Morgunblaðið - 03.02.1999, Blaðsíða 36
* 36 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIKA
G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Friðrika Guð-
mundsdótth-
var fædd á Álfta-
mýri í Auðkúlu-
hreppi í Arnarfirði
hinn 31. mars 1905.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir í
Grafarvogi aðfara-
nótt 27. janúar síð-
astliðinn, þar sem
hún hafði dvalið á
áttunda ár. For-
eldrar hennar voru
Bjarnfríður Jóna
Bjarnadóttir og
Guðmundur Stef-
ánsson. Friðrika var tekin í
fóstur þriggja vikna gömul af
hjónunum í Hokinsdal, Guð-
laugi Egilssyni og Jensínu Jó-
hönnu Þorleifsdóttur, og ólst
upp hjá þeim til 13 ára aldurs.
Friðrika var í vist hjá fjölskyld-
unni í Valhöll á Bíldudal og síð-
ar hjá fjölskyldunni í Dufansdal
í Arnarfirði.
1. október 1933 giftist hún
Guðjóni Ólafssyni stýrimanni
frá Krók á Patreksfirði, f. 22.
september 1906, en hann lést er
togarinn Vörður fórst árið
1950. Börn Friðriku og Guðjóns
eru: Katrín, f. 27. mars 1935, d.
2. mars 1996. Heimir, f. 13 júní
1937. Katrín giftist Erlingi
Gíslasyni 1956.
Börn þeirra eru:
Guðjón, f. 15. des-
ember 1955. Frið-
rik, f. 4. mars 1962.
Heimir giftist Eddu
Scheving 1961.
Börn þeirra eru:
Harpa f. 28. júlí
1965, og Brynja f.
17. september 1968.
Sambýliskona
Heimis er Inga St-
urludóttir. Guðjón
Erlingsson giftist
Berthu Ragnars-
dóttur 1979. Þeirra
börn eru, Hannes Þór, f. 3. des-
ember 1975, Knútur Þór f. 17.
október 1985, og Friðrik Þór, f.
24. janúar 1987. Sambýlismaður
Brynju Scheving er Sveinbjörn
Finnsson. Þeirra barn er Edda,
f. 21. október 1994.
Friðrika Guðmundsdóttir var
húsmóðir og verkakona, sauma-
kona, gangastúlka, verslunar-
maður, ræstingarkona og af-
greiðslumaður. Hún var mat-
ráðskona víða, m.a. hjá sendi-
ráði íslands í Noregi. Friðrika
hélt heimili með dóttur sinni,
Katrínu, í 35 ár.
Útför Friðriku fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Dauðinn er ekki sá gestur sem við
tökum fagnandi eða bjóðum velkom-
inn en þó getum við ekki annað en
þakkað af hjarta þegar hann kemur
þangað sem hans er vænst, þar sem
nærveru hans er óskað. Hún amma
hafði beðið þessarar heimsóknar
>.,Jengi, þó ekki í ofvæni því hún óttað-
ist að þurfa ef til vill að þjást í dauð-
anum. En svo varð ekki. Hún fékk
þá ósk sína uppfyllta að fara í svefni.
Frá fyrstu ævidögum þurfti hún
amma að berjast við lífið, takast á
við ofurefli kringumstæðna og
leggja sig alia fram til að hafa sigur.
En ef hún hafði ósigur þá herti það
hana enn gegn því sem koma skyldi.
Þriggja vikna gömul var hún boðin
upp á hreppsuppboði í Auðkúlu-
hreppi vestur í Arnarfirði. Sá sem
lægstu meðgjöf þáði með barninu
fékk það til sín. Húsfreyjan í Hok-
insdal, Jensína Jóhanna Þorleifs-
dóttir, var stödd þar og fannst sem
einhver innri rödd segði við sig:
Taktu barnið. Og hún gerði það.
Guðlaugur Egilsson bóndi í Hokins-
dal og Jensína húsfreyja urðu henni
sem bestu foreldrar. Eftirmæli
Friðriku um þau voru á þá leið að
hún hefði alist upp hjá afskaplega
góðu og heiðvirðu fólki sem hafi
kennt henni heiðarleika og orð-
heldni. Friðrika var fædd á Alfta-
mýri í Auðkúluhreppi í Arnarfirði
hinn 31. mars 1905 og var skírð eftir
deginum sem hún fæddist á, degi
heilagrar Friðriku. Móðir hennar,
sem var vinnukona á Álftamýri, hét
Bjarnfríður Jóna Bjarnadóttir frá
Laugabóli í Arnarfirði, Bjarnasonar
Þórlaugarsonar sem vann það afrek
vestur á Dýrafirði sumarið 1856 að
berjast einn gegn tugum frans-
manna og hafa betur. Sá baráttu-
andi erfðist ríkulega yfir til Frið-
riku, þó ekki hafi hún þurft að slást
UÍ'FA R ARSTO FA
OSWALDS
si-mi 551 3485
FJÓNUSTA ALLAN
SÓUUIHRINGINN
AÐALSI MiH 411* 101 RLYKJAVÍK
I ,ÍI< KIS'IUVINN USTOFA
KYVINDAR ARNASONAR
við fransmenn svo vitað sé. Ástæð-
urnar fyrir því að móðir hennar
þurfti að láta hana frá sér voru ein-
faldlega aðstæður tímans. Hún var
vinnukona og þurfti sjálfsagt að
velja á milli þess að halda starfinu
eða barninu. En á hverju hausti
kom hún að heimsækja dóttur sína í
Hokinsdal. Faðir Friðriku var Guð-
mundur Stefánsson. Föður sinn
hitti Friðrika ekki íyrr en hún var
rúmlega tvítug þegar hún var boðin
af hálfsystkinum sínum í afmæli
hans. Guðmundi leist vel á þessa
dóttur sína og vildi að hún yrði með
á ljósmynd sem átti að taka af öllum
barnahópnum hans. En hún vildi
það ekki. Stolt hennar leyfði ekki
slíkar tilslakanir, sagðist ekki vilja
vera á mynd með ókunnugu fólki.
Friðrika var í Hokinsdal til 13 ára
aldurs. Og einsog venja var á þeim
tíma fengu nýfermd börn tilboð um
vist hjá hinum og þessum. Fyrsta
vistin hennar var hjá kaupmanns-
hjónunum í Valhöll á Bíldudal þar
sem hún gætti barna og þvoði þvott,
aðstoðaði í eldhúsi, skúraði allt hús-
ið einu sinni í viku og sótti allt vatn
til heimilisþarfa með tvær fötur á
oki. Það var oft erfitt fyrir smá-
vaxna stúlku að burðast með vatnið
upp ísi lagða brekkuna. Maður einn
sem leigði herbergi í kjallaranum
kom einhverju sinni hlaupandi til
aðstoðar þegar hún var við það að
renna á svellinu og níðþungar fót-
urnar sveifluðust á okinu. Hún bað
hann að láta engan vita að hann
hefði hjálpað sér. Hún varð að
standa sig í stykkinu og skila sínu,
hvað sem tautaði og raulaði. Hún
var tvo mánuði í skóla á Skógum í
Mosdal og annan mánuð á Álfta-
mýri. Það var öll hennar skólaganga
um ævina, heilir þrír mánuðir. 16
ára fór Friðrika að Dufansdal í Arn-
arfirði. Þar var gott að vera og mik-
ið gert fyrir hjúin á bænum. Þar
voru líka myndarmennirnir Reykja-
fjarðarbræður sem þóttu bera af
öðrum karlmönnum í sveitinni. Eitt
sinn átti að vera ball að Skógum.
Móðir hennar, Bjarnfríður, sem var
lífsglöð og léttlynd kona, kom við í
Dufansdal á leiðinni á bailið. Þegar
Friðrika sagði henni að hún ætlaði á
skemmtunina vildi Bjarnfríður helst
að hún færi ekki og ætlaði að kaupa
hana til þess með forláta hring.
Þegar það dugði ekki lét hún í það
skína að Friðríka myndi ekki endast
alla leið, því það var langur gangur
á ballið, hávetur og blindbylur. Svo
fór að þær mæðgur urðu samferða.
En það var mamman sem gafst upp
á veðrinu og leitaði sér gistingar að
Laugabóli, en Friðrika barðist
áfram í hríðinni, komst á ballið og
dansaði til morguns. 18 ára fór hún
til Isafjarðar að læra að sauma hjá
klæðskera nokkrum, Þorsteini að
nafni. Þar stundaði hún einnig
smíðanám og útskurð. Hún leigði
óupphitaða kytru með móðursystur
sinni og fékk slæma mislinga sem
fóru í bakið á henni svo hún þurfti
suður og var lögð inn á Landakot.
Þá var Matthías Einarsson yfir-
læknir þar og hans lækningaaðferð
við bakveiki var að setja fólk í gifs.
Þannig lá hún í 8 mánuði. En
einmitt á Landakoti eignaðist hún
þær vinkonur sem urðu henni
einsog bestu systur. Af þeim varð
Sigríður Þorsteinsdóttir henni
tryggust og stóð hjarta hennar
næst. Til er ljósmynd af þeim á tún-
inu fyrir framan Kristskirkju í sól
og blíðu. Friðrika heldur á kaffi-
bolla og er komin úr gifsinu en Sig-
ríður hefur verið borin út í sólina í
rúminu. Það er mikil birta og hlýja
yfir þessari ljósmynd sem er tákn-
rænt fyrir vináttu þeirra.
1. október 1933 giftist Friðrika
Guðjóni Olafssyni, stýrimanni frá
Krók á Patreksfirði, og eignuðust
þau tvö börn, Katrínu f. 27. mars
1935 og Heimi f. 13. júní 1937. Guð-
jón var sonur Ólafs Ólafssonar, skip-
stjóra frá Stökkum, og Halldóru
Halldórsdóttur, Einarssonar, Jóns-
sonar frá Kollsvík. Fjölskyldan í
Krók taldi tólf systkini og það var
líflegt og skemmtilegt samfélag. I
þeim stóra frændgarði eignaðist
Friðrika trausta vini. Sólveig Snæ-
björnsdóttir giftist einum bræðr-
anna úr Krók, Ólafi, og þær Frið-
rika bundust einlægum tryggðar- og
vináttuböndum. Samfundir þeirra
geisluðu af fjörugum samræðum og
gleðihlátrum því þar réð hin sér-
stæða vestfirska kímni ríkjum. Guð-
jón og Friðrika báru ekki gæfu til
langrar sambúðar og Friðrika fór
fram á skilnað. Það var ekki jafn al-
gengt og sjálfsagt og nú á dögum og
Kkast til hefur hún fengið að heyra
sitt af hverju fyrir að velja þessa
lausn. En þá sem fyrr, og síðar, fór
hún sínar eigin leiðir og flutti suður
til Reykjavíkur með börnin. I janúar
1950 fórst Guðjón þegar togarinn
Vörður sökk suður af Vestmanna-
eyjum í aftaka veðri. Þeir sem kann-
ast við eftirmálin af því slysi er sjálf-
sagt í fersku minni þau miklu blaða-
skrif sem á eftir fylgdu. Og þar bar
ekki minnst á greinum frá Friðriku
þar sem hún krafðist þess að þeir
sem bæru ábyrgð yrðu látnir svara
til saka, að fjöldi fyrirvinnulausra
fjölskyldna fengju bætur frá útgerð-
inni og að hinar undarlegu aðstæður
við slysið yrðu skýrðar að fullu.
Dauði Guðjóns afa var mikið áfall
fyrir þessa litlu fjölskyldu. Og þrátt
fyrir skilnað þeirra Friðriku er það
ljósastur vottur um tilfinningar
hennar að aldrei gat annar maður
komið í hans stað. Þó hún gæti verið
hörð í horn að taka þegar svo bar
undir var hún ákaflega tilfinninga-
heit manneskja. Tæki hún einhvern
að hjarta sér sleppti hún ógjarnan
takinu, jafnvel þótt sá hinn sami
hefði brugðist vonum hennar. Börn-
um sínum, tengdabörnum, barna-
börnum, skyldmennum öðrum og
vinum var hún traustur klettur í lífs-
ins ólgusjó. En þeir voru einnig til
sem fyrtust við þegar hún sagði
meiningu sína, þvi hún fór ekki í
launkofa með skoðanir sínar. Útávið
bar hún ávallt þá hörðu skel sem
hafði vaxið og eflst við mótlæti og
harðneskju æsku- og uppvaxtarára,
og hefur vafalaust verið henni lífs-
nauðsynleg vörn. En þar fyrir innan
sló ástríkt hjarta, barmafullt af um-
hyggju fyrir velferð allra afkomenda
sinna, hvers og eins. Og þrátt fyiir
að vestfirska vetrarharkan hafi
stundum birst í skapi hennar þá bjó
hún einnig ríkulega yfir þehri mildi
og hlýju sem einkenna hina djúpu
dali og firði í vestfirska sumrinu.
Friðrika var alþýðukona og verka-
kona í þess orðs bestu og uppruna-
legustu merkingu. Hún saumaði allt
sem þurfti að sauma bæði fyrir fjöl-
skylduna og fólk úti í bæ með öllum
öðrum störfum. Hún afgreiddi í
verslun og í sjoppu, var gangastúlka
á St. Jósefsspítala, vann í efnalaug,
skúraði og var matráðskona víða,
m.a. á Laugaivatni og sendiráði Is-
lands í Noregi. Hún steikti kleinur
og seldi í kjörbúð, saumaði potta-
leppa og svuntur og seldi í annarri
búð, sneið og saumaði dragtir, kjóla,
búninga fyiár leik- og danssýningar
ofl. ofl. Henni féll aldrei verk úr
hendi. Þegar dóttir hennar, Katrín,
greindist með flogaveiki, þá orðin
einstæð móðir, flutti amma inn á
heimilið og sá um okkur bræðurna á
meðan móðir okkar var í rannsókn-
um. Þótt hún hafi um síðir náð
sæmilegri heilsu var hún ekki þess
megnug að vinna úti og halda heim-
ili að auki. Og það er öruggt að
amma efaðist ekki um hvað henni
bæri að gera. Hún varð hornsteinn-
inn í æsku og uppvexti okkar
bræðra. Mikið hljóta börn að eiga
bágt sem koma heim í mannlausa
íbúð. Að koma kaldur og hrakinn inn
úr frostinu og finna ilm af nýsteikt-
um kleinum, hjónabandssælu eða fá
þverhandarþykka sneið af heimalag-
aðri kæfu ofaná brauðið ættu að
vera sjálfsögð mannréttindi allra
barna. Við bræðurnir urðum að
minnsta kosti þeirrar sælu aðnjót-
andi og höfum sjálfsagt orðið betri
menn fyrir vikið. Eftir því sem árin
færðust yfir fór gömlu vinunum
hennar ömmu fækkandi. Þá fór
einnig að bera æ oftar á ýmsum
krankleik og veikindum sem manni
fannst eðlilegt að fylgdu hækkandi
aldri. Það var ekki fyrr en löngu síð-
ar að maður áttaði sig á að ef til vill
var það aðeins bæn um hlýju og um-
hyggju. Hún var of stolt til að leita
efth- því beint. Það var líklega það
eina sem hún taldi sig þurfa að
sækja eftir krókaleiðum. Það voru
æði margar minningargreinarnar
sem hún skrifaði á 7. og 8. áratugn-
um. Og með hverri og einni var líkt
og hún væri að kveðja hluta af eigin
lífi. Ótal margar tækifærisvísur orti
hún um ævina til vina og vanda-
manna, því hún var vel hagmælt og
hafði unun af skáldskap. Davíð var
hennar skáld. Þegar „Landið
gleymda" var sett upp í Þjóðleikhús-
inu á 6. áratugnum sóttist hún eftir
statistahlutverki og lék þar eina af
spunakonunum svokölluðu. Það var
ylur í kringum þá minningu þegar
hún stóð á sama sviði og skáldið
hennar, Davíð, á frumsýningar-
kvöldinu. Af minnsta tilefni setti hún
saman ferskeytlu eða kvæði sem
jafnan geymdi kjarna málsins og
hitti ævinlega í mark. Sú síðasta
sem hún orti er á þessa leið:
Vei þér, andskotans elli.
0 að ég færi í hvelli,
og fengi þá fast að sofa
í friðsælum, hlýjum kofa.
Það er eiginlega ekki hægt að
reikna með öðru en himnaríkishús-
bóndinn hafi gengið úr skugga um
að friðsæli kofinn hennar Friðriku
ömmu væri á sínum stað þegar hún
fór á hans fund. Annars væri hún vís
með að skjóta á hann einni laufléttri
til áminningar.
Þegar móðir okkar bræðra lést
sviplega fyrir þremur árum varð
harmur ömmu mestur og dýpstur.
Eftir nær því ævilanga sambúð voru
lífsþræðir þeirra fléttaðir sterkari
böndum en blóðtengslum einum
saman. Amma hafði þá verið á
hjúkrunarheimilinu Eir í fimm ár,
en undi því illa að vera ekki hjá dótt-
ur sinni, sem hafði annast hana
heima eftir að halla tók undan fæti
og verið henni bæði hjúkrunarkona
og félagi. Og aldrei viku áhyggjur
ömmu yfir því að eitthvað kæmi iýr-
ir hana. Þó svo að áfall aðstandenda
sé ómögulegt að vega og mæla held
ég að við sem nánust vorum höfum
öll fundið að missir ömmu var
sárastur. Þegar hún sat níræð í
hjólastólnum við hliðina á opinni
kistu dóttur sinnar var sem harmur
heillar ævi brytist fram. Harmur
sem enginn mannlegur máttur fær
stillt né sefað. Harmur sem gerir
allt bænakvak og trúarhuggun að
merkingarlausu hjali. Frá þeirri
stundu losaði hún smám saman tak-
ið á lífinu uns hún sleppti því loks
frá sér aðfaranótt 27. janúar síðast-
liðin, þessu lífi sem var henni hörð
barátta til hinsta dags. I kvæðinu
Móðir mín, eftir Einar Benedikts-
son, er þetta erindi:
En bæri ég heim mín brot og minn harm,
Pú brostir af djúpum sefa. -
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
I alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
Þessi orð eiga vel við þegar við
bræður kveðjum ömmu okkar og
færum almættinu þakkir fyrir allt
sem hún gaf okkur. Ræktarsemi er
orð sem ömmu var tamt í munni.
Það var ömmu mikið kappsmál að
rækta fjölskylduna. En það er nú
svo að við ættingjarnir höfum ef til
vill ekki ávallt sýnt ömmu þá rækt-
arsemi sem hún sannarlega átti
skilda. En Heimir sonur hennar var
sá sem hún átti ávallt að og gat
treyst á hvað sem öðrum leið. I stop-
ulum heimsóknum síðustu ár lét hún
mann heyra það að ekki væri á
neinn að treysta nema Heimi; bæði
kæmi hann alltaf reglulega og væri
ævinlega hress og skemmtilegur.
Þegar hún varð níræð hélt hann
henni mikla veislu og bauð gömlum
KR-félögum, sem höfðu flestir á
æskuárum verið meira eða minna
heimagangar í eldhúsinu hjá henni á
Reynimelnum. Þessi veisla var
henni mikil og gleðileg upplifun og
ekki minnst fyrir þá ræktarsemi og
virðingu sem henni var þar sýnd.
Sjálf hafði amma sagt fyrir um, og
það fyrir löngu, hvernig útför sinni
skyldi háttað. Meðal annars vildi
hún að kvæði eftir Davíð Stefánsson
lægi á brjósti sér í kistunni fyrir
bálförina. Það er erindi úr kvæðinu
um Hallfreð vandræðaskáld.
Heilsið þið hetjum öllum.
Heilsið dölum og Qöllum,
öllu, sem elskar og grætur,
öllum sem vaka um nætur.
Heill þeim sem Hallfreð skilja.
Hati mig þeir, sem vilja.
Hverju sem konur játa,
mun Kolfínna ein gráta.
Verið svo vitni um dauða
vandræðaskáldsins snauða.
Syngið ei sálma né krjúpið,
en sökkvið mér niður í djúpið.
Stjama er íyrir stafni.
Stýrið í drottins nafni.
Enginn viHist af vegi,
þó vandræðaskáldið deyi.
Löng og mikil ævi merkrar heið-
urskonu er að baki. Með ömmu er
sem hverfi margslunginn vefur lífs-
baráttu heillar kynslóðar. Það væri
óskandi að við öll berum gæfu til að
draga okkur visku og lærdóm úr
þeim brunni sem þessi ósérhlífna
kynslóð hefur fyllt með starfi sínu
og striti. Því það sem hverfur verður
aldrei endurnýjað nema að bergmál
þess hljómi í brjóstum okkar sem
eftir lifa.
Guðjón og Friðrik Erlingssynir.
Elsku amma Friðrika, ég vil með
örfáum orðum þakka þér fyrir allt.
Minningarnar streyma fram og eitt
af því fyrsta sem ég minnist er þeg-
ar þú varst að sníða og máta á okkur
systurnar. Það var oftast fyrir jól
eða einhverja utanlandsferð. Þú
saumaðir m.a. kjóla, skokka, sloppa
og margt fleira. Allar þessar flíkur,
sem þú saumaðir svo snilldarlega,
eru mér enn í fersku minni, ég á enn
og nota oft einn hlut saumaðan af
þér. Þú saumaðir svo sterkan og
góðan poka sem fylgdi mér um víðan
völl á skátamótum. Þú varst svo
myndarleg í höndunum.
Húsin sem þú bjóst í, ásamt Da-
dý og Frikka, voru mörg og ég man
helst eftir húsinu með grasþakinu,
húsinu á bak við Iðunnarhúsið og
svo þar sem var svo skemmtilegt og
öðruvísi baðkar. Ég man hvað ég
hlakkaði til að fá að gista hjá þér og
fá að prófa setubaðið. Lengst
varstu þó í Suðurhólum og oft gerði
ég mér göngutúr heim til þín og
Dadýjar. Nú síðast dvaldirðu á
Hjúkrunarheimilinu Eir og þar
sagðir þú mér oft frá svo mörgu úr
fortíðinni, þú mundir allt svo vel,
eins og gerst hefði í gær. Það situr
ofarlega í huga mér atvikið sem þú
rifjaðir upp frá Spánarferðinni þeg-
ar þú komst með mér, Hörpu og