Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ofnar Járnblendiverksmiðjunnar gangsettir á nýjan leik Framleiðslutapið er 12 þúsund tonn BÚIÐ er að gangsetja báða ofna Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga á nýjan leik eftir stopp nú í vetur vegna þess að ekki fékkst næg orka til reksturs beggja ofna verksmiðjunnar. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar, segir að framleiðslutapið vegna stöðvunar- innar nemi um 12 þúsund tonnum af um 72 þúsund tonna ársframleiðslu- getu verksmiðjunnar. Fyrri ofninn var gangsettur í byrjun janúarmánaðar og hafði þá verið slökkt á honum í rúman mán- uð. Síðari ofninn var gangsettur á mánudag og hafði þá verið slökkt á honum í þrjá mánuði. Var tíminn notaður til þess að fóðra hann upp á nýtt og sagði Bjarni að það myndi taka um tvær vikur að koma honum í fuila framleiðslu þar sem keyra þyrfti hann varlega upp vegna nýju fóðringanna. Þriðji ofninn í byggingu Þriðji ofninn er í byggingu og sagði Bjarni að stefnt væri að því að hann yrði kominn í fulla framleiðslu 1. október í haust. Hann sagði að eina ástæða þess að slökkt hefði verið á ofnunum væri sú að orka hefði ekki fengist til framleiðslunn- ar, en tíminn hefði verið nýttur til þess að vinna að viðhaldsverkefnum og öðru slíku. Bjarni sagði að gert væri ráð fyr- ir að framleiðsla verksmiðjunnar í ár yrði um 82 þúsund tonn, en eftir að þriðji ofninn væri að fullu kom- inn í gagnið væri ársframleiðslugeta verksmiðjunnar 115 þúsund tonn. Uppbygging vestan Elliðaáa verður könnuð BORGARVERKFRÆÐINGI og skipulagsstjóra hefur verið falið að kanna tillögur sem fram hafa komið um uppbyggingu íbúðarhverfa vest- an Elliðaáa á landfyllingum eða í tengslum við þær. Gera skal frum- mat á fýsileika með tilliti til stofn- kostnaðar, tekna og rekstrarkostn- aðar. Þá skal og gera frummat á markaðsmöguleikum uppbygging- arinnar, m.a. með því að kanna hvort fjárfestar og verktakafyrir- tæki gætu komið að þróun og upp- byggingu slíkra hverfa. Það eru borgarráðsfulltrúar meirihluta Reykjavíkurlista, sem lagt hafa fram þessa tillögu í borg- arráði. Gert er ráð fyrir að þær til- lögur sem kannaðar verði séu til- laga Björgunar um uppfyllingu frá Örfirisey, tillaga Miðbæjarsamtak- anna um uppfyllingu út að Akurey, tillaga um flutning Reykjavíkur- flugvallar á landfyllingu í Skerja- firði og uppbygging íbúðai-hverfis í Vatnsmýrinni, tillaga Björgunar um íbúðarhvei-fi á uppfyllingu í Skerja- firði og loks hugmynd í hafnar- stjórn um landfyllingu við Sæbraut fyrir hafnsækna starfsemi eða aðra starfsemi, t.d. miðbæjarstarfsemi. Fyrstu niðurstöðum skal skila svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. apríl nk. .. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÞAKPLOTUR fuku af hlöðu og íbúðarhúsi við bæinn Hallbjarnarstaði í Skriðdal. Þakplötur fuku í Skriðdal Egilsstöðuin. Morgunblaðið. Borgarráð Fundar- stjórn átalin BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks átelja meiri- hluta boi-garráðs fyrir að van- virða ítrekað úrskurð félags- málaráðuneytisins varðandi fundarstjórn í borgarráði en borgarstjóri stýrði fundi borgarráðs í gær. Formanni ber að stýra fundum í bókun minnihluta sjálf- stæðismanna segii- að sam- kvæmt úrskurðinum beri for- manni borgarráðs að stýra fundum borgarráðs. Bent er á að borgarstjóri sé hvorki í borgairáði né formaður þess, heldur hafi Sigrún Magnús- dóttir verið kjörin formaður. Er meirihlutinn hvattur til að hætta þessum vandræðagangi og koma réttri skipan á fund- arstjóm í borgarráði. Landspítalinn Reykur frá blásara ALLT tiltækt lið slökkviliðs- ins í Reykjavík var kallað að Landspítalanum um kl. 20 í gærkvöldi eftir að reykur barst um ganga og loftræsi- kerfi frá skoðunarherbergi á fyrstu hæð. í fyrstu var óttast um að kviknað hefði í en við nánari skoðun reyndist blásari hafa brunnið yfir. Rúman hálftíma tók fyrir slökkviliðið að reykræsta þann hluta fyrstu hæðarinnar sem reykurinn fór um. TALSVERT hvassviðri var á Héraði í gær og vindur nokkuð snarpur sums staðar. Þakplötur fuku af hlöðu og íbúðarhúsi á bænum Hallbjarnarstöðum í Skriðdal. FRAMKVÆMDUM við nýbygg- ingu Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóðinni í Reykjavík hef- ur verið frestað um að minnsta kosti þrjá mánuði en þrátt fyrir það er stefnt að því að spítalinn komist í gagnið árið 2001. Að sögn Sivjar Friðleifsdóttur, formanns byggingarnefndar Bamaspítalans, er ástæða þess að framkvæmdum hefur verið frestað m.a. sú að byggingarnefndin hefur sótt um nýtt byggingarleyfi til Skammt frá bænum fór byggðalínan í sundur en þar brotnuðu fjórir staurar. Líkur eru taldar á því að þakplöturnar hafi fokið á staurana og höggvið þá í sundur. Björgunarsveitir og Reykjavíkurborgar. í nýju bygg- ingarleyfi fer nefndin fram á að samþykktur verði um 200 fermetra fyrirlestrarsalur, sem tengdur verður fyrirhuguðum Bamaspítala, en ekki var gert ráð fyrir þeim sal í fyi-ri teikningum. „Þetta er smá- vægileg breyting en hún er samt nægileg til þess að við þurfum að biðja um nýtt byggingarleyfi," út- skýiár Siv. Jarðvinna vegna bygg- ingarinnar er þegar hafin en frest- un framkvæmdanna þýðir að farið hjálparsveit skáta voru kallaðar út til þess að hefta niður þakplöt- ur og koma í veg fyrir meira tjón. í Fellabæ brotnuðu rúður í a.m.k. tveimur íbúðarhúsum og einhverjum bflum. verður í útboð á uppsteypu hússins seinna en áætlað var. „Við emm að vonast til þess að ná töfinni upp á byggingartímanum og opna nýjan barnaspítala, sjúkum börnum á Is- landi, foreldrum þeirra og starfs- fólki til hagsbóta, árið 2001 eins og áætlað var.“ Sótt um nýtt byggingarleyfi Sökum þess að sótt er um nýtt byggingarleyfi fyrir Bamaspítal- ann þarf Reykjavíkurborg að Bresk ferðaskrifstofa kynnir íslandsferðir Koma með Concorde- þotu í hvala- skoðun BRESK ferðaskrifstofa hefur aug- lýst Islandsferðir næsta sumar sem farnar verða á hljóðfráum Concorde-þotum. Boðið er uppá fjögurra daga ferðir sem kosta 1.999 pund eða kringum 230 þús- und krónur. Innifalið í ferðatilboðinu er þriggja nátta gisting, ferð í Bláa lónið, Gullfoss og Geysis-hringur- inn og síðan hvalaskoðun. Flogið verður með hinum hljóðfráu Concorde-þotum breska flugfé- lagsins Brítish Ainvays. Þá hefur önnur bresk ferðaskrifstofa boðið svipaðar ferðir með Flugleiðum og kosta þær innan við helming þess sem ferðirnar með Concorde kosta eða um 112 þúsund krónur. Flug- leiðir nota einkum Boeing 757-200 þotur sínar í daglegum áætlunar- ferðum sínum til London en kvöld- ferðirnar em stundum farnar á 737-400 þotunum. standa fyrir nýrri grenndarkynn- ingu vegna nýbyggingarinnar. Ná- grannar Landspítalans höfðu áður kært það byggingarleyfi sem nú er í gildi til úrskurðarnefndar kæra- mála, á þeim forsendum að gi’enndarkynningin hefði ekki ver- ið framkvæmd í samræmi við skipulagslög. OHklegt er talið að úrskurða þurfi í því máli þar sem óskað hefur verið eftir nýju bygg- ingarleyfi vegna viðbótarfram- kvæmda. Framkvæmdum við nýbyggingu Barnaspítala Hringsins frestað 1 'i rblöð í dag HÁLFUR MÁNUDUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL ÞRIÐJUDAGS. 4 £5J_L) U Jri Hnífjafnt í \ Hoddle : , Leikur risasviginu • látinn taka j Ásgeir með á HM ;pokann sinnjKlinsmann? B2 B1 j B1 ► I Verinu í dag er sagt frá mokveiði línubáta í janúar og sókn Norðmanna inn í færeyskan sjávarútveg. Farið er í saumana á sameiningu á Höfn og fjallað um fiskmarkaðinn á Italíu. Pennavinir Sofnarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.