Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóða- ólympíunefnd- in í vanda Alþjóðaólympíunefnd- in á nú um stundir í vök að verjast eins og löng- um oft áður. Uppljóstr- anir um mútuþægni meðlima hennar hafa kastað rýrð á hana og gefið grunsemdum um víðtæka spillingu innan hennar byr undir báða vængi. Margir sækja að nefodinni nú og krefjast þess jafnvel að hún segi öll af sér. Aðrir heimta róttækar breytingar á skipulagi hennar. Al- þjóðaólympíunefndin hefur átt erfiða daga all- ar götur frá því henni var komið á fót á alþjóðlegri íþróttaráð- stefnu í París árið 1894. Hún þurfti að glíma við skilningsleysi forystumanna í íþróttum og stjómmálum. Tvær heimsstyrjaldir höfðu næstum því gengið af Ólympíuleikunum dauðum og þar með bundið endi á starf henn- ar. Alþjóðasérsambönd gerðu henni oft erfitt fyrir. Alþjóðaskíðasamband- ið var þar fremst í flokki um tíma. Minnisstæðar eru deilur um þá steftiu nefndarinnar að standa vörð um áhugamennsku keppenda á Ólympíu- leikum. Síðan en ekki síst hefur skipu- lag neftidarinnar verið mörgum þym- ir í augum, einkum það að hún skuli ekki vera lýðræðislega kjörin. Coubertin valdi nefndarmenn Skipulag nefndarinnar mótaðist á fyrstu árum hennar og hefur ekki mikið breyst síðan. Sá sem mestan þátt átti í því að móta þetta skipulag og alla starfsemi nefndarinnar var Frakkinn Pierre de Coubertin. Hann var potturinn og pannan á bak við íþróttaþingið París 1894 sem ákvað að efna skyldi til Ólympíuleika að nýju og skipaði Alþjóðaólympíu- nefndina til þess að framfylgja þeirri ákvörðun. Nefndin hefur síðan haft alla yfirumsjón með Ólympíuleikun- um. Hún var ekki kosin á þinginu heldur samþykkti það þá menn í hana sem Coubertin stakk upp á. Hann sjálfur valdi þá menn sem skipuðu fyrstu framkvæmdanefnd hennar. Coubertin tók að sér að vera ritari nefndarinnar en stakk upp á gríska rithöfundinum Andreas Bi- kelas (eða Vikelas) í embætti forseta hennar. Bikelas átti mikinn þátt í gangi mála og beitti sér mjög fyrir því að fyrstu Ólympíu- leikar nútímans færu fram í Aþenu árið 1896. Couberl in mótaði skipulagið og starfs- hætti Eftir leikana í Aþenu tók Coubertin við for- setaembættinu. Kom það til af því, að næstu leikar áttu að fara fram í París árið 1900 og ætl- unin var að forsetaemb- ættinu gegndi maður frá því landi sem halda skyldi næstu leika. Stuttu síðar vék Cou- bertin frá þessu og lét embættið ekki af hendi fyrr en árið 1925. Coubertin mun hafa ráðið mestu um það, að sú regla var íljót- lega tekin upp að nefndin skyldi sjálf Skipulag Það verður forvitnilegt að sjá, segir Ingimar Jónsson, hvaða viðtök- ur tillögur Ellerts fá úti í hinum stóra heimi. velja nýja menn í nefndina. Þessi til- högun, sem allar götur síðan hefur verið höfð að skotspæni, var heppileg og nauðsynleg að mati Coubertins til þess að styrkja sjálfstæði nefndarinn- ar í hörðum heimi íþróttanna. Af sömu ástæðu gekk hann svo frá hnút> um að litið var á meðlimi nefndarinn- ar sem einskonar sendiherra hennar í þeim löndum sem þeir komu frá en ekki fulltrúa síns lands í nefndinni. Sendiherrar nefndarinnar áttu að vinna að framgangi hugsjóna Ólymp- íuleikanna í heimalöndum sírium, m.a. með því að koma þar á fót ólympíu- nefndum (landsnefndum), ef þær voru ekki til, og hafa forystu í þeim. Þeir áttu að vera sjálfstæðir einstak- lingai- og óháðir stjómvöldum síns lands. Með tímanum fór gagnrýnin á nefndina og þetta skipulag hennar vaxandi. Ólympíuleikamir urðu sífellt umfangsmeiri. Ágreiningsefnum fjölgaði. Alþjóðasérsamböndin töldu sig standa utangarðs og fá litlu að ráða um framkvæmd Ólympíuleik- Ingimar Jónsson UMRÆÐAN anna. Sömu sögu er að segja af ólympíunefndunum. Vandfundin lausn Um 1960 lagði sovéskur fulltrúi í nefndinni fram viðamiklar tillögur um breytingar á skipulagi hennar. Tillagan miðaði að því að gera nefnd- ina lýðræðislegri og auka áhrif ólympíunefndanna innan hennar. Allai- ólympíunefndir áttu að eiga að- ild að henni og tilnefna sjálfar full- trúa sína í hana. Tillagan fékk ekki nægan stuðning. Mörgum fannst að með samþykkt tillögunnar yrði nefndin alltof stór. Umræðan um skipulag nefndarinn- ar hélt áfram enda beindust deilur og átök um málefni ólympíuhreyfingai-- innar og framkvæmd Ólympíuleik- anna að verulegu leyti að nefndinni sjálfri og skipulagi hennar. Þannig er það einnig nú þegar ljósti’að er upp um mútuþægni nokkurra meðlima hennar. Álþjóðaólympíunefndinni til varnar má segja að hún hefur sýnt til- burði í þá átt að gera breytingar. Árið 1966 var t.d. Heimsráð ólympíu- nefnda stofnað og síðar Evrópuráð ólympíunefnda. Við þessi samtök ólympíunefndanna hefur nefndin haft gott samstarf. Hún hefur stefnt að því að auka áhrif alþjóðasérsamband- anna innan sinna vébanda. I því skyni kýs hún nú nýja meðlimi sína úr röð- um forystumanna alþjóðasérsam- bandanna. Það er líka nýtt að þessir nýju nefndarmenn skulu ganga úr nefndinni þegar þeir leggja niður stöifi hjá sérsamböndunum. Valið á nýjum meðlimum nefndarinnar er því ekki lengur í höndum hennar með sama hætti og áður var. Hvað eldri meðlimi nefndarinnai- varðar gildfr nú sú regla að þeir verða að hætta störfum í henni þegar þefr ná 80 ára aldri (72ja ára árinl966-98). Islenskt framtak Til þessa hafa foi-ystumenn íþróttamála á íslandi staðið hjá þeg- ar átök hafa átt sér stað um skipulag Alþjóðaólympíunefndarinnar. En nú bregður öðru vísi við því fyrfr nokkrum dögum ritaði forseti ISI, Ellert B. Schram, forseta Alþjóða- ólympíunefndarinnar bréf þar sem hann hvetur til róttækrar uppstokk- unar á nefndinni. Hann gerir það að tillögu sinni að nefndin verði lögð niður í núverandi mynd, sömuleiðis Heimsráð ólympíunefnda (ANOC) og síðan skuli sameina hvorutveggja undir merkjum Alþjóðaólympíu- nefndarinnai’. Allsherjarfundur ólympíunefnda kjósi framkvæmda- nefnd til fjögurra ára í senn o.s.frv. Það verður sannarlega forvitnilegt að sjá hvaða viðtökur tillögur Ellerts fá úti í hinum stóra heimi. Alltént er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur hefur eitthvað til málanna að leggja í þessum efnum. Höfundur er dósent við Kennarahá- skóla Islands. Auknar kröfur og fjármál sveitarfélaga AÐ UNDAN- FÖRNU hafa átt sér stað nokkrar umræð- um um fjármál sveitar- félaga og aukna skuldasöfnun margra þeirra. Ljóst er að fjár- málaleg staða þeirra er mjög mismunandi enda aðstæður sveitarfélag- anna, sem eru 124, afar ólíkar. Á fjármálaráð- stefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem haldin var í nóv- ember síðastliðinn var fjallað ítarlega um þessi mál. I setningarræðu minni gerði ég aukna skuldasöfnun að sérstöku umfjöllunarefni og sagði m.a. eftirfarandi: ,Ymis spjót beinast að sveitarfé- lögunum ekki bara frá einstaka starfsstéttum, hagsmunahópum eða félagasamtökum heldur líka frá fulltrúum ríkisvaldsins, það er frá ráðuneytum og Alþingi. Nýjar skyldur ei’u stundum lagðar á sveit- arfélögin með ákvörðunum þessara aðila sem oft eru almennt orðaðar í lögum og reglugerðum og eru í raun óljósar stefnuyfirlýsingar. Sem dæmi má taka setningu úr lög- um um félagsþjónustu sveitarfélaga sem orðast þannig: „Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum sínum þjónustu og aðstoð samkvæmt lög- um þessum og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum.“ Orðalag af þessu tagi felur ekki í sér ákveðinn kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin og getur auðveldlega leitt til miklu meiri útgjalda en ætla hefði mátt í upphafi. Þá hafa breytingar í skattamál- um tíðum áhrif á útsvar sveitarfé- laganna án þess að verið sé að breyta lögum um útsvar. Það á t.d. við um skattfrelsi lífeyrisiðgjalda, frádrátt vegna hlutabréfakaupa og tilfærslur í skattkerfinu í kjölfar upptöku fjármagnstekjuskattsins. Slíkar breytingar á skattkerfi ríkis- ins geta því með beinum hætti leitt til verulegs samdráttar í tekjum sveitarfélaganna. Núverandi tekjustofnakerfi sveitarfélaganna hefur á margan hátt nýst þeim mjög vel. í ljósi þeiiTa breytinga sem stöðugt eiga sér stað í skattamálum og áhrif hafa á útsvarið, sem er megintekjustofn sveit- arfélaganna, er ég þeirrar skoðunar að tímabært sé að taka rekstrarumfang og tekjustofna þeirra til gagngerrar endur- skoðunar með það að markmiði að skil- greina betur þau verk- efni sem sveitarfélög- um er fyrst og fremst ætlað að sinna og treysta betur fjár- hagsgrundvöll þeirra.“ Ástæður fyrir aukinni skuldasöfnun Auðvitað er aukin skuldasöfnun margi’a sveitarfélaga mikið áhyggjuefni og það er brýnt við- fangsefni að kanna orsakirnar ítar- lega og leita leiða til að snúa þessari Tekjustofnar Aldrei fyrr, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur jafnmiklum fjármunum verið varið til grunnskólans. þróun við. Ég er þeirrar skoðunar að á þessum vanda megi finna tvær meginskýringar. Annars vegar hef- ur kostnaður sveitarfélaga á síðasta áratug aukist verulega vegna fi’am- kvæmda og aukinnar þjónustu í um- hveifismálum, m.a. sorp- og frá- veitumálum, félagsþjónustu sveitar- félaga, húsnæðismálum og íþrótta- og tómstundamálum án þess að sveitarfélögin hafi fengið sérstaka eða tiltekna viðbótaifiekjustofna til að sinna þessum auknu verkefnum, eins og þau t.d. fengu við yfirfærslu alls reksturs grunnskólans. Auk þess ráðstöfuðu sveitarfélögin mörgum milljörðum króna í barátt- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Tannlækningar eldri borgara ELDRI borgarar eru 67 ára og eklri en aldursbreidd þessa hóps er mjög mikil. í stórum dráttum er eðli tannviðgerða í þessum hópi ekki frábrugðið tannviðgerðum í yngri aldurshópum. Mikil- vægt er að fara reglu- lega til tannlæknis, jafnvel þó að manni finnist ekkert vera að. Reglulegt eftirlit er líka eina aðferðin til að lækka kostnað veru- lega. Unglingar sem fara reglulega til tann- læknis alla ævi eru flestallir mjög vel settir. Með þeirri þekkingu sem við búum yfir nú og því forvamarstarfi sem unnið er meðal bama og unglinga verður að h'kindum lítið um tannvandamál hjá næstu kynslóðum. Tannlæknir á að ráðleggja fólki hve oft það á að koma til hans enda skoðar hann fleira en bara tannskemmdir. Mikil- vægt er að hafa tannhold og stoð- vefi tanna í góðu lagi. I flestum til- fellum nægir að fara til tannlæknis einu sinni til tvisvar á ári. í tann- lækningum gildir eins og annars staðar að betra er heilt en vel gróið svo að í þessum hópi eins og í öllum öðram skiptir góð heimavinna og reglu- legar heimsóknir til tannlælmis mestu máli. í heimavinnu felst að bursta tenn- umar a.m.k. tvisvar á dag og borða hollan mat á föstum matmáls- tímum. Með góðri heilsugæslu og heil- brigðara líferni mun meðalaldur ís- lendinga sem og annama fara hækkandi. Það þýðir að eldri borg- urum mun fjölga. Með næstu kyn- slóðum mun þeim fjölga sem verða án tann- og tannholdsvandamála. Nú era margir eldri borgarar með gervigóma. Oft ríkir sá mis- skilningur að þar með sé málið leyst og að ekki þurfi að gera meira, ein- ar gervitennur dugi ævilangt. En Tannvernd Með næstu kynslóðum, segír Klæmint S. Ant- oniussen, mun þeim fjölga, sem verða án tann- og tannholds- vandaraála. þótt allar tennurnar séu farnar verður samt að fylgjast með ástand- inu í munninum. Beinið undir gervi- gómnum er viðkvæmt og þolir illa tennur sem passa ekki. Beinið í neðri góm rýrnar sérstaklega og ástand í munni getur orðið þannig að ekki er hægt að smíða nothæfan gervigóm. Til þess að draga úr skaðlegum áhrifum gervigóma verður að fóðra þá með reglulegu millibili og smíða nýja þegar þörf krefur. Þess vegna er best að forð- ast gervigóma eins lengi og kostur er. Þó sýnir reynslan að gervigómar fyrir efri góm geta enst lengi en fyrir neðri góm er þetta algjört neyðarúrræði. Margir geta aldrei vanist neðri gervigóm. Fyi’ir þenn- an hóp er til lausn núna. Með tann- plöntum, málmpinnum sem festir era í beinið, er hægt að festa gervi- tennur og jafnvel gervigóma í beinið sem er eftir en þetta er dýr lausn og ekki alltaf nothæf. Ef einhverjar tennur eru eftir er hægt að bjarga miklu. Þá er hægt að gera bæði föst eða laus tanngervi kringum þær og er það góð lausn. Spurningunni um hvoifi fólk þarf að vera með tennur yfirleitt er fljótsvarað: já. Tennur eru nauðsyn- legar svo að fólk geti tuggið matinn. Meltingin byrjar í munninum, í munninum malast maturinn og þar og í maganum blandast hann efnum (ensímum) sem brjóta hann niður svo að líkaminn getur notfært sér hann. Ungur maður með magann í lagi þarf ekki að tyggja matinn mik- ið en eldri borgari, sem hefur lé- legri maga, má ekki við þessu. Enn fremur leiðir tannleysi, og fækkun tanna reyndar líka, til einhæfs mat- arræðis, t.d. bara fljótandi fæðis. Klæmint S. Antoniussen Það getur svo leitt til næringar- skorts því að nauðsynleg efni vantar í matinn. Tannleysi getur einnig leitt til einangrunar því að oft treystir gamla fólkið sér ekki í veisl- ur því að það er svo lengi að borða að því finnst skömm að. Hjá eldri borguram dregur yfir- leitt úr venjulegum tannskemmd- um, en í staðinn myndast skemmdir niðri við tannholdið á tannhálsinum, sem hjá þessum aldurshópi er á rót- inni. Þessar skemmdir verður helst að gera við strax. Með aldrinum versnar tannholdið, sérstaklega hjá stórreykingafólki. Þetta þýðir að með aldrinum er enn mikilvægara að láta hreinsa tennurnar reglulega. Hjartagallar, meðfæddir eða vegna áfalls, eru miklu auðveldari viðfangs ef tennur og stoðvefir þeirra eru í lagi. Eins og hér hefur verið lýst er mikilvægt að hafa reglu á tann- hirðu, ekki síður þegar aldurinn færist yfir. Góð tannhirða er reglu- leg tannburstun tvisvar til þrisvar á dag og heimsókn til tannlæknis einu sinni til tvisvar á ári. Gott og reglu- legt mataræði, án narts milli mála, og reykingabindindi er liður í góðri tannhirðu. Höfundur er tannlæknir í Stykkis- hólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.