín afastelpa,
Hjördís Ósk.
Elsku afi, ekki er nema tæpur
mánuður síðan við fylgdum henni
ömmu til grafar. Ekki héldum við
að svona stutt yrði á milli ykkar þó
svo að við séum ekkert hissa á því,
þið voruð nefnilega svo samrýnd
hjón, að maður sá aldrei bara annað
ykkar. Þið voruð alltaf saman hönd í
hönd, hvar sem þið voruð. Elsku afi,
við vitum að þér líður betur núna og
við vitum líka að þetta var það sem
þú vildir, að fá að deyja drottni þín-
um sem þú þjónaðir svo vel alla tíð
og að hitta hana ömmu aftur. Því að
þótt þú hefðir okkur hin þá var bara
búið að höggva svo stórt skarð í líf
þitt þegar hún amma dó og þú bú-
inn að eiga við veikindi að stríða að
þetta var það sem þú hefðir beðið
drottin um að gera fyrir þig og ég
er viss um að þar varstu bænheyrð-
ur, því að bæði þú og amma lifðuð í
trúnni og fyrir trúna.
Elsku afi, við þökkum fyrir þann
tíma sem við höfðum með þér og
sendum þér okkar hinstu kveðju og
þennan sálm sem okkur fannst eiga
svo vel við.
Heyr orð min, drottinn,
gef gaum að andvörpum mínum.
Hlýð þú á kveinstafi mína,
konungur minn og guð minn,
því að til þín bið ég.
Drottinn, á morgnana
heyrir þú rödd mína,
á morgnana legg ég bæn
mína fram fyrir þig
og ég bíð þín.
(5. Davíðssálmur.)
Ása, Guðmundur Ingi, Ingólfur,
Bryndís og Ijölskyldur.
A TILBOÐI
15 - 30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af letri og skrauti.
LEGSTEINAR