Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hið bíræfna rán á eina Rembrandt-málverkinu sem varðveitt var í Danmörku TILRAUN til fjárkúgunar eða „pöntun“ er líklegasta skýringin á ráni tveggja ómetanlegra málverka úr Nivaagaards-safninu síðdegis síðastliðinn föstudag. Með ráninu hafa safnið og Dan- mörk orðið fyrii- barðinu á dapur- legri og vaxandi áráttu þjófa um allan heim til að seilast eftir ómet- anlegum listaverkum. Tíðni verka, sem skila sér er ekki uppörvandi því aðeins um tíundi hluti stolinna listaverka ratar aftur á réttan stað. Oryggi í kringum myndirnar ómet- anlegu var ekki í neinu samræmi við myndirnar og þó ýmsir bendi á að tryggarí gæsla geti leitt af sér harkalegri aðferðir glæpamanna þá virðast þó aðstæður á Nivaagaard hafa verið langt fyrir neðan það sem ætlast má til í kringum aðra eins fjársjóði. Lítið safn með mikil listaverk Nivaagaard er lítið safn í Nivaa, norðan Kaupmannahafnar, skammt frá nútímalistasafninu Louisiana. Safnið er til húsa í gömlu húsi og nýrri viðbyggingu, stofnað af list- unnandanum Johannes Hage, 1842- 1923. Hage lánaðist að kaupa merk verk, eins og konumynd eftir Rembrandt er glæsilegasta dæmið um, en hann keypti einnig myndir eftir endurreisnarmálara eins og Giovanni Bellini, en málverki hans af ungum manni var einnig stolið. I alþjóðlegri úttekt á verkum Rembrandt var konumyndin í Ni- vaagaard úrskurðuð einasta Rembrandtmálverkið í Danmörku. Föstudagurinn í Nivaagaard var rólegur, eins og oft er í þessu yfir- lætislausa safni. Tveir frakka- klæddir menn komu þar eftir há- degi og borguðu orðalaust, sem síð- an hefur verið túlkað sem vísbend- ing um að þeir hafi verið útlending- ar. Nokkrir eldri gestir fóiu um þetta leyti og mennirnir þá einu gestimir. Þegar vörðurinn, maður um sjötugt, heyrði hljóð líkt og eitt- hvað skrapaðist við vegginn hljóp hann inn í salinn, en þá kom annar maðurinn hlaupandi á móti honum með Rembrandt-myndina undir hendinni og stuggaði við honum. Um leið kom hinn maðurinn hlaup- andi með Bellini-myndina. Oldung- urinn reyndi að koma í veg fyrir að • • Oryggi sagt vera áfátt Hvernig má það vera að tveimur af dýrmætustu málverkum Dana sé bara tyllt á krók á listasafni og þeirra gætt af sjötugum manni? Að þessu spyrja Danir sig eftir að Rembrandt-málverki var stolið fyrir helgi. Sigrún Davíðsdóttir hugar að viðbrögðunum. þeir keyrðu af stað, en hlaut pústra íýrir. Seinna um daginn fannst svo bíll bófanna skammt frá, stolinn bíll með sænsku númeri. Af þeim hefur hvorki sést tangur né tetur. Verðmæt en óseljanleg verk Lögreglan einbeitir sér nú að því að rann- saka ránstaðinn og bíl- inn í leit að vísbending- um, en einnig að yfir- heyra starfsfólkið, því gengið er út frá því sem vísu að ránið hafi verið vandlega undirbúið og þjófarnir og samstarfs- menn þeirra hljóti því að hafa heimsótt safnið til að kynna sér aðstæð- ur. Mikið af vísbending- um berst frá almenn- ingi og því í mörg horn að líta hjá lögreglunni. Einnig hefur verið haft samband við Interpol. Milljarður íslenskra króna er ein þeh-ra upphæða sem nefndar eru sem verðmæti verkanna, en í raun er ekki hægt að slá tölu á þau, því svona verk eru einfaldlega varla til Reuters REMBRANDT-málverkið sem stolið var, „Svipmynd af hefðarkonu“. sölu. Ebbe Simonsen yfirmaður Nivaagaard vill ekki gefa upp nein- ar tölur um verðmæti myndanna, né heldur gefa upp fyrir hve mikið verkin tvö séu vátryggð. Það er þó ekki þar með sagt að þjófarnir geti búist við að snara milljarði í vas- ann, því verkin eru vendilega skráð í alþjóðlegum skrám og munu því vekja athygli. Oft er því fleygt að þjófnaðir á frægum verkum séu pantaðir af listunnendum, sem vilji allt til vinna að komast yfir verk. Þeir sem þekkja til álíta þó að slíkar sögu- sagnir séu orðum auknar, því ánægja safnara felist oftar í því að geta sýnt safn sitt en halda því fyrir sig. Mörg ævintýraleg dæmi eru um snör handtök þjófa. Þannig tók það þjófa aðeins hálfa mínútu 1994 að hrífsa Opið, málverk Edvards Munchs og komast undan en það málverk náðist nokkmm mánuðum síðar með klækjum. Fyrir fimm ár- um var voldugum gullhálshring stolið af Moesgaard safninu á Jót- landi, en honum skilað eftir að greiddar vom tæplega tvær millj- ónir íslenskra króna til þjófanna,' sem aldrei hafa fundist. Fyrir sjö áram var handritinu að sögu H.C. Andersen, Litlu hafmeyjunni, stolið af H.C. Andersensafninu í Oðinsvé- um. Handritið, sem metið var á rúmar 40 milljónir íslenskra króna hefur aldrei komið í leitirnar. Athyglin beinist að þjófavörnum Forsvarsmenn Nivaagaard safnsins hafa ekki viljað viðurkenna að öryggi safnsins væri áfátt. Þeir benda meðal annars á að mikil gæsla geti leitt til harðari aðferða og notkunar skotvopna. Og ef myndirnar séu of fastar sé hætta á að þær séu skornar úr rammanum. Flestir eru þó sammála um að eðli- legt sé að ætlast til að þjófavarnai-- kei’fi sé við safngripi, sem gefi til kynna séu verkin hreyfð. Eina varnarkerílð í Nivaasafninu var viðvörunarkerfi í afgi’eiðslunni, en það var ekki notað við ránið, heldur hringdu starfsmennirnir í lögregl- una. Dæmi úr öðrum safnránum sýna þó að þjófum er oft leikur einn að leika á varnarkerfi. Atburðurinn hefur þó án efa ýtt undir að eftirlit á dönskum söfnum verði hert. Það hjálpar samt ekki safninu í Nivaa, sem nú má vera án helstu glæsiverka sinna og merk- ustu listaverka Dana. Tollfrjáls verzlun innan ESB Þegar ákveðið að fresta banni? Brussel. Reuters. „Vopnahlé“ í bananadeilunni Spánverjar beðn- ir um milligöngu Bonn. Reuters. TALSMAÐUR framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins (ESB) greindi frá því í gær að verið væri að kanna möguleik- ann á því að veita frekari frest á gildistöku banns við tollfrjálsri verzlun innan sambandsins. Talsmaðurinn, Elisabetta Olivi, vísaði hins vegar á bug frétt sem birtist í danska dag- blaðinu Politiken um að það væri nú þegar búið að taka ákvörðun um að fresta banninu, sem að óbreyttu tekur gildi 1. júlí næstkomandi. „Framkvæmdastjórnin er að kanna vinnumarkaðsáhrif hinna ýmsu valkosta sem eru uppi á borðinu í sambandi við toll- fijálsa verzlun," sagði OIivi. Einn þessara valkosta væri „tak- mörkuð framlenging" á frestin- um. Hún tók fram að leiðtogar aðildarríkjanna 15 hefðu á fundi sínum í Vín í desember ákveðið að fela framkvæmdastjórninni þetta verkefni. Politiken hafði í gær eftir Stig Elling, forseta sambands danskra ferðaskrifstofa sem sér- hæfa sig í leiguflugi, að heim- ildamenn innan framkvæmda- stjórnarinnar hefðu upplýst hann um að þegar hefði verið ákveðið að fresta gildistöku bannsins í á að gizka hálft, ár fram yfir 1. júlí. Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna urðu ásáttar um það árið 1991, að afnema bæri tollfrjálsa verzl- un í ferðum innan innri markað- arins, sem þá hafði verið ákveð- ið að fullgera, á þeirri forsendu að eftir að innri markaðurinn yrði að veruleika skekkti frí- hafnai-verzlunin samkeppni inn- an hans. Ýmsir hagsmunaaðilar, þar á meðal í ferðaþjónustu, hafa þrýst mjög á um að hætt verði við að afnema tollfrjálsa verzlun í flughöfnum og á ferjum innan sambandsins, þar sem atvinna mikils fjölda fólks væri í húfi. BANDARÍSK stjórnvöld binda vonir við að Spánverjar geti gegnt hlutverki sáttasemjara í deilunni um bananainnflutningsreglur ESB, sem að óbreyttu stefnir í að leiða til viðskiptastríðs milli þess- ara tveggja stærstu viðskiptarisa heimsins, Bandaríkjanna og ESB. Charlene Barshefsky, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Heimsvið- skiptastofnuninni, WTO, sagðist hafa æskt liðveizlu spænsku stjóm- arinnar til að telja framkvæmda- stjórn ESB á að semja um lausn á deilunni. Á mánudag sagðist Barshefsky ekki ýkja vongóð um að takast muni að finna lausn á deilunni í þeirri sáttasamningalotu sem ákveðin var í Genf á fóstudag. „Við höfum farið fram á það við erindreka spænsku ríkisstjómar- innar að þrýsta á framkvæmda- stjórnina að setjast að samninga- borði með okkur á þessu 30 daga sáttasamningatímabili og sjá hvort okkur miði ekki í átt að samkomu- lagi,“ sagði Barshefsky eftir fundi með ráðuneytismönnum í Madríd. Hún vísaði til þess að Evrópu- sambandið hefði, að hennar mati, enn ekki staðið við að hlíta fym úr- skurði sáttanefndar WTO um að ESB-reglumar samræmdust ekki reglum WTO um frelsi í alþjóðavið- skiptum. Fulltrúar ESB og Bandaríkj- anna náðu í lok síðustu viku sam- komulagi um að bandarísk stjórn- völd bíði með að setja á refsitolla á ákveðnar vörur frá ESB unz WTO hefur aftur farið yfir endurskoðað- ar bananainnflutningsreglur ESB, sem að mati fulltrúa ESB em nú í fullu samræmi við reglur WTO. Skuldbundnir til að leita tvíhliða lausnar Samkvæmt þessu „vopna- hléssamkomulagi“ hafa deilendur skuldbundið sig til að reyna sitt ýtrasta næstu vikur til að finna tví- hliða lausn á vandanum. Bandarísk stjórnvöld telja ban- anainnflutningsreglur mismuna framleiðendum með óeðlilegum hætti, þannig að bananaframleið- endur í Mið-AmeiTkuríkjum, þar sem bandarísk útflutningsfyrir- tæki era stórtækust, verði af mikl- um viðskiptum. ESB-reglurnar veita banönum frá fyrrverandi ný- lendum Evrópuríkja greiðari að- gang að Evrópumarkaðnum. Arásir á Irak BANDARÍSKAR herþotur gerðu fimm árásir á skotmörk í suður- og norðurhluta Iraks í gær að sögn talsmanna banda- ríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Sögðu þeir árásirnar hafa verið gerðar í varnar- skyni. Itrekað^ hefur skorist í odda eftir að Irakar tilkynntu að þeir viðurkenndu ekki leng- ur flugbannssvæði Sameinuðu þjóðanna yfir írak í kjölfar árása Breta og Bandaríkja- manna á Irak í desember. Snera allar herþotur Banda- ríkjamanna heilu og höldnu aftur til búða sinna í Suður- Tyrklandi. 35 falla í Guinea-Bissau HJÁLPARSTARFSMENN í Afríkuríkinu Guinea-Bissau sögðu í gær að þrjátíu og fimm manns hefðu fallið í hörðum átökum milli stjórnarhersins í landinu og uppreisnaiTnanna sem sækja að höfuðborginni, Bissau. Særðust einnig 220 manns en átökin áttu sér stað á sunnudag og mánudag. Munu flestir hinna látnu hafa verið óbreyttir borgarar en átökin þykja til marks um að friðarsamkomulag, sem náðist í nóvember og batt þar með enda á fimm mánaða borgara- stríð í þessari fyrrverandi ný- lendu Portúgals, stæði tæpt. Sex sleppt í Jemen FJÓRUM Hollendingum og tveimur Bretum, sem haldið hefur verið í gíslingu mann- ræningja í Jemen í tvær vikur, var í gær sleppt úr haldi. Höfðu mannræningjarnir haldið fólkinu í gíslingu í því augnamiði að þvinga fram lausn félaga síns úr fangelsi. Barnfóstra dæmd ÁSTRÖLSK bamfóstra var í gær dæmd í fimmtán mánaða skilorðsbundna fangelsisvist fyrir rétti í Bretlandi í gær. Var barn- fóstrunni, Lou- ise Sullivan, jafnframt skip- að að halda heim á leið og leita sér þar ásjár geð- lækna en Sulli- van, sem er 27 ára, hefur viður- kennt að hafa hrist kornabarn í hennar umsjón, sem varð þess valdandi að barnið dó. Sagði dómarinn að Sullivan hefði ekki verið fullkomlega heil á geði sem þýddi að henni hefði aldrei átt að treysta íyrir ör- yggi mjög ungra barna. 34 myrtir í Alsír DAGBLAÐ í Alsír gi’eindi frá því í gær að uppreisnarmenn í landinu hefðu skorið 34 á háls í þremur árásum á sunnudag. Myrtu uppreisnarmennirnir nítján í þorpinu el Merdja, níu í Saharidji og sex í þorpinu Telassa en þessi þorp eru öll um 160 kílómetra vestur af Algeirsborg. Hafa slíkar árásir verið afar algengar á þessu svæði undanfarna mánuði. Louise Sullivan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.