Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Schola cantorum TOJVLIST Hallgríinskirkja KÓRSÖNGUR Mótettukór Hallgrímskirkju flutti ís- lenska og erlenda kórtónlist; org- anisti Douglas Brotchie, einsöngvari Marta Halldórsdóttir, einleikari á óbó Daði Kolbeinsson; stjórnandi var Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja, sunnudag kl. 17. KAMME RKÓRINN Schola cantoi-um er afsprengi Mótettukórs Hallgrímskirkju, skipaður úrvals söngfólki úr móðurkómum. Hörður Áskelsson er stjórnandi beggja kór- anna. I sumar vakti kórinn mikla at- hygli fyrir velgengni sína á erlendri grund er hann hreppti fyrsta sætið í alþjóðlegri kórakeppni í Frakk- landi. Þennan frama þarf engan að undra sem heyrði í kórnum á sunnudag; tær og hreinn kórhljóm- ur er aðalsmerki þessa ágæta kam- merkórs, en einnig það sem máli skiptir, músíkalskur söngur. Það sem er einnig heillandi við söng kórsins, er það hversu vel hann þekkir heimili sitt, Hallgrímskirkju, og kann að spila á hljómhvolf húss- ins til að ná fram enn áhrifaríkari blæbrigðum í söng sínum. Þrjár mótettur eftir Thomas Tall- is, Purge me, 0 Lord; Verily, verily, I say unto you og O Lord, give thy Holy Spirit, voru gríðarlega fallega sungnar, og til þess fallnar að stilla hug og sál á andlegar viddir. Þótt kórinn syngi innst í kór kirkjunnar hljómaði söngurinn fallega út og fínlegustu blæbrigði í styrk og dýnamík, eins og í upphafí annarrar mótettunnar voru skýr og áhrifa- mikil. Fimm radda mótetta um bænina Faðir vor, The Lord’s Pra- yer eftir samtímamann Tallis, John Sheppard var einnig heillandi tón- smíð og fallega sungin. Síst verk- anna á fyrri hluta tónleikanna var messan Missa dies sanctificatur eft- ir meistara sextándu aldarinnar Giovanni Pierluigi da Palestrina. Palestrina samdi meira en hundrað messur, og aðeins hluti þeirra, eins og hin sígilda Missa Papae Marcelli heyrist oft. Þessi messa er ekki þar á meðal og eflaust er það vegna þess að hún er ekki jafn rismikil tónsmíð og þær sem oftar heyrast. En auðvitað er Missa dies sanct- ifícatur þess verð að hún sé flutt, ekki síst þegar söngurinn er jafn fagur og hjá Schola cantorum. Hápunktur tónleikanna var flutningur tveggja íslenskra verka; - ekki einvörðungu vegna þess að þau voru íslensk, - heldur fyi-st og fremst vegna þess að þau voru hvort um sig úrvals tónsmíð. Þor- kell Sigurbjörnsson samdi Clarcit- as 1992 að beiðni Norrænu tónlist- arnefndarinnar NOMUS. Verkið var frumflutt á Nordklang hátíðinni sama ár, Textinn er úr Biblíunni, fyrsta Kórintubréfí. Nú var kórinn staðsettur framar og hljómurinn sterkari og kraftmeiri. Einstaka raddir kórsins fengu hér notið sín meir en í endurreisnarverkunum, og þá mátti heyra hvað hver og ein þeirra er í raun góð og styrk. Ait- arnir sungu sérstaklega fallega þar sem þeir áttu sólóstrófur á undan og með karlaröddum bæði í upphafí á textanum nunc autem og síðar, á textanum quis parabit. Karlaradd- irnar eru báðar mjög góðar og sópraninn hijómfagur og tær. I textanum er sungið um hljóm hljóð- færanna, og söng raddarinnar og mikilvægi þess að það sem sagt sé hljómi skilmerkilega; - þ.e. að KVIKÍYIYJVIHK Rcgnboginn, Sainbfóin \ 1 fabakka UMSÁTRIÐ („THE SIEGE") ★★ Leikstjóri Edward Zwick. Handrits- höfundur Lawrence Wright, Zwick. Kvikmyndatökustjóri Roger Deakins. Tónskáld Graeme Revell. Aðalleik- endur Denzel Washington, Annette Bening, Bruce Willis, Tony Shaloub. 115 mín. Bandarísk. 20th Century Fox, 1998. HRYÐJUVERKASTARFSEMI N í Austurlöndum nær, sem teygði anga sína allt til Vesturheims með sprengingunni í World Trade Cent- er, er kveikjan að tryllinum The Si- ege. Hún dugar því miður ekki til, handritshöfundamir blanda banda- ríska landhernum í atburðarásina í hálfleik og skella herlögum á New York-borg. The Siege hefði orðið miklu betri ef þeir hefðu látið sér nægja annað umfjöllunarefnið. Hasarinn byrjar þegar arabískir borgarskæruliðar sprengja strætis- vagn í loft upp í Brooklyn. Alríkis- lögreglan (FBI), undir stjórn Ant- honys Hubbard (Denzel Was- hington), ásamt Frank Haddad (Tony Shaloub), stjórnar rannsókn- inni. Hryðjuverkamennirnir láta ekki þar við sitja, Broadway-leikhús fer sömu leiðina og leyniþjónustan hljóðin glati ekki merkingu sinni. Falleg endurtekin söngmótíf brot- inna hljóma hljómuðu eins hvellandi bjölluhljómur rétt eins og til að minna á merkingu þessara orða. Lokaverk tónleikanna, Sam’s Mass eftir John Speight, samið 1997 í minningu tvítugs pilts, Samuels Bakers, var mjög áhrifaríkt. Það er byggt á hefðbundnum texta sálu- messunnar, sungnum af kórnum, en inn í þann vef er fléttað ljóðum eftir William Blake, sem komu í hlut ein- söngvarans, Mörtu Halldórsdóttur. Ljóðin eru ennfremur umvafin mót- rödd óbós, sem Daði Kolbeinsson lék á. Fegurð þessa verks er fólgin í tilfinningalegri dýpt þess. Kórpart- urinn er unaðslega fallegur og sam- spil kórs, einsöngvara og óbós mjög fallega ofið saman af hendi tón- skáldsins. Það var ótrúlega sterkt og táknrænt að færa óbóið úr aug- sýn í lok verksins, og leyfa tónum þess að óma, án þess að sæist hvað- an þeir komu. Kórinn var frábær, og sömu sögu er að segja um sólistana, Mörtu og Baða. Það er óhætt að spá þessu verki mörgum og löngum lífdögum, og að það eigi eftir að skipa sér meðal fremstu kórtónsmíða okkar. Hörður Askels- son hefur unnið frábært starf með sínu úrvals fólki. Það er vonandi að kórstarfíð í Hallgrímskirkju haldi áfram að fá þá athygli og viður- kenningu sem því ber. (CIA), kemur að málinu með til- komu spæjarans Elise (Annette Bening). Þegar aðalstöðvar FBI verða næsta skotmark, með ægileg- um afleiðingum, kallar Bandaríkja- forseti landherinn til hjálpar. Með Devereaux hershöfðingja (Bruce Willis), sem yfírstjómanda aðgerða, sem fljótlega er breytt í herlög. Eft- ir það eiga Hubbard og alríkislögg- umar ekki aðeins í höggi við arabana heldur eigin stríðshauka. Mynd sem skiptir um erkióvin og áherslur í miðju kafí er í vanda stödd, sá tvískinnungur er þó ekki eini vandi The Siege. Persónusköp- uninni er talsvert áfátt og fram- vindan með slíkum götum að hún líður fyrir - þrátt fyrir ágæta keyrslu. Útkoman er brokkgeng, vonbrigði fyrir aðdáendur leik- stjórans, Edwards Zwick. Hann vakti geysiathygli fyrir Glory, mik- ilfenglegt þrælastríðsdrama, og fylgdi því eftir með Legends of the Fall, ekki jafnsterkri mynd en góðri afþreyingu. Með Flóastríðs- myndinni Courage Under Fire, hallaði enn undan fæti, síðan kem- ur þessi stórköflótta mynd og nú hlýtur leiðin að liggja uppá við að nýju. Zwick er hæfileikamaður, sem er m.a. aðalbakhjarl Shakespeare In Love, einnar bestu myndar síðasta árs, og er spáð fjölda Óskarstilnefninga í næsta mánuði. Nú verður hann að snúa sér að því að fá sjálfur úr betri handritum að moða. Hann fer skín- andi vel af stað og besti kafli The Siege er yfirtaka herlaganna og of- sóknaræðislegt framhaldið þegar „stóri bróðir“ tekur völdin. Denzei Washington og Tony Shaloub Big Night, Quick Change, fá skást unnu hlutverkin og leysa þau vel, sem þeirra er von og vísa. Annette Bening er vorkunn, fær eitthvað versta og heimskulegasta hlutverk síðari ára, reynir að gera eitthvað úr því, en má sín lítils. Zwick meðhöndlar átökin vel, kvik- myndataka og tónlist í fyrsta gæða- flokki, sama verður ekki sagt um út- komuna. Handritið, með öllum sín- um glompum, ólánlegu hliðarspor- um og illa mótuðu persónum, sér til þess. Sæbjörn Valdimarsson Grieg og Sibelius á Háskóla- tónleikum HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu í dag, miðvikudag kl. 12.30. Sigrún Pálmadóttir syngur við undir- leik Iwonu Jagla sönglög eftir Edvard Grieg og Jean Sibeli- us. Sigrún Pálmadóttir er fædd og uppalin í Bolungarvík þar sem hún hóf tónlistarnám sitt. Hún er stúdent frá Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði en hóf söngnám sitt við Tónlist- arskólann á Akureyri hjá Hólmfríði Benediktsdóttur og Daníel Þorsteinssyni. Frá ár- inu 1996 hefur hún stundað nám við Söngskólann í Reykjavík þar sem kennarar hennar eni Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Iwona Jagla. Sigi’ún hefur komið fram sem einsöngvari með kvennakórn- um Vox Feminae og Kvenna- kór Bolungarvíkur og tekið þátt í uppfærslum Nemenda- óperu Söngskólans á ýmsum verkum. Iwona Jagla er fædd í Pól- landi og lauk masters- og ein- leikaraprófí í píanóleik frá Tónlistarakademíu Gdansk ár- ið 1983. Þá hafði hún þegar hafið störf við söng- og kamm- ermúsíkdeild akademíunnar og vann jafnframt sem æf- ingastjóri við Baltik óperuna árin 1983 til 1990. Hún kom til Islands í september 1990 og hefur starfað hjá Islensku óp- erunni. Hún kennir einnig við Söngskólann í Reykjavík. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Amis fær slæma dóma fyrir bók sína NYTT smásagnasafn breska rit- höfundarins Martins Amis fær heldur hraklega útreið í nýlegum bókadómi bandaríska dagblaðsins The New York Times. Segir gagn- rýnandinn Michiko Kakutani að bókin Heavy Water and Other Stories, sem inniheldur níu smá- sögur eftir Amis, sé dæmi um það þegar fær rithöfundur lætur leti sína ná yfirhöndinni, í stað þess að nota guðsgjöf sína með markviss- um hætti. Smásagnasafnið sé, með einungis tveimur eða þremur und- antekningum, nánast sem hálf- köruð ritæfing. Amis þótti með bókum sínum The Infoimation frá 1995 og London Fields frá 1990 festa sig í sessi sem einn af metnaðarfyllstu og færustu rithöfundum okkar tíma. Segir Kakutani hins vegar að í Heavy Water nái Amis sér sjald- an á skrið. Segir hann einungis tvær lokasögur verksins, „State of England" og „Wliat Happened to Me on My Holiday", minna fólk á hvers Amis sé megnugur. Þar tak- ist höfundinum ekki einungis að hrífa lesandann heldur noti hann einnig tækifærið „til að segja eitt- hvað“; skapi raunverulegar per- sónur með raunveruleg vandamál í stað þess að hljóma eins og hann telji sig hátt yfír lesandann hafínn. Aðrar smásögui’ í bókinni eru ómerkilegar, að mati Kakutanis. Er ein sagnanna, „Let Me Count the Times“, sögð hljóma eins og „léleg afsökun" höfundar til að sinna eigin þörfum til að lýsa með afbrigðilegum hætti starfsemi lík- ama mannsins. Metverð fyrir gömlu meistarana New York. Reuters. MÁLVERK eft- ir „gömlu meist- arana“ seldust fyrir 770 millj- ónir ísl. króna á uppboði hjá Christies í New York í liðinni viku og fóru Iistaverk þriggja lista- manna á met- verði. Málverk Federicos Baroccis „Ma- donna del Popolo" seldist á verði sem er með því mesta sem þekkist hjá Christies en söluverðið, 185 milljónir ísl. króna, var rétt yfir efstu mörkum mats- manna. Næstdýrast var „Ævi og störf Taddeusar Zuccaros" eftir Federico Zuccaro sem J. Paul Getty-safnið keypti fyrir um 126 milljónir ísl. króna sem var reyndar nokkuð und- ir matsverði. Hins vegar seld- ist verk franska meistarans Jacques-Louis David „And- litsmynd af Joseph-Nicolas Barbeau Dubarran“ einnig á metverði, eða rúmlega 26 milljónum ísl. króna, og „Rýnt í veggtjöldin“, eftir Lorenzo D’Andrea D’Odorigo, fór á rúmlega 23 milljónir. Á myndinni má sjá eftir- prentun af andlitsmynd Spán- verjans Diego de Silva y Vel- azquez „Santa Rufina“ en hana keypti ónefndur mál- verkasafnari í London sím- leiðis fyrir 623 milljónir ísl. króna. Hér er um nýtt met að ræða fyrir Velazquez og spænsku meistarana en verk- ið mun Velazquez hafa málað á árunum 1632-1634. Endurmenntunarstofnun og heimspekideild Háskóla íslands ÍTALSKA - Hraðnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Kennari: Roberto Tartaglione við Scuola Italiana í Róm Roberto Tartaglione hefur komiö til íslands árlega síðan 1988 og kennt ítölsku á vegum Endurmenntunarstofnunar og heimspekideildar HÍ. Yfir 500 manns hafa sótt námskeið hans, með mjög góðum árangri. í mars verða haldin tvö námskeið og er hámarksfjöldi á hvoru námskeiði 20 manns. Skráningarfrestur er til 12. febrúar. Upplýsingar og skráning í síma 525 4923. TTmi: 1 -20. mars. Kennt er í 3 klst. á dag, 5 daga í viku i 3 vikur, alls 45 kennslustundir. Byrjendanámskeið: Kennt er mánudaga til og með fimmtudaga kl. 17.00-19.45 og laugardaga kl. 9.30-13.30. Framhaldsnámskeið: Kennt er mánudaga til og með fimmtudaga kl. 20.00-22.45 og laugardaga kl. 13.00-16.00. Bergþóra Jónsdóttir Beirút í Brooklyn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.