Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 25 EITT af verkum Ásgerðar Búadóttur í Ingólfsstræti 8. Ofín myndverk MYJVPLIST Ingólfsstræti 8 VEFLIST ÁSGERDLK bCádóttir Til 14. febrúar. Opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. ÁSGERÐUR segir það vissa ögrun og áskorun að sýna í salnum Ingólfsstræti 8, vegna þeirra já- kvæðu skilyrða sem rýmið setji henni varðandi hlutföll og lýsingu. Hún hefur ávallt verið sér á báti í íslenskri myndlist vegna tækni sinnar og afstöðu sinnar til hennar. Asgerður vill nefnilega ekki láta flokka sig sem vefara í faglegri merkingu orðsins. Hún lítur á sig sem myndlistarmann sem nýtir sér vefnað sem miðil, líkt og aðrir velja sér oh'uliti og striga ellegar leir og gips. Það mætti kalla slíka afstöðu postmóderníska því hún sýnir hve rækilega Ásgerður dregur í efa réttmæti módernískrar hólfunar, einkum hvað varðar deilingu listar- innar í svokallaða „frjálsa" akademíska tjáningu og „fagbund- inn“ listiðnað. Hún hikar ekki við að kalla hefðina og söguna til vitnis um það að núverandi skipting sé raka- laus. En í staðinn fyrir að skoða sig sem hluta af mengi íslenskra Tímarit • SKAFTFELLINGUR - Þættír úr Austur-Skaftafells- sýsJu, 12. árgangur, er kom- inn út. Sturlaugur Þorsteins- son bæjarstjóri ritar foiTnála. Bjarni F. Einarsson skrifar grein er nefnist Víkingaaldar- býlið Hólmur í Laxárdal; Sig- urður Björnsson ritar grein er nefnist Skeiðará og Skeiðar- ársandur; Benedikt Sigur- jónsson skrifar um skipasmíð- ar og sjósókn; grein Flosa Björnssonar nefnist Land- mælingar í Oræfum 1902 og 1904; Guðrún Karlsdóttir skrifar um ferð til Austurríkis í júní 1966 og grein Unnar Ki-istjánsdóttur nefnist Ferðalag á vörubíl 1947. Auk þess eru í ritinu endur- minningar frá árdögum byggð- ar á Höfn eftir Stefán Guðna- son og Björn Pálsson, annálar sveitarfélaga og greinar um látna Austur-Skaftfellinga. Útgefandi er Sýslusafn Austur-Skaftfellinga á Höfn. Ritstjóri er Sigurður Björns- son á Kvískerjum. Ritið er 240 bls. og fæst á Sýslusafn- inu. Þar fást einnig eldri ár- gangar. textíllistamanna rekur Ásgerður upphaf sitt til almennrar myndlist- armenntunar og hvikar ekki frá þeirri afstöðu að vefnaður sinn sé jafn „frjálsrar“ tegundar og hvað- eina sem hengt er á veggi Ingólfs- strætis 8. En hví skyldum við dvelja við þessa afstöðu Ásgerðar; skiptir nokkru máli hvernig list hennar er flokkuð? í fljótu bragði virðist það ekki breyta miklu um ágæti verka hennar. Annað kemur þó á daginn. Með því að hafna viðtekinni skipt- ingu listgreina innan almennrar myndlistar blæs Ásgerður mikil- vægum ferskleik og styrk í verk sín. Inntak þeirra verður mun ákveðn- ara en ella. Það stafar ekki af því að vefnaður sé veikburða listgi’ein, heldur hitt að tímabundin staða hans - líkt og svo margra annarra handverksgreina - er veik. Á meðan listiðnaðarmenn sætta sig við skör lægri sess en starfsfé- lagarnir í „frjálsu“ listunum vænkast vart hagur strympu. Verk Ásgerðar eru fullkomin andstæða slíkrar nauðhyggju. Sýningin í Ing- ólfsstræti 8 er sýning listamanns sem finnur styrk sinn í hvívetna. Hún nýtur þess að hafa mótað sér einfaldan og kröftugan stíl, ríkan af möguleikum en snauðan af bruðli, þar sem hver þráður ber vott um hæfileika hennar, hugmyndaauðgi og vandvirkni. Halldór Björn Runólfsson „Hefðar- kona“ píanó- leiksins látin FRANSKI pfanóleikarinn Jeanne- Marie Darre, sem bandarískir gagnrýnendur nefndu eitt sinn „hefðarkonu" pfanóleiksins, lóst nýlega, 93 ára að aldri. Darre átti langan feril að baki sem píanóleikari og leiðbeinandi og þótti hafa yfir að ráða afar góðri tækni. „Stíll hennar var í anda franska skólans,“ sagði Marcel Weiss, talsmaður Tónlistar- skólans í Pan's, „hreinn tónn og heiðarlegur, án allrar væmni“. Darre lærði á píanó af móður sinni áður en hún hóf nám við Tón- listarskólann í París. Á si'num fyrstu tónleikum er hún var 21 árs flutti hún fimm pi'anókonserta Camilles Síiint-Saens sem þykir gera miklar lfkamlegar og andlegar kröfur til flutningsmaims. Frumflutningur hennar vestanhafs var hins vegar árið 1962 er hún lék með Boston- symfóníunm í Carnegie-höllinni. Darre kenndi við Tónlistarskól- ann í París árin 1958-1975 og varð ýmiss konar heiðurs aðnjótandi í heimalandi sínu. Munu upptökur af flutningi hennar á verkum ým- issa iistamanna, s.s. Chopins, vera til á geislaplötum. Góðar tilraunir BÆKUR Ritgerðasafn SMÁSMÍÐAR: TILRAUNIR UM BÓKLIST OG MYNDMENNTIR eftir Gunnar Harðarson. Bjartur 1998 - 128 bls. ATHYGLIS- og umhugsunar- vert er hvað nærri tveggja ára- tuga gamlar ritgerðir Gunnars Harðarsonar um íslenska mynd- list og nýlist sérstaklega hafa haldið gildi sínu: Af kostulegri og heiftúðugri umræðu sem spannst út af myndlistarsýningunni „Ground" á Listasafni Akureyrar síðastliðið sumar er augljóst að mörgu nátttröllinu veitti ekki af að lesa skilgreiningar Gunnars á (ný)list í greininni „List um list er list“ sem birtist upprunalega í Dagblaðinu árið 1980. Andskotar nýlistar 1998 eru enn við sama heygarðshornið. Smásmíðar Gunnars er safn tíu ritgerða sem flestar varða „sjón- menntir eða bóklistir með ein- hverjum hætti“ eins og segir í for- mála. Ritsmíðarnar tíu eru áður birtar greinar eða fluttir fyrirlestr- ar; sú elsta er frá 1979 en sú nýjasta 1991. Safnið var gefið út í fyrrasumar hjá Bjarti í samvinnu við Nýlistasafnið í tengslum við tuttugu ára afmælissýningu safns- ins á bókverkum úr eigu þess. Helsta gildi safnsins liggur kannski einmitt í umfjöllun höfund- ar á bóklist. Fyrsta greinin í safn- inu og jafnframt sú veigamesta er „Trönurnar fljúga! Um bókagerð íslenskra myndlistarmanna". En hún og greinin „Staðan í íslenskri bóklist“, báðar skrifað- ar 1985, eru ágætar og fróðlegar heimildir um fyrirbærið. I þessum ritgerðum er m.a. gerð grein iyr- ir upprunalegri hug- mynd að baki bóklist- inni: hún skyldi vera list fyrir alla, óbundin söfnum og galleríum; frumkvöðlum hennar hér á landi: Dieter Roth og Magnúsi Páls- syni; og Gunnar leggur fram hjálplegar skil- greiningar á bókverk- um og gerir grein fyrir „mismunandi flokkum bókverka“ og tiltekur „einkenni ís- lenskrar bókagerðar“. Bóklist er nátengd hugmyndlist (konsept- eða hugtakalist) og þar með nýlist en allar ofangreindar greinar og ritgerðin „Fáeinar at- hugasemdir um Listina" eiga sam- an og eru tilraunir til að nálgast fyrirbærið „list“ - tilgang hennar og eðli - án þess að lögð séu fram einhlít svör. Greinin „Abstrakt málverk og ís- lensk hefð“ er skrifuð í tilefni af umdeildri yfirlitssýningu á ís- lenskri abstraktlist á KjarvalsstÖð- um 1987. Athugasemdir Gunnars um sýninguna eru fræðandi sem og pæhngar um hugtakið „óhlutstæð myndlist". Gunnar telur íslenska abstraktlist einkennast af sterkri tjáningu og veltir því fyrir sér hvort ekki væri nær að kenna hana við „íslenska tjástefnu". Greinarnar „Mósaík myndað úr orðum“, um skáldskap Gyrðis Elí- assonar; „I spegli aldarfarsins", hugleiðingar um gott/vont eðli manns- ins; og „Rökræður í Skarðsbók", um gagn- rýna hugsun Islend- inga, eða skort á henni öllu heldur, tengjast síst yfirlýstu umfjöll- unarefni bókarinnar og síðarnefndu grein- arnar tvær hefðu jafn- vel mátt missa sín. „Rökræður í Skarðs- bók“ er helsti yfirlýs- ingakennd og að nokkru leyti seld undir þá sök sem greinin þykist vera að gagn- rýna. Síðasta grein bókarinnar „Að byggja upp á nýtt“ og jafnframt nýjasta greinin fjallar um bygging- arlist og er ágætt framlag til um- ræðunnar um átök módernískra og póstmódemískra viðhorfa í arki- tektúr. Þar er gerð grein fyrir ,jarðýtukomplexinum“ sem ein- sýnt er að hrjáð hafi þær kynslóðir sem hafa haldið um valdataumana seinni hluta aldarinnar, haldnir „útilokunartilhneigingum nútíma- stefnunnar". (Ekki er laust við að ,jarðýtar“ fyrirfinnist enn í æðstu valdastöðum.) Þótt greinarnar í Smásmíðum hafi birst áður er fengur að því að fá þær saman á einum stað í lát- lausri og vandaðri útgáfu. Einkar læsilegar greinar Gunnars Harðar- sonar era í senn fræðandi og skemmtilegar. Forlögin mættu gera meira af því að gefa út viðlíka ritgerðasöfn. Geir Svansson Gunnar Harðarson GlASGQW' GLASGOW sofi, klæddur glæsilegu efni, lausar sessur, bólstraður með kaldsteyptum svampi. Fæst í ýmsum litum og gerðum áklæða. 3ja sæta sófi L220 sm kr. 79.920,- 2ja sæta sófi L200 sm kr. 71.960,- BANGALORE skápur með glerhurð úr fornfáðum býflugnavaxbornum seesham-viði B90 x H165 x D40 sm kr. 49.860,- COLOBA sófaborð ur fornfáðum, býflugnavax- bornum seesham-viði B75 x L135 sm kr. 29.970 29.970 GLASGQW 71.960 - í HÚSGAGNAHÖLUN -þar sem úrvaliS er meiroJ Bíldshöfði 20-112 Reykjavík Sími 510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.