Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 SJONMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ HUGTAKIÐ AÐ VETURLIÐA / I jólabókaflóðinu kom út bók er bar heitið Lausnarsteinn/Lífsbók mín og fjallar um fjölþætt lífshlaup Steingríms Sigurðssonar. Þar kemur fram hugtakið „að veturliðaa og verður Braga Ásgeirssyni, listrýni blaðs- ins, að ásteytingarsteini. Skilgreinir hér upphaf hugtaksins, samkvæmt heimildum, ------------------7---------------------- en hann var þá í Osló og u.þ.b. 1.040 sjó- mílur og 1.640 fluglínukílómetra frá vett- vangi. Vegna bilunar í tölvukerfí brenglað- ist sjónmenntavettvangur illilega sl. laug- ardag og er því birtur hér aftur í heild EINHVERN tíma seint á árinu kom út bók sem tveir gamalreyndir ritfák- ar úr blaðaheiminum, Þorsteinn Thorarensen og Stein- gi’ímur Sigurðsson, eru höfundar að. Ber heitið Lausnarsteinn/Lífs- bók mín, og fjallar um fjölþætt lífs- hlaup þess síðarnefnda, sem ásamt fleiru tiltæku titlar sig listmálara. Ekki hef ég lesið hana þegar þetta er skrifað, helst skimað innihaldið í bókabúð, en þar sem á nokkrum síðum er vikið að persónu minni á öfugsnúðugan hátt er ég knúinn til andsvara, og að vekja athygli á nokkrum staðreyndum, sem al- mennur lesandi kann eðlilega minni skil á. Leiðrétta grófar missagnir, öfugsnúna sagnfræði, undarlegt misminni og ósannindi blaðahaukanna, sem að ég best veit voru vel virkir á vettvangi sínum er eftirminnilegt atvik átti sér stað í borgarlífinu fyrir margt löngu. Persóna mín er þannig í ógáti eða kannski óðgáti dregin inn í margfræga atburðarás, sem átti sér stað í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti 13. október 1952. Varðaði brottvísun, þó frekar útkast, listrýnis sem miklu fjaðrafoki olli. Tildrögin voru þau, að ungur maður, Veturliði Gunn- arsson, þá 26 ára, opnaði málverka- sýningu á staðnum 7. október. Vakti hún strax mikla athygli og seldi listaspíran unga að ég best veit 15 málverk fyrstu helgina, og var aðsókn mikil. Eitthvað mun þessi velgengni hafa farið fyrir brjóstið á róttækari starfsbræðrum hans í listinni og gerandinn lenti að auki eins og milli tveggja elda í samræðu tímanna, þar sem allt var á háalofti. Var þá síður gott vega- Dagskráin þín er komin út 3.-16. febrúar í allri sinni mynd! VETURLIÐI Gunnarsson við eitt verka sinna í Listamanna- skálanum gamla við Kirkju- stræti á árum áður. Hugtakið „að veturliða" er sótt til marg- frægs atviks á sýningu hans á staðnum í október 1952 eins og fram kemur. nesti að vera fyrrum vinur og nem- andi Jóns Engilberts, sem var í miðri eldlínunni og skotspónn þeirra. Skrifaði helsti forsvarsmað- ur framúrstefnumanna, Björn Th. Björnsson listsögufræðingur, rýni í Þjóðviljann, sem birtist 12. október, og fól í sér nokkurn áfellisdóm. Sama dag birtist einnig rýni Orra, Jóns Þorleifssonar í Blátúni, í Morgunblaðinu, og kvað þar við allt annan tón, hefur lengstum verið föst regla á blaðinu að fara mildari höndum um stórhuga frumraunir á myndlistarsviði en athafnir sjóaðri. Margi’a ára nám og vinna var hér fyrrum að baki slíkra framkvæmda, enda veifuðu menn hvorki prófum né gráðum í listum. Uppörvun og stuðningur það sem ungir þurftu helst á að halda við slík tímaskil, þótt þeir sæjust stundum ekki fyrir og ætluðu sér um of í ákafa sínum. Það hefur gerst um bestu menn í listinni, og gefur tilefni til að vísa enn til orða hins nafnkennda rithöf- undar, W. Somerseth Maugham: Er ég var mjög ungur, var ég svo óþreyjufullur og metnaðargjarn, að helst vildi ég setjast niður fyrir framan setjáravélina og semja sög- ur mínar með hraði, beint og milli- liðalaust, en varð að hamra á ritvél. Nú á gamals aldri nota ég blýant! Sjónarvottur hefur sagt mér, að þegar atburðurinn átti sér stað hafi slangur af fólki verið í Lista- mannaskálanum, eða um 10-15 manns, þar á meðal Asgrímur Jóns- son, Jóhannes Kjarval og Ragnar Jónsson í Smára. Þá bar þar að áð- urnefndan listrýni Þjóðviljans og mun hann hafa gengið rakleiðis til Asgríms, heilsað honum með virkt- um en farið svo að úthúða fyrir- komulagi sýningarinnar, taldi alltof margar myndir saman komnar á einn stað og of þétt hengt upp. Við það reiddist Veturliði, þótti full langt gengið ofan á hina að hans mati rangsnúnu rýni, vildi síður standa hlutlaus undir þesslags sam- ræðu við einn virtasta listamann þjóðarinnar og í heyranda hljóði. Gekk föstum skrefum að listsögu- fræðingnum, þreif í öxl hans og leiddi að útgöngudyrum. Þrátt fyrir að sjálfsagt megi gera því skóna, að allt of margar myndir hafi verið á sýningunni, póst- módernisminn vel að merkja langt undan og sömuleiðis villta málverk- ið, línudans í þá áttina þannig ekki ennþá í móð, var kannski til of mik- ils mælst að ungur maður, ættaður frá Suðureyri við Súgandafjörð, færi eftir forskrift og skikkan áhangenda bendiprikanna í háborg heimslistarinnar við Signu. Ofur- meinlæti í upphengingu tíðkaðist þar raunar einungis í örfáum list- húsum sem kynntu róttækar nýj- ungar, framúrstefnu, og get ég staðfest af sjón og raun að svo er enn. Jafnvel og þrátt fyrir nokk- urra ára skólun í Kaupmannahöfn, þar sem margt var í gerjun og að listspíran unga hafði verið samtíða, félagi og viðhlæjandi hins róttæka fullhuga á vettvangi samræðunnar, díalógunnar. Trauðla hafði listsögufræðingur- inn erindi sem erfíði með rýni sinni og framgöngu, því nú storm- aði fólk á sýninguna og var af sum- um fullyrt að 40 myndverk hafi selst eins og hendi væri veifað eftir að fréttin um útkastið barst út, auk þess að meiri og almennari athygli beindist trúlega að henni en nokk- urri annarri frumraun ungs málara, til þess tíma litið. Astæða þess, að ég fer nokkuð í saumana á atvikinu er sú helst, að mér er ruglað saman við listsögu- fræðinginn í bókinni! Var þá, vel að merkja, við nám í listakademíuni í Ósló, og þannig í 1.040 sjómílna og 1.600 fluglínukílómetra fjarlægð frá vettvangi. Þá hófst ferill minn sem listrýnir ekki fyrr en laugardaginn 22. október 1966, og einmitt með umfjöllun um sýningu Veturliða Gunnarssonar, á sama stað, og þar virðist ég ekki hafa verið par óvin- samlegur. Hvað snertir meinta brottvikn- ingu mína af sýningu Steingríms Sigurðssonar í Casa Nova, viðbygg- ingu Menntaskólans í Reykjavík, í september 1971, sem hann eyðir drjúgu lými í, með ógnþrungnu augnaráðinu einu að vopni að því er sögur hermdu, hef ég þetta að segja: Hér er um bull og samsuðu Steingríms og ungs blaðamanns á Vísi að ræða, en á blaðinu átti hann hollan hauk á bergi sem var sjálfur fréttastjórinn. Alveg grandalaus frétti ég fyrst af hinum skáldaða pataldri í dagblaðinu Vísi, og varð Helstu útsölustaðir: Þumalína, Pósthússtræti 13, Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, Lyfja, Lágmúla 5, Vedes, Kringlunni, Fífa, Klapparstíg 27. " Nýju ungbarna- böðin veita öryggi og vellíðan meira en lítið hlessa, kom nánast af fjöllum, því að uppgefin atburðarás var mér um flest ókunn. Fram- kvæmdin var ein af fimm sem ég tyllti tá á daginn þann, leit rétt á þær allar til að átta mig og sækja gögn, væntanlega fýrir fund með Valtý Péturssyni, en við áttum eftir að bera saman bækur okkar og skipta þeim. Að auki var ég á leið til Akureyrar og mjög tímanaumur, skrifaði sýningarsyi’pu um nóttina. Enginn sjónai’vottur var að þessu meinta atviki nema Steingi’ímur Sigurðsson sjálfur, er þungbúinn gekk um gólf og má hafa verið að hugsa ráð sitt í galtómu rýminu. Skal tekið fram, að það var og er háttur minn að fara mjög hratt yfir sýningar í fyrstu lotu til að átta mig á eðli þeirra, og hefur alla tíð reynst mér vel, skerpt heildarsýn. Hugtakið að veturliða varð trú- lega til á þessum tíma og rám- ar mig eftir því í þekkilegu skrifi Ragnars Lár. teiknara, um þennan meinta atburð, þar sem hann þótt- ist sjá í gegnum upphlaup Stein- gríms. Ekki með öllu óraunhæf getspeki, einnegin að athafnaskáld- ið hafi á þeim tíma munað ljósar eftir atvikinu í Listamannaskálan- um en í lífssögu sinni, viðbi’ögðum almennings, fjörutíu myndverka viðbótarsölu um það bil í einu vet- fangi eftir atvikið margfræga, og í allt sjötíu er yfir lauk. En Stein- grímur kýs að hrista úr erminni aðra skilgreiningu sem sér stað á bls. 262 í bókinni: „Astæðan fyrir þessari fyrirsögn (Ætlaði Stein- grímur að veturliða Braga) var, að Veturliði Gunnarsson listmálari hafði eitt sinn verið staðinn að því að fleygja þessum sama Braga á dyr af málverkasýningu sinni, og blaðamaðurinn (Ragnar Lár.) var víst að leika sér að búa til nýtt orð og bæta því við þjóðtungu okkar - „að veturliða" - henda út listgagn- rýnanda!“ Sýningin í Casa Nova var sem fram kemur einungis ein af mörgum til almennrar umfjöllunar í það sinnið og átti ég ekki hið minnsta sökótt við manninn frekar en aðra gerendur á vettvanginum, hafði einungis sagt álit mitt á ein- hverri sýningu hans sem var víst mjög á annan veg en þjónaði ósk- hyggju og sjálfsmati. En ég var ráðinn að blaðinu til að tjá sjálf- stæðar skoðanir mínar, miðla þekk- ingu minni, menntun og yfirsýn í lýni og greinaskrifum, ekki til að þóknast né vera blaðafulltrúi list- hópa, einstakra sýnenda, né taka við utanaðkomandi ábendingum og/eða hnippingum ritstjóra. Og hvað menntun mína áhrærir, er hægast að glugga í íslensk og er- lend uppsláttari'it, bera saman við orðræðu og fullyrðingar Steingríms Sigurðssonar. Ottast síður en svo summuna af slíkri eftirgi’ennslan. Minnist þess hér, að hafa sagt við Guðmund Erró í París eigi alls fyrir löngu; að rýnendur í fjölmiðlum á Islandi mættu vera þokkalega sátt- ir ef minna en 70% af því, sem sagt væri um þá á bak, væra ýkjur og uppspuni. Jafnt hvað snerti skrif þeirra sem einkalíf, því rökræða væri feimnismál og að auk nær ósýnileg í menntakerfinu, hefði gegnum tíðina vakið furðu erlendra nemenda við háskólann. Ætti eink- um við, hafi íýnunum orðið þannig á í messunni, að beita opinskám orðræðu líkt og tíðkast meðal grón- ari menningarþjóða, sumir umturn- uðust og yrðu líkastir illvígu nauti í flagi. Slíkt kusk ber að hrista af sér, en sýnu lakara þá manns nán- ustu og vita saklausir þurfa einnig að gjalda þess, það skeði einmitt og hefur skeð. I þessu afmarkaða til- viki virðist mér hins vegar rang- snúningurinn fara að nálgast 100%, og allt skaðar sem er um of. Það má þó vera hvers manns gaman, en um leið mannsbragð, hvern háttinn hann kýs að hafa á varðandi markaðssetningu athafna sinna á myndlistarsviði, svo og í æviminningum, verði þeim að góðu. Er ýmsu vanur á nær 33 ára starfs- ferli sem listrýnir og skulu ekki höfð fleiri orð hér um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.