Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 2 7 unni gegn atvinnuleysinu á árunum 1992-1994. Hins vegar er skýringin sú að mörg sveitarfélög hafa í þeim til- gangi að efla þjónustu við íbúa sina farið hratt í margvíslegar fram- kvæmdir sem hafa aukinn rekstrar- kostnað í för með sér. Abyrgð sveit- arstjórnamanna felst ekki síst í því að vega og meta hversu langt skuli gengið hverju sinni því sífellt eru gerðar meiri kröfur til sveitarfé- laga um ýmsar framkvæmdir og þjónustu sem hafa í fór með sér aukin útgjöld sveitarsjóðanna. Grunnskólinn og fjái'mál sveitarfélaga Það var almennt mat sveitar- stjórnamanna, og reyndar einnig margra kennara, að sveitarfélögin hefðu gert góðan samning við ríkið þegar allur rekstur gi-unnskólans var færður yfir til sveitarfélaganna árið 1996. Staðreyndin er sú að aldrei fyrr hefur jafnmiklum fjár- munum verið varið til grunnskól- ans, fyrst og fremst fyrir áhrif samningsins. Það eru heldur engin ný sannindi að sveitarfélögin hafa í langan tíma lagt fram fjármuni til grunnskólans umfram lögboðnar skyldur sínar, ekki síst þegar ríkið frestaði sífellt framkvæmd eldri gi-unnskólalaga um fjölgun kennslustunda. Nýleg úttekt á samningi ííkis og sveitarfélaga vegna yfirfærslunnar sýnir að þeir tekjustofnar sem flutt- ir voru yfir til sveitarfélaganna færa þeim á áninum 1997-2000 rúmlega einn milljarð króna umfram þær skyldur sem þau undirgengust og hefur þá verið tekið tillit til ákvæða grunnskólalaga um árlega fjölgun kennslustunda og aðalkjarasamn- ings við kennara sem fól í sér 32% hækkun launa. Það er á hinn bóginn ljóst að þeim fjármunum og gott betur hefur verið og verður varið til málefna grannskólans. Endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga Heildarendurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga var gerð árið 1989. Mikilvægt er að slík endur- skoðun eigi sér stað með ákveðnu millibili í þeim tilgangi að meta tekjustofna þeirra miðað við þær skyldur sem lög og reglugerðir kveða á um hverju sinni. Hún felur hins vegai- ekki í sér kröfu sveitar- félaganna um að öllum kostnaði þeirra verði mætt með viðbótar- tekjustofnum heldur miklu fremur að hlutlægt mat verði gert á því hvort núverandi tekjustofnar séu í samræmi við skyldur þeiira. Af þessum ástæðum flutti ég til- lögu um það á síðasta fulltrúaráðs- fundi Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sem haldinn var í nóvember sl., að skipuð yi'ði nefnd fulltrúa ríkis og sveitai-félaga sem tæki til endur- skoðunai- tekjustofna sveitarfélaga. Þessi tillaga var samþykkt sam- hljóða. Nú hefur félagsmálaráðherra ákveðið að skipa nefnd til að endur- skoða tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði m.a. að þeir séu á hveijum tíma í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum er lögskylt að sinna. Það er sameigin- legt hagsmunamál allrar þjóðarinnai' að sveitarfélögin séu vel í stakk búin til að takast á við sífellt viðameiri og flóknari verkefni og era traustir tekjustofnar þeirra undiretaða þess. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Yfir 1.400 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun UMRÆÐAN Gufuafl - vatnsafl I UMRÆÐU um orkumál undanfarna mánuði hafa sjónir manna beinst að stór- iðju og hafa tengt þörf- ina fyrir aukna orku slíkum framkvæmdum. Það er mikilvægt að sú niðurstaða fáist að aðr- ar leiðir verði fundnar til að tryggja búsetu um landið en að byggja stóriðju, enda bendir flest til þess að það sé ekki skortur á atvinnu sem veldur flótta fólks frá hinum dreifðari byggðum landsins til suðvestur-hornsins. Guðnín Siguijónsdóttir Þó að ekki verði af orkufrekum framkvæmdum er ekki þar með sagt að ekki þurfi að virkja meiri orku á íslandi. Á síðasta ári kom í ljós að vatnsvirkjanir geta brugðist þegar lítil úrkoma er, því er nauð- synlegt að huga að öðrum virkjana- kostum. Einnig megum við gera ráð fyrir að í framtíðinni þurfum við á aukinni orku að halda, t.d. ef svo færi að hægt væri að framleiða inn- lent eldsneyti á bíla og skip með raforku. Þá kemur upp sú spuming hvernig skal virkja og hverju þarf að fórna. Á undanförnum árum hafa sjónir manna nær eingöngu beinst að því að virkja fallvötnin, með til- heyrandi fórn lands undir miðlunarlón. I því sambandi verðum við að hafa í huga að viðhorf breytast ört. Ef við sjáumst ekki fyrir gætum við unnið óbætanlegt tjón á nátt- úru landsins og afkom- endurnir kunnað okk- ur litlar þakkir fyrir. Aðrir kostir eru fyrir hendi vilji menn nýta þá. Talið er að virkja megi a.m.k. jafnmikla raforku úr jarðhita og úr vatns- afli. Gufuaflsvirkjanir er hægt að reisa þannig að þær valdi mun minna raski en vatnsaflsvirkjanir vegna þess að gufuaflsvirkjanir hafa forðabúi' sitt neðanjarðar en safna verður í forða fyrir vatnsaflsvirkj- anir ofanjarðar. Ef síðar er ákveð- ið að hætta rekstri gufuaflsvirkj- ana má fjarlægja mannvirki á yfir- borði þannig að lítil ummerki sjá- ist. Því er oft haldið fram að nýting jarðhita sé námavinnsla. Það er út af fyrir sig rétt ef gengið er of nærri jarðhitasvæðunum með vinnslu, en reynslan bendir til þess að ending- artími jarðhitasvæðanna sé lengi'i en talið var og einnig endurnýjar Orkumál Þó að ekki verði af orkufrekum fram- kvæmdum, segir Guð- rún Sigurjdnsdóttir, er ekki þar með sagt að ekki þurfi að virkja ----------------7-------- meiri orku á Islandi. eldvirknin varmaforða þeirra þegar til lengri tíma er litið. Þess má geta að jarðhitakerfi Kröflusvæðisins BÓKABÚÐAKEÐJAN hefur þolað virkjunina betur er gert var ráð fyrir í upphafi og í Kröflu- eldum bættist verulega við varmaforðann sem nýta má í fram- tíðinni. Það er mjög skynsamlegt að nýta gufuafl og vatnsafl saman. Ef gufuaflið er nýtt á veturna, þegar rennsli í ám er minnst, þá minnkar þörfin fyrir uppistöðu- og miðlunar- lón. Á sumrum væri hægt að nota rennslisvirkjanir sem ekki ki'efjast uppistöðulóna og hvíla jarðhita- svæðin á meðan. Stjórnvöld hafa sýnt ótrúlega litla humyndaauðgi í orkumálum undanfarið og með ólík- indum að nánast eingöngu sé litið til risavirkjana með tilheyrandi miðl- unarlónum sem valda gríðarlegu raski á landi, raski sem ekki verður hægt að bæta. Það verður að skoða alla möguleika í þessu viðkvæma en mikilvæga máli, það er of mikið í húfi. Höfunduv er varaþingmaður Al- þýdubandalagsins QBauograf kúlupennar rULL FRAME ** # Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samlitaða stuðara • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI ...... .. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.